Alþýðublaðið - 30.06.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 30.06.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðublaðið 30. júní 1969 Juiief Ármstrong Töfrahringurinn 31. kenna. Raymond Linklester brosti enn nákvæmlega sama brosinu .— Ég verð að vera í London um helg- ina og hafa ofan af fyrir jf.aupsýslumönnum frá Holly- wood. Ég komst bara í kvöld. — Það var gaman, að þér skylduð koma, umlaði Helen. — Ég vildi bara, að ég hefði fengið skila- . boðin frá manninum mínum. Anna laumaðist til að kíkja á hana, en Raymond Linklester hélt áfram: •— Þér skuluð ekki vera leið af því, frú 0‘Farr. Hirr töfrandi frænka yðar — ungfrú Anna— hefur komið fram fyrir yðar hönd. Kvöldmaturinn var dá- samlegur. Helen gerði enga athugasemd við þessi skyndilegu ættartengsl þeirra Önnu. Húrr svara,i, að það gleddi sig að heyra og nú þyrfti hún að skipta um föt, svo að hún gæti gegnt skyldu sinni sem húsfreyja. Allt virtist í lagi. Dermot lét sem ekkert væri, en þegar þau voru orðin ein í svefrrherbergi sínu, skall óveðrið á. — Hvernig gaztu svikið mig svona? spurði hann reiðilega. — Þú flakkar klukkutímum saman með þessum dásamlega frænda þínum, og ég hef ekkert tækifæri til aö tala við þig. — Ef Önnu hefði þóknazt, hefði hún getað náð í mig í símann! svaraði Helen jafn reiðilega. — Ég heyrði í símanum og beið úti í bíl — með vélirra i gangi — til að vita hvort það væru skilaboð til mín, en þegar enginn kom út, hélt ég, að mér hefði mis- heyrzt og fór. — Þú hefðir vel getað komið inn að athuga mál ið! Dermot varð reiðari og reiðari. — Ég fékk að vita, að þú værir farin fyrir kortéri. — Anna hefur sjálfsagt sagt það! Helen settist cg henni var óglatt. — Finndu ekki að Önnu, sagði Dermot. — Hún 'bjargaðt öllu við. Hún reyndi meira að segja að hylma yfir með þér. Hún sagði, að þú yrðir ekki lengi og vonaði sjálfsagt, að þú kæmir áður en ég kæmi með gestina, svo að ég fengi ekki að vita, hve lengi þú hafir verið. — Bíddu aðeins. Hvenær hringdirðu? Ég leit af tilviljun á úrið um leið og ég fór, og þá var klukkan ... — Ég tók ekki eftir því, sagði hann óþolinmóður. — Það gagnar hvort eð er ekkert að ræða málið lengur. Ég gerði allt, sem í mínu valdi stóð — hringdi strax og Linkester sagði mér, að hann kæm- ist ekki á morgun. Það var nógu erfitt að telja hann á að koma í kvöld. Hann er mjög upptekinn og nú [ kom hann til einskis. Allir vita, að bros hans er einsk is virði. Eftir nokkra daga segir einkaritari hans mér, að það sé ekkert fyrir mig að gera. Helen hló stuttaralega. — Og það er mér að kenna, hvað það er erfitt að umgangast Önnu og Linklester! Ef þér finnst það, þá gagnar sannarlega ekkert að.| ræða málið frekar. Þessum orðum fylgdi gagnkvæm þögn. Og í fyrsta I sinn kysstust þau ekki góða nótt. Næsta morgun var skapið ekki betra. Útávið létu ' þau sem allt væri í bezta lagi, en þegar þau voru ein, ' töluðust þau ekki við. Klukkan ellefu fóru gestirnir og Dermot, og Helen fór að leita að Önnu til að segja henni til syndanna. Það var erfitt að ná í hana undir fjögur augu, og þegar það loksins tókst, neitaði hún öllu. Þegar Der- mot hringdi, var Helen farin. Það hafði hún