Vísir - 30.10.1977, Blaðsíða 15

Vísir - 30.10.1977, Blaðsíða 15
V ISIR Sunnudagur 30. október 1977 15 endurfæðingar. Fornminjunum og skráðum heimildum ber sjald- an fyllilega saman. Meö eftirlætiskonuna í gröfina A bókum er einnig gefið i skyn að þeir látnu kynnu að hafa þörf fyrir félagsskap manna i gröfinni. í Landnámu islendinga er sagt svo frá að einn fyrstu landnáms- mannanna, Asmundur Atlason, hafi verið heygður (lagður i haug) i skipi og þræll hans látinn fylgja honum i gröfina. En nokkru siðar heyrðist Asmundur kveða visu i haugnum, og var mergurinn málsins sá, að honum leiddist þrællinn og vildi heldur vera einn. Var haugurinn þá opn- aður og lik þrælsins tekið þaðan. Hefur A'smundúr þá væntánlega orðið ánægður, eða að minnsta kosti lét hann ekki frekar i sér heyra. Ibn Rústa, arabiskur ferða- langur sem heimsótti nýbyggðir skandinava við Volgu á fyrri hluta tiundu aldar, skrifar: „Þegar einhver höfðingja þeirra deyr, þá taka þeir gröf, sem minnir á stórt hús, og leggja hann i hana. Hjá honum leggja þeir klæði hans og gullarmbönd, þau er hann bar i lifanda lifi, og einnig mikinn mat, drykkjarker og slegna mynt. Þeir leggja auk þess eftirlætiskonu hans i gröfina hjá honum, og er hún lögð þar lifandi; siðan er dysinni lokað og hún deyr þar." A þó nokkrum stöðum, þar sem grafið hefur verið eftir fornminj- um, hafa fundist merki þess að mönnum hafi verið fórnað til fylgdar þeim látnu. Drottningin i Asubergsskipinu hafði hjá sér unga ambátt, og dæmi um svipað hafa fundist i Sviþjóð og á Mön. Ibn Fadlan, annar arabiskur ferðalangur i Rússlandi, var við jarðarför hjá vikingum við Volgu árið 922 og eftir hann liggur ljós- lifandi lýsing á helgisiðum þeim, er þar var farið eftir: „Mér var sagt að þegar höfð- ingjar þeirra létust, væri eitt af þvi, sem gert væri við þá að sið- ustu, að brenna lik þeirra... Þegar höfðingi deyr, spyr fjöl- skylda hans ambáttir hans og þræla: „Hverjir vilja deyja með honum?" Svo svarar ein ambátt- in: „Það vil ég." Þegar hún hefur einu sinni svarað þannig, getur hún ekki afturkallað ákvörðun sina. Það eru einkum ambáttir, sem samþykkja þetta... (Þegar stúlka hefur boðið sig fram, eins og gerðist i þetta sinn,) eru tvær ambattir settar til þess Haugfé vikinga — Venjulegt var að leggja i grafirnar með þeim þá persónulega eignar- muni, sem þeim höfðu verið kærastir i lifandi lil'i, svo og ýmsa þá hluti, sem mættu verða þeim að gagni I ferðinni til ann- ars heims. Vikingurinn vildi geta haldið sig sæmilega i heim- inum handan grafar. A þessari mynd er silfurhringur frá Hornelund I Danmörku, gerður á tíundu öld. Hringur þessi er vottur um iðnlist vikinga, eins og hún varð best. í þeim stfl er mikið um bugður og öldur. að gæta hennar, hvert sem hún fer, og þær þvo jafnvel fætur hennar eigin höndum. Siðan fóru þær að búa i haginn fyrir þann látna, sniðu klæði hans og gerðu allt, sem gera þurfti, en ambáttin drakk og söng dag hvern og var glöð og hamingjusöm. Engill dauöans Þegar upp rann sá dagur, er gerð skyldi bálför hins látna og ambáttar hans, fór ég til fljótsins, þar sem skip hans lá. Það hafði verið dregið á land upp og reknir niður i kringum það fjóríí staurar úr birkí og ó'ðrum viði, til þess að halda þvi á réttum kili. Umhverfis það sýndust mér vera stórar hrúgur af viði... Likið lá enn i gröfinni, og höfðu þeir ennþá