Vísir - 30.10.1977, Side 14

Vísir - 30.10.1977, Side 14
14 Sunnudagur 30. október 1977 VISIR Magnús Magnússon þekkja f lestir islendingar, — ef ekki.af ritstörfum, þá af víðkunnum sjón- varpsþáttum sem hann hefur gert fyrir BBC í Bretlandi, þar sem hann er búsettur. Meðal þess sem Magnús hefur gert fyrir BBC eru myndaflokkar um um fornleifar og sögu. Þessu áhugamáli hans er einmitt tengd sú bók sem bókaútgáfan örn og örlygur sendir frá sér nú fyrir jólin. Bókin heitir Hamar Þórs — Þrumu- fleygur norðursins og er þýdd af Degi Þorleifs- syni. Bók þessi er hin veglegasta að allri gerð, prýdd miklum fjölda litljósmynda eftír Werner Forman. I þessari bók, sem er i ritflokknum Echoes of the Ancient World og örn og örlygur gáfu útá ensku í fyrra, fjallar Magnús Magnús- son á ferskan og f jörlegan hátt um goðsögnina og sannleikann um heim og lífssýn norrænna vík- inga, og ræðst m.a. á þá hugmynd að víkingarnir hafi verið heiðnir villimenn. Helgarblaðið birtir hér með góðfúslegu leyfi útgefanda einn af köfI- um bókarinnar, og nefnist hann Helvegur. Þar f jallar Magnús um viðhorf víkinga til dauðans og lífsins eftir hann. Millifyrirsagnir eru blaðsins. —ÁÞ. heLveguR öauðínn oc, Lípö eftín hann Kafli úr nýrri bók, Hamar Þórs eftir Magnús Magnússon 1 goðafræði norðurlandamanna er Hel bæöi heiti á undirheimum sjálfum og gyðjunni hræðilegu, drottningu dauðrarikisins, sem þar stjórnaði. 1 sköpunarsögun- um er minnst á jafnvel enn fjar- lægari undirheim, Niflhel eða Niflheim (þokuhel eða þoku- heim), sem var öllum heimum verri og hafði jafnvel verið til fyrirsköpun veraldar. Niflhel var norðurhluti Ginnungagaps, tóms- ins mikla. I Eddukvæðum er gefið i skyn að Hel hafi skipst i nokkra heima, misjafnlega illa, og Nifl- hel var sá alversti, þannig að i verri stað varö ekki komist. „Vondir menn fara til heljar og þaðan i Niflhel; það er niöur i hinn niunda heim,” skrifar Snorri. Leiðin norður og niður Enga skýra lýsingu er að finna á riki Heljar sjálfu i heimildum. Það kemur helst fyrir sjónir sem óskapnaðarkennd og mikil viö- átta með óárennilegum hindrun- um, þar sem óskaplegt myrkur rikti og kuldi. Leiðin til Heljar, helvegur, lá norður og niður og var sú leið löng og hættuleg- þeir dauðu urðu að þramma yfir fjöll, gegnum skóga og eftir djúpum og dimmum dölum. Hliðið að þess- um vegi viröist hafa verið kol- dimmur hellir, þar sem á verði var geigvæniegur hundur, Garm- ur að nafni, og var bringa hans löðrandi i blóði. Nálægt neðri enda helvegar var landamæra- fljót dauðrarikis, áin Gjöll (ýlfr- andi), og varð að fara yfir hana á Gjallarbrú. Yfir brúnni var þak úr logandi gulli og gætti hennar dularfull mær, Móðgunnur að nafni. Nokkrum spöl lengra var sjálft hlið undirheima, Helgrind- ur, og handan þess höll hinna dauðu, þar sem Hel var æöstráð- andi. Enda þótt riki Heljar sé ekki lýst mjög greinilega i heimildum, þá hefur Snorri Sturluson látið okkur eftir lýsingu á Hel sjálfri, þar sem ekkert er dregið undan. Hel var alsystir þeirra Fenrisúlfs og Miðgarðsorms, eitt skrimsla