Vísir - 11.01.1978, Blaðsíða 13

Vísir - 11.01.1978, Blaðsíða 13
iprotur m _ MiÐvikudagur 11. janúar 1978 H. VISIR Miðvikudagur 11. janúar 1978 Iprótur v n clÁ DOITO út í e n sio i/jpuís nska bikarnum Bolton sigraði Tottcnham 2:1 eftir framlen>dan leik i þriðju umferö ensku bikarkeppninnar i hörkuleik á Burden Park i gær- kvöldi og kemst þvi áfram I fjórðu umferö, þar sem liðið mæt- ir Mansfield á heimavelli. Að loknum venjulegum leik- tima var staðan jöfn 1:1 en þegar fjórar minútur voru eftir af fram- lengingunni skoraöi Gary Jones, sem kom inná sem varamaður sigurmark Boltin. Þessi tvö lið berjast nú á toppnum i annarri deild — þau hafa hlotið jafnmörg stig og taliö er fullvist aö liöin muni bæöi leika i 1. deild á næsta keppnistlmabili. Annaö liö úr 2. deild South- ampton sem er í þriöja sætinu mátti sætta sig viö annaö jafn- tefliö gegn Grimsby, og þvl verö- ur þriöji leikurinn aö fara fram. Þessi lið hafa nú leikiö 210 minút- ur og ekki enn tekist aö skora mark. En þá eru þaö úrslit leikjanna I gærkvöldi: Bikarkeppnin Bolton—Tottenham Millwall—Rotherham Oldham—Luton Southampton—Grimsby Wolves—Exeter 4. deild Doncaster—Swansea NYR LEIKMAÐUR TIL LIVERPOOL — Liverpool greiddi Middlesbrough 352 þúsund pund fyrir Graham Souness 2:1 2:0 1:2 0:0 3:1 1:1 Hœtta óhorfendur að koma ó knattspyrnu? — Mikil óvissa varðandi það i Bandaríkjunum eftir að „konungurinn" Pele hefur hœtt að leika með Cosmos Hver er framtíð knattspyrn- unnar I Bandarfkjunum? Þess- ari spurningu velta margir nú fyrir sér þar vestra eftir að Pele, „konungurinn sjálfur” hætti aö leika með bandarfska knattspyrnuliðinu New York Cocmos I haust. Arið 1978 verður það mikil- vægasta í sögu knattspyrnu I Bandaríkjunum tii þessa og þá mun koma I Ijós hvort vinsældir þær sem knattspyrnan hefur nú hlotiö munu haldast eða ekki. Og þar spilar ekki hvað sist inn I að brasillski sniliingurinn Pele er nú horfinn af knattspyrnu- vellinum fyrir fullt og ailt. Þaö var réttilega taliö, aö vera Pele I liði New York Cos- mos væri það scm drægi fólk á knattspy rnulciki fyrst og fremst, enda var það svo að það var sama hvar Cosmos lék, ávallt var troðfullt og ný met varöandi áhorfendafjöida sáu oft dagsins ljós. Og árið 1977 var þaö langbesta f sögu knatt- spyrnunnar I Bandarfkjunum. En Pele var ekki eina stjarn- an sem lék I Bandarfkjunum, þareru margir frægir evrópskir knattspyrnumenn og nægir aö ncfna þá Franz „keisara” Beckenbauer og italann Giorgio Chinaglia en þeir leika báðir með Cosmos. Og Cosmos er það stöndugt félag að það munar ekki um að kaupa mann eða menn til að bæta aðeins upp missi Pele. En þaðkemur eng- inn I hans stað, það gera allir sér Ijóst. New York Cosmos, sem fyrir aöeins þremur árum varð aö gera sér aö góðu að hafa um 1500 áhorfendur ab meðaltali á leikjum slnum setti nýtt áhorf- endamet, er 77.691 þúsund sáu liöib leika á heimavelli slnum I New Jersey gegn Fort Lauder- dale. Aður hafði liöið fengið 57.191 áhorfenda —62.394 — og á kveðjuleik Pele voru um 77 þús- und áhorfendur og komust