ekki tekið það þaðan. Siðan komu þeir með likbörur, sem voru sett- ar i skipið, og breiddu á þær býs- önsk glitvefnaðar tjöld, rósuð, og röðuðu á þær sessum og hægínd- um úr býsönskum rósaglitvef. Þá kom gömul kona, sem þeir kölluðu engil dauðans, og breiddi úr tjöldunum á likbörunum. Hún er ábyrg fyrir þvi að smyrja likið og búa það til hinstu hvilu og það er hún, sem drepur stúlkuna. Þessi sem ég sá var kraftalega byggð 'og harðneskjuleg. Þegar þeir komu til grafarinnar, mok- uðu þeir upp úr henni moldinni... Alls enginn rotnunarþefur var af likinu og það var óbreytt með öllu nema hörundsliturinn. Siðan klæddu þeir hann i nærbrók og buxur, stigvél og kyrtil og lögðu yfir hann glitvefnaðarmöttul með gylltum hnöppum. A höfuð honum settu þeir húfu úr glitvefnaði og safala. Þeir báru hann inn i tjald, sem reist hafði verið i skipinu, lögðu hann þar á glitvefnaðarvoð- irnar og létu hann hvila sem þægilegast á hægindunum. Siðan komu þeir með nabid (sem er örvandi drykkur), ávexti og ilm- andi jurtir og lögðu þetta hjá hóri-' um. Næst komu þeir með brauð, kjöt og láuka og hentu þessu niður við hlið honum. Þvi næst tóku þeir tvo hesta, létu þá hlaupa uns þeir svitnuðu, hjuggu þá siðan i stykki með sverði og hentu kjötstykkj- unum um borð i skipið. Siðan komu þeir með tvær kýr, sem þeir einnig hjuggu i stykki og hentu þeim um borð i skipið. Ambáttin, sem óskað hafði þess að verða drepin, gekk frá einu tjaldi til annars og karlmaðurinn i hverju tjaldi hafði samræði við hana og sagði: „Seg húsbónda þinum að ég hafi gert þetta af kærleika til hans." Samfarir fyrir < dauöann Þetta var sfðdegis á föstudegi, og þeir fóru með ambáttina að einhverju, sem minnti á dyraum- gerð. Siðan létu menn hana stiga á löi'a þeim og hófu hana upp, þann- ig aö hún var yfir dyraumgerð- inni, og sagði hún þá eitthvað (þetta var gert þrivegis).... Siöan fengu þeir henni kjúkling og hún sneið af honum höfuðið og fleygði þvi. Þá tóku þeir hænuna og hentu henni um borð i skipið. Nú spurði ég, hvaðhún hefði verið að gera, og túlkurinn minn svaraði: „1 fyrsta skiptið, sem þeir hófu hana upp, sagði hún: „Sjá, ég sé móður mina og föður," i ann- að sinn sagði hún: „Sjá, ég sé hvar allir látnir ættingj- ar minir sitja saman," og i þriðja skiptið sagði hún: „Sjá, ég sé húsbónda minn sitja i paradis og paradis er yndisfögur og iðja- græn, og hjá honum eru karlmenn og ungir drengir. Hann kallaði til min; leyfið mér þvi að fara til hans." Siðan fóru þeir með hana til skipsins. Hún tók þá af sér tvö armbönd, sem hún hafði borið, og fékk þau konunni, sem kölluð var engill dauðans og átti að drepa hana. Ihin tók einnig af sér tvo öklahringa og gaf þá stúlkunum tveimur, sem höfðu þjónað henni, og eru dætur konunnar, sem köll- uð er engill dauðans. Sioan var farið meö hana til skipsins, en henni ekki ennþá leyft að fara inn i tjaldið. Þá komu menn með skildi og stafi, og fengu þeir henni bikar af nabid. Hún söng yfir bik- arnum og tæmdi hann. Túlkurinn sagði við mig: „Nú kveður hún vini sina." Þá var henni fenginn annar bikar. Hún tók við honum og söng nú lengi, en gamla konan hvatti hana til þess að drekka fljótt úr bikarnum og fara inn i tjaldið til húsbónda sins. Þegar ég leit á hana, sýndist mér hún rugl- uð og ráðvillt; hun ætlaði inn i tjaldið en hitti ekki á dyrnar, svo að gamla konan tók i hönd