Tíminn - 27.08.1968, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.08.1968, Blaðsíða 13
 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR TÍMINN 27. ágöst 1968. Þreyttir en ánægðir eftir leikinn við Keflavík. fshmdsmeistarar KR í knattspyrnu. (Tímamynd Róbert) Skot bakvarðarins af 30 m færi tryggði KR titilinn Það munaSi sáraiitlu, að Kefflvðcmgum tœkist að fram kvæma hið ótrúlega á sunnu daghm, nefnilega að stöðva sigorgöngu KR. f hávaðaroki og rigningu börðust topp- og botnliðið á Keflavíkurvellin- um. Tvivegis náðu Keflvíking ar forustu, en jafnoft jöfnuðu KR-ingar. Og síðara markið, sem Ársæll Kjartansson, bak- vörður, skoraði, var stór- glæsilegt. Hörkuskot hans af 30 metra færi hafnaði í blá- horni Keflavíkur-marksins, hægra megin, algerlega óverj andi fyrir hinn unga mark- vörð Keflavíkur. Þetta mark, sem skorað var, þegar 15 mín. voru trl leiksloka, tryggði KR fslandsmeistaratitilinn 1968, en jafntefli 2:2, nægði KR-ing um. Hvílíkur dagur fyrir KR, , hvitikur dagur fyrir Ársæl, sem gerði miklu meira en að skora þetta mark, því að tví- , vegis bjargaði hann á línu jiennan sama dag. Þ6 ég geti skrifaS með góðri samvizku, að KR-ingar hafi verið lukkunnar pamfílar í þessum leik, get ég með jafngóðri samvizku fullyrt, að ekkert lið er betur að ; íslandsmeistaratitlinum í ár kom- ið. Það hefur vissulega verið fróð legt að fylgjast með þeirri þróun, hvemig „KR-skrapið“ frá því í vor hefur breytzt í heilsteypt og sterkt lið. Mest munar um þá Þórólf Beck og Ellert Schram. Þessir tveir leikmenn hafa ekki einungis lagt mikið af mörkum sem einstaklingar, heldur hafa þeir hrifið samherja sína með sér, hvatt þá til dáða. Þannig hef- ur Þórólfi tekizt að virkja fram- línuna með frábærum sendingum sínum. Og Ellert hefur tekizt að binda vörnina saman. Þriðji aðil- inn í þessu samspili er Walther Peiffher, Austurríkismaðurinn, sem þjálfað hefur liðið. Hann get ur nú litið stoltur yfir farinn veg. En víkjum aftur að leiknum. Þrátt fyrir afar óhagstætt knatt- spyrnuveður, suð-austan rok og rigningu, brá fyrir góðuim leik- köflum hjá báðum liðum. Keflvík ingar kom-u sann-arlega á óvart. Hver h-afði búizt við þessari frammistöðu hjá þessu liði, sem hafði staðið sig hneykslanlega illa í sumar og skorað aðeins 3 mörk í 9 leikjum? En Sigúrður Al-berts son og félagar stóðu si-g eins og hetjur — og 1-eikuriin-n v-ar mikil uppreisn fy-rir Keflavíkur-liðið. Og sú staðreynd verður ekki um flúin, að ekki munaði nema hárs- breidd, að Keflvíkingum tækist að stöðva KR-inga. Eftir að Sigurður Albertsson hafði skorað 2:1 'fyrir Keflavík um miðjan siðari hálf- leik úr vítaspymu, hófu Keflvík- ingar mikla sókn upp vinstra kant inn 2 mínútum síðar. Og h\n end aði með skoti á mark. Guðmundur Pétursson, markvörður, var úr jafnvægi, og með öndina f háls- inum horfðu bæði leikmenn og áhorfendur á eftir knettinum, sem stefndi í átt að marki. En hvað skeður? Kraftaverk! Knötturinn stöðvast á iínunni í miklu leðju- hafi. Hefðu Keflvíkingar skorað þarna og komizt í 3—1, hefðu þeir eflaust unnið leikinn. Svona er skammt á milli „lífs og dauða“ í knattspyrnunni. Keflvíkingar léku á nyrðra mark ið í fyrri hálfleik og skoruðu eina m-arkið í þeim hálfleik. Það gerði Vil-hjálmur Ketilsson, haegri út- herji Keflvíking-a á 24. mínútu. Hann afgreiddi sendingu frá vi-nstri — sem KR-vörnin missti af — örugglega í mark. Liðin voru m-jög áþekk í þessum hálf- leik og sóttu og vörðnst á víxl. Gekk á ýmsu. Til