Vísir - 18.11.1977, Side 11

Vísir - 18.11.1977, Side 11
vism Föstudagur 18. nóvember 1977 Börn á aldrinum 6 til 70 ára geta farið í Képavog og stytt skamm- degið í leikhúsi Jewgeni Schwarz var einn þeirra sovéskra listamanna sem JósepStalIn kunni manna best aö meta. Hann mat þetta ævintýra- skáld meira aö segja svo mikils að hann bannaði fólki að sjá leik- ritin hans, og einhvers staöar hef ég heyrt að Schwarz hafi fengið húsnæði i fangelsi, en þar hýsti Stalín einmitt bestu listamenn sina. — Sé nú tekið mið af þeim tveim leikritum Schwarz sem hér hafa verið sýnd nýlega (Drekinn I varpið bregst yngstu kynslóðinni endanlega og bióhúsin bjóða ekki annað en ómerkilegan hasar handa sömu kynslóð, þá langar mann til að húrra sérstaklega fyrir Leikfélagi Kópavogs, sem frumsýndi barnaleikrit um helg- ina. Og ekki dregur það Ur ánægj- unni að sýningin skuli vera bæði vönduð og skemmtileg. Leiktelag Kopavogs sýnir i Kópavogsbiói: Snædrottningin eftir JewgeniSchwarz. Byggt á samnefndu ævintýri H.C. Andersens. Leikstjórn: Þórunn Sigurðardóttir. Leikmynd og búningar: Þórunn Sigriður Þor- grimsdóttir. Tónlist og leikhljóð: Gunnar Reynir Sveins- son. Þegar skammdegið fer yfir með umhleypingum og veður gerast misgóð til útivistar, þegar sjón- menntask. við Hamrahlið 1976 og Snædrottningin) þá verður mat einrasðisherrans reyndar býsna skiljanlegt. Þvi að Schwarz hefur greinilega haft óvenjulegt lag á að gera ævintýrin hættuleg, skapa þeim félagslegt ádeiluhlut- verk og nota sakleysislegt ævin- týraformið til að lesa mönnum pistilinn. Útkoman verður þannig sú i þessu dæmi, að dulspekilegt ævintýri Andersens um töfra- spegil Satans verður hvassyrt ádeila á kapitaliskan hugsunar- hátt fullorðinna — og á trú þeirra á ofbeldi. Timi ævintýrsins er ekki lengur óskilgreind fortið heldur náin nútið (sbr. lika at- hugasemdir A.B. i leikskrá). Þórunn Siguröardóttir og Þór- unn Sigriður Þorgrimsddttir bera vanda sviðsetningarinnar á sin- um herðum. Þórunn Sigurðar- dóttir hafði áöur fengist við Drek- ann með nemendum I Hamrahlið. Hér er viðfangsefniö að sumu leyti einfaldara, og skilningur fyrir börn geti ekki lengur gegnt sama hlútverki og fyrir 20-30 ár- um. Þá hafi Iburðurinn hrifið börnsemáttuöðruað venjast. En nú hafi auglýsingatækni og sjón- varp haft sin áhrif — og þar með hljóti leið leikhússins að liggja aftur til einfaldleikans. Þetta virðist vera hárrétt athugað, og hvita og svarta sviðið I Kópavogi staðfesti það. Þórunn Sigriður hefur liká átt sinn þátt i þýðingu leikritsins, ásamt Jórunni Sigurðardóttur, og þar hafa þær greinilega haft sömu stefnu og Schwarz: Að leggja áherslu á nútiðina. Splunkunýtt talmál skýtur þannig öðru hvoru upp kollinum og hnippir i áhorfendur: Þetta er að gerast núna. Setningin „Ég verð alltaf svo stressuð þegar ég þarf að flýta mér!” væri t.d. óhugs- andi í munni þeirrar Helgu sem við lásum um hjá Andersen, en fær markaðan tilgang á sviðinu — enda greinilegt að áhorfendur skildu hann og kunnu að meta. hennar traustur. Hún hefur lika greinilega haft aðstoö sem er betri en engin I verki nöfnu sinn- ar, Þórunnar Sigriðar. Leiksviðið I Snædrottningunni mun vera frumraun hennar eftir nám I leik- myndasmiö á erlendri grund. Og leikmyndin sú ber höfundi gott vitni og gefur miklar vonir. Þær nöfnur vekja reyndar athygli á þvi i leikskrá að skrautsýningar En það er ekki nóg að fá góðan stjórnanda og góöan leikmynda- smið.