Vísir - 11.01.1978, Side 11

Vísir - 11.01.1978, Side 11
Miðvikudagur 11. janúar 1978 11 „Þróun atvinnumála I höfuð- borginni siftast liöinn áratug sýnir 'beina fækkun atvinnu- tækifæra i framleiðslugreinum, en fjölgun f þjónustu og við- skiptagreinum. Hér stefnir þvi i átt til einhæfni sem getur reynst vafasöm. Takmörk hljóta að vera fyrir þvi hve þjónustu- greinar geta aukist án þess að framleiðsla aukist einnig”. Þannig segir i upphafi tillögu borgarstjóra að stefnuskrá Borgarstjórnar Reykjavikur i atvinnumálum, sem samþykkt var á borgarráðsfundi I gær. Meginstefnan i tillögu borgar- stjóra er á þessa leið: Til að tryggja atvinnuöryggi I Reykjavik I framtiðinni ber að efla framleiðslugreinarnar einkum á sviði iðnaðar og sjávarútvegs. Jafnframt er nauðsynlegt að búa áfram ýmiskonar þjónustu verslun og viöskiptum góð skilyrði, þannig að Reykjavik haldi forystuhlut- verki sem hún hefur haft i þess- um greinum. Hér fer á eftir úr- dráttur úr tillögunum sem borgarstjóri kynnti á borgar- ráðsfundinum i gær og á fundi með fréttamönnum. Stjórnun Fjallað verði um atvinnumál i Reykjavik undir stjóm Borgar- Borgarstjóri skýrir tillögurnar á fundi með fréttamönnum i Höfða i gær. Vísismynd JA Höfuðáhersla lögð á efl- ingu framleiðslugreina í iðnaði og sjávarútvegi segir í tillögum borgarstjóra að stefnuskrá borgarstjórnar í atvinnumálum stjóra og Borgarráðs en Hag- fræðideild Reykjavlkurborgar verði efld til að fara sérstaklega meö þennan málaflokk. Störf hagfræðideildarinnar yröu aðallega fólgin I þvi aö greiöa fyrir samskiptum stjórn- enda borgarinnar og fulltrúa at- vinnulifs. Einnig að hvetja til nýbreytni I atvinnurekstri eftir þvi sem frekast eru föng á. Hagfræðideildin á einnig að vera til ráöuneytis og stofna til viðræöna við hlutaðeigandi aðila um atvinnumál á höfuð- borgarsvæðinu öllu. Þá á hún að annast sjálfstæða upplýsingaöflun um helstu þætti atvinnulifsins. Reykjavikurborg hefur I aöal- skipulagi leitast viö aö svara þörfum atvinnulifsins með þvi t.d. að skipuleggja land til al- mennra iðnaöarsvæða skipa- viðgeröarstöðva svo og svæði fyrir starfsemi er telst hafnsæk- in. Nýr miðbær I Kringlumýri, Mjóddin i Breiðholti, svo og endurnýjun eldri hverfa á að sjá fyrir þörfum verslunar og þjón- ustu aö svo miklu leyti sem þeim er ekki fullnægt meö hverfismiöstöðvum. Jafnframt hefur sú stefna veriö mörkuð aö draga léttan þrifalegan iðnaö inn i Ibúðarhverfin. 1 þeirri vissu að mörg iön- fyrirtæki á sama svæöi styrki hvert annað og geri borginni þannig mögulegt að þjóna fyrir- tækjum á hagkvæmari hátt verði settar reglur þess efnis I lóðasaminga aö iönaðarhúsnæöi verði til þeirra nota og ákvaröanir aðalskipulags I þvi efni þannig gerðar virkari. Orkumál Þaö varðar öllu að Rafmagns- veita Reykjavikur, Hitaveita Reykjavikur og Vatnsveita Reykjavikur geti áfram staðiö undir eðlilegum vexti og veitt atvinnulifinu örugga þjónustu. Þvl er lögð áhersla á að gjald- skrár fyrirtækjanna séu á hverjum tíma miðaöar við þarf- ir þeirra. Ein meginforsenda þess er að borgarstjórn hafi for- ræöi á gjaldskrám þessara fyrirtækja. Þá er stefnt aö þvi aö atvinnu- vegirnir greiði raunkostnaö þeirrar orku sem þeir kaupa. Lögð er áhersla á að eignar- hluti Reykjavikurborgar i Landsvirkjun tryggi áfram orkuöflun fyrir orkuveitusvæði Rafmagnsveitu Reykjavikur. Hafnarmál Brýna nauðsyn ber til að halda áfram uppbyggingu Reykjavikurhafnar. Þvi er á þaö lögð áhersla að sú leiðrétt- ing á gjaldskrá Hafnarinnar, sem fékkst árið 1976 og gefur nú nokkurt svigrúm til fram- kvæmda, haldist. Hafnarstjórn hefur markað þá stefnu að vesturhluti Reykja- vlkurhafnar verði fiskihöfn en það felur i sér möguleika á stór- bættri aðstööu fyrir útgerð tog- ara og nótaskipa frá Reykjavlk. 1 Bakkaskemmu er nú unniö að þvl aö koma fyrir kaldri fisk- móttöku fyrir útgerðaraöila I borginni. Grandaskáli verði hagnýttur til þjónustu fyrir út- gerðina og á fyllingu sem gert er ráð fyrir vestan við Grand- ann munu rlsa fiskvinnslu- stöðvar og þjónustufyrirtæki. Halda þarf áfram uppbygg- ingu Sundahafnar og þannig stefna að þvi að flytja sem mest af farmskipum I Sundahöfnina. Borgarstjórn Reykjavikur samþykkir, að á þessu ári verði eftirfarandi atriði fram- kvæmd: 1. Starf borgarinnar á sviði atvinnumála verði eflt, hagfræðideild Reykja- vikurborgar styrkt og henni séð fyrir nauðsyn- legri starfsaðstöðu. Starfs- áætlun verði lögð fyrir borgarráð eigi slðar en 1. júli n.k. 2. Veittur verði styrkur I Framkvæmdasjóði Reykjavlkurborgar til rannsóknar á nýiðnaðar- tækifærum I Reykjavfk. 