Vísir - 16.12.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 16.12.1977, Blaðsíða 11
VÍSIR ' Föstudagurinn 16. desember 1977 „Rekstrarhlið fjárhagsáætlun- ar hækkar um 37,8%, ef miðaB er við fjárhagsáætlun eins og frá henni var gengiB i ágúst, en ef miBaB er viB áætlunina frá þvi i janúar s.l. er hækkun rekstrarút- gjalda 42,9%. Ef nýbygging gatna og holræsa er ekki taiin með rekstrarútgjöldum nemur hækkunin milli ára 37,6% miBaö viB ágúst s.l., en 46,6% miBaö viB janúar s.l. Af þessu má sjá, að út- gjöld vaxa meira en tekjur á milli ára. Ef hins vegar er miBaö viö þær tölur um verBlagsþróun, sem ég hef áöur getið I ræöu minni, er ljóst, að hækkanir á rekstrarút- gjöldum eru fremur undir en yfir meöalhækkunum, sem orðiö hafa á kaupgjaldi og verðlagi frá gerð fjárhagsáætlunar i ársbyrjun þessa árs.” Athygli vekur, aö nú er ekki gert ráð fyrir fjölgun gjaldenda á milli ára, enda þróunin i ibúa- fjölda borgarinnar þannig, að ekki þykir ráðlegt aö gera það nú. Þetta veldur þvi, aö siaukin þjón- usta borgarinnar er borin uppi með auknum þunga af sama fjölda gjaldenda.Þetta tel ég rétt, að borgarbúar hafi i huga, þegar þeir koma fram með óskir eða jafnvel kröfur um stöðugt aukna þjónustu á margvislegum svið- um. Slik þjónusta kostar fé, og það fé veröur ekki tekið frá öðr- um en borgarbúum sjálfum.” Framlög til framkvæmda Þvi næst sagði borgarstjóri: „Síaukin þjónusta er borin uppi með auknum þunga af sama fjölda gjaldenda" — sagði borgarstjóri í rœðu sinni Ekki fjölgun gjaldenda ,,A hverju ári eru teknar I notk- un margvislegar nýjar þjónustu- stofnanir i hinum ýmsu borgar- hverfum, ekki sist I nýjum hverf- um. Slik þjónustuaukning kallar á aukið starfslið hjá borginni og þvi væri það eðlilegt, að rekstrar- kostnaður hækkaði meira en nemur meðaltalshækkunum. „Framlög borgarsjóðs til bygg- ingaframkvæmda á eignar- breytingalið áætlunarinnar hækkar úr 1 milljarði 537.3 milljónum i 2 milljarða 12.400 milljónir, eða um 30.9%. Framlag til nýbygginga gatna og hoíræsa hækkar úr 812.3 milljónum i 1138 milljónir, eða um 40.1%. Saman- lagðar framkvæmdir munu taka til sin 29.6% af heildarútgjöldum borgarsjóðs. Þetta hlutfall er 30.5% i endurskoðaðri áætlun frá þvi I ágúst, en var 32.6% i upphaf- legri áætlun. Hin miklu verð- bólguáhrif útgjaldanna hafa leitt til þess, að framlög til fram- kvæmda halda nú ekki hlut sinum i útgjöldum borgarsjóðs. í framkvæmdum hefur verið dregið úr gatnagerð á undanförn- um árum, en á þeim lið lögð áhersla á nýbyggingarsvæði, bæði fyrir ibúðarhús og iðnaðar- og verslunarbyggð. Verður svo reynt að gera nú. Þá vekur at- hygli, að nú er áætlað til fyrsta áfanga við aö sameina holræsaút- rásir, sem eru liðir I áætlun að hreinsa sjóinn hér umhverfis borgarlandið. Aukin áhersla er enn lögð á framkvæmdir á sviði stofnana i þágu aldraöra, heilbrigöis- stofnanir, barnaheimili og fram- kvæmdir vegna umhverfis og úti- vistar. Skólabyggingar hvila enn mjög þungt á borgarsjóði, þrátt fyrir fækkandi nemendur hér i Reykja- viká grunnskólaaldri. Virðist enn ekkert lát á þöff fyrir nýtt skóla- húsnæði, ekki sist i hinum nýju hverfum borgarinnar.” önnur umræða Borgarstjóri sagði að lokum að önnur umræða um fjárhags- áætlunina færi fram 19. janúar. Þá myndu endanlega liggja fyrir upplýsingar um framlög rlkisins til ýmissa sameiginlegra fram- kvæmda rikis og bæja. Þá mundi borgarráö á milli umræðna taka ýmis