þó færri aö en vildu. Og nú velta menn því fyrir sér hvort hvarf Pele frá Bandarlkj- unum muni verða til þess að knattspyrnan muni fara I ein- hverja lægð aftur, eða hvort hin mikla sókn mun halda áfram. En Pele sem er horfinn heim tii Brasilíu eftir þriggja ára samning við New York Cosmos sem gaf honum 4.75 milljónir Bandarlkjadala I aðra hönd, er bjartsýnn á framtfð knattspyrn- unnar I Bandarfkjunum, og tel- ur aö það hlutverk sem hann átti fyrst og fremst aö vinna —■ að gera knattspyrnuna jafnvinsæla þar I landi og hún er f Evrópu og S-Amerlku hafi heppnast. En hvort hann hefur rétt fyrir sér, verður tfminn aö leiða I ljós. gk-. Liverpool — Englands- og Evrópumeis tarar félagsliða keypti i gær skoska knattspyrnu- manninn Graham Souness frá M iddlesbrough fyrir 352 þúsund sterlingspund, sem er metupphæð ámilli enskra Uða. Fyrri metupp- hæðin var 350 þúsund pund þegar Manchester United keypti Joe Jordan sem einnig er Skoti, frá Leeds fyrir nokkrum dögum. Souness sem er 24 ára gamall hefur ekki likaö lifið að undan- förnu hjá Middlesborough.sagði að hann vonaði að þessi félags- skipti myndu auka möguleika sinn á að komast með skoska landsliðinu i úrslit heimsmeist- arakeppninnar i kanttspyrnu til Argentinu i sumar. Um siðustu helgi var Liverpool slegið ut i bikarkeppninni af Lundúnaliöinu Chelsea og þaö er greinilegt að framkvæmdarstjóri Liverpool — Bob Paisley, ætlar nú að hressa upp á lið sitt — og er talið að Souness muni taka stöðu Ian Callaghan. Liverpool hefur heldur ekki vegnaö sem best i deildarkeppninni það sem af er og ernú fimm stigum á eftir forystu- liðinu Notthingham Forest. Þá var hinnfrægi knattspyrnu- maður Jimmy Greaves dæmdur i fjögra leikja keppnisbann i gær af ensku knattspyrnusambandinu. Greveslék með enska landsliðinu 57 leiki og i þeim skoraði hann 44 mörk og hann á markametið i 1. deild 357 mörk. Greaves sem áður lék með i- talska liðinu AC Milan og ensku 1. deildarliðunum Chelsea, Totten- ham og West Ham leikur nú sem hálfatvinnumaður með utan- deildarliðinu Barnet. 1 leik með Barnet fyrir nokkru gegn Swear- ing var honum visað af leikvelli, en neitaði að yfirgefa völlinn og það kostaði hann fjögra leikja keppnisbann. —BB Breiðablik tap aði tvívegis Breiðablik, sem hefur að undanförnu haft forustuna I 3. deildarkeppninni I lslandsmótinu i handknattleik, hélt til Vest- mannaeyja um helgina og lék þar við Þór og Tý. Ekki fóru Breiðabliksmenn neina frægðarför til Eyja að þessu sinni. Þeir töpuðu báðum leikjunum og þar með 4 mikil- vægum stigum, en áöur höfðu þeir aðeins tapað einu stigi I mót- inu. A laugardaginn léku Breiöa- bliksmenn gegn Þórsurum, og sigraði Þór meö 20 mörkum gegn 17 eftir að hafa haft yfir 20:15 rétt fyrir leikslok. Hannes Leifsson var markahæstur Þórsaranna með 9 mörk. Skoraði hann flest mörk sin úr vltum. Daginn eftir mættu Týrsararnir svo til leiks gegn Breiöabliki, og varð það hörkuleikur. Litiö var skoraö framan af og staöan t.d. aöeins 2:1 Breiðabliki i vil eftir 15 minútna leik, enda var mark- varsla liðanna beggja frábær. í hálfleik leiddi Breiðablik með 8:6 og var oftast yfir I siðari hálfleik, eða þegar Týr náði ekki að jafna. En með mikilli hörku tókst Týr- urum aö jafna leikinn og komast yfir 17:16, og þau urðu úrslit leiksins. — Sigurlás Þorleifsson var markhæstur Týrara, skoraöi 9 mörk, 6 þeirra úr vitum. —GÓ. Connors sigroði Björn Borg Jiminy Connors sigráði í hinni miklu ..Masters” tenniskeppni sem háð var I New York um hetgina. 