þóttbáðirséu nauðsynlegir. Þegar öllu er á botninn hvolft skipta náttúrlega leikararnir mestu. Fyrir sýningu eins og þessa er það stóri vinningurinn I happdrættinu aö fá til liðs Sól- veigu Halldórsdóttur, sviðsvana og örugga leikkonu sem getur leikiö barn á eins hrifandi og 11 Heimir Pálsson skrifar um sýningu Leikfélags Kópavogs á Snædrottn- ingunni eftir Jewgeni Schwarz. sannfærandi hátt og hér veröur raun á. En hún fær lika stuöning margra. Sérstakrar umgetningar veröireruþeirViðar Eggertsson I hlutverki sögumanns og Leifur ívarsson i hlutverki verslunar- fulltrúans. Ég hef sjaldan séð holdtekju kapitalismans lukkast eins vel og þar! Framsögn allra leikaranna, jafnt barna sem fullorðinna á lof skilið. Og leikhljóð Gunnars Reynis Sveinssonar féllu afar vel að efni. Lagið sem hann hefur gert við vlsur Æra-Tobba heföi ég viljaö fá á nótum i leikskrá. — Og vel á minnst: Það er frábærlega til fundið að leyfa Æra-Tobba aö koma með þarna. Tæknileg mistök I upphafi frumsýningar þreyttu unga leik- hússgesti, en þrátt fyrir það hélst athygli þeirra og áhugi til loka. Og þaö er áreiðanlega óhætt að hvetja öll börn á aldrinum 6-70 ára tiíað fara i Kópavog og stytta skammdegið I leikhúsi þar sem lika er hægt aö læra alvarlega og mikilvæga lexiu um tilveruna og hvað þar skiptir mestu. HP IENN EÐA LOBBIISTAR svo farið, að sá sem fékk ungur úthlutað iðnaði verði aldrei iðnaðarráðherra, en sá sem fékk úthlutað erindrekstri fyrir verzlunina verði sjávarútvegs- ráðherra. Siðferðistilfinning lobbi- ista Menn geta komizt á þing meö ýmsu móti. Þeir geta verið studd- ir af iþróttafélögum, kvenfélög- um, samvinnufélögum og stéttar- samböndum. Að visu fer áhrifa slikra hópa ekki verulega að gæta fyrr en prófkjör verða almenn regla um ákvöröun um val á frambjóöendum. Ahugamanna- hópar geta lika verið þýðingar- miklir við slika ákvarðanatöku, og ræður þá mestu að tilvonandi frambjóðandi þyki liklegur til aö hegða sér þannig á þingi, að það falli fyrrgreindum áhugamönn- um I geö. Uppruninn og rótin að sliku úr- vali frambjóðenda felur i sér ákveðinn grunn fyrir viðfangs- efnin þegar á þing er komiö, þannig að þingmaðurinn getur bókstaflega talið sér siöferðilega skylt að gerast málsvari ein- stakra áhrifahópa I þjóðfélaginu. Gallinn er bara sá að lobbiistinn hefur nákvæmlega sömu siö- ferðislegu skyldutilfinninguna gagnvartþeim sem greiða honum launin fyrir áhrifarik störf I hliðargöngum. Háttvirtur fyrsti þing- maður SÍS Kosningabarátta hefur sterkan keim af þvi básakerfi, sem notað er i þingflokkunum hvað snertir skiptingu þingmanna niður á at- vinnugreinar. Fyrir hverjar kosningar kemur málefnarunan i blöðum flokkanna, eins og til að ( undirstrika aö viðkomandi flokk-! ur berjist alveg sérstaklega fyrir iðnaði, verzlun, sjávarútvegi og landbúnaöi. Margar meiningar eru á lofti, en þó eiga öll þessi flokkslegu boð það sameiginlegt að freista að gera kjósandanum skiljanlegt, að hann einn flokka Indriði G. Þorsteinsson segir, að það sé ein- kenni á því andrúmi, sem lobbiistarnir is- lensku hafa í kringum sig, að vel flest mál er til þeirra kasta komi á Alþingi snerti með ein- um eða öðrum hætti f jármunafyrirgreiðslu alveg eins og þjóð- félagiö sé ekki annað en einn stór peninga- kassi handa sextíu manns að deila úr. láti sig atvinnuvegina einhverju skipta. Þingmannsefni sem elst upp i þessu andrúmsloftifinnst ekki til- tökumál að taka að sér hlutverk lobbiistans, þegar hann hefur verið kosinn á þing. Þess vegna mundi engum tffiindum sæta þótt upp kæmu þær kringumstæður I umræðum á þingi, að forseti gæti alveg eins sagt: háttvirtur fyrsti þingmaður SIS hefur lokið máli sinu, eins og að nefna hann hátt- virtan þingmann sins kjördæmis. Eða: Nú tekur háttvirtur þing- maður stéttarigsins til máls. Eða: Háttvirtur þingmaður verzlunarráðsins hefur lokiö máli sinu. Ómögulegt að færa um- ræðuna á hærra plan Það er raun að þvi að sjá fjöl- marga þingmenn standa i mála- vafstrii þingsal, sem hvað efni og inntak snertir mundi flokkast undir lobbiisma annars staðar. Þótt þingmenn sjálfir finni fyrir þessu og almenningur i landinu tali um dvinandi virðingu Al- þingis, virðist