Vísir - 30.01.1978, Side 7

Vísir - 30.01.1978, Side 7
vism Mánudagur 30 . janúar 1978. 7 Gagnrýnin byggð á misskilningi „Sú gagnrýni, sem komið hef- ur fram hjá þeim aðilum sem standa að Torfusamtökunum, um breytingar á framkvæmda- svæði við Aðalstræti eru á mis skilningi byggðar. 1 málflutn- ingi þeirra er rætt um deili- skipulagstillögu, en það sem við höfum verið að vinna að er und- irbúningur undir deiliskipulag, sem er engan veginn fullmót- að”,sagði örn Sigurðsson, arki- tekt, sem starfar hjá Teiknistof- unni, Garðastræti 17. Starfs- mönnum þar var falið það verk- efni af skipulagsyfirvöldum að vinna að rannsókn uppbygg- ingarmöguleika á fram- kvæmdasvæðinu við Aðalstræti (Hótel fslandsplaninu, eða Hall- ærisplaninu, eins og það hefur verið nefnt i seinni tið). Hugmynd, sem gæti verið ein af þúsund, sem kæmu til greina. Þann 26. júli s.l. samþykkti skipulagsnefnd Reykjavikur- borgar fyrir sitt leyti að unnið yrði áfram að fyrrgreindum rannsóknum á framkvæmda- svæðinu. Við það tækifæri höfðu starfsmenn teiknistofunnar samband við fjölmiðla og greindu frá hugmyndum sinum. „Rikisfjölmiðlarnir sinntu þessu ekki. Við lögðum fram þessar hugmyndir til þess að fá viðbrögð almennings og þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta. Við erum fegnir öllum hugmyndum sem koma fram varðandi þetta mál og okkar er kannski aðeins ein af mörgum þúsundum sem kæmu til greina”, sagði örn. 1 tillögum starfsmanna teiknistofunnar, sem eru þeir Gestur Olafsson, Hilmar Þór Björnsson og örn Sigurðsson, er ekki lagt til að rifin séu ellefu hús eins og fram kemur i sam- þykkt Torfusamtakanna. „Þetta er tilraun til þess að gæða miðbæinn þvi lifi, sem margir telja að hann hafi glat- að”, sagði Hilmar. Könnun á svæðinu hefur verið gerð. Starfsmenn teiknistofunnar sögðu að fram hefði komið i fjöl- miðlum, að engin könnun hefði farið fram á gömlum húsum á þessu umrædda svæði. Þeir sögðu þetta ekki rétt. Könnun var gerð á húsunum i kvosinni, eða miðbænum, og þar með á þessu svæði, árið 1969. Það hefði Hörður Ágústsson og Þorsteinn Gunnarsson gert. Þeir á teikni- stofunni sögðu að það yrði að taka tillit til þess, að sjö ár væru siðan hún hefði verið gerð og ef til vill yrði öðru visi staðið að könnun á svæðinu ef hún yrði gerð á þessu ári, vegna breyttra viðhorfa til gamalla húsa. Arkitektarnir lýstu sig sam- þykka þvi, sem komið hefði fram hjá Torfusamtökunum, að vinna beri að þvi á markvissan hátt að viðhalda og endurbæta svæðin umhverfis kvosina og gera þau að góðum ibúðarhverf- um. Einnig,aðá þessum málum verði haldið þannig að full gát sé höfð i umgengni við gömul hús og gróin hverfi. íbúðir við Aðalstræti. Starfsmenn teiknistofunnar töldu, að ibúðir við Aðalstræti gætu hentað jafnt fjölskyldu- fólki sem einstaklingum. Torfu- samtökin hafa gagnrýnt ibúða- byggð þarna á þeim forsendum að ekki sé t.d. hægt að hafa þar leikvelli fyrir börn og þvi stæð- ust þar ekki ákvæði byggingar- samþykktar Reykjavikurborg- ar. Þarna mundi safnast saman eldra fólk og einstaklingar. „Eins og áður hefur komið fram þá er þessi hugmynd okkar að- eins ein af mörgum, sem koma til greina, en ekki tillaga að ákveðinni húsagerð. Þetta eru einungis frumdrög að skipu- lagstillögu. Leiksvæði er hægt að útbúa i nágrenninu, eða jafn- vel á þökum húsanna, eins og hefur tiðkast i Evrópu i mörg ár. Vissulega gæti þetta verið kjörin ibúðabyggð fyrir ein- staklinga og aldraða”. „Vi'ða erlendis þekkist sú hug- mynd, sem fram kemur i frum- vinnu okkar að deiliskipulaginu við Aðalstræti, að byggt sé yfir torg. Þetta hefur reynst mjög vel f mörgum löndum