Tíminn - 01.02.1969, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.02.1969, Blaðsíða 5
Á laugardagskvöldið sýnir sjónvarpið bandarísku kvikmyndina „Mr. Smith goes to Washington“, en aðalhlutverk í þeirri mynd leikur James Stewart. brezka knatt&pyrnu. Oftast nær er eina efni þáttarins, eða svo til, úrslitin í brezku knattspyrnunni og svo einhver leikur í brezku deilda- eða bikarkeppninni vikuna á undan. Er stundum jafnvel uni lélega annarrar deildar leiki að ræða. Slíkt er að sjálfsögðu ófært til lengdar. Það er alltaf mikið um að vera í íþróttaheiminum, bæði erlendis og eins hér heiima. Þau miklu umsvif eiga að endur speglast í íþróttaþætti sjónvarps ins. Slíkt kostar auðvitað verulega vinnu, og nokkurt fjármagn, en því væri vel varið. Annars væri rétt að skýra þáttinn upp og nefna hann eftir efni hans, brezkri knatt spyrnu. , Þrjár fræðslumyndir. Á dagskrá Sjónvarpsins í næstu viku eru þrjár athyglisverðar er- lendar fræðslumyndir um land- svæði eða merka hluti í öðrum löndum. Virðist mér, að Sjónvarp- ið sé að auka sýningu á slíkum fræðslumyndum, og er það tví- mælalaust rétt stefna. Sjónvarpið er einmift sá aðili, sem getur á stuttum tíma kynnt erlend lönd eða það, sem merkilegt má teljast meðal erlendra þjóða. Ekkert ann- að fjölmiðlunartæki hefur nálægt því sömu möguleika á þessu sviði, og því ætti Sjónvarpið að nota þá til hins {trasta. Fyrst þeirra þriggja mynda, sem ég minntist á, er á sunnudags- kvöldið. Klukkan 21.50 það kvöld hefst mynd sem fjallar um „aldar- langa sögu neðanjarðarbrautanna í London.“ Ekki er að efa, að þessi mynd getur verið skemmtileg. Við ís- lendingar höfum alveg sleppt járn brautum, bæði ofan jarðar og neðan, en í öllum stórborgum Evr ópu og Norður-Ameríku eru neð anjarðarbrautirnar bráðnauðsynleg ur þáttur í lífi borgarbúa. Þessar neðanjarðarbautir eru einnig oft í hinum stærri borgum mikil mann virki, sem vekja áhuga ferðamanna og aðdáun. Er London mjög fram- arlega hvað neðanjarðarbrautir snertir, auk þess sem þær eiga sér þar hvað lengsta sögu. Á mánudagskvöldið klukkan 21. 35 verður sýnd mynd, sem nefnist „Varia deigur dropi“. Þessi mynd fjallar um auðnina mikiu í miðri Ástralíu og áhirifum hins þurra eyðimerkurloftslags á dýralíf í þessari heimsálfu. Eins og kunnugt er, er mikill hluti innlands Ástralíu ókræsileg eyðimörk, sem lítt er við hæfi manna. Er þessi stóri hluti Ástralíu stundum kallaður „Rauða hjart- að“. Þessu er auðvitað þannig far: ið víðar á þessari jörð, eyðimerkur þekja allt að 6% af yfirborði jarð- arinnar, eða um 8.5 milljón fer- kílómetra, og eru þá isauðnir heim skautanna ekki taldar með. Eyðimörk hefur að sjálfsögðu mikií áhrif á dýralíf á því svæði, sem hún nær til, og eins á mun stærra svæði vegna þeirra áhrifa, sem hún hefur á veðurfarið. Er þetta nokkuð misjafnt eftir stærð eyðimarkanna og legu, en í Ástra líu munu þessi áhrif mjög veru leg og víötæk. Á þriðjudagskvöldið er síðan þriðja fræðslumyndin, sem minnzt var á áðan. Hún hefst kl. 22.20 og fjallar um annars konar auðnir en Ástralíumyndin: nefnilega auðnirn ar fyrir norðan heimskautsbaug- inn í Kanada. Er skýrt frá erfið um lífsskilyrðum dýra og gróðurs á hinum miklu freðmýrum þarna norðurfrá, þar sem allt er svo gjörólíkt eyðimörkunum i Ástra- líu, en erfiðleikarnir þó jafn miki ir. Loksins eíni íyrir konur í „Myndsjánni” á morgun, sunnu dag — en hún hefst klukkan 20. 30, — er „ýmislegt efni við hæfi kvenna", og sér Ásdís Hannesdótt ir um þáttinn. Þessi þáttur er sannarlega vel kominn, því efni, sem sérstakiega er ætlað konum, eða húsmæðrum, hefur ekki sézt á sjónvarpsskerm inum i langan tíma. Það er staðreynd, að húsmæður hafa stöðu sinnar vegna áhuga á fjölmörgum sérmálum og atriðum varðandi t. d. heimilishald, k’.æðn- að og fleirá, sem karlmenn hafa lakmarkaðan áhuga á. Þess vegna eyða dagblöð, bæði hér og. þó eink um erlendis, miklu rúmi undir slíkt efni. Hér áður fyrr var þessu einnig gerð nokkuð góð skil í Sjónvarpinu, bæði í Myndsjánni og eins í húsmæðraþætti. En nú undanfarið hefur þetta alveg horf ið úr dagskránni. Hér gæti verið um hið margvís legasta efni að ræða, og væri vissu lega ekki úr vegi að sérstakur hús mæðraþáttur eða kvennaþáttur væri í Sjónvarpinu einu sinni eða tvisvar í mánuði. Það yrði vel þegið. A. K. R.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.