henni, ýtti henni inn i tjaldið og fór inn með henni. Mennirnir tóku þá til við að'berja með stöfunum á skildina, svo að óp ambáttar- innar skyldu ekki heyrast, þvi að ef þau heyrðust var hætta á þvi að hann skal sitja i öndvegi gegnt föður sinum." Dularfull mynd á skál eða bolla fíá nlundu öld, sem fannst I haugi I Vestur-Noregi. í skálinni voru skjaldarbólur sem sennilega hafa staðist eldinn þegar skipið, sem hinn framliðni var heygður i, var brennt á staðnum. Still myndarinnar er mjög keltneskur, svo að hún hefur að likindum verið gerð á trlandi. hinar stúlkurnar yrðu hræddar og myndu ekki bjóðast til þess að deyja með húsbændum sinum. Þá fóru sex menn inn i tjaldið og höfðu allir samræði við stúlkuna; siðan lögðu þeir hana við hlið hins látna húsbónda hennar, tveir héldu fótum hennar tveir hönd- um, og gamla konan, sem kölluð er engill dauðans, brá um háls henni snöru og fékk endana tvo tveimur mannanna, er stóðu sinn hvorumegin við stúlkuna. Siðan kom gamla konan með rýting með breiðu blaði og rak hann hvað eftir annað inn á milli rifja stúlkunni, en mennirnir tveir hertu snöruna að hálsi henni uns hún gaf upp öndina. Siðan kom til nánasti ættingi hins látna. Hann tók viðarbút og kveikti i honum. Siðan gekk hann aftur á bak að skipinu, sneri and- litinu að fólkinu og hélt á kyndlin- um i annarri hendi, en lagði lófa hinnar handarinnar á bakhluta sér. Hann var nakinn. Þannig var eldi slegið i viðinn, sem lagður hafði verið undir skipið, eftir að þeir höfðu lagt ambáttina, sem þeir höfðu drepið, við hlið hús- bónda hennar. (Einn mannanna sagði við mig:) „Þið arabar eruð menn heimskir." „Hvernig þa?" spurði ég, og hann svaraði: „Nú, þið grafið i jörðu þá, sem þið unn- ið og heiðrið mest, svo að þeir verða ormunum og moldinni að bráð. En við brennum þá á einu augabragði, svo að i sömu svipan eru þeir komnir til paradisar." Fjalliö í Eyrbyggju I þessari frásögn af bálför, sem Ibn Fadlan lýsir á svo ljóslifandi hátt, kemur við sögu margt, sem ekki þekkist ur norrænum heim- ildum, þar á meðal konan sem kölluö var engill dauðans. Háls- höggni kjúklingurinn minnir hinsvegar tælandi á ferð Hadd- ings kappa til undirheima. 1 þeirri ferð hjó yfirnáttúrleg kven- vera, sem Haddingur hafði sér til leiðsagnar, hausinn af hana og henti hausnum innyfir landa- mæravegg Heljar. Um þetta leyti kunna skandinavar I Rússlandi að hafa verið farnir að taka upp erlenda siði að einhverju leyti, en i ofangreindri frásögn má engu að siður finna hliðstæður, svo ekki verður um villst, við helgisiði Óðinsdýrkenda, sem vikið er að i fornnorrænum ritum. Sérstak- lega á þetta við um stúlkuna, sem fórnað er táknrænt með þvi að kyrkja hana og stinga samtimis. Gert var ráð fyrir þvi að skandinaviski höfðinginn, sem brenndur var við Volgu, færi til Paradisar „á einu augabragði." Sumir höfðingjar áttu ekki langt að fara til sinnar paradisar; þvi var trúað að þeir byggju i helgum fjöllum með ættmennum sinum, það er að segja i einskonar einka- valhöll fjölskyldunnar. Ahuga- verðasta dæmið um þetta kemur fyrir i Eyrbyggja sögu hinni islensku frá þvi á þrettándu öld, en höfundur hennar hefur haft skarpan, fornfræðilegan áhuga á gömlum helgisiðum úr heiðni. Þegar Þorsteinn þorskabitur, sonur eins fyrstu landnámsmann- anna og nkal'ur Þórsdýrkandi, drukknaði i fiskiróðri árið 938, sá sauðamaður hans einstaka sýn, er hann leit i áttina til Helgafells: ,,... hann sá, að fjallið laukst upp norðan; hann sá inn i fjallið elda stóra og heyrði þangað mikinn glaum og hornaskvöl, og er hann hlýddi, ef hann næmi nokkur orðaskil, heyrði hann, að þar var heilsað Þorsteini þorskabit og förunautum hans og mælt, að Framliönir í slagsmálum Hugmyndin um að fólk úr ákveðnum ættum og fjölskyldum „deyi i fjöll" kemur ekki oft fyrir í rituðum heimildum, svo að hún er sennilega heldur seint tilkomin. 