Vísir - 16.12.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 16.12.1977, Blaðsíða 10
10 VÍSIR utgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdarstjóri: Daviö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson (ábm) Olafur Ragnarsson Rítstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Umsjon meö Helgarblaði: Arni Þórarinsson. Frettastjori erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jonina AAichaelsdottir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jonsdottir, Sæmundur Guðvinsson. iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ljosmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guðjónsson. utlit 09 hönnun: Jon Oskar Hafsteinsson, AAagnus Olafsson. Auglysinga- og sölustjori: Pali Stefansson. Dreifingarstjori: Sigurður R. Petursson. Auglysingar og skrifstofur: Siðumula 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 8661 1. Ritstjorn: Siöumula 14. Simi 8661 1 (7 linur) Askriftargjald kr. 1500 a manuöi innanlands. Verö i lausasölu kr. 80 eintakiö. Prentun: Blaöaprent. Svolítil geggjun Menn halda áfram að skammast yfir verðbólgunni ár og sið án þess að nokkur önnur breyting sé sjáanleg en sú, að þessi efnahagslega meinsemd verður alvarlegri með ári hverju. Að visu er þetta almenn staðhæfing. Það kemur fyrir að verðbólgan hjaðnar um tíma, en þegar til lengri tíma er iitið má öllum Ijóst vera að stöðugt sígur á ógæfuhliðina. I hart nær f jóra áratugi hefur þjóðin í orði kveðnu bar- ist við verðbólgu, þó að hún haf i ekki komist á ringulreið- arstig fyrr en í byrjun þessa áratugs. Allan þennan tíma hafa stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök verið á móti veröbólgu. Það hefur engu breytt, og segja má að verðbólguvandinn aukist heldur eftir því sem yfirlýs- ingar þessara aðila um þetta efni eru harðorðari. Flestir hafa á reiðum höndum skýringar á verðbólg- unni. Stjórnmálamenn og hagsmunaforing jar vita orsakir hennar og hverjir beri ábyrgð á henni. Þegar stjórnrnálamenn eru ríkisstjórnarmegin í tilverunni liggja rætur verðbólgunnar i erlendum verðhækkunum og óhóflegum kauphækkunum. i stjórnarandstöðuhlut- verki sjá stjórnmálamenn verðbólguna í öðru Ijósi. Þá er það svonefnd verðbólgu- og gengisfellingarstefna ríkis- stjórnarinnar á hverjum tíma, sem veldur verðbólgunni. Allar ríkisstjórnir standa í því að fella gengi krón- unnar eða láta það siga. Röksemdafærsla stjórnarand- stöðunnar á hverjum tíma er því tiltölulega einföld. Verkaiýðshreyfingin hefur í flestum atriðum tileinkaö sér stjórnarandstöðuskýringuna á orsökum verðbólg- unnar og það nokkuð án tillits til þess, hverjir sitja i rikisstjórn. Helsta undantekningin eru svonefndir olíu- samningar opinberra starfsmanna. öllum þessum aðilum eru þó að meira eða minna leyti Ijóst, að þessar einföldu skýringar eru áróðursbrögð en ekki rökræða um efnahagsmál eða orsakir verðbólgu. Og áróðursbrögðin eru svo fjarri veruleikanum að þessi meinsemd gref ur sig því dýpra í ef nahagslíf ið sem þeim er beitt af meiri krafti. Með nokkrum sanni má segja að stjórnvöld beri ávallt ábyrgð á verðbólgu, þau eru til þess kjörin. En orsakir hennar geta verið margþættar og byggst á afstöðu allt annarra aðila en þeirra sem kjörnir eru til að stjórna þjóðfélaginu hverju sinni. Eðli verðbólgunnar er senni- lega það, að við kunnum ekki að setja okkur takmörk. Þegar launakröfur eru gerðar langt umfram það sem verðmætasköpunin leyfir er dæmið gert upp á þann hátt að minnka verðgildi hverrar krónu. Hagfræðingur Al- þýðusambandsins, hinn skýrasti maður, hefur nýlega haldið því fram að svigrúm til 70% kauphækkunar á