Vísir - 04.08.1977, Síða 24

Vísir - 04.08.1977, Síða 24
VÍSIK ® JUISMJI Lykillinn aó góðum bilakaupum P- STEFÁNSSON HF. SÍOUMÚLA 33 SÍMI 83104 83105 (jffi AVELING BARFORD ÞUNGAVINNUVÉLAR gs\ • * •• OLL OKUTAKI SMÁ OG STÓR P. STEFÁNSSON HF. HVERFISGÖTU103 SÍMI 26911 MINNISAMDRÁTTUR í BYGGINGAR- IÐNAÐI EN SPÁÐ HAFDI VERIÐ Ekki varð vart eins mikils samdráttar i byggingariðnaði hérlendis á fyrstu mán- uðum ársins og spáð hafði verið. Þetta er meðal þeirra atriða sem fram koma i niðurstöðum könnunar sem Landssamband iðnaðarmanna og Meistarafélag byggingamanna hafa gert um byggingarstarfsemi hérlendis. Aður hefur Landssambandið ui«iið að hliðstæðum könnunum um ástand og horfur i almenn- um iðnaði, ásamt Félagi islenskra iðnrekenda. Þær kannanir hafa verið framkvæmdar ársfjórðungs- lega og eru nefndar: Hag-’ sveifluvog iðnaðarins. Könflunin var framkvæmd þannig að send voru út spurn- ingaeyðublöð sem auðvelt og fljótlegt var að svará. Siðan -var unnið úr svörunum i tölvu Iðn- aðarbanka Islands. Útsend eyðublöð voru um 350 og náði könnunin til flestra stærstu fyrirtækja i byggingariðnaði og margra smærri. úrtakið var valið af handahófi. 1 niðurstöðum könnunarinnar kemur einnig fram að 35% þeirra sem starfa t byggingar- iðnaði hérlendis eru iðnaðar- menn og 25% verkamenn. Um 80% mannaflans starfa hjá verktökum, en alls munu um 1105 starfa i byggingariðn- aði hérlendis. —H.L. ........... Q a * ísland í 10. sœti Siðustu fréttir frá E-M í Helsingör: 1 gærkvöldi spilaði islenska sveitin við Jugóslava.Staðan i háifleik var nokkuð jöfn, eða 38- 36 fyrir ísiand. 1 toppbaráttunni voru Sviar 19 stig yfir Frakka, Israel 16 undir gegn Hollandi og Sviss 11 yfir gegn Belgiu. 1 sjöundu umferðinni spilaði Island við Frakkland og vann leikinn 12-8. Guðlaugur og örn Þórarinn og Hörður spiluðu all- an leikinn. Gæfan var Islands megin, þegar Guðlaugur fór i „alslemmu”, sem m.a. þurfti „sviningu” fyrir trompkónginn. Frakkarnir létu sér nægja hálf- slemmu á hinu borðinu. Sviarnir halda sinni sigur- göngu áfram, þvi að þeir unnu Grikkland 15-5 i sjöundu um- ferðinni, en Island er i 10. sæti. eftir sjö umferðir. Spilamennska hófst i kvenna- flokki i gær og er staðan eftir , fyrstu umferð: 1. Italia 19. 2. Grikkland 17, 3. Þýskaland 17, 4. Sviss 14.—St.G Hér sést yfir bryggjuna I Hvalstöðinni i Ilvalfirði i gær. Nokkrir hvalir liggja bundnir við bryggjuna og biöa þess að verða dregnir upp á skuröarplanið. Vfsismynd: EGE Brœla og þoka spilia hvalveiðinni iZST.?™ Ilundrað þrjátiu og sjö hvalir h^fa nú veiðst i Hvalstöðjnni i Hvalfiröi, að sögn Stefáns B. Stefánssonar starfsmanns þar i morgun. Er þetta allmiklu minni vciði eiðá sama tima i fyrra, en þá> höfðu veiðst tvö hundruð og 'fjörutiu hvalir. Alls veiddust i fyrra þrjú liundruð áttatiu og niu hvalir. Er þvi útlit fyrir mun minni veiði nú en þá, og á yfir- vinnubanniö i vor mestan þátt í þvi. Stefán sagði að veiðin hefði verið frekar dræm i sumar eftir að hún hófst. Væri þaö ýmist þoka eða bræla á miðunum sem spiliti veiðinni. Hvalurinn veiðist helst út af Vestfjöröum, alltaðl80 sjó- milur frá landi, og er um átján klukkustunda sigling með veið- ina