Vísir - 30.10.1977, Page 5

Vísir - 30.10.1977, Page 5
vism Sunnudagur 30. október 1977 5 Vinkonurnar Lisbet (t.h.)/ Heiða og Guðbjörg með hamstrana. Litla kvöldsagan: Hirðusomur og Hirðulaus agúrkur. og hamstrafóður. Líka ávexti og vatn að drekka. Svo gef ég þeim líka vítamín. Hamstra- fóðrið kostar 300 kr. pakk- inn og dugar í einn og hálf- an mánuð. Lísbet er í 12 ára bekk í Árbæjarskóla og s.l. sumar var hún í Neskaupstað að passa lítla stráka, sem heita Unnar Stefán og Sigurður Logi. Lísbeti f innst allt frekar skemmti- legt í skólanum, en sund þó skemmtilegast. Hirðusamur og Hirðu- laus voru tveir álfar sem áttu báðir heima innan í gömlu.holu tré. Þeim kom ekki mjög vel saman, þar sem Hirðusamur var allt- af að taka til, en Hirðu- laus skildi hlutina eftir úti um allt. Hirðusamur var oft í illu skapi, þegar hann hafði verið allan daginn að taka til og Hirðulaus hafði sett allt i óreiðu aft- ur. En Hirðulaus var líka reiður á kvöldin, þegar hann kom heim og gat ekki f undið það sem hann var að leita að, af því að Hirðusamur hafði gengið svo vel frá því. Eitt kvöld, þegar Hirðulaus kom heim, fann hann hvergi inni- skóna sína. Hann varð bálreiður. „Ég er þreytt- ur sagöi hann,„ég hef haft mikið að gera í dag og nú vantar mig bara inni- skóna mína, og svo get ég sest niður og hvilt mig. En get ég fundið inni- skóna mína? Nei, og hvers vegna ekki? Vegna þess að þú ert búinn að ganga svo vel frá þeim. Hvar eru þeir?" Hirðusamur var að taka til, en hætti aðeins við það og fór að hugsa. „Já, ég held að þeir séu í þessari skúffu eða þess- um skáp. Við skulum gá." Hirðulaus byrjaði að leita i öllum skúffum og skápum en fann ekki inniskóna. Þá varð hann ógurlega reiður og tók allt upp úr öllum skúffum og út úr öllum skápum og þá varð Hirðusamur auðvitað ó- skaplega reiður líka. „Sjáðu hvað þú gerir", sagði hann, „ég hef verið að taka til í allan dag og nú ertu búinn að koma öllu í óreiðu aftur. Hirðu- laus leit þá skömmustu- lega niður á tærnar á sér. En hvað haldið þið? Hann sá þá inniskóna á fótun- um á sér. „Ég hef þá ver- ið i inniskónum, hugsaðu þér bara'sagði hann. „Ég hef þá verið í þeim í allan dag og ég tök ekkert eftir því. Hirðusamur og Hirðu- laus skellihlógu. Þeir gleymdu rifrildinu og fóru báðiraðtakatil aft- ur. Og Hirðulaus lofaði því að hann skyldi reyna að vera hirðusamari í fram- tiðinni. Og eftir þetta kom þeim mun betur saman. Hamstur er algengt dýr i Mið- Evrópu. Hann er nagdýr, og er skyldur músum. Hamsturinn er um 25 cm langur og halinn um 6 cm. Hann er oftast gulbrúnn á bakinu, svartur á maganum og hvitur neðst á fótunum. Hamst- urinn safnar aö sér miklum matarforða neðanjarðar, en hann liggur i dvala á vetrum. Hamstur er lika algengt dýr i Asiu og ein af Asiutegundunum er gullhamsturinn, en hann er mikið notaður sem tilraunadýr á rannsóknastofum og það er lika gullhamsturinn, sem hafður er sem gæludýr. Hann er minni og til i ýmsum litbrigð- um. ekki er rétt að rifja þetta mál upp frekar vegna hlutaðeigandi. Hvað verður um þessi mál? 1 kjölfar þessara frétta birtast svo i Visi fréttir næstu daga um að þessi misnotkun deyfilyfja stafi að verulegu leyti frá lyf- seðlaútgáfu tiltölulega fámenns hóps lækna. Fyrir fáum árum kom svipuð staða upp hér, svo- kallað „lyfseðlamál”, og var rannsakað. En ekki minnist mað- ur þess að nein fullnaðarniður- staða yrði af þeirri rannsókn. Að minnsta kosti ekki að hún væri birt. I lokin er rétt að létta lundina með tilvitnun i eitt þessara skringilegu dægurmála sem upp koma öðru hverju. Það er