Tíminn - 26.10.1968, Side 9

Tíminn - 26.10.1968, Side 9
, F-ösmmAÆiTJB as. (Atífcfer-lá»8. TIMINN 9 DENNI DÆMALAUSI Aumingja maurarnir. LeiSinlegt aS þeir skyldu ekki athuga hvaS þér er illa viS dýr 53 v y n ii 14 r— Lárétt: 1 Fisk 6 Dalverpi 10 TVeir ejns bókstafir 11 Ekki held ur 12 Yfirhafnix 15 Skipastóll. Krossgáta 152 Lóðrétt: 2 Ýta fram 3 Yrki 4 Skipverjar 5 Spratt 7 Uppsátur 8 Samskipti 9 Kona 13 Máttur 14 Glöð. Riáðning á gátu no. 151: Lárétt: 1 Amman 6 Ridd ari 10 Ö1 11 Ók 12 Klandri 15 Hroll. Lóðrétt: 2 MCD 3 Aða 4 Frökk 5 Mjkil 7 H1 8 Don 9 Rór 13 Aur 14 Dal. 17.40 fþróttir Efni m.a.: Leikur Chelsea og Leicester City og efni frá Olympíuleikunum. 20.00 Fréttir 20.30 Vetrarkoma Það haustar að og fuglamir halda á brott. Vetrarsnjóar falla og frostið herðir, ána leggur smátt og smátt nnz hún er hulin klakabrynju. Staðfuglar eiga erfitt upp- dráttar og skipaferðir verða stopular og leggjast jafnvel niður, en börnin kætast og sér á ísnum. 20.40 Skemmtiþáttur Lucy Ball Lucy kaupir snekkju. íslenzk ur texti: Kristmann Eiðsson 21.05 Sekvens fyrir segulband, dansara og ljós. — eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Dansar eftir Ingibjörgu Björnsdóttur. 21.20 Brúðkaup Figarós Gamanleikur í 5 þáttum eftir Beaumarchais. Sam- nefnd ópera Mozarts er byggð á þessu leikriti. Leikstjóri: Jean Meyer Aðalhlutverk: Jean Meyer, Louis Seigner, Georges Chamarat. Jean Piat og Micheline Boudet. fslenzkur texti: Dóra Hafsteinsdóttir. 23.10 Dagskrárlok. Hvflíkt bein, Pétur — Hverjum skyldi það tilheyra. Jóhann og Eiríkur voru komn- ir heim úr skóginum fyrir stundu, og búnir að snæða kvöldverð. Þeg Jóhann kom úr hesthúsinu, fylgdist Eiríkur aftur inn með honum. Anna varð hissa, því ella var hann vanur að hraða sér heim sem mest hann mátti. Oftast fór hann beint heim úr skógarvinn- unni. — Eigið þið nokkurn kaffisopa handa okkur áður en Eiríkur fer heim? spurði Jóhann. — Já, hér er verið að hita kaffi, gegndi Kristín. — Bezt er að hafa allt undirbúið kveldinu áður, og nú ætla ég að reka ykk- ur í rúmið öll saman, svo ég hafi frið í eldhúsinu sjálf á eft- ir! bætti hún við í spaugi. Eiríkur tóð kyrr í gættinni með húfuna í höndinni, Og Anna leit spyrjandi til hans. — Fáðu þér sæti, Eiríkur! Hann tyllti sér á sófann. — Þakka, ég stóð bara og var að hugsa. — Um hvað? spurði Kristín. __ Þú ert svo alvarlegur í kvöld. — Maður hefur sínar áhyggj- ur öðru hvoru. — Allir hafa þá sögu að segja, mælti amma og kinkaði kolli. — En yfirleitt lítur það alltaf ver út en verður, þegar til kastanna kemur. Hvað eina getur lagast, ef maður bara gefst ekki upp. — Svona hugsar amma ævin- lega, sagði Anna til skýringar. — Það er rétt hjá möipmu,. mælti Jóhann. — Þetta mun' Ííka lagast hjá þér Eiríkur, þegar til kemur. — Það er verst fyrir mömmu, anzaði Eiríkur. — Hún er ein- sömul allan daginn og hefur allt of mikinn tíma til áð gefa áhyggj unum gaum. Þá sauð á kaffikatlinum og Anna tók hann ofan. — Nú skulum við að minnsta kosti fá okkur kaffi og piparkök- ur. — Og láta hugann reika til Lúsíu, sem kemur með ljós í