Vísir - 10.01.1978, Side 11

Vísir - 10.01.1978, Side 11
VTSIR Þriðjudagur 10. janúar 1978 11 Sýnir hve skákáhugi I mikill á Islandi sagði Jón L. Árnason „Maður ársins 1977/# þegar hann fékk viðurkenningu Vísis Óvist um atvinnumennsku... það sýnt sig, að það kemur ekki niður á náminu. t þvi punktakerfi, sem þar rikir er meðaltalið, að menn hafi lokið sautján punktum. Jón er búinn að ná i tuttugu. „Annars tók ég eins litið og ég mögulega gat á þessari önn,” segir Jón. ,,Ég tek þátt i alþjóð- lega mótinu hér i Reykjavik i febrúar og verð liklega að taka mér eitthvað fri i sambandi við það.” „Þetta verður langerfiðasta mót, sem ég hef tekið þátt i. Keppendur eru fjórtán talsins og flestir stórmeistarar. Það er „ell- efu” að styrkleika,en mestur get- ur styrkleikinn orðið fjórtán, samkvæmt kerfinu sem miðað er við.” „Eru einhver fleiri mót á dag- skrá?” „Ekkert sem búiö er að ákveða. Ég er að visu búinn að fá bréf frá Argentinu, þar sem mér er boðið að tefla á móti sem haldið verður i vor. En ég hef enga ákvörðun tekið um það ennþá.” „Hvað með atvinnumennsku?” „Það er annað, sem ég er ekki búinn að taka neina ákvörðun um. Ég gæti svo sem vel hugsað mér þaö,þvi ég hef mjög gaman af að tefla. En ég verð að biða með að taka ákvörðun um það og sjá hvað framtiðin ber i skauti sér.” Slappar af viö pianóið „Það er rétt, er það ekki, að það voru þeir Spassky og Fischer sem kveiktu hjá þér skákáhugann?” „Jú, þá fyrstiékk ég verulegan áhuga. Ég kunni að visu mann- ganginn fyrir, en var alltaf mátaður og þótti þvi ekki sérlega gaman að þessu. En svo fór ég á nokkrar skákir í Höllinni og þá voru mér gefnar nokkrar skák- bækur. Og þá opnuðust augu min fyrir þvi hver gullnáma skákin er.” Flestum þætti það líklega nóg að standa sig vel i skóla og vera meistari við skákborðið. En Jón hefur fleiri áhugamál og eitt helsta þeirra er tónlist. Hann hef- ur stundað nám viö Tónlistarskól ann i þrjú ár, og varð ekki mikið um að töfra eina Beethovensón- ötu fram úr pianóinu, sem er á heimili hans, fyrir gestina. „Mér þykir gott að setjast við pianóið ef ég þarf að slappa af. Hinsvegar geri ég það yfirleitt ekki nema ég sé einn. Ég verð svo dæmalaust taugaóstyrkur, ef fleiri eru viðstaddir.” Við kveðjum svo þennan sautján ára gamla „Mann ársins 1977” og óskum honum góðs Jón hefur stundað nám við Tónlistarskólann i þrjú gengis víö skóiaborðið, skákborð- 0g tók eina Beethovensónötu fyrir gestina. — öt. Visismyndir —JA. Brjóstvitið og heilbrigð skynsemi Arið 1977 voru mikil umbrot I islensku þjóöllfi. Það urðu mikl- ar verðiags- og kauphækkanir, undirstöðuatvinnuvegir börðust i bökkum, og ef fer sem horfir, rikisbúskapurinn I fjörbrotun- um. Hvaö veldur? Frumat- vinnuvegir þjóðarinnar, fisk- veiðar og landbúnaður, viröast ekki lengur geta staðiö undir rlkisbákninu. Hvað veröur til úrlausnar? Áframhaldandi stóriöja til að stytta fjörbrotin? Eða heilbrigð skynsemi til að bjarga þvl sem bjargað verð- ur? Ég var uppalinn á þeim tlma þegar var talinn sjálfsagð- ur hlutur að sveitarfélagið stæði að mestu undir eigin rekstri og framfærslu. Nú i seinni tið hefur afkoma og framfærsla færzt æ meir yfir á rikisheildina svo vandséð er hvers er hvaö I stór- um dráttum. Aöur fyrr bar hreppsfélagi skylda til að sjá fyrir sinum þurfalingum, en engin skylda að gefa til annarra utan sveitarfélagsins væri það ekki afiögu fært. Ég llt svo á, að þessar reglur standi óhaggaðar I dag, þótt þær yfirfærist æ meir á rlkið sjálft fremur en sveitar- félög. Á seinni árum hafa stórvirkj- anir veriö allverulegur liður I þjóðarútgjöldum. 