Vísir - 30.10.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 30.10.1977, Blaðsíða 10
Sunnudagur 30. október 1977 VISIR 10 4.400 kílo- metra longt segulband A þrjátiu ára afmæli likisut varpsins tók Vil- hjálmur 1». Gislason, þáver- andi útvarpsstjóri, saman nokkrar töiur um dagskrár- efni útvarpsins. Þá var talaö orff i útvarpi eins árs þannig, aö heföi þaö verið prentað var þaö álika og 250 árgangar af Skirni. Þetta var eingöngu hiö tal- aöa orö. Þá voru fluttar 30 heilar útvarpssögur, 90 leikrit og 900 erindi, en 10-20 erindi eru sæmileg bók. Ef allt útvarpsefni eins árs hcföi þá veriö tekiö á band, hefði það veriö 4.400 kíló- metrar á lengd, eöa náö 18 sinnum i beina linu milli Akureyrar og Reykjavikur. Útvarpiö haföi þá 50.000 notendur sem höfðu 75.000 tæki. Dagskrárgjöldin námu þá 13 milljónum króna, en tckjur útvarpsins i heild voru komnar i 16.5 milljónir. —ESJ Sefnna geröi Jón Leifs þetta lika. Siðan kom hið svonefnda segulband, og var notað um tima. Ingi Þ. Gislason, bróðir minn, sem var kennari i Verslunarskólanum, tók t.d. allmikið upp af röddum manna og átti umtalsvert safn slikra upptaka. Seinna fór hann einnig að nota segulbandið við kennslu, og var það i fyrsta sinn, sem það var gert hér. Ég get getið þess til gamans, að nokkru seinna var ég á ferð i Ameriku, m.a. að kynna mér út- varpsrekstur, og þá sagði við mig fræðslumálaráðherra i einu fylki, að hann vildi sýna mér það, sem merkast væri af nýj- ungum á þeim stað. Það var þá segulband, sem notað var við Dagskrð útvarpöins. Sunnudagur, 21. des. 1930. Kl. 11: Messa í Dómkirkjunni (síra Friðrik Hallgrímsson). -- Ki. 14: Messa í Fríkirkjunni (síra Árni Sigurðsson). — KI. 16,10; Bamasögur (frú Marta Kalman). — Kl. 19,25: Gramm ófónn. — Kl. 19,30: Veður- fregnir. — Kl. 19,40: Upplest- ur (Jón Pálsson). — Kl. 20: j Tímamerki. — Kl. 20 Organ-I leikur (Páll Isólfsson). Tilbrigði! um sálmalagið: ,.Faðir vor, sem' á himnum ert“. Bellmann: Got- nesk suite: a) Sáimur, b) Me- nuet, c) Bæn, d) Toccata. — KI. 20,30: Erindi: Útvarpið og bækumar (Sig. Nordal). — Kl. 20,50: Ýmislegt. Kl. 21: Frjett- ir. Kl. 21,10: Hljóðfærasláttur| (Þórarinn Guðmundsson, fiðla, Emil Thoroddsen, slagharpa). 20 ísl. þjóðlög, eftir Sv. Svein- björnsson. Mánudagur, 22. des. 1930. Kl. 19,25: Grammófónn. Kl. 19,30: Veðurfregnir. Ki. 19,40: Upplestur (Friðfinnur Guðjóns- son). Kl. 20 Tímamerki. Kl. 20 Barnasögur (síra Friðrik Hall-; grímsson). Kl. 20,10: Hljóð- færasláttur (Þór. Guðmundsson fiðla, Emil Thoroddsen. slag- harpa) Beethoven:- Vorsonata, Op. 24. Kl. 20,30: Erindi: Þjóð- bandalagið fEinar Amórsson). Kl. 20,50: Ýmislegt. Kl. 21: Frjettir. Kl. 21,10: Hljóðfæra- sláttur (Emil Thoroddsen, slag- harpa) Debussy: Suite Berga- masoue: Forspil. Mom.ef Dagskrá útvarpsins fyrstu tvo dagana. Tveir fyrstu útvarpsstjórarnir — Jónas Þorbergsson og Vilhjálmur Þ. Glslason kennslu. Ég sagði honum, að þetta væri mjög athyglisvert, og það vildi svo til, að ég hefði not- að þetta i minum skóla i nokkur ár. Ekki var farið að nota upptök- ur i útvarpið fyrr en miklu seinna. Þá var tekið upp á plöt- ur en ekki valsa, og voru þá bæði notaðar litlar plötur og svo stórar plötur sem við kölluðum hlemma. Nokkrir slikir eru ennþá til niðri i útvarpi og þykja merkir gripir.” //Verstir eru Beethoven/ Bachog Brahms" ,,Til að byrja með var aðal- lega útvarpað á kvöldin, en á hátiðisdögum lengur. Og ég held ég geti fullyrt, að dagskráin varð fljptlega nokkuð fjölbreytt. Þannig var mikið flutt af fræðilegum erindum i alþýðlegu formi, og til þess fengnir mjög færir menn, sem fljótlega söfn- uðust