Tíminn - 15.07.1969, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.07.1969, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 15. júlí 1969. TÍMINN Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benedilcteson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- húsinu, simar 18300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7. — Afgreiðslusími: 12323. Auglýsmgasími: 19523. ASrar skrifstofur sími 18300. Ásíkriftargjaid kr. 150,00 á mánuði, innaniands. — í lausasölu kr. 10,00 eint. — PrentsmiSjan Edda h.f. Xækifærin til eflingar iðnaði voru ekki nýtt í ræðu þeirri, sem Helgi Bergs, ritari Framsóknar- flokksins, flutti um stöðu iðnaðarins og afstöðuna til EFTA, á iðnaðarmálaráðstefnu Framsóknarmanna í vor benti hann rækilega á, hve illa hafa verið nýtt tækifær- in á undanförnum árum til að gera íslenzkan iðnað samkeppnisfæran. Helgi sagði m.a. um það sem ekki mætti vanrækja að gera, hvort sem við gerðumst aðilar að EFTA eða ekki: ,,Það vantar fjármagn til að kosta þær breytingar og aukningu á vélakosti, sem nauðsynleg er. Fyrir allmörg- um árum lögðu Framsóknarmenn til að stofnaður yrði sjóður í þessu skyni, framleiðnilánasjóður, og áður en byrjaði að ganga á gjaldeyriseignina, sem til var hér á árunum setti ég fram tillögu um að verja hluta af henni til að afla nýrra tækja og véla til framleiðniaukningar. Hvorugu var sinnt, enda leið nú ekki á löngu þar til ekki þurfti um að deila, hvemig nota skyldi gjaldeyriseign- ina, því að hún var uppurin. flT . >'," . • •< • Því hefur verið haldið fram, að til sé í landinu nóg af vélum og framleiðslutækjum. Það sé ekki það sem skorti. Þeir, sem þessu halda fram, eiga eftir að verða fyrir vonbrigðum. Þvi miður er sannleikurinn sá, að fram- leiðsluvélakostur landsmanna er alltof einhæfur og í ýmsum tilvikum óheppilega valinn og þarf mikilla aukn- inga og breytinga við “ Ennfremur sagði Helgi um lækkun á innflutningstolla á síðustu árum, að framkvæmdin hefði verið röng, ,,því það hefði jafnframt þurft að gera margvíslegar og öflug- ar ráðstafanir til þess að auðvelda innlendum iðnaði þessa samkeppni, en það hefur ekki verið gert heldur þvert á móti. Tækifæri liðinna ára til að byggja upp samkeppnisfæran iðnað hafa verið vanrækt. í því ástandi, sem þannig skapast, mundi aðild að frí- verzlunarsamtökum færa iðnaðinum að höndum mikinn vanda og að margra áliti meiri þolraim en hann væri fær um að standast og því gætum við ekki gengið í frí- verzlunarsamtök.“ Þá sagði Helgi: „Hvort sem við göngum í EFTA eða ekki og hvemig sem við yfirleitt högum efnahags- og viðskiptamálum okkar, þá blasir við okkur sú blákalda staðreynd, að við getum því aðeins búið við hliðstæð lífs- kjör og aðrir að við höfum jafn hagkvæma atvinmivegi og þeir, samkeppnisfærar framleiðslugreinar." í niðurlagi ræðunnar sagði Helgi svo: „Það er engan veginn séð, hvaða skilmálar fást í samningunum, sem yfir standa og hvort fært verði yfirleitt að ganga 1 EFTA Margt bendir til þess að það verði ekki talið fært, ein- mitt vegna þess, hvemig tækifærin hafa verið vanrækt til að byggja upp stöðu iðnaðarins. En ef við höldum að þá sleppum við við að gera framleiðslugreinar okkar samkeppnisfæra og vanrækjum þær áfram. þá emm við á rangri leið. Það hefur margt verið vel gert í íslenzkum iðnaði en við verðum að gera okkur ljóst, að hann á óraleið ófarna að því marki að verða samkeppnisfær við framleiðslu iðnaðarbjóðanna, en ef við viljum njóta sambærilegra lífskjara við þessar þjóðir. megum við ekkert færi láta ónotað til að hraða förinni að því marki.