Tíminn - 31.08.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.08.1968, Blaðsíða 5
XdOMafflnSGIBR 31. ágúst 1968. .. ...........— 1.1■ ■ ■■—...»■■-ÍÉifc.i.’*hi-. i • TÍMINN Ráðherra svarar fyrirspum / „Mjög arikar tvímælis, hvort rétt sé að svara fyrirspurn eins og þeirri, sem „flugfreyja“ bein ir til mín í blaði yðar í dag, en þar er spurt, bvort það sé ta þess að spara gjaldeyri eða vegna þess að mér þyki þjón- usta íslenzkra flugfélaga ekki nógu góð, að ég taki flug- ferðir erlendra flugfélaga fram yfir ferðir íslenzku flugfélag- anna. í fyrsta lagi finnst mér ótrúlegt, að það sé flugfreyja, sem skrifar slíka grein. í öðru lagi er augljóst, að hér er ver ið að koma á framfæri sögu- burífi, sem engin tilraun hefur verið gerð til þess að sann- reyna, hvort sé sannur eða ó- sannur. Svo algengt er, að skrif að sé af illkvittni og sagt ósatt um þá, sem fást við íslenzk stjórnmál og þó einkum ráð- herra, að það mundi æra óstöð ugan að leiðrétta jafnan slík ummæli. Ég vil þó ekki láta því ómótmælt, að ég taki er- lend flugfélög fram yfir ís- lenzk. Ferðaskrifstofa ríkisins ann ast jafnan kaup farmiða fyrir menntamálaráðuneytið og við skiptamálaráðuneytið. Þegar er- lendir aðilar greiða ferðakostn aðinn, svo sem vegna funda- halda Alþjóðabankans og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, eru far miðarnir stundum keyptir hjá þeirri ferðaskrifstofu, sem þess ar stofnanir skipta við, Thos. Cook. Þess er jafnan óskað, að íslenzkar flugvélar séu notaðar, ef völ er á þeiim. Ég þykist vita, að skýringin á þessum skrifum sé sú, að þegar ég kom heim frá Póllandi þriðju daginn 16. júlí s. 1., kom ég með flugvél SAS frá Kaup- mannahöfn. Sá, sem vill vita sannleikann og fara með rétt mál, getur auðveldlega gengið úr skugga um, að þann dag flaug engin íslenzk flugvél frá Kaupmannahöfn til Reykjavík- ur. Með þökk fyrir birtinguna. Gylfi Þ. Gíslason. Kaupæði í ísl. flugvélum S. Á. skrifar: „Ég hef á undanförnum tveim árum farið í þrjú skemmtiferða lög til útlanda. í öll skiptin hef ég flogið heiman og heim með íslenzku flugfélögunum. Ég vil taka það fram að mér finnst þjónusta hjá flugfélögunum mjög góð hvað snertir mat og umönnun um farþega. Hins veg ar hefur það komið fyrir á heim leiðinni úr þessum þrem ferða lögum að flugfreyjur hafa orð- ið uppiskroppa með vín, súkku laði og ilmvötn, þannig að ekki nándar nærri allir farþeganna hafa getað verzlað nægju sína af þessum hátolluðu vörum. Þetta veldur undantekningar- laust mikilli gremju meðal far þeganna. Nú er það víst staðreynd að engir verzla eins mikið um borð í flugvélum og íslendingar, en flugfélögin hljóta að sjá sér hag í því að viðurkenna þessa- staðreynd og mæta henni með nægum birgðum fyrir hverja ferð. Mér hefur verið bent á að kaupa þessar vörur í fríhöfnum erlendra flugvalla, þar séu þær jafnvel á hagstæðara verði. En þar sem ég á betra með að tjá mig á íslenzku en öðrum tung- um og þekki lítið inn á skipu- lag flughafna kýs ég heldur að kaupa súkkulaði handa börn unum, ilmvatn handa konunni og vín fyrir mig um borð í íslenzku flugvélunum. Auk þess hefur mín ferðareynsla erlend is kennt mér að oftast er farið að sneyðast verulega um erlend an gjaldeyrir þegar