Tíminn - 31.08.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.08.1968, Blaðsíða 8
8 TIMINN LAUGARDAGUR 31. ágúst 1968. NAUÐUNGAR- SAMNINGAR LEIÐTOGAR Tékkóslóvakíu hafa nú þegar að nokkru leyti hafið framkvæmd þeirar nauð- ungarákvæða, er upp á þá var þvingað í Moskvu fyrir og eftir síðustu helgi, en almenningur, þingmenn og leiðtogar víða um landið láta í ljósi óánægju sína. Ástandið í landinu er enn hættu legt, og erfitt að spá um fram tíðina. Tékkóslóvakíumálið hefur verið hlaðið óvæntum atburðum. Sjálf itnnrásin kom, sem kunnugt er mjög á óvart og eins samn ingaviðræðurnar í Moskvu, og þá sérstaklega þátttaka tékkn eskra leiðtoga svo sem Alex- ander Dubceks og Olrich Cern iks í þeim viðræðum. Nauðung arsamkomulagið kom ekki eins á óvart, þótt það hafi valdið miklum vonbrigðum — og reiði meðal almennings í Tékkóslóv akíu. Höfuðatriðin í því samkomu lagi, sem gert var í viðræðun- um í Moskvu, en þær stóðu frá föstudagskvöldi fram á mánu- dag, eru eftirfarandi: ☆ Sovétríkin og leppríki þeirra innan Varsjárbandalags ins fallast á, að kjörnir leiðtog- ar Tékkóslóvakíu haldi áfram í stöðum sínum. ■& Sovétríkin fá að hafa her- lið á landamærum Tékkóslóv- akíu og Vestur-Þýzkalands. Er fein tímasetning um hversu 3ngi sú heimild skal vera I gildi. -ffi: Annað herlið skulu Sovét- ríkin draga til baka út fyrir landamærin í áföngum. Engin tímasetning er heldur fyrir hendi um hvenær þeim brott- flutningi herliðs sículi lokið. ■fc Tékkneskir leiðtogar fall- ast á að koma á fót að nýju rit skoðun og draga mjög úr þró- un í frjálsræðisátt í landinu. ÞESSI höfuðatriði sýna tvennt. í fyrsta lagi, að Sovét ríkin hafa orðið að hætta við að mynda sérstaka leppstjórn í Tékkóslóvakíu og leyfa Dub- cek og félögum hans að halda áfram stjórn landsins. í öðru lagi, að tékknesku leiðtogarnir hafa neyðzt til að fallast á all- ar aðrar kröfur Sovétr-íkjanna — kröfur sem þeir hafa hvað eftir annað hafnað. Er þar eink um átt við staðsetningu sov- ézks berliðs á tékkneskri grund og upptaka ritskoðunar að nýju. Er vissulega ljóst, að þótt um nauðungasamninga sé að ræða, þá fór ýmislegt öðru vísi í Tékkóslúvakíu en ráða- m.enn Sovétríkjanna höfðu ætl að í upphafi. Á því hefur verið leitað skýringa, og eftir því sem fréttamenn hafa komizt næst um atburði þá, er gerð- ust á bak við tjöldin í Kreml, þá er ástæðan fyrir erfiðleikum Sovétríkjanna við að kúga litla þjóð sú. að ákvörðunin um inn rásina var tekin í skyndi, og pólitískur undirbúningur ekki nógur. SAMKVÆMT frásögnum, sem þekktir fréttamenn hafa eftir góðum heimildum í kommún- istaríkjunum voru það Stalínist ar í miðstjórn kommúnista- flokks Sovétríkjanna sem knúðu í gegn samþykkt um innrásina í Tékkóslóvakíu, en meðal þeirra, sem á móti voru, eru þekktustu leiðtogar Sovét Skriðdrekar brenna á götum Prag, höfuðborgar Tékkósióvakíu, daginneftir innrásina, eöa 21 ágúst. Hin mikla og samstillta andstaða ings kom hernámsliöinu á óvart. ríkjanna, svo sem Leonid Bresj neff, aðalritari flokksins, Alex ei Kosygin, forsætisráðherra, og svo Janos Kadar, leiðtogi kommúnistaflokks Uingverja- lands. Talið er, að sovézku leiðtog- arnir hafi verið mjög gagnrýnd ir er þeir komu frá Bratislava eftir viðræðurnar við tékknesku leiðtogana, og þegar harðlínu- mennirnir sáu engin merki þess, að Dubcek og félagar hans hygðust stöðva frjálsræðisþró- unina eða koma á ritskoðun, töldu þeir sig svikna; Dubcek hafi á fundinum í Cierna og Bratislava lofað að grípa í taumana. Æðstu leiðtogar Sovétríkj- anna, þeir Bresjneff, Kosygin og Podgorny voru í sumarleyfi langt frá Moskvu, þegar þeir voru í skyndi kallaðir á sér- stakan fund miðstjórnar sov- ézka kommúnistaflokksins dag inn fyrir innrásina í Tékkóslóv akíu. Á ÞESSUM fundi áttu þre- menningarnir í vök að verjast, því Tékkar og Slóvakar virt- ust halda áfram þróuninni í frjálsræðisátt án þess að slaka nokkuð til. Harðlínumennirnir. undir forystu Shelest, hins ruddalega aðalritara miðstjórn- ar kommúnistaflokksins í Ukra inu og Shelepins, núverandi yfirmanns verkalýðssamtakanna, munu loks hafa náð meiri- hluta, þegar Grechko, varnar- málaráðherra, mun hafa lagzt á sveif