Vísir - 30.10.1977, Síða 2

Vísir - 30.10.1977, Síða 2
Myndir: Jens Alex- andersson Viðtal: Póll Pólsson Sunnudagur 30. október 1977 VISIR kæmu stórir og digrir kallar og ropuóu hver i kapp vió ann- an...” Það mun láta nærri sanni að einn umdeildasti listamaður islendinga síðustu ára sé Magnús Þór Jónsson, öðru nafni Megas. Athygiisvert er, að fólk skiptist algerlega i tvo f lokka varðandi álit á honum. Annars vegar þá sem eru einlæqir aödá- endur hans og eiga ekki nógu sterk orð til að lýsa hrifningu sinni og hins vegar þá sem fyrirlita hann einsog pestina og mega ekki heyra á mann- inn minnst. Það mun heyra til undantekninga ef einhver hefur hlutlausa skoðun á Megasi. Nú er Megas að senda frá sér sina fjórðu hljómplötu og með Spilverk Þjóðanna sem sam- starfsmenn. Nefnist platan Á bleikum náttkjól- um. Fjórir aðstoðarhljóðfæraleikarar eru á plöt- unni: Karl Sighvatsson á hljómborð, Viðar Al- freðsson á horn, Helgi Guðmundsson á munn- hörpu, og Eggert Þorleifsson á f lautu. útgefandi er Bókaútgáfan Iðunn, sem nú er einnig farin að láta að sér kveða á hljómplötumarkaðnum. Helgarblaöiðátti kvöldstund með Megasi og Agli Olafssyni úr Spilverkinu fyrir skömmu og hlustaði með þeim á plötuna. Forsaga Megas: Frumhugmyndina að þessu samstarfi okkar átti Jó- hann Páll hjá löinni. Páll Bald- vinsson, sem er einn stjórnenda Gagn og Gaman, átti siðan mest- an þátt i að gera þetta að veru- leika og grundvallaði samstarf Spilverksins og min. Hans þáttur i plötunni er mjög stór og er hann i rauninni einn af hópnum. Á hann miklar þakkir skiliö. Egill: Það er merkilegt að 8. júni ’75 lékumviðásamt Megasi i Vik- ingasal Hótel Loftleiða á skemmtikvöldi Klúbbs 32. Ná- kvæmlega ári siðar komum við fram með honum á Listahátið. Um svipaðleyti á þessu ári hófum viö svo gerð þessarar plötu? þann- ig virðist sem forlögin leiöi sam- an Spilverkið og Megas einu sinni á ári. Það verður fróðlegt að sjá hvað þau ætla okkur á næsta ári. Geggjaðar hugmyndir Egill: Við komum fyrst saman i mai og æfðum i viku. Þá var gert hlé um sinn þar sem Valgeir var að vinna plötuna Lög unga fólks- ins, ásamt Pétri Gunnarssyni rit- höfundi og fleiri góðum mönnum. Við hittumst svo aftur og æfðum i 10 daga i byrjun júli og héldum i Hljóðrita þann 25. sama mánaðar og lukum upptökum 21. ágúst. Megas: Við töldum okkur vera með allt efnið á hreinu er i stúdi- óið kom og bjuggumst við að klára plötuna á 100 timum. Siðan komu upp svo geggjaðar hug- myndir, sem við máttum til meö að nota, og lengdi það upptöku- timann til muna eða i 140 tima. Egill: Það er mikið um tilraunir á plötunni^ Heilnæm eftirdæmi Megas: Nú, platan hefst á nokkurs konar formála sem er uppdiktun min á gömlu versi sem ég rakst á i Þjóðlagasafni Sr. Bjarna Þorsteinssonar og hljóöar einhvern veginn svona: Hlýði þeir sem henda gaman að kvæðum / og hafna vilja öðrum verri ræðum / þó oftast hafi óbreytt lag / iðja min sé sérhvern dag / að dikta brag / af helgu letri höfum við best næmi / og heil- næm eftirdæmi. En þetta hljóðar svo i nútimafærslu minni: Hlýði þeir sem henda gaman að kvæð- um / — klunnalega ortum — / & hafna vilja þrætubókarfræðum / — af öllum fáanlegum sortum — / þó oftast hafi ekki lag / iðja min sé sérhvern dag / að dikta upp brag / (— i þjóðarhag —) / af hundingsspotti höfum vér best næmi / & mörg heilnæm eftir- dæmi. Egils Ropi Hey strákar, hvernig list ykkur á að smakka á ljúffengu heimatil- búnu öli, segir Egill og tekur strikið fram i eldhús. Megas og blm. lita hvor á annan; jú það yrði svo sannarlega vel þegið. Egill: Það er furðulegt, að eini raunverulegi heimilisiðnaður Is- lendinga i dag þ.e. bjórbrug'gun, var hvorki kynntur á Iðnsýning- unni né Heimilissýningunni. Megas (ropar og hlær): Hugsið ykkur ef það eina sem maður fengi útúr bjórdrykkju væri ropi og allir bjórframleiðendur keppt- ust við að framleiða bjór sem gæfi sem mestan og lengstan ropa og samkeppnin snérist um það. í auglýsingum sjónvarpsins kæmu stórir og digrir kallar og ropuðu hver i kapp við annan af hinum ýmsu bjórtegundum. Hvað ætli „húsmóðirin i vesturbænum” segði um það, ööerrr. Bernskuminningar bar- þjóns og kamranostalgía Næst hlustuðum við á lögin, Saga úr sveitinni og Heimspeki- legar vangaveltur um þjóöfélags- stöðu. Megas: Um fyrra lagið er frekar litið að segja en þessa sögu sagði mér barþjónn og er hún bernskuminning hans. Þessi sami barþjónn kom einnig við sögu i laginu Gamla gasstöðin við Hlemm, á siðustu plötu minni, Fram og aftur blindgötuna. Hið seinna er nostalgia utangarðs- manns um göfugustu kamra borgarinnar. Egill: Við viljum hvetja Birgi Is- leif til að hlúa vel að þessum merku náðhúsum. Megas: Þetta eru yndislegir stað- ir með tómum flöskum, portugal- og sprittbrúsaskrauti. Annar þeirra stendur við „Grjótiö” á Skólavörðustig, vinsæll blöndun- arstaður. Hinn er i pakkhúsi viö höfnina. — Megas, telur þú þig vera ut- . angarðsmann? Megas: Ja, yrði það eitthvað verra? Er ekki allt mannkynið ut- angarðsmenn allt frá þvi er for- feður okkar voru reknir úr Eden? ' Og eru þá ekki utangarðsmenn- irnir okkar i rauninni innangarðs- menn. Þaö er ekki hægt aö hrekja menn útúr samfélagi sem er sjálft úti, nema með þvi að hrekja þá inn. Gamall skrjóður og útum- holt & hólablús Megas: Lagið Gamli skrjóðurinn, er i rauninni endurómur lagsins um Gamla sorry Grána. Þetta er liksöngur bilskrjóðs, en lagið um Grána liksöngur hests. Gamli skrjóðurinn er mjög gamalt lag. Ég samdi það og útsetti árið 1960, fyrir utan hinn ægifagra hala sem VÍSIR Utgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davíö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð- mundur G. Pétursson. Umsjón meö Helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Anders Hansen, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón Oskar Hafsteinsson, Kjartan L. Palsson, Magnús Olafsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ljósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Askriftargjald kr. 1500 á mánuöi Auglýsingar: Síðumúla 8. Símar 82260, 86611. innanlands. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Verö í lausasölu kr. 80 eintakiö Ritstjórn: Siöumúla 14. Sími 86611 7 línur Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftarsími Vísis er 86611 Hringið strax og tryggið ykkur eintak af Vísi til lesturs hvern dag vikunnar fyrir aðeins 1500 krónur á mánuði

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.