bak- siðufrétt i Visi 5. nóvember: „ASTRÖLSKSTÚLKA SKORAR DAL TIL EINVIGIS”. Þetta er skemmtileg frásögn og byrjar svo: „Ung áströlsk stúlka i Há- skóla Islands hefur skorað á Gunnar Dal rithöfund til einvigis vegna þess að hann hafi að henn- ar dómi höggvið nærri heiðri hennar. Gunnar hefur óbeint hafnað áskoruninni og visað stúlkunni á útlendan mann, sem henni væri nær að snúa sér til ef hún vilji endilega i þetta einvigi”. Áströlsk stúlka skomr Ðal til einvígis Uhg slútka í Háskóla íslands hefur skorað á Gunnar Dal rithöfund til einvígis vcgna þess að bann hafi að hennar i dömi höggvið nærri | heiðri hennar, Cínnnar hefur óbeínt hafnað á-i skoruninni og t stúlkunni á útie, mann, sem henni nær að snúa scr t hún vilji endiiega i | einvigi. Aftdragandi míilsins stuctn máli í\ þessa leið: Kramh. á bi SÁTTATILLAGA Sáttasemjarar í deilunni um síldveiðikjörin, þeir | Torfi Hjartarson tollstjóri : og Einar Amalds yfir-borg , ardómari hafa lagt fram ’ miðtunartillögu. Gerðist A ■. 'ra! ika *>. ILitn. gærkvöidi, og stóð ti hálf tvö í nótt. Gert ei fyrir, að hin ýmsu f sent eru aðilar í deiti greiði atkvæði um ti una á miðvikudag, Ti það á fundi, sem hófst i an eða samningsuppk Hún skoraði Dal á hólm. Það er að visu ekkert nýtt að mál gufi upp og þéttist svo og rigni yfir okkur á nýjan leik að nokkrum tima liðnum i þeirri hringrás sem margoft hefur verif minnst á i þessum dálkum. Að taka sig alvarlega Tilefni einvigisáskorunarinnar er leikdómur Gunnars Dal um ástralska leikritið „Seytjánda brúðan” i Timanum, en þar sagði hann að „skáldskapur i Astraliu hafi aldrei risið hátt” og að Astralia hafi „fram til þessa ekki fóstrað nein stórskáld”. Sú ástralska mótmælti þessu i grein i Timanum og Gunnar svaraði um hæl, og lét að þvi liggja i leiðinni að „stúlkan hlyti að hafa fengið hjálp frá tslendingi þegar hún samdi greinina”, svo notuð séu orð Visis. Súlkan brást ókvæða við þessari fullyrðingu og segir i svargrein: „Slik ásökun er mjög alvarleg og heggur nærri mann- orði hvers þess manns eða konu, sem tekur verk sin alvarlega”. Siðan skorar hún Gunnar Dal á hólm, en Gunnar teflir fram Bertram Stevens, bókmennta- fræðingi sem sé á sama máli um stöðu ástralskra bókmennta. Geti stúlkan, Jane Vaughan að nafni, allt eins skorað hann á hólm, ef hann sé ekki löngu dauður. Trúlega hefur ekki orðið úr þessu einvigi. En svona tiltektir góðs fólks lifga upp hversdags- leikann og mikið góðverk gerði sá sem gæfi okkur tilefni til skémmtilegra frétta af þessu tagi. Hvernig væri t.d. að Krist- ján Thorlacius skoraði Matthias Mathiesen á hólm? Eða öfugt. Reynið bara að vera svolitið skemmtilegir, greyin. —ÁÞ. |Laugavegur 15 NÝJA BÚÐIN ER FULL AFSPILUM Vió erum alltaf aö færa út kvíarnar í takt við vaxandi hóp viðskiptavina, sem koma til að kaupa frímerki, mynt og ekki síst spil af öllu tagi. Síðustu þrjú, fjögur árin höfum við lagt aukna áherslu á fjölbreytt spilaúrval og í ár verður úrvalið meira en nokkru sinni áður. Við höfum nú opnað nýja verslun á Laugavegi 15, þar sem við leggjum mesta áherslu á spil og frímerkjaverslun fyrir börn og unglinga. Litið inn við tækifæri og skoðið m.a. hið fjölbreytta úrval af manntöflum. Bingó þarf ekki að kynna, en nú höfum við fengið skemmtilega útfært bingó- spil fyrir fjölskylduna; sem á eftir að vekja athygli og ánægju þeirra sem eignast. Lítið inn og skoðið þetta skemmtilega bingó, sem kostar kr. 3.950. r ■ ■ FRIMERKJAMIÐSTOÐIN Laugavegi 15 - Sími 23011 — Skólavörðustíg - Sími 21170

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.