Tíminn - 27.08.1968, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.08.1968, Blaðsíða 15
WtHKTODAGUR 27. ágúst 1968. TIMINN 1C HEYBRUNI Framhald af bls. 3. dagskvöldið og skýrt var frá því, a<5 eldur væri laus í útihúsum. En um sjöleytið höfðu menn far- ið í fjósið og einskis orðið varir. Gluggar fbúðarhússins snúa þann ig, að heimilisfólk, sem er sam- tals níu manns, varð ekki eldsins vart. Er út var komið, var mikill eld- ur í hlöðu, fjósi og vélageymslu 'og mátti ekki tæpara standa, að .tækist að bjarga kúnum úr fjós- inu. Telur Grettir Jóhannsson 'bóndi, að kýrnar hefðu farizt, hefði eldurinn uppgötvazt fáein- •um mínútum síðar, en þær eru að þvi er virðist ómeiddar. Um 500—600 hestar af heyi voru í hlöðunni og skemmdist alltaf % 'hlutar þess. Glóð var í heyinu allt þar til síðari hluta dags í jdag. mánudag, er heimamenn 'luku við að slökkva til fulls í ¦ hlöðunni. j Fólk af nágrannabæjum kom skjótlega á vettvang og síðan slökkviliðin á Hellu og Hvolsvelli ;og tókst fljótlega að slökkva eld- inn í húsunum. Útihúsin þrjú gjöreyðilögðust að heita má og 'auk þess skemmdist gamalt íbúð- i arhús, sem þarna er. Talið er, að eldurinn hafi kvikn að út frá rafmagni. Útihusin áð ' Skarði voru vátryggð. SÝNA FLUGVÉL Framhald af bls. 16 ríska flughersins, en hitamæling- arnar eru unnar á vegum banda rísku jarSfræðistofnunarinnar og í samráöi við íslenzka vísindamenu. Sýning vélarinnar á morgun er , einkum ætluð fyrir íslenzka vís- indamen og aðra, seml áhuga hafa á hitamælingum. IbRÖTTIR Framhaíd af bls. 13. ^Blackpool — Bristol C. 2—2 Burey — C. Palace 2—1 ' Cardiff — Preston 1—0 ' Fulham — Bolton 0—2 Huddersf. — Dertoy 2—0 'Middlesbro — Carlisle 1—0 'Oxford — Hull 1—1 •Sheff. Utd. — Millwall 1—0 Leeds og Arsenal eru efst í 1- deild með 8 stigv hvort, Leeds eimrm leik minna. í 2. deild er Middlesbro efst með 8 stig, en næst koma Blackburn, Sheff. Utd. og Charlton ,öll með 7 stig, en einum leik færra. FORSETINN Framhaid al bls. 16 járn og föruneyti með flugvél Loftleiða, Þorvaldi Eiríkssyni, frá Keflavfkurflugvelli til Osló ar til að vera viðstödd brúð- kaup Haralds rfkisarfa Noregs og Sonja Haraldsen. Haraldur og Sonja verða gef 1 in saman í dómkirkjunni í Osló á fimmtudaginn. Munu fyrstu gestirnir koma þangað þegar kl. 15.15, en athöfnin hefst kl. 17, þegar brúðurin gengur í kirkju. Mikilli veizlu, sem halda átti fyrir brúðkaupið, hefur verið aflýst vegna atburðanna í Tékkó slóvakíu. Flugstjóri í Þorvaldi Eiríks syni í morgun var Jóhannes Markússon yfirflugstióri Loft leiða. A VÍÐAVANGI Framhald af bls. 5 Þegar slfk gagnrýni kemur fram, bér forstöðumönnum slíkr ar þjóðarstofnunar að biðja Al- þingi að skipa rannsóknarnefnd eða matsnefnd í málið, og Al- þingi á að verða við þeirri bón. Sú nefnd á síðan að segja þjóð inni rökstutt álit sitt um kaup- in. Kunni forstöðumenn stofn- unarinnar ekki þessa kurteisi við þjóðina, verður Alþnigi að taka það upp hjá sjálfu sér að efna til slíkrar athugunar. RÆÐA ÓLAFS Framhald af 8 síðu , \ fagna, að ungt fólk hefur jafnan sýnt honum mikinn trúnað. Það er von mín og vissa, að svo muni enn verða og jafnvel í enn rík- ari mæli en nokkru sinni fyrr. En þá er það líka skylda okkar, sem eldri erum, að rétta hinum ungu samherjum örvandi hönd. Fram- sóknarflokkurinn bindur miklar vonir við unga fólkið. Hann telur sig hafa gert mikið fyrir það. Hann vill sýna málefnum ungs fólks fullan skilning. Við treyst um því að stefna hans og þjóð- málabarátta finni hljómgrunn hjá ungu fólki. Framsóknarflokkurinn væntir sér mikils af starfi Sam- bands ungra Framsóknarmanna, bæði nú á næstunni og á komandi árum. Þaðan munu flokknum koma miklir og góðir starfskraftar, og efalaust eiga einhverjir þeirra, sem nú eru