myrkrinu, bætti amma við. — Hún á að minna okkur á það, að hversu dimmt sem kann að vera, birtir þó um síðir. Því mátt þú ekki gleyma, Eiríkur. — Hvað gekk að Eiríki? spurði Anna, þegar hann var farinn. Jóhann gat leyst úr því. — Það kom fyrir hann ónotalegt atvik. Honum hefur borizt krafa um greiðslu á háum reikningi, sem hann er búinn að borga fyrir löngu síðan. En kvittuninni hef- ur hann glatað, svo hann hefur, engar sannanir fyrir að hafa greitt! upphæðina. — Heldur þú, að það sé rétt hjá honum? spurði Anna tortrygg in. — Kaupmaðurinn hlýtur að muna þetta. — Hann er látinn, og það er eftirmaður hans, sem ber fram kröfuna. — En það er slóðaskapur af ÍEirSki að geyma ekki kvittun- ina! — Það þart nú ekki mikið til að þess konar leggist til hliðar, sagði amma. — Hvernig getur hann þá far- ið að? varð Önnu að orði. — Allt útlit er fyrir, að hon- um sé nauðugur einn kostur, að greiða reikninginn öðru sinni. Hann hefur beðið mig um fyrir- framgreiðslu á einhverju af kaup- inu sínu. , -- /Et.lar þú að láta það eftir honum? — Ég verð víst að gera það. Þeir bóta málssókn, ef skuldin verður ekki greidd fyrir þann fimmtánda. — Er hún há? — Ó-nei, en eins og á stendur, er það meira en nóg fyrir þau, það er svo mikill kostnaður, sem þau leggja í. — Mig grunar nú ýmislegt um, hvernig þau kunni að vera, mælti Anna hugsandi. — Við þekkjum lítið til þeirra. Hver veit nema þau ætli sér að komast yfir pen- ingana...... — En mamma þó! mælti Krist ín. — Maður er ekki lengi að finna, hvort fólk er þannig, og þú mátt vera viss um, að bæði Eiríkur og móðir hans eru ákveð- in í að standa fyrir sínu. — Það held ég líka, amma lagði orð í belg. — Og sé hægt að hjálpa einhverjum, á maður að gera það. Því tapar enginn á til lengdar. — Já, þegar svona kemur fyr- ír, er sjálfsagt að hjálpa. — Ei- ríkur er vanur að geyma allar kvittanir, en nú er María alveg eyðilögð út af því að það er henni að kenna, að kvittunin hefur glat azt. Hún bjó sem sé um farang ur þeirra, er þau fluttu hingað. — Ef þú hjálpar þeim, lagast 1 þetta allt, svo þá er ekki meir j um það að ræða, sagði Kristín !— Drekkið nú í botn og farið síðan að sofa. Þáð þætti mér vænt um, því þá get ég búið bakkana út af mestu leynd. Agnes hafði spfnað snemma og var glaðK-öknuð. þegar kristín kðm til að vekja hana um miðja nóttina. Læddust þær nú niður í eldhús og Kristín klæddi bæði sig og systur sína, meðan þær hituðu sér kaffi. Allt var undir- búið, svo þær þurftu lítið ann að að gera. — Má ég sjá mig í speglinum? spurði Agnes, meðan Kristín var að festa rauðberjakransinn á höf- uð henni. — Já, skoðaðu þig, sagði Krist- ín brosandi, — ég læt þá á mig á meðan, svo ég geti ég kveikt á kertunum. Agnes horfði á spegilmynd sína af ódulinni áðdáun, en Kristín klæddist einum allra síðasta og fegursta náttkjóli ömmu sinnar og batt löngum, ljósbláum silki- borða um mitti sér. Er hún hafði lokið því, leit hún sjálf út eins og brúður, nema hvað slæðuna og ennisdjásnið vantaði. Síðan læddust þær upp stigann, Agnes á úndan og hélt á bakka með kaffibollum og kertaljósum, Kristín á hæla