1 ágætu blaöaviötali við Eirlk Briem, íramkvæmdastjóra Lands- virkjunar kemur fram að raf- magnsverö til neytenda sé m.a. þetta hátt vegna örrar uppbygg- ingar orkuvera og dreifikerfa. Að hans áliti og ýmissa annarra gerði ISALsamningurinn það kleift að ráöast I Búrfellsvirkj- un. Hefði nægt fyrir verð- lagsgrundvallarkaupi og útflutningsbótum. En hvað kostar sá „Hafliði” okkur I dag? Við verjum I niöur- greiöslur á rafmagni til ISAL; miðað við verö til heimilisnota 1977yeða I útflutningsbætur meö áli, — hverjum og einum er frjálst að velja hvora nafngift- ina bann notar — kr. 225.000 meö hverju tonni af áli, eða alls kr. 15.750 milljónum á ári miðað við meðalframleiðslu og lágmarks- notkun en þaö gerir 75.000 á hvert mannsbarn I landinu. Sumir munu ef til vill betur skilja að með þessari fjárhæð hefði verið hægt að greiöa árið 1976 öllum bændum landsins og skylduliöi þeirra verðlags- grundvallarkaup rikissjóði full- ar útflutningsbætur og haf þó til ráðstöfunar 6 milljaða króna. Og þá hafa á boröum ódýrustu og bestu landbúnaðarvöru sem fyrir fyndust á heimsmarkaði jafnvel þótt rikissjóður viöhéldi 20% söluskatti. Ariö 1976 var á fjárlögum var- iö 1.1 milljaröi til raforkumála, 9.3 milljöröum til menntamála, 19.5 milljöröum til heilbrigöis- og tryggingamála 3.7 milljörð- um til vegamála og svo mætti á- (----------------------\ Arni G. Pétursson ráöunautur skrifar um umbrot i islensku þjóð- lifi og segir aö meðgjöf til stóriðju hefði mátt nota til þess að greiða bændum fullt verð- lagsgrundvallarkaup, fullar útflutnings- bætur. fram telja. Og á árinu 1976 hefö- um við getað keypt 30 skuttog- ara fyrir meðgjöfina. Gjaldeyristekjur af áli og æðardúni Nú halda margir að ÍSAL borgi svo mikið fyrir raforku. En miðað við meðgjöfina held ég( að okkur myndi lltið muna um að bæta við þeim 1 milljarði sem ISAL greiöir, eöa hækka meölagiö úr 75.000 I kr. 80.000 á mann á ári. En hvaö með gjald- eyrisöflunina? Arið 1976 gaf 1 tonn af áli sama nettógjaldeyri og eitt kg af æöardúni ég held að dúnbændur væru kátir ef þeir hefðu fengið kr. 265.000 fyrir hvert kg. af dúni það ár. Og hvernig væri hagur undirstöðu- atvinnuvega okkar I dag, ef var- ið heföi verið til þeirra meölag- inu undanfarin ár? Ber okkur ekki fyrst skylda til að sjá okkur sjálfum farboröa, ef viö erum ekki aflögufærir, áður en við förum að berast það á að gefa meö erlendum auöhringum? I álverinu vinna 658 manns, en framfærslu af þvl hafa um 3000 Islendingar. Einhver hefur taliö eftir það,sem þjóðfélagið leggur af mörkum til landbún- aðarmála, rétt eins og hann áliti, að engar tekjur komi I sameign- arsjóðinn frá þeim at- vinnurekstri. En þvi er ekki saman aö jafna við álverið. Af frumgreinum landbúnaöar hafa um 20 þúsund manns fram- færslu sína og þreföld' sú tala ef með koma þjónustumiðstöðvar, úrvinnslugreinar og dreifingar- kerfi. Þarf nýja stofnun Ariö 1976 var brúttóflutningur frá álverinu 12.401.7 millj. kr. Þaö svaraöi riflega tvöföldum útflutningi landbúnaöarvara þaö ár, en ekki nema rúmlega l/5hluta af útflutningi sjávaráf- uröa viðkomandi ár. Var þó um nokkra birgðasölu aö ræöa hjá álverinu því ekki voru fram- leidd hjá verksmiöjunni þaö ár nema 66.200 tonn af áli, en flutt út 78.200 tonn. Þaö skyldi þó ekki vera aö til þyrfti aö koma ný stofnun til ráöuneytis Þjóöhagsstofnun, Framkvæmdastofnun og öörum slikum sem eiga aö hafa vit fyrir okkar umbjóöendum, al- þingismönnum og rikisstjórn og fá þá til aö nota brjóstvit og heilbrigða skynsemi? Ég er undrandi á aö Dagblaöiö, óháö blab, og eina blaöið sem ekki er á þurfalingsframfæri hjá þjóðarbúinu skuli ekki hafa tek- iö þetta mál til meðferöar og gagngerrar ihugunar. En eitt er víst, aö frumat- vinnuvegi veröur aö tryggja, áöur en næsta „þjóöargjöf,” járnblendiverksmiöjan, kemur til skjalanna.Og ég tel fráleitt aö hafa á framfæri Atlantshafs- bandalagiö á Miönesheiöi og er- lendan auöhring í Straumsvlk svo lengi,sem viö sjálf eöa okkar þjóöfélag erum vart sjálf- bjarga.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.