í fyrirsvari fyrir samtök ungu mannanna, eftir að vera í fararbroddi fyrir flokkiruu Ég hefi annars staðar gert grein fyrir því, að Framsóknarflokkur- inn er og á að vera víðsýnn flokk- ur, að hann á jafnan að vera opinn fyrir nýjum hugmyndum, um- burðarlyndur gagnvart af'brigðileg um skoðunum flokksmanna á ein- stökum málum og hleypidómalaus gagnvart úrræðum og leiðum, sem um er að velja. Þess vegna á flokkurinn einnig að vera skilningsríkur gagnvart ungum mönnum, þó að þeir hafi sérskoðanir í ýmsum efnum og þó að þeir vilji ekki ætíð hlíta leiðsögn okkar eldri mannanna heldur fara eigin götur og kanna nýjar leiðir..Það,.er..æskunnar eðjj að vera gagnrýnin. Það væru aum- ir æskumenn, sem væru ánægðir með allt eins og það er. Þess vegna segi ég við ykkur ungu Fram- sóknarmenn: Sú krafa er ekki gerð til ykkar, og verður ekki gerð til ykkar á meðan ég er formaður flokksins, að þið séuð í einu og öllu jábræður flokksstjórnarinn ar á hverjum tíma. Þið eigið að vera sjálfstæðir leitendur að leið um og úrræðum. Þið eigið að leggja eigið mat á menn og mál- efni. Þið skuluð ekki hika við að leggja dóm á verk feðranna, en þið skuluð ekki gera það með vanþakklátu hugarfari heldur með skilningi þess, sem á leikinn í lífinu. Þeir menn, sem starfa í stjórn- málasamtökum ungra manna, eru á vissan hátt eins og boðhlaup- arar. Þeir renna sitt skeið, af- henda síðan öðrum sprotann, ganga út af velljnum og yfir í sveit hinna eldri manna. Raunar má segja, að þetta eigi við um alla stjórnmála- nienn. Þeir renna allir sitt skeið, skammt eða langt eftir atvikum, unz þeir eru leystir af hólmi af þeim, sem taka við merkinu og bera það í næsta áfanga. Á þessu verða allir, sem við stjórnmál fást, að átta sig. Það varðar miklu, að þeir gangi út af sviðinu sáttir og með jafnaðargeði. f sjálfsævisögu sinni segir Hann- es Þorsteinsson svo: „Og síðan ég var síðast á þingi, 1911, hef ég aldrei stigið fæti mínum í þing-| húsið, meðan þingfundir hafa stað ið þar yfir, eða hlustað á nokkuð, sem þar hefur farið fram síðast- liðin 17 ár." Og í sviga er bætt við (Og nú 22 ár, 1933). Það eru mikil vonbrigði og sárindi fólgin í þessum ummælum. En þeir eru því miður fleiri, sem hafa yfirgef- ið stjórnmálin með svipuðu hugar- fari. Það er ömurlegt, þegar stjórn málamenn kveðja leikvanginn með þvílíkri beizkju. Ungu menn: Þið skuluð strax bólusetja ykkur gegn slíkum sjúkdómi. Skapanornin Skuld heldur traust an vörð um ríki sitt. Enginn veit með öruggri vissu hvað framund an er. Ég get því litlu spáð um það, hvað gerast muni í íslenzkri pólitík á næstunni. Hitt vil ég segja, að það er þörf á þáttaskil- um og það sem fyrst, Hvort vænta megi nú á næstunni nokkurra stakkaskipta, get ég auðvitað ekki fullyrt neitt um. Það er að sjálfsögðu að einhverju leyti ósk- hyggja hjá mér, en ég verð þó að segja, að ýmislegt virðist benda til þess, að það f ari að styttast_ í niíveraaidi stjórnmálasamstarfi. Ég ætla ekki hér að fara að halda neinn dómsdag yfir núverandi rfk- isstjórn. Ég vil aðeins segja þetta: Stjórnarflokkarnir hafa farið lengi með völdin. Þeir hafa fengið öll þau tækif æri sem hugsazt geta, en þeir hafa ekki borið gæfu til að hagnýta þau sem skyldi. Það er fáum hollt að fara svo lengi með völd í senn. Þess eru því miður mýmörg dæmi, að stjórnin hafi misbeitt valdi sínu. Slfkt hlýtur að særa réttlætiskennd allra heið- arlegra manna, þegar til lengdar lætur, og þá ekki hvað sízt unga fólksins. Samkomulag stjórnar- flokkanna er sennilega eitthvað far ið að versna á bak við tjöldin. Af ýmsu má marka, að í stjórnarher- búðunum gæti vaxandi þreytu. Ég held, að trúin á getu ráðherra sé stórlega minnkandi, jafnvel á með al áhrifamanna í liði þeirra. For- setakosningarnar voru