1 tslendingasögum eru frásagn- irnar af þéim látnu næsta oft heldur veraldlegar og bóndalegar i eðli sinu. Þegar einhver dó, var fyrsta verkið að loka nösum hans og munni, og stundum augum; veita honum nábjargir, eins og. kallað var. En jafnvel i þessum sögnum þýðir dauðinn ekki endi- lega að öllu lifi sé lokið. Hinn látni lifði áfram i gröfinni, eins og Gunnar á Hliðarenda i Njálu, sem kvað visur i haugi sinum. Þeir látnu gátu áfram haft áhrií' meðal þeirra lifandi, löngu eftir að þeir höfðu verið jarðaðir, og höfðu það oft. Einn þrjótanna i Laxdæla sögu.Viga-Hrappur baðst þess að verða grafinn uppréttur undir eldhúsþröskuldi bæjar sins, svo að hann gæti fylgst þeim mun betur með gangi mála á heimili sinu, enda lét hann þau enn ó- þyrmilegar til sin taka eftir dauð- ann en fyrr. „En svo illur sem hann var viðureignar, þá er hann lifði, þá jók nú miklu við, er hann var daúður, þvi að hann gekk mjög aftur. Svo segja menn, að hann deyddi flest hjón (hjú) sin i afturgöngunni. Hann gerði mik- inn ómaka þeim flestum, er i nánd bjuggu...." Dauöir menn, sem þannig gengu aftur og voru þvi i senn látnir og lifandi, voru oft mjög hneigðir til ofbeldis og risu upp úr gröfum sinum til þess að beita þá lifandi ógnum, enda varð margur kappinn i forn- mannasögum frægur af þvi að berjast við drauga og gera þá óskaðlega. Mikillar varkárni varð að gæta i meðferð liks af manni, sem ætla mátti að gæti reynst erfiður viðfangs eftir dauðann; stundum var rifið op einhversstaðar á vegg Ibúðar- hússins og likið tekið þar út um, svo að sá lálni skyldi ekki rata á dyrnar, ef hann tækiupp á þvi að ganga aftur og leita til bæjar. Þvi fór f jarri að við dauðann drægi af þeim, sem á annað borð fóru á ról andaðir; þvert á móti urðu hrottalegir likamsburðir þeirra ög illvilji ennþá meiri en verið hafði i lifanda lifi. Oft varð að grafa þá upp og jarða þá annars- staðar eða jafnvel brenna þá, til þess að draugaganginum linnti. En jafnvel eftir það gat svo farið, að eimdi eftir af skaðvænum áhrifum drauganna svo kynslóð- um skipti, ibúum hlutaðeigandi sveita eða bæja til leiðinda og tjóns. Slikar sögur ber fremur að flokka með þjóðsögum en goða- fræði. Mikilfengleg viðhöfn Asgarðs og hástéttarleg fágun Óöinsdýrkunarinnar er hvergi nærri i draugasögunum, en þær hafa sitt trausta gildi engu að sið- ur. t þeim koma fram blátt áfram og óhefluð viðbrögð smábænd- anna, sem að visu höfðu Þór og Frey ef til vill I hávegum sem guði en treystu þó fyrst og fremst á eigin mátt og megin i átökunum við leyndardóma náttúrunnar og iskyggileg öfl höfuöskepnanna. OIL OF ' ULAY Oilofulay viöheldur eólilegum raka húöarinnar Þú verðursjálf aðreyna Oilof Ulay tilað sannfærast um árangurinn. Kauptu glas strax i dag í apóteki eða snyrtivöruverslun! STANDBERCHF Simar 25335-16462

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.