Vísir - 30.10.1977, Blaðsíða 6

Vísir - 30.10.1977, Blaðsíða 6
Sunnudagur 30. október 1977 VISIR Það er spurning hvort nokkur munur sé á þeirri ánægju, sem milljónir manna i iilluiu heiminum hafa af risastórum litmynd- um með tilheyrandi hljóði á kvikmyndasýningum, og þeim áhuga sem frummaðurinnskapaði fyrir 50.000 árum með hella ristum siuuiu. Munurinn á kyrru myndinni á hellisveggnum og lifandi myndum kvikmyndahúsanna er aðeins tæknilegur. Eng- inn vafi er á þvi, að menn hefur alltaf dreymt um lifandi myndir, — að sjá myndir hreyfast og öðlast lif eins og maðurinn sjálfur, dýrin og blöðin á trjánum. Áhuga manna má oft marka af þvi hve miklu fé þeir vilja verja, — ogalveg fram á okkar daga hefur peningum verið eytt I að búa til myndarúllur með mörg þúsund myndum á. Myndirnar sýndust hreyfast þegar rúllan var t.d. dregin hratt gegnum vél. Að sjá mann hoppa aftur og aftur yfir annan mann, þar til myndarúllan slitnaði, var merkisatburður og þess virði að kosta nokkru til. Það má sjá af hinum aldagömlu hellamálverkum, að lista- mennina hefur langað til að gæða þær lifi, þær sýna dýrahópa á flótta, veiðimenn með spenntan boga eða spjót stökkva á eftir bráð sinni. Heil eilffðleiðáður enóskin rættist og hægt var að sjá myndir sem virtust fullkomlega lifandi I kvikmyndahúsunum. Kvikmyndirnar hafa þróast upp úr margskonar og mismun- andi tækjuni sem sýndu eins konar „lifandi" myndir i lok siðustu aldar. Það þarf þvi ekki mikla spádómsgáfu til að sjá að kom- andi kynslóðir eiga eftir að kynnast myndmiðlun með hjálp kvik- mynda og sjónvarps, sem verður með allt öðru móti en sú, sem við þekkjum nú. KV/IKKYNDA- SP3ALL eftir Erlend Sveinssor} Skugga myndasýningar. Upphaf kvikmyndasýninga má timasetja eftir geðþótta. Til dæmis má byrja á skuggamynda- sýningunum, sem hafa þekkst i Austurlöndum öldum saman. Við þessar skuggamyndasýningar voru notaðar hreyfanlegar og fagurlega málaðar brúður. I sumum löndum fengu einungis karlmenn að sjá sjálfar brúðurn- ar fyrir framan skerminn. Kon- urnar urðu að sitja á bak við skerminn og láta sér nægja skuggamyndina. Leikirnir voru oft óður til ástalifsins og frjósem- innar og þótti þá betur hæfa að konurnar sæju bara svart-hvitu myndina á meðan karlmenn gátu notið þess að skoða litfagurt skraut brúðanna. Skuggamynda- leikföng hafa verið til fram á okk- ar daga. Til dæmis var hægt um aldamótin að kaupa poka með skuggamyndaleikföngum og til- heyrandi textum. Sú var reyndar tíðin að fólk lék sér að þvi að framkalla skugga- myndir með höndunum i heima- húsum hér á landi. Sá leikur virð- ist nú vera að mestu liðin tið. Þess konar skemmtun átti miklum vinsældum að fagna i Evrópu á 19. öld. Ferðaleikhús stóðu fyrir sýningum á strætum úti allt frá ofanverðri átjándu öld og á meðal elstu skuggaleikhúsanna sem höfðu fast aðsetur var skugga- myndaleikhús F.D. Séraphin á Palais Royale, sem opnaði árið 1784. Laterna magica eða töfralampi. Arið 1646, eða nokkrum árum fyrr eins og sumir halda fram, smiðaði þýski stærðfræðingurinn Athanasius Kircher tæki, sem kallað var laterna magica eða töfralampinn. Það var reyndar skuggamyndavél, slidessýning- arvél eins og við þekkjum hana nú. Tæki Kirchers var þó að mörgu leyti ófullkomið, vegna þess að það þurfti að sýna myndaplöturnar fyrir framan vélina og ljósgjafinn — sem i fyrstu var kertaljós — var inni i tækinu. En Kircher segir sjálfur i riti sinu Ars Magna Lucis et Um- brae (Hin mikla list ljóss og skugga) að danski stærðfræðing- urinn Thomas Erasmus Valgen- sten hafi endurbætt töfralampann og gert hann nothæfan. Tækið var ekki kallað töfra- lampinn að ástæðulausu. Laterna Magica sýningarnar höfðu oft gif- urleg áhrif á fólk. I Alfræðiriti frá 1727 er tækinu lýst á þessa leið: Laterna magica er litið tæki sem getur látið allskonar hræðilegar ófreskjur birtast á hvitum vegg i myrkri, svo að þeir sem ekki þekkja leyndardóm þess halda að um galdra sé að ræða. I Kaupmannahöfn hélt frú F. Löhr laterna magica sýningar I Hofteatret á Christiansborg. 1 blöðunum var auglýst, að nú gætu menn sparað sér dýrar utan- landsferðir. Menn gætu þess i stað séð myndir hennar frá Pompej, Akropolis, erlendum listaverkasöfnum o.fl. Frú LÖhr sýndi lika bibliu- og landafræði- myndir —, já og meira að segja myndir af tunglinu. Fróðlegt væri að vita hvort lat- erna magica hafi einhvern tim- ann verið ieigu fólks hér á landi. «*ML Indversk skuggadúkka Tyrkneski skuggamyndaleikurinn dregur nafn sitt af aðalhetju leiksins, Karagöz, sem er einn forfeöra kvikmyndatrúösins. Notaöar voru brúöur og skugganum varpaö á gagnsæja úlfaldahúö. Karagöz var allsráóandi í skuggamyndasýningum i Egyptalandi, Norður-Afríku og Grikklandi og hafði örugglega áhrif f Evrópu. Vinsæl skemmtun á 19. öld og allt fram á okk- ar daga en hefur nú að mestu lagst af. Gægjukassar til skemmtunar á efnaheimilum og til sýningar á markaðstorgum hafa verið til siðan á miðöldum. A blævængnum á myndinni (Geymdur i danska kvikmyndasafninu) er mynd frá 18. öld af hefðarfólki að skemmta sér við gægjukassa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.