að ein- hverju leyti andsvar við stjórnar- stefnunni. Stjórnarflokkarnir hafa ekki reynzt vanda sínum vaxnir að okkar dómi, allra sízt þegar á móti blæs. Þeim hafa orðið á marg vísleg mistök, svo sem nú verður ljósara með degi hverjum. Þau mistök hafa orðið þjóðinni dýr. Óleyst vandamál hrannast upp. Sam þykktir víxlar, óútfylltir, falla á haustdögum. Vandinn, sem við er að glíma, er að mínum dómi, mjög alvarlegs eðlis fyrir þjóðina. ,alla. Ég hygg, að á þessum tím,a, ,sé engum ljóst, hvernig fram úr hon- um verði ráðjð í vetur. Hér verð- ur engu um það spáð, hvað við kynni að taka, ef svo færi, að núverandi stjórn gæfist upp. Þar eru svo mörg atriði óráðin og ó- ljós. En að sjálfsögðu er hægt að hugsa sér pólitísk þáttaskil með ýmsum hætti. Framsóknarflokkur inn mun þar fara að öllu með gát. Ég vil svo að lokum flytja Sam- bandi ungra Framsóknarmanna þakkir fyrir þrjátíu ára starf. Jafnframt árna ég því heilla á ókomnum árum. Eg óska þess, að þið, sem nú eruð ung, eigið eftir að sja marga ykkar drauma ræt- ast. Ég vona, að ykkur takist að varðveita hugsjónaauð æskunnar sem allra lengst. Ég vona, að þið á efri árum getið tekið ykkur í munn orð eyfirzka öldungsins Jóns Davíðssonar, að þið þá héimtið sverð ykkar og skjöld til að ganga út í orrustuna við hlið þeirra Framsóknarmanna, sem þá verða • í broddi lífsins eða á miðjum j aldri. My Fair Lady Audrey Hepurn Rex Harrisson Endursýnd kl. 5 og 9 ÍIFHIS stmiltm Sumuru Spennandi ný ensk þýzk Cinetna-Scope litmynd me8 George Nader Frankie Avalon ofi Shirley Eaton Bönnuð tnnan 16 ára. Sýnd kl 5 7 og 9 íslenzkur texti. Allar eru þær eins (Jusr Mke a woman) Einstaklega skemmtileg brezk litmynd er fjallar um hjóna- erjur og ýmsan hástoa i því sambandi. Aðalhlutverk: Wendy Oraig, Francis Matthews, John Wood, Denis Price, I íslenzkur tcxti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. íslcnzkur texti. Með ástarkveðju frá Rússlandi Heimsfræg og snilldar vel gerð ensk sakamálamynd, Sean Connery Endursýnd kl. 5,15 og 9 Bönnuð innan 14 ára. Slm I1S44 Barnfóstran (The Nanny) íslenzkur textl. Stórfengleg, spennandi og af- burðavel leikin mynd með Betty Davis, serh lék i Þei, þei,- kæra Kar. lotta. Bönnuð börnum yiigri en 14. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 3ÆJARSÍ Slmi S0184 Operacione Poker Hörkuspennandi njósnamynd í 1 Jituim. íslenakur texti. Sýnd kl. 9 Bönnuð börnum innan 14 ára. Maður og kona Hin frábæra franska Cannes- verðlaunamynd í litum. íslenzfeur texti. Bönnuð börnum Sýnd kl. 7 AUra síðasta sinn. WUGARAS ¦ =3 EaM Slmar 32076 og 38150 Sautján Hin umtalaða danska litmynd. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. Guðjoi\ Styrkábssoiv HASTAKETTAKLÖGMAOUIt g AVSTURSTRÆTI 6 SlMI IS3S4 ' ím ÞJODLEIKHUSID Gestaleikur: Látbragðsleikarinn Marcel Marceau Fyrsta sýning föstudag 30. ágúst kl. 20. Önnur sýning laugardag 31. ágúst kl. 20. Forkaupsréttur fastra frumsýn ingargesta gildir ekki að þess ari sýnirigu. Aðgöngumiðasalan apin frá kl. 13,15 til 20. Sirni 1-1200. GAMLA BIO Hinn heitt elskaði IheMOnON PÍCUURE CfFEWDEVERYÖWE!! Tl\e Loved ROBEBT MOHSE - JONATHAN WJNTERS ROUSTEIGER ANJANETTF COMFR Víðfræg bandarisk kviikmynd gerS af Tony Richardson (Tom Jones) fslenzkur texti Sýnd kl. 5 og 9 Bönnuð innan 12 ára Tónabíó Stm »1182 íslenzkur texti Skakkt númer (Boy, Did I get a wrong Numb er) Víðfræg og framúrskarandi vel gerð, ný amerísk gaman mynd Bob Hope Sýnd kl. 5 og 9 Sírhi 50249. Árásin á drotthinguna Frank Sinatra. Sýnd kl. 9. SÍMI fJÖRNj *BI0 v 18936 Tundurspillirinn Bedford Islenzkur texti Afar spennandi ný amerísk fevikmsmd með úrvalsleikurun um Richard Widmark, Sidney Poitier. Sýnd kl. 5, 7 og 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.