þeirra er Loki gat viö gýginni Angurboðu. Aö sögn Snorra leit Hel út eins og rotnandi lik, var hálf blá eða svört og að hálfu leyti með eðlilegan holdslit. „(1 Nifl- heimi á hún) mikla bólstaði, og eru garðar hennar forkunnarháir og grindur stórar. Éljúðnir (slyddukaldur) heitir salur henn- ar, Hungur diskur hennar, Sultur hnifur hennar, Ganglati þræll Ganglöt ambátt, Fallandaforaö þröskuldur, er inn gengur, Kör sæng, Blikjandaböl ársali (rekkjutjöld) hennar.” Tvennskonar líf eftir dauðann Þegar Óðinsdýrkun efldist, var greinarmunur gerður á mikils- háttar mönnum, sem féllu á vig- velli og fóru þaðan til Valhallar i úrvalslið Óðins, og óvirðulegra fólki, sem dó á sóttarsæng og var framselt Hel. í Ragnarökum var gert ráð fyrir þvi að-kappar Óðins berðust með goðunum, en þeir dauöu i riki Heljar gegn þeim. Einnig er gefið i skyn að i riki Heljar hafi verið sérstakur staður til refsingar vondum mönnum, sérstaklega þeim, sem gerst höfðu sekir um andstyggilegustu syndirnar, sem hugsanlegar voru samkvæmt siðareglum norður- og morðvarga og þann er annars glepur eyrarúnu (eiginkonu). Þessi lýsing á vistinni hjá Hel er oft talin merki um kristin áhrif á hugsunarhátt vikinga, og má vel vera að svo sé. Upprunalega virðist orðið Hel hafa merkt eitt- hvað svipað og „felustaður,” gröfin með öðrum orðum sagt. Þvi fór fjarri að sjónarmið norðurlandamanna um dauða, gröf og lifið hinumegin væru öll á eina lund. Yfirleitt var þvi trúað að lifið héldi áfram eftir dauðann i einu eða ööru formi og að þeir látnu stæðu áfram i sambandi við hina lifandi, en margar og mismunandi skoðanir voru uppi um það, hvernig lifið eftir dauð- ann raunverulega væri. Til ein- földunar mætti flokka þessi mis- Skrimslí toruma heiminum i Ragnarökum. Þetta skrimsli sem glennir upp ginið og er hiö ófrýnilegasta, var haft til að skreyta einn sleöanna i Asubergsskipinu (Noregur, 1904). Gegn þesskonar óvin- um voru jafnvel sjálf goðin máttvana, um það er lauk. (Þessi mynd er úr kaflanum Tómið mikla. Aörar myndir eru úr viðkomandi kafla). landamanna, en þær voru eiðrof og launmorð. t Völuspá stendur: Sal sá hún standa sólu fjarri Náströndu á, norður horfa dyr. Féllu eiturdropar inn um ljóra (glugga), sá er undinn (fléttaður) salur orma hryggjum. Sá hún þar vaða þunga strauma - menn meinsvara (eiðrofa) munandi viðhorf i stórum drátt- um i tvennt. 1 fyrsta lagi viðhorf i þá átt, að þeir látnu lifðu áfram i gröfinni sjálfri, og i öðru lagi að þeir létu þar ekki staðar numið, heldur færu lengra. Helskórnir Siðarnefnda viðhorfinu er skýrt og greinilega lýst i goðsögnunum um Asgarð og það sýnt á tákn- rænan hátt með leiðangri Hermóðs hins hvata til Heljar, þegar hann reynir að fá Baldur lausan, og ferð Óðins á sömu slóð- Langir steindrönglar.sem reistir hafa veriö upp á endann, afmarka vikingagrafreit, sem er eins og skip i laginu. Grafreitur þessi er f Blomsholm i Bohúsléni i Sviþjóð. ir i þekkingarleit um framtiðina. Þótt Hermóður hefði til reiðar yfirnáttúrlegan og fleygan fák eins og Sleipni, tók feröin