i land. Fjögur skip eru nú cotuö við veiðarnar, og er það svipað og undanfarin ár. Tæplega tvö hundruð manns vinna við veið- arnar, ýmist á skipunum, i Hval- stöðinni eða i frystihúsi i Reykja- vik. —AH Þjóðhátóðin í Eyjum: Tjaldborgin að rísa „Það er aiveg gSurleg „traffik” hér i Eyjum vegna þjóðhátiöarinnar” sagði frétta- ritari Visis i Vestmannaeyjum, Guðmundur Vigfússon, um undirbúning þjóðhátiðarinnar i morgun. „Menn fóru meö tjald- stengurnarsinar inn i Dal i gær- kvöldi og fyrirsjáanlegt er að þar muni risa stórfengleg tjald- borg!’ sagöi Guðmundur. Ekkert verðar hins vegar unnið i dalnum i dag þegar Stefán Arnason, fyrrverandi log.regluþjónn og kynnir á þjóð- hátiöum, verður jarðaður. „Það verður hins vegar unnið fram á rauða nótt i kvöld til að ganga frá. Þjóðhátiðin verður nefnilega settá morgun klukkan tvö og þá verður allt að vera kiappað og klárt. —HL j Þýski stórþjófuriniM Ákvörðun um framscl tekin nœstu daga Ka.-nsókn á máli þýska stór- þjófsins Ludwig Lugmeier er stöðugt haldið áfram og unnið úr ttUækum gögnum. Þjóðverj- inn silur i gæsluvarðhaldi i Siðu- múlafangelsi gn ilann var úr- skurðaður i varðhald allt fram til 17. ágúst á sunnudaginn. Þann dag átti Ludwig afmæli, en hann er fæddur 31/7 1949. Með honum situr i varðhaldi Kanda rik ja m 'aðu rinn sem handtekinn var með honum á laugardagskvöldið. EinS og Visir hefur skýrt frá undanfarna daga dvaldi Ludwig hérlendis frá þvi i mars og fram til mánaðamóta mai-júni. Þrátt fyrir áform um ýmsa fjár- festingu hérlendis, meöal ann- ars jarðarkaup hafði hann ekki fest kaup á oðru en nýlegum fólksvagni sem eflaust hefur kostað hann 7-800 þúsund krón- ur. Var billinn skráður á nafn Bandarlkjamannsins sem viniisthafa haftmest afskipti af Þjóðverjanum. Báöir tóku þeir nokkra flugtima auk þess sem Ludwig læröi hér á bil áður en hann keypti fólksvagniiyj. Þegar handtakap fór fram fundust á þeim félögum og i bilnum erlendur gjaldeyrir aö jafnvirði um 24 milljónum is- lenskra króna. Hins vegar hafði Ludwig 2,5 milljónir vestur- Þessi mynd var tekin hér á landi i vor af Ludwig Lugmeier er hann fékk ökusklrteini en sfðan hefur hann látið sér vaxa vangaskegg. þýskra marka út úr tveimur ránum sem hann framdi ásamt félaga sinum árið 1972 og hafði verið dæmdur i 12 ára fangelsi fyrir sinn þátt. Rannsóknarlögregla rikisins hefur haft rannsókn málsins með höndum hér og mun innan skamms tilkynna dómsmála- ráöuneytinu hvað hún hefur leitt i ljós. Ekkert mun hafa Þomið fram sem bendir til þess að Is- lendingar sem umgengust Lud- wig hér hafi haft hugmynd um hver hafin raunverulega er. Hins vegar grunuðu sumir hann um að vera meðlim IRA vegna hins irska vegabréfs sem hann bar, en það var útgefið i Dublin. Það spurðist aftur á móti fljótt að maður þessi hefði rúm fjár- ráð i erlendum gjaidmiðli og munu þvi ýmsir hafa viljað eiga viö hann viðskipíi. Þýsku rannsóknarlögreglu- mennirnir tveir sem eru komnir hingað til lands munu hafa full- an hug á að hafa Ludwig Lug- meier með sér til Vestur-Þýska- lands en dómsmálaráöuneytið mun á næstunni taka ákvörðun um framsal hans. —SG

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.