a.m.k. haldið. Annars hefði hún auðvitað náð í hana í sím- ann. — Haldið þér virkilega? spurði hún með illa dul- inni ósvífni, að ég hefði nennt að þjóta um, setja blóm í vasa, undirbúa kvöldmat og gera allt annað? Þér vitið, að ég vinn mikið í skólanum. Ég hlakkaði til að eiga frí. — Ég býst við — ég veit það raunar — að þér gerið allt, sem þér getið til að eyðileggja hjórraband okkar Dermots, sagði Helen biturlega. — Þér svík ið, þér Ijúgið — allt! En fólk eins og þér gengur alltof langt og því bíð ég eftir! Og þar með fór hún. Hún gleymdi þessu öllu, þegar Dermot kom. Þakk lát fyrir það, að Anna hafði hlýtt henni og farið í rúmið, hljóp hún til hans og flaug upp um hálsinn á honum, eins og hún væri barn en ekki 26 ára gömul, gift korra. — Dermot, ég er með svo hræðilegt samvizkubit út af gærkvöldinu! hróaði hún. — Þetta var ekki allt mér að kenna, en ég vildi gefa hvað sem er til að geta stillt tímann aftur. Hann faðmaði hana strax að sér. — Ég er skepna! Ég er reiður við sjálfan mig, Ég get ekki ætlazt til, að þú sitjir alltaf heima og bíðir eftir, að ég hringi. Þetta var bara óheppni. — En ef það skaðar þig? spurði hún örvæntingar full. — Æ af hverju fór ég í afmælið hans Toms? Ég get aldrei fyrirgefið sjálfri mér, ef Linklester hefur reiðzt, og óperan verður ekki sýnd í London. Um stund svaraði hann .henni engu og svo spurði hún: — Hann hefur þó ekki neitað því? _ — Því miður, elskan mín, en ég er sannfaerður ■ um, að það var ekki kvöldinu því arna að kenna. Hann I tók fastar utan um hana, en hún sá, að hann hafði ■ orðið fyrir miklum vonbrigðum. — Mikið tekur þetta mig sárt, Dermot! Hún var 1 mjög leið. ■ — Vitleysa, elskan mín- Hann faðmaði hana að I sér. — Við listamennirnir verðum svo oft fyrir von-1 brigðum á borð við þetta. Ég hef orðið fyrir verri von ■ brigðum og á það án efa eftir. Linkester hefur ekki | Smáauglýsingar trésmíðaþjónusta Látið fagmann annast viðgerðir og viðhald á tréverkl húseigna yðar, ásamt breytinigum á nýj.u og eldra húsnæði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Veíarlok kveðið verð. — Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25, Símar 19099 og 20988. GLUGGAHREINSUN og rennuhreinsun. Vönduð og góð vinna. Pantið í tíma í síma 15787. BIFREIÐ A STJÓRAR Geruan við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein: hemlaviðgeðir, hemlavarahlutlr. Hemlastillimg h.f., Súðavogi 14, Sími 30135. BÓLSTRUN — SÍMI 83513. Hef flu/tt að Skaftahlíð 28, klæði og geri við bólstruð húsgögn. Bólstmn Jóns Ámasonar, SkaftahlíS 28, simi 83513. BIRKIPLÖNTUR til sölu, af ýmsum stærðum, við Lynghvamm 4, — síml 50572. JÓN MAGNÚSSON, Skuld, Hafnarfirði. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir, uppsetningu á hrein- lætistækjum, frárennslis-og vatnslagnir Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum tii leigu litlar og stórar jarðýtur traktorsgröf- ur og bílkrana, tll allra framkvæmda, innan og utan borgarinnar. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Heimasímar 83882 — 33982. MATUR OG BENSÍN allan sólarhringinn. Veitingaskálinn, Geithálsi. Auglýsingasíminn er 14906.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.