henni með sjálf- an kaffibakkann. Ömmu var æv- inlega borið fyrst. Utan við dyr hennar hófu þær lúsíusönginn skærum rómi. Amma settist upp í rúmi sínu og til fóta henni reis Tepra upp á framfætur og starði stórum augum á þessi óvæntu fyrirbæri. — Mikið er þetta fínt, elskurn ar mínar! sagði amma og sló sam an höndum. Og hvað þetta er yndisleg, lítil Lúsia! Agnes þokaðist að rúminu, hægt og hátíðlega, án þess að hreyfa höfuðið og settist á rekkju stokkinn. Þegar Kristín var að hella í bollann, kom Agnes auga á köttinn og hátíðleikinn hvarf af andliti hennar í einum svip. Hún skellihló. — Lítið á Tepru! Hún þekkir mig ekki! — Hún er utan við sig af ljósa dýrðinni, svaraði amma. — Ljósin speglast í augunum á henni. — Líka í augum ömmu, sagði Kristin. — Já, endurtók amma hrærð í huga, — Þau speglast alveg inn að hjartarótum. Ég yrði víst fyr- ir æði miklum vonbrigðum, ef engin Lúsia kæmi til mín. Það er ekkert eins fallegt og Lúsían! — Jú, jólagrenið, gegndi Agn- es. — En svo er Lúsía næst því. Kristín var sammála ömmu. — Það er fallegur siður. — Það á að verða nokkuð sér- stakt núna, sagði Agnes. — Eins og hvað? spurði amma. Kennslukonan á að vera Lúsía, — Lúsíuhátíð í skólanum. Kennslukonan á að vera Lúsía, þegar dimma tekur undir kvöld- ið, stelpurnar þernur og strákarn ir stjarnálfar. Svo eigum við að fara til elliheimilisins og syngja og gefa fólkinu kaffi. — Mikið held ég það verði glatt! mælti amma. — Já, það kann áreiðanlega að meta að hugsað sé til þess öðru hvoru og eitthvað gert fyrir það anzaði Kristín. Pabba og mömmu var borið kaffi næst á eftir ömmu, og síð- an fannst þeim svo skrítið, að Jón skyldi ekki vera heima til að fá kaffi lika. — Heldurðu, að nokkur Lúsía komi til hans á búnaðarskólan- um? — Já, örugglega. En nú verð- ur örðugra fyrir okkur að fara Lúsíuferð til hinna, þegar hann er ekki til að hjálpa okkur. HLJÓÐVARP Laugardagur 26. október Fyrstl vetrardagur 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga. Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.00 Háskólahátíðin 1968 15.30 Á Iíðandi stund. Helgi Sæmundsson ritstjóri rabbar við hlustendur. 15.50 Harmonikustund 16.15 Veðurfregnir. Á nótum æskunnar 17.00 Fréttir. Tómstundaþáttur barna og unglinga, Jón Pálsson flytur. 17.30 Þættir úr sögu fornaldar. Heimir Þorleifsson mennta- skólakennari talar í fyrsta þætti um „frjósama hálf- mánann“ og upphaf menn- ingar. 17.50 Söngvar í léttum tón. 18.20 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Vetrarvaka. a. Hugleiðing við missira- skiptin Séra Páll Þorleifsson fyrr um prófastur flytur. b. Kominn er veturinn" Kammerkórinn syngur lag eftir Helga Pálsson; Ruth Magnússon stjórnar. e. „Fáðu mér beinið mitt, Gunna“ Kristján Bersi Ólafsson og Hai-aldur Ólafsson taka saman dagskrárþátt um drauga. d. Kórsöngur: Kammerkór- inn syngur íslenzk lög. e. „Bónorðið“ Saga og leikþáttur 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Dansskemmtun útvarpsins f vetrarbyrjun (01.00 Veðurfregnir frá Veð urstofunni). 02.00 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.