3. Endurskoðun á gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykja- vlkur aö þvi er tekur til gjaidtaxta atvinnulifsins verði lokiö eigi siðar en 1. nóvember 1978. 4. Kæld fiskmóttaka i Bakka- skemmu fyrir útgerðar- fyrirtæki I Reykjavik verði tekin I notkun. 5. liagkvæmnisathugun þeirri, sem nú fer fram á vegum hafnarinnar um staðsctningu skipaviö- gerðarstöövar, verði lokið á árinu, þannig að þá skapist grundvöllur fyrir endanlega ákvarðanatöku. 6. Reist veröi viögeröarhús á Ægisgarði. 7. A árinu verði tekin ákvörð- un um iöngaröa I Reykja- vik og lögð fram greinar- gerð um staöarval, skipu- lagningu, ieigukjör og ann- aö rekstrarfyrirkomulag. 8. i alla lóðarsamninga, sem ógeröir eru eða endurnýja þarf um iönaðarhúsnæði, verði settar reglur, sem tryggi, að önnur notkun á sliku húsnæði eigi sér ekki stað, nema með samþykkí borgarráös. 9. Komið verði á samstarfi Reykjavikurborgar og samtaka iðnaðarins um innkaup og framkvæmdir borgarinnar. 10. Endurskoðaðar verði regl- ur um fjárhæð og inn- heimtu gatnagerðargjalda svo og lóðarleigu vegna at- vinnuhúsnæöis. Stefnt er að þvi að tekin verði sem fyrst ákvörðun um stað- setningu oliuhafnar i Reykjavlk en athugun fer nú fram á vegum hafnarstjórnar á hgkvæmustu staðsetningu. Tveir staðir koma einkum til greina fyrir Skipaviðgerðarstöö en bygging hennar er eitt að stærri verkefnum I atvinnumál- um borgarinnar. Þeir eru Vest- urhöfnin og Kleppsvik. Lögö er áhersla á að könnun á þvl verði hraðaö hvor staðurinn er heppi- legri. A þessu ári veröa lagðar fram i borgarstjórn tillögur um lækk- un gatnagerðagjalda af at- vinnurekstri en jafnframt verður lóðarleiga endurskoöuö til hækkunnar. Lóðir undir léttan þrifalegan iðnaö verði I tengslum við iönaöarhverfin en jafnframt veröi séð fyrir svæðum undir þungaiönað sem ekki á heima i nálægð viö ibúðarhverfin. Verslunarlóðir veröi skipu- lagðar I tengslum við ibúðar- hverfi en úthlutun ibúöarlóöa verði sem jöfnust milli ára svo komiö verði i veg fyrir of miklar sveiflur I byggingariðnaöi. Reykjavlkurborg taki nú þegar upp samstarf við samtök iðnaöarins um byggingu iön- garöa þar sem iönfyrirtækjum er gefinn kostur á að taka hús- næði á leigu eða þeim boöinn leigukaupasamningur. Verði á þessu ári gerð greina- gerð um eignaraöild, staðaval skipulagningu, leigukjör og annað rekstrarfyrirkomulag. Til greina kemur að fyrsta framkvæmd á þessu svæöi veröi á iðnaöarlóöum I Breiöholti þrjú. Um öll meiriháttar innkaup og útboð á vegum borgarinnar er þessi stefna mörkuö: Innkaupastofnun Reykjavlk- ur er heimilt aö taka tilboði inn- lends framleiöanda fram yfir erlenda vöru þótt verð hinnar innlendu vöru sé allt að 15% hærra, enda sé um sambærilega vöru og þjónustu aö ræða. Við ákvöröun um afgreiöslu- frest að stærð eininga ber jafn- an að hafa I huga að unnt veröi .aö kaupa vörur og þjónustu af innlendum aöilum. 1 útboðslýsingum byggingar- framkvæmda verði þess jafnan gætt aö setja nafn Islenskrar iönaöarvöru sem viðmiöum, enda standist hún kröfur sem geröar eru. Teknar verði upp viöræöur milli Rcykjavlkurborgar og samtaka iðnaðarins um framangreind atriði og komið á gagnkvæmri upplýsingamiölun. Jöfn aðstaða fyrirtækja Borgarstjórn Reykjavikur leggur áherslu á að fyrirtæki I Reykjavik sitji jafnan viö sama borö og fyrirtæki annars staðar á landinu að þvi er fjármagns- fyrirgreiöslur varöar. Stööva ber það misrétti sem átt hefur sér staö I þessum efnum hjá ýmsum sjóöum rikisvaldsins sem úthluta fé til uppbyggingar atvinnullfsins. Meöal verkefna fram- kvæmdasjóðsins veröi að taka tlmabundinn þátt i stofnun og rekstri fyrirtækja I borginni. Að ábyrgjast lán til fyrirtækja sem hafa sérstáka þýðingu fyrir atvinnullf I borginni. Aö veita styrki til rannsókna á nýjum atvinnutækifærum I Reykjavik. Aö veita Bæjarútgerö Reykja- víkur nauðsynlega fjármagns- fyrirgreiöslu. —G/

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.