kringum útvarpið. Tónlistin var einnig veruleg- ur hluti dagskrárinnar, en hún var ekki jafn vinsæl og hið tal- aða mál, sérstaklega vegna þess að forystumenn tónlistar- innar voru mjög klassiskir i vali sinu og vildu hafa fina tónlist. Eitt hlustendabréf, sem við fengum, var frægt á sinum tima, en þar sagði: „Flest tónlistin hjá ykkur er léleg, en verstir eru þó Beethoven, Bach og Brahms”. Annars er mjög eðlilegt, að fólk sé ekki sammála um dag- skrána, og auðvitað er margt fólk, sem er alltaf að gagnrýna útvarpið og þannig hefur það alltaf verið. En það er lika margt fólk, sem er vandlátt á efni og lætur þakklæti sitt i ljósi, ef það fær gott útvarpsefni. Gerð dagskrárinnar er geysi- lega erfitt verk, og ég tel, að það sé yfirleitt samviskusamlega unnið”. Hægt að reka útvarps- og sjónvarpsskóla „Útvarpið byrjaði snemma með málakennslu, og það hafði mikla þýðingu fyrir marga hlustendur, sem notuðu það oft á tiðum til undirbúnings fyrir skólapróf. Seinna minnkaði þetta eða féll niður, og ég fyrir mitt leyti er á þeirri skoðun, að það hafi ekki ennþá verið skoð- að til fulls, hvað útvarpiö og sjónvarpið geta gert i skólaút- varpi. Það væri beinlinis hægt að reka sjálfstæðan útvarps- og sjónvarpsskóla i ýmsum fögum, svo sem sögu, landafræði og ýmsum öðrum greinum. Það var einhver andstaða frá skólamönnum gegn þessu, og hún var aðallega byggð á þvi, að það truflaði kennslu að útvarpa i timum. Og það var kannski nokkuð til i þvi. En hins vegar var ekki reynt til fullnustu nein önnur leið. Ég held að það sé ennþá þess vert að prófa þetta.” Byrjaði sem frétta- maðurhjá útvarpinu „Ég starfaði við útvarpið strax frá upphafi, en ég var ekki skipað.ur fastur starfsmaður fyrr en nokkru seinna, og þó held ég,að ég hafi verið fyrsti maðurinn, sem skipaður var fastur dagskrármaður. Svo komu vinir minir Páll Isólfsson og Helgi Hjörvar þar á eftir en höfðu áður verið i Útvarpsráöi. Ég var fyrst sem fréttamaður hjá útvarpinu. Þá vorum við tveir i erlendum fréttum, ég og Sigurður Einarsson, og einn var i innlendum fréttum. Við hlust- uðum á útlendar útvarps- stöðvar, þýddum fréttirnar og fluttum þær siðan sjálfir beint. Þetta fyrirkomulag gerði frétt- irnar oft á tiðum meira lifandi en blaðafréttir höfðu áður verið. Eftir nokkur ár urðu breyt- ingar á starfi minu hjá útvarp- inu, og tók ég þá við starfi sem bókmenntaráöunautur útvarps- ins. Það starf hafði ég á hendi þar til ég varð útvarpsstjóri 1953. Þetta starf var fólgið i að gera tillögur um ýmisleg bókmenntaleg og söguleg efni, þar á meðal leikrit, og taka saman sjálfur meira eða minna af slikum dagskrám. Seinna varð það svo úr aö búinn var til sérstakur þáttur, sem var kall- aður „Bækur og menn”, og var nokkuð mikið á hann hlustað. Hann var fyrst og fremst frétta- þáttur, en ekki ritdómaþáttur, og mikið var fjallað um útlendar bækur þar og meira en á öðrum vettvangi hérlendis á þeim tima. Þennan þátt hafði ég mjög lengi, en sá þáttur, sem ég hafði þó lengst, var „Annáll ársins”, en hann flutti ég stanslaust i 34 ár. Þessi þáttur hófst á fyrstu ár- um útvarpsins, en var nokkru styttri til að byrja með. Fljót- lega setti ég hann þó i það horf, sem hann var siðan alla tið. Þar var flutt yfirlit yfir atburði árs- ins, sem var að liða, og svo ýms- ar hugleiðingar i kringum þá”. Fræösluþættir um fornar bókmenntir „I tengslum við bókmenntirn- ar voru einnig fluttir ýmsir fræðsluþættir, og byrjað á þvi með itarlegum flokki um Hávamál og það merkilega var að á þetta var mikið hlustað. Löngu eftir að þátturinn var bú- inn var ég að fá bréf frá fólki utan af landi, sem fór að