að mynda bjarg aði Ársæll í eitt sinn á linu. í síðari hálfleik sóttu KR-ingar mun meira til að byrja með, sem ekki var óeðlilegt, því að ósjálf- rátt reyndu Keflvikingar að verja forskotið. En þegar Eyleifi Haf- steinssyni tókst að jafna á 15. mínútu, 1:1, hófu Keflvíkingar aft g-erðir. Og í einni sóknárlotu'nn-i, -á 26. mínútu, dæmdi Magn-ús Pétursson dómari, vítaspyrnu á Ellert Sehram, fyrir meinta hrindin-gu. Sigurður Al- bertsson skor-aði örugglega úr spýrnunni. Mark Ársæls, jöfnunarmarkið, kom á 30. m-ínútu. Það er óska- draum-ur hvers bakvarðar að skora mark. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Ársæll skorar þýðihg-armikið mark, en ein-s og menn e.t.v. m-una skoraði hann sigurm-ark KR í úr- slitaleik bikarkeppninnar fyrir þremur árum. Tvö m-örk g-egn tveim-ur. Það voru lokatölur í þes-sum mikla baráttuleik. Satt að s-egja var lítill munur á botn- og toppliðinu. KR- lngar voru greinilega taugaóstyrk ir, en það var n-okkuð, sem Kefl- víkingar voru alg-erlega lausir við. E.t.v. þess vegna tókst þeim svona vel upp. Eyleifur Hafsteinsso-n var einn drýgsti maður KR að þes-su sinni. Síðan Þórólfur kom til sögunnar, hefur h-ann fengið aukið athafna- svæði. Mótherjarnir leggja mikið upp úr því að stöðva Þórólf, en gleym-a þá Eyleifi, sem er þó ekk ert smástirni. Þórólfur va-r virkur ann-að veifið, þ.e. Þ«i&r Sigurður Alberts-son var ekki of nálægt hon um. Öll aftasta vörnin hjá KR átti góðan dag, þó einkum og sér í lagi þeir Ellert og Ársæll. Hjá Keflvíkingum voru beztir. Karl He-rmannsson og Vi-lhjálmvir í framlínunni ,en Sigurður Al- bertss-on sem miðvallarspilari. Sig urður hefði e.t.v. get-að gætt Þór- ólfs betur, en engu að siður stöðvaði hann margar sóknarlotur KR-inga og byggði vel upp. f vörn inni var Guðni Kj-artansson bezt ur. Magnús V. Pétursson dæmdi. leikinn. Sá, sem þessar línur skrifar, var ekki í góðri aðstöðu , til að fylgjast með, þegar hann dæmdi vítaspyrnuna, en sennilega hefur hún verið réttmæt. Að öðru leyti fannst m-ér Magnús dæ-ma nær óaðfinnanlega. — alf. <. Manch. Utd. fékk stóran skell, tapaði fyrir Chelsea 0:4! Matt Busby keypti Willie Morgari frá Burnley fyrir 90, þúsund pund. Óvænt úrslit á Englandi á laug ardaginn? Já, það er óhætt að segja það. Manchester Utd. fékk stóran skell á heimavelli sínum, Oid Trafford, þegar það mætti Chelsea. Hið bláklædda Lundúna- lið kom, sá og sigraði. Úrslitin urðu 4:0. Jafnvel þótt margir séu á sjúkralista hjá Utd. er þetta of mikið af því góða. Þess má geta, að Matt Busby keypti nýjan leikmann á laugardaginn, Willie Morgan frá Burnley fyrir 90 þús. pund, en hann gat ekki leikið með á laugardaginn, þar sem 48 klst. þurftu að líða frá kaupunum áður en hann mátti leika með sínu nýja félagi. Ekki gekk hinu Manohester-lið- inu of vel, þegar það lék á úti- velli gegn nýliðunum, QPR, og gerði aðeins jafntefli. Leikur Nott ingham Forest og Leeds varð sögu legur, því að rétt fyrir hálfleik varð að slíta ho-num. Ástæðan? Eldsvoði í búningsklefunum. Staðan var þá jöfn 1:1. Lítum á úrslitin: 1. deild. Coventry — West Ham 1—2 Ipswich — Arsen-al 1—2 Liverpool — Sunderland 4—1 Manoh. Utd. — Chelsea 0—4 Newcastle — Everton 0—0 Nottingiham F. — Leeds 1—1 (leiknum slitið eftir 43 m-ín.) QPR — Mancfa. City 1—1 Southam-pton — Wolves 2—1 Soke — Leicester 1—0 WBA — Burnley 3—2 2. deild. Birminglham — Portsmouth 5—2 Blacfeburn. — A. Villa 2—0 Framhald á bls. 15. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.