líður að ferðalokum en aldrei er maður svo aumur að ekxi leynist ísl. þúsund kall í veskinu. Ég hef heyrt þetta ástand afsakað með því að svo lítið pláss væri í eldhúsum flugvél- anna, að ekki kæmist meiri sölu varningur fyrir. En mér er spurn, mætti ekki koma nokkr um kössum af súkkulaði ðg ilmavtnsglösum fyrir í farang ursrýminu. Og svo að lokum þetta: „Hvers vegna skyldu flugfélög in ekki viðurkenna kaupæði okk ar íslendinga og hafa nægilegan varning á boðstólnum í flugvél um sínum. Það ætti að vera þeirra hagur, meira í kassann og ánægð.ari farþegar.“ Ómakleg ummæli Athugasemd Landfara: í dálkum þáttarins hefur að undanförnu komið fram hörð gagnrýni á sjónvarpsþáttinn „Litla sand“. Hvað sem um þennan sjónvarpsþátt má segja vill Landfari mótmæla ómakleg um ummælum um Magnús Ingi marssonár sem hljómlistar- og hljómsveitarmann er fram komu í bréfi til þáttarins s. 1. þriðju dag. Magnús er löngu kunnur af hljómsveitarleik sínum og léttum og skemmtiiegum píanó leik. Og rætin ummæli eins og birtust í Landfara á þriðjudag- inn eru í alla staði ómakleg og eiga á engan hátt við um einn okkar betri hljómlistarmanna í dag. Ættgöfgi Adolf E. Petersen skrifar. „Þegar þau tíðindi spurðust, að hans hágöfgi Haraldur Nor \\ í r3! —5 l i SKARTGRIPIR UY/U^^l l —1 Modelskartgripur er gjöt sem ekki gleymist. — - SIGMAR & PÁLMI - Hverfisgötu 16 a. Stml 21355 og Laugav 70 Stmi 24910 egsprins hefði trúlofazt kaup- mannsdóttur, þótti víst mörg- um sem hann væri að taka nið ur fyrir sig, að ætla að giftast stúlku svo smárrar ættar, nú hefur norskur fræðimaður rak ið ætt Sonju Haraldsen til Har aldar hárfagra, hins forna kon ungs Noregs, svo allir gátu tekið gleði sína aftur, fyrst konungsblóð rennux í æðum hennar. Það er sagt að íslendingar hafi aldrei verið sérlega kon- unghollir, né gert sér far um að líta neitt upp til koinungs- borins fólks, umfram það sem almen kurteisi krefst. Þó mun engin þjóð, svo almennt sem íslendingar geta rakið ættir sín ar til hinna hávelbornu konunga fortíðarinnar, má í því sambandi nefna að allmargir Húnvetning ar og brezka konungsfjölskyld an hafa talið sig til sömu ættar. Landnámsmenn margir voru sagðir af konungakyni, hér sett ust þeir að og juku kyn sitt og af þeim eru íslendingar komn ir. Nútíma fræðimenn segja að flestir í'slendinga séu komnir fa Bjarna bunu, Veðra-Grímsson ar úr Sogni, er var sonur Her varar dóttur Þorgerðar Eylaugs dóttir úr Sogni. Til þess að sýna fram á að íslendingar geti' rakið ættir sín ar til konunga fornaldar eigi síður en brúður krónprins Nor egs, þá skal ætt eins manns talin til þeirra konunga er settu svip sinn á sögusviðið í fyrri daga. Einn af þekktustu listamönn- um íslands er Ásmundur Sveins son myndhöggvari, svo stórætt aður er sá maður að vart munu aðrir finnast sem rakið geti ætt sína lengra aftur í það sem kalla má grá forneskju. Ásmundur og Yngvi Tyrkjakonungur Ætt Ásmundar í EINN lið er þannig: Faðir, Sveinn Finns son, bóndi á Kolstöðum í Miðdöl um, kona Finns og móðir Sveins var Þórdís Andrésdóttir smiðs Andréssonar bónda á Þórólfs- stöðum. Sá Andrés var hálfbróð ir Jóns Andréssonar listasmiðs ins góða, er ákærður var fyrir peningasmíði árið 1817. Andrés faðir Þórdísar