með harðlínumönnum. Var samþykkt að gera innrás í landið og koma á nýrri stjórn Vitað er. að Bresjneff hafði samband við Dubcek aðeins nokkrum klukkustundum áður en innrásin hófst, og bað hann ákaft að fallast á kröfur Sovét ríkjanan um ritskoðun, hægari þróun í frjálsræðisátt, og brott rekstur tveggja frjálslyndra leið toga, en enginn árangur varð af því samtali, og stefna harðlínu mannanna sigraði. INNRÁSIN var gerð eins fljótt og auðið var eftir ákvörð un miðstjórnarinnar — en hern aðarlega séð hafði slík innrás verið skipulögð fyrir löngu síð an. Það tók því tiltölulega stutt an tíma fyrir sovézka herinn að leggja landið undir sig. En þá fór margt á annan veg en ætlað var. Talið er, að sovézku ráða- mennirnir hafi ætlað að knýja Dubcek og félaga hans til að fallast á kröfur Sovétmanna í „samningaviðræðum“ en þótt Dubcek og nánustu samstarfs mönnum hans væri haldið föng um í miðstjórnarbyggingunni í Prag í átta klukkustundir, þá neituðu þeir að verða við kröf um Sovétríkjanna. Þetta, ásamt ákafri andstöðu þjóðarinnar, kom Sovétmönn- um á óvart. Þeir lögðu þá fast að Ludvik SVoboda, forseta Tékkóslóvak- íú, að víkja stjórn landsins frá og taka i eið nýja ríkisstjórn, sem Sovétmenn höfðu þegar sett saman. Voru á þeim lista þrír leiðtogar íhaldsamra kommúnista í Tékkóslóvakíu. sem nokkur hópur slíkra manna hafði valið eftir nokkurt rifr- ildi, þeir Kolder, Indra ug Bilak. Svoboda stóð aftur á móti fast með löglegri stjórn landsins, og jafnframt á þeirri kröfu, að tékknesku leiðtogarn ir, sem í haldi voru, yrðu látn- ir lausir og- fengu að taka þátt í samningaviðræðunum. Á þetta urðu Sovétmenn að fallast, og leiddi það til viðræðnanna í Moskvu. LJÓST er að Sovétríkin hafa töglin og hagldirnar í Tékkó- slóvakíu þótt þeir hafi orðið að leyfa Dubcek og félögum að halda áfram stjórn landsins. Sovézkur her verður örugg- lega í landinu um langa fram- tíð, og ef Dubcek verður ekki nægilega íhaldssamur og stal- ínískur í framkvæmdum, þá er hægur leikur að leggja fast að honum og jafnvel koma hon um frá með „löglegum" hætti, sé slíkt vel undirbúið. Enginn veit nákvæmlega hversu stalínískt stjórnarfar þarf að vera í Tékkóslóvakíu svo að Sovétríkin verði á- nægð, en telja verður senni- legt, að frumskilyrði sé valda einokun kommúnistaflokksins, ritskoðun allra fjölmiðlunar- tækja og minni tengsl við vest- ræn ríki og Rúmeníu og Júgó- slavíu. Jafnvel er hugsanlegt, að frjálslyndustu stuðningsmúnn Dubceks verði að láta af völd- um, þótt fréttir hermi, að Dubcek vinni gegn slíku eftir megni. LEIÐTOGAR Tékkóslóvakíu eiga mjög erfitt um vik sem stendur. Annars vegar hafa þeir þjóð sína, sem orðið hefur sér meðvitandi um gildi frjáls ræðis á mörgum sviðum, og sem hefur sýnt svo aðdáonar- vert hugrekki í baráttunni gegn erlendu hernámsliði einmitt tíl að verja það frjálsræði sitt Hins vega eru Sovétríkin með stalínísk lepprfld í eftirdragi og mikið heriið til reiðiu í Tókkó slóvakiu, ef ekki líkar stefna Dubceks. Hvort Dubcek tekst að þræða þarna á milll svo að vel fari skal ósagt um látið, Það sem ef til vill skiptir mestu máli í því sambandi, er hvort þjóð- in stendur áfram einhuga að baki honum og stefnu hans. Einkum er það spuraing vegna hins erfiða efnahags lands ins. Efnahagslífið staðnaði al- gjörlega á síðustu valdaárum Antonin Novotnys; sem steypt var í janúar s. 1., og vegna þess ástands, sem ríkt hefur frá falli Novotnys og þó einkum nú vegna hernámsins, hefur mik ið efnahagslegt tjón hlotizL Mik ið verk er að endurreisa efna- hagslífið, og hætt við að lífs- kjör versni a. m. k. til að byrja með. Til viðbótar þessu þarf þjóð in að sætta sig við minna frjáls ræði en áður, og þetta tvennt saman getur dregið úr vinsæld um tékknesku leiðtogatma. Þeir, sem óska Tékkóslóvak íu vel, vona í lengstei lög, að svo fari það ekki. Aftkr á móti telja ýmsir, að eftir þessari þróun séu Sovétríkin og lepp- rfld þeirra einmitt að bíða. Þau hafi múlbundið Dubcek og leiðtoga hans, og það, ásamt efnahagsvandræðunum, nægi til þess að vinsældir hans dvíni, og þá sé auðvelt að koma nýj Framhald á bls. IS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.