1 úrslitunum lék han'n við Sviann fræga Björn Borg, og var leikur þeirra mjög skemmtílegur. Connors sigraði i fyrstu lolunni 6:4, en I næstu lotu tdk Borg öll völd og vann örugg- lega 6:1. Hann byr jaði siðustu lotuna eínnig með glæsibrag og komst i 2:0, en Connors sneri dæminu við og tdkst aö sigra 6:4. Fyrir þennan sigur, sem var hans 8. I 11 viðureignunt við Borg, fékk Connors 100 þús- imd dollara, en Borg varð að láta sér nægja 64þúsund dollara sem cinnig er vist hægt að kalla dágóðan skitding. gk-- Jimmy Connors sigraði Björn Borg I úrsiit- um „Masters” keppninnar. Matthías að hœtta hjó Halmia Matthias Hallgrimsson, knatt- spyrnumaðurinn kunni frá Akra- nesi, sem hefur að undanförnu leikib með sænska 2. deildarliðinu Wenzel r # naði i dýrmœt stig Hanne Wenzel frá Lichthenstein bar sigur tír býtum I heimsbikar- keppninni á skiðum er konurnar kepptu I stórsvigi I Les Mosses i Sviss i gær. Wenzel fékk timann 2.52.77 min. og var þvi rúmlega einni sekúndu á undan Moniku Kaserer frá Austurriki sem varð i 2. sæti. Þriðja varð svo Fabienne Serrat . frá Frakklandi á 2.54.24 min. Við sigurinn i gær saxaði Wen- zel mjög á forskot Annemarie Moser i stigakeppninni, Moser er þó enn efst með 93 stig en Wenzel hefur 87.. I þriðja sæti i stiga- keppninni er Lise-Marie Morerod frá Austurriki með 65 stig, einu meira en Monika Kaserer. Margar skiðakvennanna áttu i miklum erfiðleikum i brekkunni i Sviss i gær, og þannig átti Anne- marie Moser t.d. möguleika á mun betra sæti en þvi 8. sem hún hlaut, en henni helkktist illilega á i siðari ferðinni. Það sama henti þær Marie Therese Nadig frá Sviss, og Abbi Ficher frá Banda- rikjunum. gk-. Halmia, mun innan skamms snúa heim til islands á ný og leika hér á landi i sumar. Matthias hefur lengi verið i fremstu röð knattspyrnumanna okkar og hann hefur ieikið fleiri landsleiki en nokkur annar Is- lendingur. Hann réðst til Halmia fyrir tveimur árum, en þar hefur hon- um ekki gengið sem best, oftsinn- is lent i útistöðum við forráða- menn félagsins vegna stifni þeirra I hans garð m.a. i sam- bandi við landsleiki Islands. Matthias hefur oft verið orðað- ur við sænsk lið i 1. deildinni, en nú mun hann sem sagt vera á heimleið hvað úr hverju og það þarf ekki að fara mörgum orðum um að hann mun styrkja Akra- nesliðið mikið i sumar. Hann er i fremstu röð knattspymumanna okkar. w x M - 'vV VERÐLAUNAGRIPIR OG FÉLAGSMERKI Framleiði alls konar verðlaunagripi og fólagsmerki. Hefi ávallt fyrirliggjandi ýmsar staerðir verðlaunabikara og verðlauna- peninga einnig styttur fyrir flestar greinar íþrótta. Leitið