atriði til endurskoðunar, ekki sist styrkja liði frumvarpsins auk atriða sem voru látin biða til endanlegrar ákvöröunar milli umræðna. — SG IAÐUR GiGN FÉLAGAFRELSI Jón Steinar Gunnlaugsson Ef ætlun Jóns Steinars hefur verið að biekkja, hefur hon- um tekist það með ágætum — og það án þess að greina nokkurs staðar rangt frá staðreyndum; ella hefur hann gerst sekur um óná- kvæmni, sem kippir stoðun- um undan röksemdum hans fyrir veigamestu ásökun hans i garð stofnenda Mál- frelsissjóðs. . stöðum. Tilgangur þess er þvi ó- lögmætur, og félag þetta nýtur þvi ekki verndar af framan- greindu ákvæði stjórnarskrárinn- ar.” Og hér lafetur hann ekki staðar numiö heldur klykkir út með þvi að félagiö sé hættulegt gildandi rétti „þvi að það hvetur til lög- brota á ákveðnu sviði.” Liggi þvi nærri „að sú skylda hvili á hand- höfum framkvæmdavalds að stefna félagsmönnum fyrir dóm með kröfu um aö félagið verði ó- heimilað þeim”. Þessi slöustu orð mun eiga að skilja svo, að banna beri þau samtök sem að sjóðnum standa. Ekki verður Jón Steinar sakað- ur um að skýra rangt frá neinu I frásögn sinni um Málfrelsissjóö, sem vitnaö var til. Eigi að siöur er útlegging hans þó mjög vill- andi ekki sizt þegar hún er skoðuð i samhengi við þá niðurstöðu, að réttast væri að banna samtök þau, sem að sjóðsstofnuninni standa. Hann gerir réttilega grein fyrir þvi, að sjóðnum sé ætlað að standa straum af kostnaði og miskabótum, en ræðir hlutverk hans annars ekki nánar. Heföi það þó verið nauðsynlegt til þess að tryggja að enginn misskilning- ur yrði. Og einmitt af þessum sökum-var sérstaklega tekið fram I fréttatilkynningu sjóðsstjórnar, að ekki yrðu greiddar sektir úr sjóðnum. Þetta mikilvæga atriði nefnir Jón Steinar hvergi, hvort sem þvi veldur sá ásetningur að villa um fyrir lesendum eða gá- leysi. Sektir — skaðabætur — kostnaður Ég geri ekki ráð fyrir að þurfa að fræða Jón Stein ar um þann mun, sem er á refs- ingum (þ.á.m. sektum) og skaða- bótum (þ.á.m. miskabótum) og þar með kostnaði, sem mála- rekstri fylgi. En til þess að skýra málið fyrir hinum almenna les- anda, skal farið um efnið nokkr- um oröum, þótt þess sé enginn kostur að skýra máliö til neinnar hlitar. Skaðabætur hafa það megin- hlutverk að veita tjónþola fjár- hagslega uppreisn, þannig að hann verði sem likast settur og tjón hefði ekki oröiö. Fjárhæð bóta er þvi miðuð við þann skaða sem tjónþoli hefur beðiö, og þær renna til hans sjálfs. Svipað má segja um kostnaö af máli. Ef hann er dæmdur, rennur hann til þess, sem útgjöldin hefur haft. Refsingin þar á meðal fémuna- viðurlög þau, sem til refsinga , teljast, er annars eðlis. Henni er samkvæmt þeim fræðum sem flestir aðhyllast nú hér á landi og eru einkum mótuð af nytjasjónar- miðurn, einkum ætlað aö hafa varnaðaráhrif. Henni er þvi aðal- lega útdeilt eftir þvi, hversu mik- il sökin telst, þannig að hún er þvi þyngri sem sök er meiri. 