var sonur Guð laugar frá Fremri-Hundadal síð ar húsfreyja í Hvítadal í Saur- bæ, Loftsdóttur bónda í Hunda dal Árnasonar prests í Hvíta dal. Faðir Árna yar Jón f. 1630, stúdent ur Skálholti 1653, prest ur og síðar prófastur í Saurbæj arþingum d. 1710, nann var Loftsson bónda í Sælingsdal, Árnasonar Loftssonar prests : Víðidalstungu, Péturssonar bónda á Laugurn, Loftssonar bónda í Sælingsdalstungu Orms sonar. Faðir Orms var Loftur -------- ------------- rfld, riddari og hirðstjóri á P MöðruvöUum í Eyjafirði f. 1382 d. 1432, hann var mikið | skáld sinnar samtíðar, og hafði höggorm í skjaldarmerki sínu, faðir hans var Guttormur bóndi í Þykkvaskógi í Miðdölum, hann var veginn að veiðiskap í Miðá þ. 26. maí 1381. Guttormur var sonur Orms lögmanns á Skarði, hann var í Grundarbardaga 1361 var hirðstjóri um skeið, en lög maður 1359-75 hann dó í svarta dauða 1402. Faðir hans var Snorri lögmaður á Skarði 1316 —29, d. 9. marz 1332 Narfa sonar prests á Skarði d. 1284.. Snorrásonar prests á Skarði d. 13. september 1260. Nárfason ar prests á Skarði d. 1202, Snorrasonar prests og lögmanns á Skarði 1156—70, dó 1170, hann var sonur Húnboga bróður Ara fróða, faðir þeirra var Þor- gils Gellisson á Helgafelli, hann drukknaði í Breiðafirði 1074. Gellir Þorkelsson, bóndi á Helgafelli dó 1073 i Hróars- keldu á Sjálandi. Móðir Þorgils var Valgerður Þorgilsdóttir Arasonar á Reyk hólum Mássonar. Kona Ara og móðir Þorgils var Þorgerður dóttir Álfs úr Dölum, móðir Þorgerðar var Halldís Erps- dóttir landnámsmanns á Erps stöðum, hann var sonur Meld uns jarls á Skotlandi og konu hans er var Myrgjól dóttir Gljómals írakonungs. Myrgjól kám með Auði djúpuðgu til íslands og dó hjá syni sínum. Sem fyrr segir var Halldís Erpsdóttir gift Álfi úr Dölum R Eysteinssonar _ Álfssonar úr | Ostru. Móðir Álfs úr Dölum | var Þórhildur Þorsteinsdóttir || rauðs, hann var sonur Auðar Ijl djúpúðgu og Ólafs hvíta Ing || jaldssonar, konungs, Helgasonar | Óláfssonar, Guðröðarssbnar, | Hálfdánarsonar hyítbeins, Upp lendingakonungs Ólafssonar tré telgju Svíakonungs. f Landnámubók rekur Ari fróði ætt sína í þrjátíu og átta ættliði til Njarðar Svíakonungs og þrjátíú og níu ættliði til Yngva Tyrkjakonungs og segir það nöfn langfeðga Ynglinga og Breiðfirðinga. Ætt Ásmundar Sveinssonar liggur þá ljós fyrir í sextíu og þrem ættliðum til Yingva Tyrkjakonungs er uppi mun hafa verið um það bil tveim öldum fyrir Krist. Með þessu er séð að það eru fleiri en norsk brúður sem geta rakið ættir sínar til forn- konunga og kappa, mann grunar að óvíst sé að konungsættir Norðurlanda geti státað af öllu meiri ættgöfgi en íslendingar ef vel væri rannsakað. Það var sagt hér fyrr að fræðimenn teldu flesta ís- lendinga komna af Bjarnar bunu, en hann var faðir Ketils » flatnet's föður Auðar djúpúðgu S í Hvammi í Dölum, Bjarna í fc Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi, Þór | unnar hyrnu konu Helga magra i í Kristnesi og Jórunnar Mann vitsbrekku móður Ketils fíflska, er bjó í Kirkjubæ á Síðu og Helga bjólu á Kjalarnesi. Síðu menn, Kjalnesingar, Snæfelling ■ ar, Dalamenn og Eyfirðingar | geta svo haft það sér til stund 1 argamans að rekja ættir sínar | til Bjarnar bunu. Hér skal staðar