þessu ári hafi aukist verulega því að þjóðartekjur hafi vaxið um 7% en ekki 5% eins og útlit var fyrir. Nú eru kauphækkanir út af.fyrir sig ekki aðalorsök verðbólgu. En siðustu kjaraákvarðanir lýsa þvi mjög vel, hversu litla grein við gerum okkur fyrir eigin tak- mörkunum. Þegar 7% aukning þjóðartekna er i ræðu virts og velmetins hagfræðings talin grundvöllur 70% launahækkana má segja með nokkrum sanni að efna- hagskerfiö byggi á smávegis geggjun, svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Og þessi geggjun er alls ekki bundin við aðila vinnu- markaðarins. Það eru ekki mörg ár síðan stjórnvöld freistuðu þess hvorstveggja í senn að auka ríkisumsvif og lækka skatta. Af leiðingin var vitaskuld sú að við urð- um að lifa á erlendum lánum. Tiu milljarðar króna sitja í dauðri f járfestingu við Kröflu. Og nú er verið að borga fiskframleiðendum úr Verðjöfnunarsjóði þegar verðlag erlendis er i hámarki. Sannleikurinn er sá að stjórnarf lokkar og stjórnarand- stöðuflokkar á hverjum tíma og hagsmunasamtök hafa sætt sig við að fá reikningsjöfnuð í dæmi, sem ekki gengur upp, með þvi að f jölga verðlausum krónum. Föstudagurinn 16. desember 1977 VÍSIR Fjórhagsáœtlun borgarinnar 14,4 milljarðar: Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri flytur ræðu sina um fjárhagsáætlunina á fundi borgarstjórnar. (Visism. JEG) árs eins og hún var afgreidd 9. ágúst i sumar. Frumvarp aö fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir áriö 1978 var tekiö til fyrri umræöu á fundi borgarstjórnar sem hófst kiukkan 17 i gær. í ræðu Birgis Isleifs Gunnars- sonar borgarstjóra kom fram aö útsvörin eru áætluð sjö milljaröar 438 milljónir sem eru hækkun um tæpa 2,2 milljarða króna eöa 41,4% frá áætlun þessa árs. Gert er ráö fyrir að notuö veröi heimild laga um 10% álag á útsvör eins og undanfarin ár. Aætlunin um út- svör byggist' aö ööru leyti á spá Þjóðhagsstofnunar um hækkun meðaltekna til skatts um 40% milli skattára 1977-1978. Annar stærsti tekjuliöur borgarinnar eru fasteignagjöldin sem eru áætluð 1.812 milijónir sem er hækkun um 469 milljónir eöa 34,9%. Aætlunin er miöuö viö aö heildarhækkun vegna endur- mats og framreiknings fasteigna- mats nemi sem næst 33% frá nú- gildandi mati. Af rekstrargjöldum borgarinn-- ar áriö 1978 gerir frumvarpiö ráö fyrir aö til félagsmála fari liölega 2,9 milljaröar, til gatnageröar 2,2 milljaröar og fræöslumála 2,2 milljarðar. AIls eru rekstrargjöld áætluð 10,8 miiljaröar og aö fært veröi á eignabreytingar 3,5 millj- aröar. útgjöld vaxa meira Heildartekjur borgarsjóös samkvæmt frumvarpi aö fjár- hagsáætlun fyrir næsta ár eru áætlaðar 14 milljaröar og 414 milljónir króna. Er þaö hækkun frá fjárhagsáætlun þessa árs um tæpa 4 miiljarða eöa 38,2%. Er þá miðað viö fjárhagsáætiun þessa Eftir að hafa rætt fjárhagsáætl- unina dró borgarstjóri i lokin fram helstu þætti hennar. Sagði borgarstjóri þá meðal annars: FRJAISHYGGJU/I Sigurður Linda I prófessor svarar gagn- rýni Jóns Steinars Gunnlaugssonar hdl. á Málfrelsissjóð. Þetta er fyrsta svargrein prófessors Sigurðar, önnur greinin birtist á morgun, laugardag, og súþriðjaámánudag. „Allt frá timum frönsku stjórn- arbyltingarinnar hefur skoðana- og tjáningafrelsi verið einn af hornsteinum þess lýðræðis, sem þjóðir um norðanverða Evrópu og Ameriku hafa hyllt og leitast við að festa i sessi. Réttarþróun i þessum efnum hefur mjög gengið i þá átt að rýmka málfrelsið I stjórnmálaumræðum. Samkvæmt stjórnarskrá Is- lands eiga þessi réttindi að vera tryggð fslendingum, en með framkvæmd gildandi lagaákvæða um meiðyrði er hætta á að þess- um réttindum verði