hann niu daga og niu nætur. Þeir látnu hafa væntanlega verið miklu lengurá leiðinni, nema þvi aöeins að óðinn hefði útvaliö þá til Val- hallar og að valkyrjurnar sæu þeim fyrir farkosti þangað. Þeir látnu voru lagðir i hauga og með þeim matvæli, gagnlegir hlutir allskonar og skrautmunir: vopn, persónulegir munir, skart- gripir, peningar, jafnvel land- búnaðarverkfæri. Þetta var gert bæði i þeim tilgangi að létta undir með þeim látnu i ferð þeirra til undirheima og að sjá til þess að þeir gætu haldið þar hliðstæðri virðingu og þeim hafði hlotnast hérnamegin. Eflaust var einnig verið að hafa áhrif á nábúa i þess- um heimi með þvi að auglýsa við jarðarförina rikidæmi hins látna. Sá siður að grafa hesta og jafnvel hunda með þeim látnu getur einn- ig hafa haft tvennskonar tilgang. Oðrum þræði hafa þær fórnir trú- lega verið til þess að sýna goðun- um hollustu og hinum að sjá þeim látna fyrir farkosti og fylgd á hel- vegi. í einni Islendingasagnanna frá þrettándu öld, Gisla sögu Súrs- sonar, er lýst jarðarför Vésteins nokkurs, sem hafði verið laun- myrtur. Voru þá sérstakir skór, helskór kallaðir, bundnir á fætur hinum látna fyrir gönguna löngu til undirheima. Hvergi er annars- staðar minnst á helskó i þeim rit- uðum heimildum, er varðveist hafa, og frásögnin virðist einung- is hafa verið færð i letur vegna allsérstæðra kringumstæðna, sem fyrir hendi voru við jarðarför Vésteins. Þorgrimur, maður sá er batt helskóna á Véstein, hafði sjálfur launmyrt hann, og sögu- hetjan, Gisli Súrsson, hefndi sið- an Vésteins og launmyrti Þor- grim. Þorgrimur var lagður i haug i skipi, og minntist Gisli þá hegðunar hans, er hann batt hel- skóna á Véstein, og lét hliðstæð viðbrögð á móti koma. Við greftr- un Vésteins hafði morðinginn sagt: „Eigi kann ég helskó að binda, ef þessir losna.” Viö greftrun Þorgrims skellti Gisli gríðarmiklum steini i bátinn til þess að festa hann og sagði um leið: „Eigikannég skipaðfesta, ef þetta tekur veður upp.” Óneitanlega má það undarlegt heita að festa bátinn i gröfinni, þar eð gera verður ráð fyrir að á fyrri timum hafi átt að ferðast á heygðum skipum til undirheima. En fleiri eru dæmi sliks: hið tigu- lega Asubergsskip, sem grafið var úr haug i Noregi 1904 og gert er ráð fyrir að hafi verið gröf þar- lendrar drottningar á niundu öld, hafði verið njörvað niður með kaðli, sem brugðið hafði verið um feiknastóran stein i hauginum. Hundruð skipa hafa fundist i, haugum i skandinaviskum lönd- um (þar af fimm á Islandi, til staðfestingar endurminningum um þessháttar greftranir á strjálingi um tslendingasögurn- ar). Sumir bátanna höfðu veriö lagðir i grafirnar á hvolf, i öðrum tilfellum voru alls engir bátar grafnir, heldur steinaröð i likingu við skip höfð á gröfinni og látin tákna það. Hér hefur hugmyndin um ferðina til annars heims, sem svo eftirminnilega er lýst með frásögninni af jarðarför Baldurs, orðið að þoka fyrir óskýrari hug- tökum um skipið sem fylgju dauðans og ef til vill einnig tákn

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.