“ T.K. Heimir Hannesson, lögfræðingur: Brýn nauðsyn á nýju frumkvæöi í sölu- og markaösmálunum í kjölfar gengisbreytinganna tveggja á árunum 1967 og 1968 hafa orðið miklar umræður og blaðaskrif hér á landi um nauð syn þess að auka útflutning landsmanna og einkum hefur verið rætt og ritað um nýjar greinar í útflutningsiðnaði. Eins og alkunna er voru gengis breytingarnar báðar m.a. rök- studdar með því, að breytt skráning gengisins gæti fliót- lega skapað þær aðstæður, að slíkur útflutningsiðnaður yrði mögulegur, ef hækkun kaup- gjalds og verðlags umfram beinar afleiðingar geugisbreyt- ingarinnar kæmi ekkí þegar í kjölfarið. Nú, begar komið er fram á sfðari hluta ársin« 1969 er fróðlegt að meta stöðuna í dag — annars vegar i liósi þess sem yfirlýst var, að stefnt yrðí að með gengisbreytingunum báðum, en hins ve"ur hverjar séu staðrevndir málsins hvað sem öllum fyrirheitum líður. Jafnframt er fróðiegt að líta á hverju aðrar b.ióðir. og bá eink um ein nágrannabióð okkar, hafa áorkað i bessnm efnum — og hvaða ráðum þar hafa verið beitt. Það verður bvi miður ekki hjá þeirri niðurstöðn komizt, að frá því að fyrri gengisbreyt ingin var gerð og fram á þenn- an dag, hefur hvorki verið stofnað til neins umtalsverðs útflutnings á iðnaðarvörum með t.d. markaðskönnunnm. ng öðrum nauðsynlegum undirbún ingi né hann átt sér stað. svo orð sé á gerandi. Og því miður blasir sú staðreynd ennfremúr við, að a.m.k. að siimi verðnr ekld séð, að neinar þær ráð- stafanir hafi verið gerðar, sem geri umtalsverðan útflutning að raunveruleika. Skortir þó sízt á, að stór orð séu notuð í þessum efnum né leiðarar skrifaðir í stómm og litlum blöðum um hina auknu út- flutningsstarfsemi og hinn mikla fjörldpp, sem hvergi virð ist sjá dagsins Ijós nema í þessum síendurteknu leiðara- skrifum. Forystugrein Morgun- blaðsins 6. júlí s.I. er einkar gott dæmi um þessi skrif, sem ekki virðast gegna öðru hlut- verki en að gefa öllum almenn ingi ranga hugmynd um gang bessara mála og fylla menn ótímabærri bjartsýni. f ætt við þessi leiðaraskrif er hin al«ensa íslenzka fréttamennska, að slá upp með stórfvrirsögnum fyrir ætlunum um eitt og annað, sem nú eigi að gera I útflutnings- málum og öðrum málum og það oftast löngu áður en með nokkm-ri alvöru hefur verið kannað. hvort yfirleitt sé nokk ur minnsti grundvöllur fyrir þessum fyrirætlunum. f um ræddri forystugrein, sem vafa laust hefur verið rituð af góð um hug og mikilli bjartsýni er lýst hinum mikla fjörkipp. sem íagt er að útflutningsstarf semi hins innlenda verksmiðju iðnaðar hafi tekið undanfarna mánuði elns og komizt er að orði og því lýst, að athygli framleiðenda hafi nú mjög beinzt að Færeyjum — og eins Heimir Hannesson. og það er orðað, að „stöðugt fleiri fyrirtæki leita nú fyrir sér með sölu á framleiðsluvör- um sínum til Færeyja“- Hér er því miður málum blandað og villandi frá sagt, eins og svo oft áður í umræðum um þessi mál. Ekki þarf að taka það fram, að samkvæmt eðli málsins er færevskj márkaður- inn að sfálfsögðu afar smár og ekki um verulega sölumögu- leika þar að ræða. Alkunna er, að fjölmörg íslenzk iðnfyrir- tæki eru þannig byggð upp, að útilokað er, þegar til lengdar lætur, að ná saman endum, nema útflutningur komi til oe ræður þar að sjálfsöeðn smæð hins íslenzka markaðar. En ennþá smærri er hinn færeyski markaður og það er hættuleg bjartsýni, cf einhver trúir bví í alvöru, að bar séu miklir, ónýttir murkaðsmöguleikar. — Enda mun það mála sannast, að það séu ekki margir íslenzk ir framleiðendur, hvað þá „stöð ugt