í raun settar óæskilegar og ónauðsynlegar skorður. Tilefni þessa ávarps eru dómar þeir sem nýlega hafa verið kveðnir upp i Hæstarétti vegna ummæla sem fallið hafa i um- ræðu um hersetuna, eitt heitasta deilumál þjóðarinnar siðustu þrjá áratugi. Með þeim hefur mörgum einstaklingum verið gert að greiða háar fjárhæðir i máls- kostnað og miskabætur handa stefnendum. Undirritaðir telja nauðsynlegt, að tryggt verði fyllsta frelsi til umræðu um málefni, sem varða almannaheill og til óheftrar list- rænnar tjáningar. Meðan þetta frelsi er ekki ótvirætt tryggt, telj- um við höfuðnauðsyn að slá skjaldborg um málfrelsið og höf- um I þvi skyni ákveðið að beita okkur fyrir stofnun Málfrelsis- sjóðs. Málfrelsissjóði verður ætlað það hlutverk að standa straum af kostnaði og miskabótum vegna meiðyrðamála, þegar stjórn sjóðsins telur að með þeim séu ó- eðlilega heftar umræður um mál, sem hafa almenna samfélagslega eða menningarlega sklrskotun. Skorum við á Isiendinga að styrkja sjóðinn með fjárframlög- um”. Villandi útlegging I Vísisgrein sinni lýsir Jón Steinar upphafi sjóösins á þessa leið: „Þau tiðindi voru borin mönn- um fyrir fáum dögum, að 78 borgarar hefðu stofnað með sér félag um að standa straum af kostnaði og miskabótum, sem menn verði dæmdir af dómstólum landsins til að greiða i meiðyrða- málum. Segir i ávarpi borgar- anna 78 af þessu tilefni að ætlunin sé að stjórn félagsins meti, hvort með einstökum dómum „séu ó- eðlilegar heftar umræður um mál, sem hafa almenna samfé- lagslega eða menningarlega skirskotun.” Komist stjórnin að þeirri niðurstöðu að svo sé, mun félagið greiða dómskuldirnar.” í framhaldi af þessu vekur hann athygli á, að félagafrelsi sé varið i stjórnarskránni, þannig að menn eigi rétt til að stofna félög i sérhverjum löglegum tilgangi. Það ráðist hins vegar af gildandi lagareglum i landinu á hverjum tima, hvortþeim áskilnaði sé full- nægt. Sé það hlutverk dómstóla að skera úr og eigi þeir endanlegt úrskurðarvald. Siðan segir: „Hvorki stjórnvöld né almenn- ingur getur lagt til grundvallar að beiting dómstólanna á réttarregl- um sé röng.” Af þessu er svo dregin sú ályktun að tilgangur Málfrelsissjóðs sem hann kallar félag, gangi „þvert gegn framan- greindu grundvallaratriði, þar sem tilgangurinn er beinlinis sá að leiðrétta „rangar” niðurstöður dómstólanna. Það (félagið) til- einkar sér annan rétt en þann sem fram kemur i dómsniður- Jón Steinar Gunnlaugsson héraösdómslögmaöur hefur haft æriö þungar áhyggjur þessa dagana sakir þess, aö 78 menn, þar á mcöal undirritaöur, hafa stofnaö sjóö til aö „tryggt veröi fyllsta frelsi til uinræöu um málefni, sem varöa almannaheill, og tii óheftrar list- rænnar tjáningar”. Tclur liann I grein i VIsi 23. nóvember s.l. sam- tök þessi svo hættuleg gildandi rétti, aö fyllilega komi tii álita aö banna þau. Hér hlýtur mikiö aö liggja viö, þegar hvorttveggja er haft I huga aö félag mun ekki hafa veriö bannaö hér á landi (ekki svo aö mér sé kunnugt) frá þvi félagafrelsi var I lög leitt 1874 og ekki sjáanlegt aö höfundur sé að gera aö gamni sinu. — ööru nær: hann ræöir málið jöfnum höndunt af alvöruþunga landsíoöurins sem lögfræöingsins. Fjarri færi mér að láta þennan boðskap sent vind um eyru þjóta ekki sizt þegar honum er sérstaklega beint til min. En svar mitt hef- ur dregizt vegna fjarveru um sinn og siöan anna viö 'erkefni'sem ekki þoldu biö. Og hver er nú þessi hættulega hvatning til lögbrota? Urn þaö ætti ávarp stofncnda Málfrelsissjóðs aö vera bezt heimild og til þess að ekkertsé undan dregiö skal þaö birt I heild:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.