Vísir - 30.10.1977, Blaðsíða 13

Vísir - 30.10.1977, Blaðsíða 13
VISIR 13 Hvað er svo glatt? Ég hef, eins og fleiri af minni kynslóö, misst af öilum merkis- samkomum i sögu islendinga. Konungskomunum, Alþingishá- tiöinni og Lýðveidishátiðinni, að ég tali nú ekki um Kópavogs- fundinn og veisiuna á Grund. En liktega hef ég ekki misst af miklu. 17. júni hátiðahöld sem ég uppliföi endur fyrir löngu rugluðu mig svo i ríminu að ég hélt helst að einhver væri dauð- ur og nú ætti að fara að jarða. Siðan hef ég látiö liklausar jarð- arfarir eiga sig. Á afmælisárinu 1974 gafst mér svo i fyrsta skifti kostur á að upplifa sögulegan atburð. En gamla 17. júni minningin fældi mig frá herlegheitunum svo ég ákvað aö leggja land undir hjól og fara norðri land. Reyndar hélt ég, um það leyti sem ég var að leggja af stað á miöjum föstudegi, að líklega færi ég ein- hvers á mis. Rikinu hafði verið lokað, sjálfsagt i þeirri trú að svo stórkostleg skemmtiatriði yrðu á boðstólum á Þingveili að foröa yrði öllum frá aö missa af þeim* — ja svei. Og á sunnudeginum skundaði fólk á Þingvöll til að halda upp á Indriöa sinn og Matthias sem þóttust ætla að skarta sinu feg- ursta. Það lá við ég öfundaði það. Biliinn minn hafði brætt úr sér norðuri Vatnsskarði svo ég hiröist á Akureyrarflugvelli bið- andi eftir flugi. Skapið mátu- lega fúlt fyrir islensk hátiðar- höld. , Biðin eftir flugvél varð löng og á endanum drógu ferðafélag- arnir mig með sér að bensin- sjoppu i nágrenni vallarins. Viö fengutn okkur sæti austan undir vegg og hiustuðum á beint út- varp frá Þingvelli gegnum gjallarhorn uppi á veggnum. Efnið var ámóta upplifgandi og lýsing frá fótboltalandsleik. Landsleikir vinnast þó stöku sinnum en við hátiðahöld virö- ast allir ófrávikjanlega tapa sér. Þulurinn tilkynnti næsta dag- skráriið, hátiðartónverkið, og á- hugaleysiö skein út úr gjallar- horninu. En vfti menn. Tón- verkiö sent i upphafi virtist ætla að þræða hcfðbundnar leiðir breytti skyndilega um stefnu. Fiðlurnar héldu niðri sér andan- um og rafmagnsgitar fór af stað með rólegan bassagang i bak- erunni. Manninum i næsta stól varð svo um að hann missti is- dolluna og góndi ráðvilltur upp i gjallarbornið. En rafmögnunin hélt áfram, orgel og fleiri gitar- ar bættust i tónverkiö. Og þótt þetta væri ekki ýkja tilþrifa- mikið tónverk bar það þó af öðr- um dagskrárliöum eins og gull af eiri. Indriði, Matthias og gjallar- horniö voru nú ásamt tónskáld- inu orðin okkar uppáhöld. En sú dýrðstóð stutt. „Tónverkið” tók skyndiicga enda og popphljóm- sveitin byrjaði að spila kunnug- legan rokkara. Úria Hip, fullyrti maðurinn i næsta stól. Úria Hip á þjóðhá- tiö, þaö var gott trix hjá þeim. En þvi miður, trixið kom alls ekki frá þeim Indriða og Matthi- asi. Stelpurnar i sjoppunni böfðu af svo listilegri nákvæmni svissað af Þingvelli yfir á plötu- spiiarann að við létum blekkj- ast. Og kannski segir það allt um islensk hátiðahöld að aflóga popphljómsveit skyldi koma okkur i hátiðaskapið sem Þing- vatlardagskráin hafði rænt. t Suöur-Ameriku ku hátiða- höld oft vera svo skemmtileg að menn gleyma að drekka sig fulla. A islenskri satnkomu verða tnenn hins vegar að velja á milli þess að drekka frá sér vitið eða drepast úr leiöindum. En hvað um þaö. Þetta var sniöuglega gert hjá stelpunum á Akureyri, þvi verður ekki neit- að, en þó ekki einsdæmi. Sinfón- iuhljómsveitin sjálf hcfur nefni- lega staðið fyrir álika plati og stundar þaö kannski enn. Ég hef rælt við fjöldann allan af sam- komuhússtjórum vítt og breitt um landið og flestir hafa sagt mér að einmitt i þeirra húsum finnist Sinfóniunni best aö spila. Hver fyrir sig státar þvi kampa- kátur af besta hljómburði utan Hcykjavikur og kallar Sinfóni- una sér til vitnis. Sjálfsagt fær Sinfónlan ómælt kaffi og magn- aðar brauðtertur útá hrósið og samkomuhúsahöldar geta jú verið i sjöunda himni. A.m.k. þar til þeir kotna saman og fara að segja hver öðrunt tiðindin. Að endihgu vil ég lcggja til að Sinfóniuhljómsveitin og sjoppu- stelpur að Norðan verði fengnar til að sjá um næstu þjóðhátið. Prakkaraskap og góðan hljómburð ætti þá a.m.k. ekki að skorta. KENWOOD heimilistæki spara fé og fyrirhöfn frystikistur og ísskápar eru hvaó nauósynlegust allra heimilistækja. KENWOOD byóur hvort tveggja í mjög mismunandi stæróarúrvali og af ýmsum geróum. THORN HEKLA HF Laugavegi 170-172, — Sími 21240

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.