t.d. i Dan- mörku og Hollandi. Þarna er hægt að hafa mjög gjölbreytta starfsemi, nánast hvað sem er. T.d. væri hægt að halda þarna Iþróttamót, hafa kaffihús, tón- leika, skákmót og sýningar. Bifreiðum er ætlaður staður i geymslum neðanjarðar, undir torginu, til þess að vegfarendur geti haft svæðið fyrir sig”, sagði Hilmar. — KP. örn Sigurðsson. Hilmar Þór Björnsson. Likanið, sem arkitektarnir hafa gert. Það er engan veginn fullmót- að, heldur hugmynd og henni er hægt að breyta — t.d. með hug- myndum frá almenningi og þeim aðilum sem hafa hagsmuna að gæta. Myndir — BP. Nýkomin styrktorblöð og augoblöð í eftirtaldar bifreiðar: Hœkkið bílinn upp svo að hann taki ekki niðri a snjóhryggium og holóttum vegum ___ _ ^ Bedford 5 og < tonna augablöð aftan. Datsun diesel 70-77 augablöð aftan. Mercedes Benz 1413, augablöð og krókblöð. Mercedes Benz 322 og 1113, augablöð. Scania Vabis L55 og L56, augablöð og krókblöð aftan. Scania Vabis L76, augablöð og krókblöð. 2” 2 1/4” og 21/2” styrktarblöð i fólksbila. Mikið úrval af miðfjaðraboltum og fjaðra- klemmum. Smíðum einnig fjaðraklemmur eftir máli. Sendum i póstkröfu hvert á land sem er. Bílavörubúðin Fjöðrin h.f. Skeifan 2, simi 82944. !^ar/be 0 SUNNUF MÁLLORCA dagfiug á sunnudögum. Eftirsóttasta paradís Evrópu. Sjórinn. sólskinið og skemmtanalífið eins og fólk vill hafa það. Tvær Sunnuskrifstofur og hópur af íslensku starfsfólki. bamagæsla og leikskóli. Bestu og eftirsóttustu hótel og íbúðir, sem hœgt eraðfá. COSTA DEL SOL dagflug á föstudögum. Heillandi sumarleyfis- staður, náttúrufegurð, góðar baðstrendur, fjölbreytt skemmtanalíf og litríkt þjóðlíf Andalusiu. Nú bjóðum við eftirsóttustu lúxusíbúðimar við ströndina í Torremolinos Playamar. Sunnuskrifstofa á staðnum. COSTA BRAVA dagflug á sunnudögum - mánudögum. Lloret de Mar, eftirsóttasti skemmtiferðastaðurinn á Costa Brava. Við bjóðum glæsilegar og friðsælar fjölskyldu íbúðir Trimaran, rétt við Fanals bað- ströndina og einnig vinsœl hótel. KANARIEYJAR vetur, sumar, vor og haust, dagflug á laugar- dögum - fimmtudögum. Sólskinsparadís allan ársins hring. Hægt ér að velja um dvöl á vinsœlustu og bestu hótelum og íbúðum á Gran Canaria og Tenerife. GRIKKLAND dagflug á þriðjudögum. Nýr og heillandi sumar- leyfisstaður íslendinga. ífyrsta sinn í fyrra beint flug frq íslandi til Grikk- lands, á rúmum 5 klst. Ný glæsileg hótel og íbúðir. Einnig hœgt að dvelja á hóteli og smáhýsahverfi á grísku eyjunum. Reyndir íslenskir fararstjórar Sunnu á stöðunum. ÍTALÍA —Sorrentó — Kaprí — Róm. Dagjlug á þriðjudögum. Hœgt að velja um dvöl í hinum undurfagra ferðamannabæ við Napólí- flóann, ævintýraeyunni Kaprí eða hinni sögufrægu og fögru Rómarborg, borginni eilífu. íslensk skrifstofa Sunnu íSorrentó og Róm. KA UPMANNAHÖFN Tvisvar í mánuði. Einu sinni í viku maí- október. Islensk skrifstofa Sunnu opin í Kaupmannahöfn íjúní-september, til þjónustu viðSunnujarþega. LONDON Vikulega allan ársins hring. KANADA /samvinnu við vestur íslendinga getur Sunna boðið upp á 2 mjög hagstæðar flugferðir til Winnepeg. PORTUGAL ífyrsta sinn reglubundið leiguflug beint til Portúgal. Við höfum valið glæsileg hótel og íbúðir í eftirsóttustu baðstrandar- bæjunum Estoril og Cascais í aðeins 30 km fjarlægð frá höfuðborginni Lissabon. Frægir gististaðir kóngajólks, — og nú Sunnufarþega. — á viðráðanlegu verði. Fjölbreyttar skemmti- og skoðunárferðir og íslenskir fararstjórar Sunnu á staðnum. Þúsundir ánægðra viðskiptavina velja SUNNUFERÐIR ár eftir ár. Bankastrœti 10 Símar 29322 - 16400 • 12070 og 25060 I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.