svo komið að ómögulegt sé að færa umræðuna á hærra plan, gera hana að ágreiningi um grundvallaratriði og rökræöu um stefnumál. Einu mennirnir, sem hafa aö- stöðu til að losna undan þessu fargi smámunanna eru þeir þing- menn, sem hverju sinni sitja i ráðherrastólum, og þá kannski mest vegna þess að þeim er af þingflokkunum bert að hafa meira yfirlit og eru ekki bundnir af viöfangsefni samkvæmt út- hlutun. Þessar gangandi rauða kross stassjónir 1 Utlu þjóöfélagi situr fyrir- greiðslan mjög i fyrirrúmi, enda hefur oft komið i ljós að þyngd þingmanna er metin að nokkru eftir þvi hvað þeir eru duglegir að hjálpa einstaklingum. Þessar gangandi rauða kross stassjónir eru elskaðar og virtar af miklum fjölda kjósenda, og margar þeirra hafa á liðnum tima orðið einskonar máttarstoðir flokka- starfseminnar. Þetta fyrir- greiðslumat þingmanna veröur aö lokum svo inngróið, að þeir telja hjálpsemina æðstu skyldu sina. Þekktur stjórnmálamaður hafði einu sinni þau orð um ágæt- an athafnamann, að hann væri nú ekki mikill bógur, þar sem hann heföi aldrei haft viðburði' til aö leita til sin um fyrirgreiöslu. Auð- vitaö er hjálpsemin og fyrir-' greiðslan góðra gjalda verð, enda stunduö af kappi af þingmönnum. : En eðlilegra væri og hollara fyrir þjóðþingið, að þar sætu skörung- ar, sem eyddu tima sinum i heildarlausnir á vandamálum, sem snerta alla þjóðina, en þræddu ekki fótspor lobbiistanna svo ákaflega, að jafnvel einstakl- j ingarnir fá umbun. Þingmenn eru alltof reiðubúnir að gerast lobbiistar Nú getur þingmaður með réttu litið svo á aöþingsetan snúist ekki um annað frekar en einstaklinga og fyrirtæki. Þó verður vandi hvers einstaklings og hvers ein- staks fyrirtækis eöa samtaka varla leystur svo, að það kaili ekki á keðjuverkanir. Þessi stað- reynd hefur kannski leitt til þess annars staöar, að lobbiistarnir hafa ekki verið kjörnir á þing og þingmennirnir sendir heim. Lobbiistamir vita mæta vel fyrir hver ja þeir eiga að tala, og hvaöa árangri þeim er ætlað að ná. Þess vegna gæti það veriö mikil ein- földun málsins að fá þeim stjórnartaumana i hendur. Fyrirgreiðsla og úrlausnir handa einstökum atvinnugrein- um hafa alltaf tilhneigingu til að skekkja myndina. En það viröist ekki standa þingmönnum okkar fyrir þrifum. Þeir eru alltaf reiöubúnir að gerast lobbiistar fyrir einn eða annan atvinnuveg eftir þvi hvar þeir eru á vegi staddir, og alveg án tillits til áhrifanna, sem athafnasemi þeirra kann að hafa á aðra at- vinnuvegi og þjóðlifið i heild. Sama andrúmsloftið i þingsölum og vistarver- um lobbiistanna Auövitað finnast seint endan- legar lausnir á vandamálum sviptivindasams þjóðfélags, sem stendur auk þess i höröu stétta- striði út af skiptingu arðs eða skulda eftir þvi hvernig menn vilja meta þau mál. En vanda- málin yrðu áreiðanlega auöveld- ari viðfangs fengjust þingmenn til að taka upp þann hátt að lita á sig sem fuiltrúa allrar þjóðarinnar milli kosninga, en ekki iobbiista fyrir einstaklinga og stofnanir, sem þurfa aö græða meiri pen- inga. Þaö er nefnilega einkenni á þviandrúmi, sem lobbiistarnir is- lenzku hafa i kringum sig, að vel- flest mál, sem til þeirra kasta koma á Alþingi snerta með einum og öðrum hætti fjármunafyrir- greiðslu, alveg eins og þjóðfélagið sé ekki annað en einn stór pen- ingakassi handa sextiu manns að deila úr. Þaö er nákvæmlega sama and- rúm og rikir i vistarverum lobbi- istanna, sem getiö var um f upp- hafi þessa greinarkoms. Þeir taka um hanann á skammbyss- unni sé minnst á óaröbærar hug- sjónir, enda vilja Standard Oil og verkamannasamtökin ekkert af sliku vita, heldur ekki háttvirtir þingmenn SIS og landbúnaöarins, háttvirtir þingmenn stéttarlgsins oglaunastreitunnar eða talsmenn kaupmanna á Alþingi. IGÞ

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.