upplýsinga. Magnús E. Baldvinsson Laug3vegi 8 - Reykiavik - Sími 22804 Furðulegur úrskurður ■ 0 m 0 I • aomstolsins — sem dœmdi í móli KR og Þórs í körfuboltanum norður á Akureyri Einhver sá furöulegasti dóm- ur sem nokkur Iþróttadómstóll hérlendur hefur nokkru sinni kveðið upp var án efa dómur Iþróttadómstóls á Akureyri I fyrradag I máli körfuknatt- leiksdeildar KR. — KR hafði kært þá ákvöröun Harðar Tulin- iusar dómara á Akureyri að flauta leik Þórs og KR af og dæma Þór sigur, er þeir KR-ingar komust ekki norður. 1 viðtali viö Vísi um þetta lcyti sagði dómarinn að hann hefði ekki fengið um það neina til- kynningu frá forráðamönnum mótsins hér syöra aö KR-ingar kæmust ekki til ieiksins og hann hefði einungis orð KR-inganna sjálfra fyrir þvi ab svo væri, en þeir hringdu norður og létu vita að ekki væri flugveöur. Þegar KR hafði sent mann norður á Akureyri tii aö gera grein fyrir málinu er það var dómtekið þar, héidu menn að ekki væri hægt að dæma á nema einn veg i máiinu, nefniiega að KR og Þór skyidu leika um- ræddan leik. En þeir sem sitja í dómstólnum á Akureyri virðast hafa teygt og togað málib þann- ig að þeir dæmdu Þór sigur, staðfestu úrskurð dómarans. Eitt af þvl sem minnst hefur verið á i þessu máii er það aö nokkur sæti hafa verið laus I flugvéiinni tii Akureyrar um- ræddan rnorgun. En hvern andsk... kemur það máiinu viö.J Var veriö aö dæma eftir ein- hverjum reglum knattspyrnu- sambandsins þar sem liö eru skylduð til aö taka fyrstu vél keppnisdaginn? Þetta ákvæði finnst ekki f reglum körfuknatt- leikssambandsins. Hinsvegar gerðu KR-ingar þaö sem þeir gátu til að komast norður um morguninn en tókst ekki, en það þýðir ekki að það eigi aö refsa þeim. Og það á heldur ekki ab refsa KR þótt ekki hafi verið flugveöur eftir hádegi, þegar þeir áttu að fljúga. Þótt „KR-mafian” sé sterk, þá ræö- ur hún enn ekkl veðurfari hér á landi hvað sem slöar kann að verða. I stuttu samtali við einn af þeim mönnum sem eiga sæti I dómstói handknattieikssam- bandsins sagði umræddur við- mæiandi VIsis að þeir hefðu breytt lögum sinum þannig að nú kæmu öll mál beint til HSt-dómstólsins. Þetta heföi verið nauðsyn, enda hefði lltið annaö komið frá héraðsdóm- stólunum nema vitleysa. Og eftir þetta mál norður á Akureyri verbur manni á að hugsa, hvort það sama gildi ekki fyrir körfuknattieiksmenn, hvort þeir ættu ekkí að ieggja niður héraðsdómstdla sem dóm- stig I sinum málum. Eitt þykir þó rétt að taka fram að lokum, en þaö er aö Þór á Akureyri hefur ekkert komiö nærri þessu máii, og sannast sagna held ég aö þeir Þórsarar séu ekkert yfir sig hrifnir aö fá stig á þennan hátt. B.B. # # EKKI EINN—HELDUR 1.. 2. 3.. BILAR I ASKRIFENDACETRAUNINNI FORD FAIKMONT Argerö 1978, verömæti um 2 millj. kr. VERÐLAUNIN 1. FEBRÚAR. SIMCA 1307 Argerö 1978, verömæti 3.4 millj. kr. VERÐLAUNIN 1. AFRIL. Argerö 1978, verömæti 2,3 millj. kr. VERÐLAUNIN 1. JÚNl. VISIR Simi 86611 VÍSIR Simi 82260 VtSIR Simi 86611 VISIR Simi 82260 VISIR Simi 86611 VISIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.