Vísir - 10.01.1978, Side 9

Vísir - 10.01.1978, Side 9
9 VISIR Þriöjudagur 10. janúar 1978 Nú mun láta nærri að i húsnæði Háskólans sé aðstaða fyrir eina 900 stúdenta til þess að búa sig undir tima og sinna námi sinu almennt. Þessa mynd tók Jens Alexanderson, ljósmyndari Visis á dögunum af nokkrum nemendum við vinnu i Lögbergi, húsi lagadeildar Háskólans. 29 leikrit bárust í leikritasamkeppni Listahátíðar: Ekkert leikritanna talið verðlaunahœft Dómnefnd i leikrita- samkeppni Lista- hátiðar hefur lokið störfum. Samkeppn- inni bárust 29 leikrit allt einþáttungar. Niðurstaða dómnefndarinnar varðsii að þráttfyrirað allmörg þeirra leikrita sem Dárust væru kunnáttusamlega samiivþá væri ekki tilefni til að veita neinu þeirra verðlaun Listahátiðar. t dómnefndinni áttu sæti Davið Oddsson, Briet Héðins- dóttir, Erik Sönderholm, Hjört- ur Pálsson og Sigriður Hagalin. Höfundar eða fulltrúar þeirra geta vitjað leikritanna til Guð- rúnar S. Jónsdóttur gjaldkera Listahátiðar, á skrifstofu Nor- rænahússins (opið9-16dagl.) og verða þau afhent samkvæmt uppgefnum dulnefnum. Frímerkjanotkun er helmingi minni en 1972 Frimerki eru aðeins notuð á um 30% póst- sendinga, og er það helmingi lægra hlutfall en var fyrir fáeinum árum. Ástæðan er auk- in notkun svonefndra frimerkingarvéla. Póst- og simamála- stjórnin gerði sérstaka könnun, seinni hluta nóvembermánaðar, á almennum sendingum sem póstlagðar voru i Reykjavik. 1 ljós kom, að póstnúmer voru tilgreind á 54,3% sendinganna. Þetta hlutfall má teljast mjög viðunandi miðað við reynslu annarra þjóða og er ánægjulegt, hve vel póstnotendur hafa tekið þessu nýmæli, segir i frétt frá Pósti og slma. „Póstnúmer voru sem kunn- ugt er formlega tekin i notkun hér á landi 30. mars 1977 og var þess getið i fréttatilkynningu þeirri,sem þá var birt, að áætl- að væri að 60-70% allra sendinga þyrftu að vera með réttri póst- áritun til þess, að póstnúmera- kerfið kæmi að fullum notum. Þetta mark er þvi ekki langt undan, en þess má geta, að nU þegar hefur póstnúmerakerfið sannað ágæti sitt óg leitt til stór- aukinnar hagræðingar i flokkun pósts. Jafnframt þvi að kanna notk- un póstnúmera fór fram athug- un á á þvi með hvaða aðferð borgað væri undir póstsending- ar. 1 ljós kom, að frimerki voru notuð á 30,1% sendinga, ástimplanir frimerkingarvéla á 68,7% og áprentanir um greitt burðargjald á 1,2% sendinga. Samkvæmt hliðstæðri könnun i október 1972 voru frimerki not- uð á 59,7% sendinga og ástimplanir frimerkingarvéla á 38,9%. Þá leiddi framangreind könn- un og i' ljós, að 33,2% sending- anna voru frá opinberum aðil- um, 62,6% frá fyrirtækjum, en aðeins4,2% frá einstaklingum,” segir i fréttinni. Fékk kjaftshögg leigubíls i stað Maður nokkur, sem vildi fá leigubil i mið- borg Reykjavikur að- faranótt laugardagsins fékk allt annað en bil- inn. Hann nefbrotnaði, kjálkabrotnaði og kinn- beinsbrotnaði og var fluttur á slysadeild. Lögreglan hafði afskipti af máli þessu. Maðurinn hafði komið inn á leigubilastöð i' mið- borginni og var hann drukkinn. Vildi hann fá leigubil en enginn bill var þá til taks. Sinnaðist honum við afgreiðslumann og var komið Ut. En maðurinn kom inn aftur og enduðu samskipti hans og afgreiðslumannsins með þvi, að afgreiðslumaðurinn sló hann i andlitið með fyrr- nefndum afleiðingum. Lét af- greiðslumaðurinn lögregluna vita. —EA tsronco /<i Ekinn 57 þús. km. 8 cyl beinskiptur. Vel klæddur toppbíll. Verð 2.5 milljúnir. Skipti (skuldabréf). Chevrolet Impala station '73 7 manna. Ekinn 40 þús. km. Sjálfskiptur. Power-stýri og | bremsur. Verð tilboð. Alls kyns skipti (skuldabréf). Range Rover '75. Brúnn. Verðtilboð (skuldabréf). ÆTLARÐU AÐ KAUPA? ÞARFTU AÐ SELJA? VILTU SKIPTA? ÞA KOMDU TIL OKKAR. HÖFUM FJÖLDA BIFREIÐA FYRIR SKULDABRÉF | ATH: OPIÐ ALLA DAGA FRA 9-8. Escort 1300 76 Ekinn 17 þús. km. Snjúdekk. Verð 1600 þús. ./# i Höfum til sölu : Allar teg. bíla Allt er tilbúið IToppliðið í Bílagarði sér um Þjónustuna | J Sífelld: Þjónusta I® Sifelld: Viðskipti Bilasalan Bilagarður r „Fyrr J nú aldeilis 1- fyrrvera Engin höft á innflutningi á sykri og rúgmjöli EN Innflutningur not- aðra bíla háður leyfum eftirleiðis Takmörkin eru áþreifanleg mm öc xm síi BORGARTÚNI 21 Símar: 29480 & 29750.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.