Tíminn - 01.02.1969, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.02.1969, Blaðsíða 4
£etii titö ÁjówHafp Afríkukvikmyndina, sem sýnd var í Sjónvarpinu um og eftir síðustu helgi, fjögur kvöld í röð, bar hæst af dagskrá vikunnar. Eins og við var að búast, var hér um mjög góða kvikmynd að ræða og ítarlega fræðslu um nokkur þýðingarmikil atriði varðandi þessa merku heimsálfu. Þess gætti þó nokkuð — eink- um í þeim kafla myndarinnar, sem sýndur var á mánudagskvöldið — að myndin var nokkuð gömul. Þannig var lýst ástandi í Kongó, sem mjög hefur breytzt frá því myndin var gerð, og sama var að segja um Nígeríustríðið — þótt forsögu þess máls og orsaka væru gerð góð skil — og sum önnur at- riði. En þetta voru minniháttar gall- ar við þessa ítarlegu kvikmynd, sem hafði augsýnilega það mark- mið eitt að fræða fólk um Afríku og lýsa sem ólíkustu fólki — og og skoðunum sem flestra aðila á þeim vandamálum, sem við er að stríða. í síðasta þættinum var síðan haldið suður og apartheid-stefnan sýnd að nokkru í framkvæmd. Margt og mikið hefur verið skrif- að um þes.sa stefnu stjórnarinnar í Suður-Afríku í biöð hér á landi sem annars staðar, en það er allt annað að sjá kvikmynd af aðskiln- aðarstefnunni í framkvæmd. Sá kafli myndarinnar var áhrifameiri en margar ritaðar blaðsíður. Fijölskyldurnar — spurningaþátt urinn, sem Markús Á. Einarsson stjórnar — var á dagskránni síðast liðinn sunnudag, og var nú miklu betri en fyrsti þátturinn, enda allt fyirrkomulag ákveðnara. Fjölskyid urnar sem mættu til leiks voru einnig að þessu sinni mjög jafnar að stigatölu mestan hluta þáttar ins, svo að hann reyndist nokkuð spennandi. Brezk knattspyrna eina íþróttagreinin? íþróttaþættirnir á laugardögum munu vera með því efni sjón varpsins, sem hvað mestur áhugi er á. íþróttaáhuginn er mikill í landinu, og hefur jafnvel farið vaxandi upp á síðkastið. Því þykir það nokkuð furðulegt, að svo virðist sem þessi laugar- dagsþábtur sé aðeins þáttur um |1| itlfl PSSÍIiSl ■ -- ■ ..,; DYKMNGURINN, með Roger Moore í aðalhlutverki er á dagskrá föstudaginn 7. febrúar kl. 21,25.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.