fleiri“, sem telja sér fært að lei+a mikilla markaða hjá þeim ágætu frændum okkar. Auðvitað er það góðra ejalda vert að kanna þar málin og selja þangað það sem hægt er þar að selja, en hætt er við, að slíkur útflutningur skipti ekkl þjóðarheildina verulegu máli, þó að búbót verði vafa- Iaust hjá viðkomandi fyrirtæki. Hér her enn að sama brunni með hin óraunsæu vfirhorðs- skrif, sem eru of áberandi í frétta- og stjórnmálaskrifum dagblaðanna. En við hverju er þá að bú- ast? Ekki verður séð annað en að hin opinbera stefna, bæði við gengisbrevtinguna 1967 svo og 1968, hafi verið sú að fram kvæma hina tæknilegu breyt- ingu á skráningu gengisins án þess að gripið yrði til hliðar- ráðstafana með frumkvæði hins opinbera, sem stefndu að því að koma raunverulega á nýjum útflutningsiðnaði. f 200 þúsund manna þjóðfélagi hefðu slikar hliðarráðstafanir ekki þurft — og þurfa ekki enn — að vera afskapiega flóknar. Innávið hefðu bær m.a beinzt að fjár mögnun þeirra fyrirtækja, er möguleika höfðu á nýjum út- flutningi, skipulagðri vöruvönd- un, hugsanlegri sameiningu minni fyrirtækja eða náinni samvinnu þeirra um útflutnings framleiðslu, fræðslustarfsemi um sölutæknj og markaðsmál, auK bess sem hönnun (design) útflutningsvöru hefði verið skipulögð. reglur settar um endurgreiðslu aðflutningsgjalda í sambandi við útflutning og ríkisbönkunum falið að veita eðlilega þiónustu og fyrir- greiðslu þeim aðilum, er hyggðu á útflutning. Útávið hefði markaðskönnun átt að hel'ias'. m.a með stuðningi út- anríkisþjónustunnar og skipu- lagðar ráðstafanir gerðar í markaðsmálum hins nýja út- flutningsiðnaðar. Ekki hefði t.d. verið óeðlilegt, að a.m.k. einum manni í utanríkisráðu- nevtinu hefði verið faúð það verkefni eitt að sinna þessum málum — svo að ekki sé talað um allt bankakerfið- Það er áreiðanlega vægt komizt að orði. begar sagt er. að það sé einn helzti veikleiki íslenzka bankakerfisins að taka við nýjum hugmyndum frá atvinnu lífinu og gera þær hugmvndir að raunverleika eins og víðast hvar or talið eitl af hlutverk- um nútímabankaþjónustu. Svo ekki sé talað um að skapa þær frá upphafi. Það er því miður kaldranaleg staðrevnd. að þrátt fvrir »11 stóru orfthi og skrifin um nauðsvn nvrra útflntnings- greina, er ekki til ein einasta deild — ekki eitt herbergi — í öllu íslenzka bankakerfinu, sem hefur bað meginhiutverk að vera þjónustuaðili í sam- bandi við nýjan útflutningsiðn- að. Jafnvel bó að oantanir bær ust til innlendra framleiðenda, skort.ir sem eðlilegt er mjög á alla vitneskju um raunveru- lega framkvæmd slíks útflutn- ings svo sem verðútreikninga, gerð útflutningsskjala. umbúð- ir, hönnun. vörumerki og annað þvíumlíkt .þannig að alveg eins er víst, að ekki yrði hægt að afgreiða fengnar pantanir vegna hreinnar vanþekkingar á frumatriðum. Ekki hefur þess heldur orðið vart, að fslenzka bankakerfið hafi talið það inn an si'ns verkahrings að taka friimkvæðið í sölu og markaðs- málum. sem er að sjálfsögðu forsenda allrar framle'ðslu. Hefði þó ekki verið óeðlilegt, að a.m.k. ein deild innan ís- leiizkv ríkisbankanna hefði tek ið slíkt hlutverk að sér og fengið til starfa þar til hæfa menn. Og þetta aðgerðarlcyfrf bankakerfisins hefur verið lát- ið óátalið á sama tíma, sem liverl bankaútibúið af öðru hef ur verið reist í úthverfum Revkjavfkur og út um alla landsbyggðina — væntanlega til að auka þjónustuna. Það væri áreiðanlega margt öðruvísi umhorfs í bessum málum í dag, ef þau hefðu ver PraimhaJd 9 öls 15 ÞRIÐJUDAGSGREINIM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.