1 sam- ræmi við þessi varnaðarsjónar- mið renna sektir til rikisins eöa stöku sinnum til sveitarfélaga sem misgert var við. Þótt skaðabótum sé ætlað aö hafa varnaðaráhrif eins og refs- ingum eru þó viðréttingarsjónar- mið miklu þyngri á metunum, sem bezt má marka a. sivaxandi hlutverki vátrygginga af ýmsu tagi og áþekkum tryggingaráB- stöfunum. Hitt er sönnu nær, að verið sé að tryggja, að dómsniðurstöðu verði fullnægt: þeir, sem tjón hafa beö- ið fái miskabætur sinar og kostn- að, en sakfelldir greiði sektir sin- ar sjálfir. Hér er verið að „leggja til grundvallar” beitingu dóm- stóls á réttarreglum svo aö haft sé mið af orðalagi Jóns Steinars. Er augljóst af þvi sem nú hefur verið rakið, hversu mikilvægt það rétt er það. Tilgangurinn er að vernda þá, sem undanfarið hafa verið dæmdir og verða dæmdir á næstunni, og um leið að stuðla aö þvi að menn geti neytt þeirra réttinda sem fylgja málfrelsi án ótta við fjárútlát, sem oft fylgja lögsókn. Augljóst er, aö þetta kann að draga úr varnaöaráhrif- um skaöabóta, en á þaö hlutverk þeirra virðist Jón Steinar leggja 78 stofna Málfrelsissþ — >«Á fevi íii* >8 á. *í »> &>!» íí>ift»«s« *iís*'»» 5Xíi«> ti! SáSWfis. ar t iíxjji*. beÞfi •'w v») i pí» ■'<< SkfiÍO *> *»<*» sr.r.ir b«*ív st*S<ö ótta borfar (77+1) hvetja til Iðgbroto Sjötiu og t&iáfcs*.#**- tx*mvx *»• xÍÁVks&pA&r <)(>(«*< »< »(< i ix< Ef samtök væru stofnuö um aö greiða sektir, mætti með 'sanni segja að verið væri að létta refs- ingu af hinum seka, með þvi væri unnið gegn varnaðaráhrifum hennar og hamlað gegn þvi, aö hún næöi helzta viðurlennda markmiði sinu. Slikt mætti skoða sem óbeina hvatningu til lög- brota. Ekki er álitamál að mjög gildar ástæður þyrftu að vera til þess aö rétt væri að stiga slikt skref og um það þarf ekki að fjöl- yrða aö þær eru ekki fyrir hendi á Islandi. Dómstólar hér á landi' beita refsiákvæðum undantekn- ingarlaust af mikilli hófsemd. Allt ööru máli gegnir um bætur og annan kostnað af máli. Höfuö- tilgangurinn meö þeim er sá að rétta tjónþola við fjárhagslega eins og fyrr sagði. Þegar þessi munur er hafður I huga er augljóst hversu fjarri fer, að með stofnun Málfrelsissjóðs sé verið að vinna gegn ákvörðunum dómstóls og hvetja til lögbrota. er að greina skilmerkilega á milli sekta oe skaðabóta, þar með kostnaðar. En þe^ta gerir Jón Steinar hvergi, meö þeirri niður- stöðu sinni, að réttast væri að banna samtökin sem að sjóðnum standa, gefur hann fyllilega i skyn að honum sé ekki eingöngu ætlað að greiða miskabætur og kostnaö, heldur einnig sektir. Og undanfarna daga hef ég orðið var viö slikan misskilning, jafnvel meöal reyndustu lögfræðinga. Ef ætlun Jóns Steinars hefur verið að blekkja, hefur honum tekizt þaö með ágætum — og það án þess að greina nokkurs staðar rangt frá staðreyndum: ella hef- ur hann gerzt sekur um óná- kvæmni sem kippir stoðum undan röksemdum hans fyrir veiga- mestu ásökun hans I garð stofn- enda Málfrelsissjóðsins. Nú vildi vafalaust einhver gera þá athugasemd að vart hafi Mál- frelsissjóður verið stofnaður af umhyggju fyrir dómhöfum —- og höfuöáherzlu, þegar hann sakar stofnendur sjóðsins um að hvetja til lögbrota. En þá gefur hann þvi ekki gaum sem hér að framan hefur verið bent á, aö þaö eru refsingarnar (sektirnar), sem eiga að vera til varnaðar, en skaðabæturnar til viöréttingar. Sá tilgangur bóta að vera til varn- aðar er ávallt settur skör lægra. Þessi grundvallaratriöi viöur- kenna stofnendur Málfrelsissjóðs fyllilega og haga sér i samræmi við það. Um varnaöartilgang skaða- bóta, — og þá sérstaklega i tengslum við það mál, sem hér er til umræðu — verður annars nán- ar fjallað i næstu grein og um leið verður meðal annars tekin til át- hugunar sú fullyrðing Jóns Stein- ars „að hvorki stórnvöld né al- menningur geti lagt til grundvall- ar aö beiting dómstóla á réttar- reglum sé röng.” Sigurður Lindal

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.