Vísir - 11.01.1978, Blaðsíða 1

Vísir - 11.01.1978, Blaðsíða 1
Loðnuflotinn kominn í höfn til að mótmœla loðnuverðinu: hundruð loðnusjómenn ó Akureyri Rmm þinga ,,Það er ekki neinn hiti í mönnum, en það eru allir mjög óánægðir og jafn- framt undrandi á þessu loðnuverði, sem við feng- um í gær," sagði Baldvin Þorsteinsson skipstjóri á Súlunni EA, er við náðum í hann í morgun, en Súlan var með f yrstu bátum inn til Akureyrar eftir að loðnuflotinn ákvað að halda af miðunum í gær- kvöldi. „Það hefur sjálfsagt ekki heldur bætt úr skák, að loðnu- verðið hjá Færeyingum sem er miklu hærra var gefið upp um leið — en þeir veiða ur sömu torfum og við og selja á sama markaði”, sagði Baldvin. „Það leið ekki klukkustund frá þvi að við heyrðum loðnu- verðið, og þar til allir voru sam- mála um að sigla i land og halda fund. Hann verður i dag — lik- lega klukkan fjögur — og þá annað hvort i Sjálfstæðishúsinu í dag eða i tþróttaskemmunni. Það eru einu húsin hér, sem geta rúmað þennan fjölda. Þarna verða sjálfsagt um 500 manns. Það hefur ekkert verið rætt um það hvaða verð við viljum fá. Það kemur fram á fundinum i dag. Það eina er, að þetta verð er allt of litið, og um það erum við allir sammála”. Snorri Gestsson á Hrafni Sveinbjarnarsyni var alveg á sama máli og Baldvin, er við náðum i hann i morgun, en þá var hann með þeim siðustu að sigla inn Eyjafjörð. „Við förum allir i land, það eru 30-40 skip og þar á meöal er danska skipið tsafold sem er með islenska áhöfn. Þaö er mik- il samstaða meðal loðnusjó- manna i þessu máli, en fundur- inn i dag, sker úr um framvindu þess”, sagði Snorri, sem gerði ráð fyrir að verða kominn til Akureyrar um klukkan tvö i dag... —klp— öll viðskipti óbyrgðadeild- ar rannsðkuð? Mun rannsókn Lands- bankamálsins einskorö- ast viö þau kæruatriði, sem upphaflega voru sett fram, eða verður öll starfsemi ábyrgða- deildar bankans skoðuð? Þetta er spurning, sem margir hafa velt fyrir sér og Visir bar hana i morgun undir Hallvarð Einvarðsson, rannsóknarlögreglustjóra rikis- ins. „Gangur mála er þannig, að þegar kæruatriði eru sett fram þá hefst rannsókn samkvæmt Meðalaldur blósar- anna aðeins 10 ár Þessi blásari á myndinni er einn þeirra,sem skipa skólahljómsveit Laugarnesskólans, en það er merkilegt við þessa hljómsveit, að meðalaldur þeirra sem þar leika er aðeins 10 ár. Guðjón Arngrímsson, blaðamaður, og Jens Alexanderson, Ijósmyndari, heimsóttu blásarana á æfingu i skólanum og segja frá því, sem þeir urðu vísari, á blaðsiðu 10. kæruefnum”, sagði Hallvarður. „Komi eitthvað annað eða meira i ljós, eða takmarkist eða vikkist viðfangsefnið, þá er það embættisskylda rannsóknar- aðila að rannsaka það eins og efni standa til”. Um rannsókn málsins sagöi Hallvarður, að henni miðaöi vel áfram. Ólafur Nilsson, fyrrverandi skattrannsóknastjóra, hefur að beiðni Landsbankans verið faliö sem óháðum endurskoðanda^að hafa yfirumsjón með rannsókn málsins innan bankans, og mun hann hefja störf i vikunni. —ESJ. Beint samband við skattrannsóknqrsljóra rítsljórn Vísis annað kvöld í síma 86611 SJÁ NÁNAR BLS. 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.