spyrja um þessa skýringuna eða hina á þvi, sem segir i hinum fornu kvæðum. Og ég verð að segja, að það er alveg eins mikið verk að búa Hávamál út til útvarpsflutn- ings, með skýringum, eins og að búa til fræðilega útgáfu af þeim. Þvi miður var þetta aldrei gefið út, en siðar las ég Alþingisrimurnar gömlu í út- varpið, og þær gaf Menningar- sjóður siðar út með skýringum. Sem dæmi um aðra dagskrá, sem ég gerði á þessum árum, get ég nefnt Brúðkaupsáiðabók Eggerts Ólafssonar. Ég átti uppskrifað handrit af þeirri bók, en af útgáfu varð ekki þá. Löngu seinna er mér datt i hug, að hægt væri að gera úr henni út- varpsefni. Ég fékk i lið meö mér vini mina i tónlistardeild, og við bjuggum til heils kvölds dagskrá úr Brúðkaupssiðabók- inni, og fundum frumlögin við ýmis kvæði i bókinni, þar á meðal lagið, sem þá var sungið við Island ögrum skorið. — Seinna gaf ég út ljósprentaö eiginhandrit Eggerts. Ég gerði þetta nokkrum sinnum seinna, — að vinna upp gömul handrit i útvarpið og ég er fullviss um, að útvarpið er upplagður vettvang- ur til að koma á framfæri við al- menning ýmsum ritum, sem annars verða ekki gefin út. Og það eru miklu fleiri, sem hlusta á þetta, heldur en hinir, sem kaupa einhverja prentaða út- gáfu.” Margs aö minnast frá útvarpsstjóratiðinni Vilhjálmur var útvarpsstjóri I 15 ár. Hvað er honum minni- stæðast frá þeirri tið? „Mér eru margar dagskrár minnistæðar frá þessum tima, bæði af þvi tagi, sem ég hef þeg- ar minnst á, og ekki siður frétta- starfsemin, en fréttastofan heyrði beint undir útvarps- stjóra. Það var ekki alltaf tekið þegjandi öllu þvi, sem i fréttum kom. Flokksleiðtogar hringdu gjarnan, ef eitthvað kom i frétt- unum, sem þeim likaði ekki, en á heildina litið gekk þetta samt vel. I öðru lagi eru mér minnistæð mörg viðskipti við fólk út um allt land, sem hafði áhuga á út- varpinu, og ekki alltaf til að segja já og amen. Mjög margt fólk kom hingað, þegar það átti ferð i bæinn, og fékk þá að skoða útvarpið. Það var alltaf opið. Þá eru mér minnistæöir þeir áfangar, sem náðst hafa i húsnæðismálunum. Það var ekki sist mikill áfangi, sem náð- ist þegar við fengum inni i Skúlagötuhúsinu. Og sföast en ekki sist er mér stofnun sjónvarpsins minni- stæð.” Nýtt útvarpshúsátti að rísa á Melunum Húsnæðismálin nefndir þú Hefur útvarpiö ekki alltaf verið i húsnæðishraki? „Jú, það hefur gengið ákaflega erfiðlega að koma mönnum i skilning um nauðsyn þess að koma upp myndarlegu útvarpshúsi. í minni tið sem útvarpsstjóri var búið að fá loforð fyrir lóð á fleiri en einum stað, aðallega þó vestur á Melunum, þar sem Hótel Saga reis siðar, og ofur- litið inn á Melavöllinn. Það var búið að teikna þetta útvarpshús. Agætur ameriskur arkitekt, sem siðar varð borgararkitekt i New York, teiknaði þetta fyrir okkur. Hann gerði ráð fyrir tveimur mjög stórum húsum. Annað var fyrir alls konar stúdió og vélar, en hinn fyrir skrifstofur. En þetta hafðist ekki fram, enda var þetta nokkuð stórhuga. Ég man eftir þvi, að skömmu eftir að ég varð útvarpsstjóri kom ég til ráðherrans, sem var Björn ólafsson, og hafði þessa Barnatimi á fyrstu árum útvarpsins: Séra Friðrik Friöriksson og börn i Landsimahúsinu „I minni tiðsem útvarpsstjóri var búið aðfá loforö fyrir lóð á fleiri en einum stað, aðallega þó vestur á Melunum, þar sem Hótel Saga reis siðar og ofurlitiö inn á Melavöllinn. Það var búið að teikna þetta út- varpshús. Agætur ameriskur arkitekt, sem siðar varð borgararki- tekt New York, teiknaöi þetta fyrir okkur”. Myndin sýnir likan af þessu útvarpshúsi, sem aldrei var byggt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.