Tíminn - 26.10.1968, Síða 5

Tíminn - 26.10.1968, Síða 5
■jAUGARDAGUR 26. októlier 1968. ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 5 Á vítateigi í sunnudagsblaðinu Verður Albert næsti formaður KSÍ? í þættinum „Á vítateigi", sem birtist á morgun, verður m.a. rætt um ársþing Knatt- spyrnusambands íslands, sem háS verður í næsta mánuði, og þann möguleika, að Albert Guðmundsson verði næsti formaður sambandsins. Lokaatriði 1500 metra hlaupsins á Olympíuleikunum í Mexíkó. KeníumaSurinn Kipchoge Keinó kemur fyrstur í mark og sigrar örugglega, en fyrir aftan hann sést Bandaríkjamaðurinn Jim Ryun, heims- methafinn í greininni. Þriðji er Vestur-Þjóðverjinn Bodo Tummler. Kjartan Bergmann endurkjörinn formað- ur Glímusambandsins Ársþing Glímusambands fslands var haldið að Hótel Sögu 20. okt. s. 1. og sett af formanni sambands Japanir hlutu hrons Japanir hlutu bronsverðlaun í knattspyrnukeppni Olympíuleik- anna, þegar þeir sigruðu Mexikó með 2:0 í fyrrakvöld. Úrslitaleik- urinn milli Ungverja og Búlgara fer fram í dag. KSI legg- ur áherzlu á flóðljós f fróðlegu fréttablaði KSÍ, er grein um flóðljós. Kemur þar fram, að stjórn KSÍ hefur farið þess á leit við íþróttaráð Reykja víkurborgar, að hafizt verði handa um flóðlýsingu. Um þetta segir í greininni: „Þegar er orðin algjör nauð- syn, að knattspyrnuvellir hér á landi hafi möguleika á flóðlýsingu Þetta gerir árleg fjölgun knatt- spyrnuleikja og þátttaka í Evrópu meistarkeppnum. íslenzk lið, sem þátt taka í Evrópumeistarakeppn- um verða að keppa erlendis við flóðljós og þar sem leikir skulu jafnan fara fram í miðri viku, er Framhald á bls. 11. Rvíkurmótinu í handknattleik haldið áfram á sunnudag: Nú fer hver að verða síðast- ur að stöðva Fram! Alf-Reykjavík. — Lokasprett- urinn í Reykjavíkurmótinu í hand knattleik fer í hönd. Næstsíðasti leikdagurinn er á morgun, sunnu- dag. Fram hefur nú tveggja stiga forskot og fer nú hver að verða síðastur að stöðva Framara, ef það verður þá gert á annað borð. Leikur Fram gegn ÍR á morgun, en ÍR byrjaði mjög vel í mót- inu, en hefur gengið illa í tveimur síðustu leikjunum. Hins vegar er aldrei að vita, nema að þeir nái sér á strik gegn Fram. Aðrir leikir í meistaraflokki karla á morgun eru á milli Ár- manns og Vals — og á milli KR og Þróttar. Verður gaman að vita hvort Þróttarar standast KR-ing- um snúning. Keppnin á morgun hefst kl. 2 (ath. breyttan tíma) með leik í kveunaifliokki milli Víkings og Ár- manns. Hefur Víkingur komið mjög á óvart í mótinu og vinni Framhald á bls. 11. Pressuleikur 5. nóv. Ákveðið hefur verið, að fram i fari pressuleikur í handknattlelk ! þriðjudaginn 5. nóvember. Má bú- i ast við, að íslenzka landsliðið, sem I mæta á Vestur-Þjóðverjum síðar í nóvember-mánuði í Laugardals- höllinni, verði valið fljótlega eftir pressulcikinn, sem verður síðasta prófraunin fyrir landsleikina. ins, Kjartani Bergmann Guðjóns- syni. í upphafi fundarins minntist for maður tveggja glímumanna, sem látizt höfðu frá síðasta Glimu- þingi, þeirra: Jóns Helgasonar, stór kaupmanns í Kaupmannahöfn, og Jóhannesar Jósefssonar, hótelstjóra á Hótel Borg. Gestir á Glímuþingi. Á Glímu þingi mættu úr stjórn íþróttasam bands íslands Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ, sem kosinn var for- setí Glímuþings, Guðjón Einarsson, Gunnlaugur J. Briem og Sveinn Björnsson. A’ðrir gestir voru: Þorsteinn Einarsson, íþróttafull- trúi, Þorgils Guðmundsson, Þor- steinn Kristjánsson, landsþjálfari Glímusambandsins, og Þórður B. Sigurðsson, ri.tstjóri íþróttáblaðs- ins, sem kosinn var þingritari. Þingforsetar voru kjörnir Gísli Halldórsson, forseti íþróttasam- bands íslands, og Sigurður Inga son, en ritarar Þórður B. Sigurðs son og Ólafur Guðlaugsson. Formaður gaf sfcýrslu um starf semi sambandsins á s. 1. starfsári, en hún var fjölþætt og ýms mál í athugun til eflingar glímufþrótt inni í landinu. Ýms mál voru tefcin til um- ræðu og afgreiðslu, meðal annars var rætt um glímu í sjónvarpinu og kom fram áhugi á aukinni sam vinnu við sjónvarpið eftir hina á gætu reynslu, sem varð af glímu keppni sjónvarpsins, en jafnframt var bent á, að hvergi mætti slaka á kröfum um hæfni þeirra glímu manna, sem þar kæmu fram. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt: „Ársþing Glímusambands ís- Framhald á bls. 11. HSI skipar í nefndir Á stjórnarfundi 15. þ.m. skipaði stjórn H.S.Í. eftir- taldar nefndir: Landsliðsnefnd karla: Hannes Þ. Sigurðsson Hjörleifur Þórðarson Jón Erlendsson Landsliðsnefnd kvenna: Þórarinn Eylþórsson Heinz Steimann Viðar Símonarson Landsliðsnefnd pilta: Jón Kristjánsson Hjörleifur Þórðarson Karl Jóhanmsson Landsliðsnefnd stúlkna: Þórarinn Eyþórsson Heinz Steimann Viðar Símonarson Dómaranefnd: Hannes Þ. Sigurðsson Framhaló á bls. 11. Þessir ungu drengir léku með 5. fl. a Fram í sumar og sigruðu bæði í Reykjavíkur- og haustmótinu. Þaf knattspyrnan hjá Fram ekki að kvíða framtíðinni, ef þeir halda áfram að æfa. — Á myndinni eru, fremri röð frá vinstri: Gústaf Björnsson, Þorsteinn Sigurðsson, Þorgils Arason, Guðmundur Hallsteinsson, Guðmundur Kolbeinsson, Sveinn Jónsson, Pétur Guðmundsson, Guðmundur Þorvaldsson, Sigðurður Jón- asson, aftari röð frá vinstri: Arnar Guðlaugsson, þjálfari, Rúnar Guðlaugsson, Trausti Haraldsson, Þorvarður Jónsson, Hannes Leifsson, Svanur Hauksson, Steinn Jónsson, Kristinn Atlason, Guðmundur Arason, Guðsteinn Ingvarsson, Þorbergur Atlason þjálfari. Á myndina vantar, Jón Valgeir Kristmundsson. (Tímamynd G.E.) ,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.