numið, til- gangurinn með skrifi þessu er sá að hafa sér nokkuð til gam ans og fróðleik, og gefa öðrum kost á að njuta þess ef þeim þyk ir nokkurs um vert. Heimildir: Ættir íslendinga, 1 P. E. Ólason. Dalamenn J. 1 Guðnason Ættartal H. Þor- v steinssonar. Lögréttumannatal ; E. Bjarnason. Landnámabók « Ara Þorgilssonar og Kirkjubæk ur Miðdala og Saurbæjarþinga." ■ Á VlÐAVANGI Tröllasögur í bænum Undanfarna daga hafa geng- ið manna á meðal í Reykjavík miklar tröllasögur um yfirvof andi stóraðgerðir í efnahags- málum, svo sem um 30% geng islækkun þegar næsta mánu- dag, 20% yfirfærslugjald á ákveðnar innflutningsvörur og ferðamannagjaldeyri eða tillög ur um hækkun söluskatts í 15%. Ekki þykir líklegt, að sögur þessar um . tafarlausar stórráðstafanir eigi við rök að styðjast, því að ríkisstjórnin ætli að geyma vandræðaráð- stafanir sínar eitthvað fram á haustið. Hins vegar sýna sögu sagnirnar, að fólk gerir sér Ijóst, að allt er í sökkvandi og hengjandi vandræðum, og mikl ar neyðarráðstafanir liljóta að koma. f þessu felst einnig sá' skilningur fólks, að við völd sitpr ríkisstjórn, sem ekki hef ur neina viðleitni til mann- borlegs andófs, heldur flýtur sofandi að feigðarósi og fálm- ■ ar síðan í einhver hálmstrá, þegar yfir skeUur. Þjóðin býst '■ ekki Iengur við því af þessari ríkisstjórn, að hún freisti við- náms eða gagnsóknar af mann-' dómi eða skynsamlegu viti í erfiðliekunxun. Hún streitist aðeins við að sitja og halda sér fast, meðan flýtur, lætur , reka frá landi en reynir ekki að ná höfn. Alger uppgjöf og manndómsleysi í markaðsmál- ; unum er skýrast dæmi um þetta. Raunar skiptir minnstu, hvort uppgjafarráðstafanir rík isstjórnarinar koma á morgun eða hinn daginn, fólk veit að þær vofa yfir höfði og talar um þær sem árvissa uppskern, meðan stjórnin situr. Og nú fer þessi vcnjulegi uppskeru- tími í hönd. Mesta ómennskan Á síðustu misserum hefur núverandi ríkisstjórn sýnt af sér þá ómennsku og uppgjöf, sem örðugast er að fyrirgefa stjórnarvöldum. Þjóðin hefur horft á ríkisstjórnina eyða í eldi dýrtíðar og óstjórnar, af- rakstri sjö góðra ára, svo að þjóðin stóð berskjölduð, þegar að herti með minnkandi afla- feng, harðara árferði og verð lækkunum á erlendum mörk- uðum. Slíkt eru að sjálfsögðu stjórnarvalda, sem þjóðin á ekki að sætta sig við án þess að higna fyrir þau. En það er að bæta gráu ofan á svart, þegar sama ríkisstjórn gefst hreinlega upp fyrir erfiðleik- unum, þegar þeir dynja yfir, en situr samt lon og don og hindrar með þvi, að einhverjir aðrir reyni að takast á við vandann. Það er mesta ó- mennska stjórnarvalda og hin fyrirlitlegasta. Þegar í slíkan harðbakka slær sem nú er um afkomu þjóðarinnar er það megin- skylda ríkisstjórnarinnar að berjast um af öllu afli lífs og sálar til þess að standast áraunina. í þeirri kreppu er engin vörn til nema gagnsókn upp á líf og dauða. Þá er það ósæmilegast af öllu að hleypa undan. Oft hafa slíkar örvænt ingartilraunir í för með sér mistök og áföll, en slíkt má fyrirgefa, ef það sést, að vilj- inn er úr stáli. Að hleypa und an eru þau einu svik við þióð- ina, sem þá er hægt að fremja. Framhald á bls. 15. mmmmmmmmmmmmmmmmm:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.