Vísir - 11.02.1978, Page 2
Laugardagur 11. febrúar 1978
VÍSIR
Blaðamenn Vísis kynna sér framkvœmdir Islenska iórnblendisfélagsins ó Grundart
ÞARF TIU
ÞÚSUND
KÍLÓWATT-
STUNDIR
f TONN
KÍSIUÁRNS
Skipakomur verða um 150 á ári þegar
verksmiðjan nœr fullum afköstum
Fyrri ofninn i kisil-
jámverksmiðjunni á
Grundartanga verður
tekinn i notkun fyrir 1.
april á næsta ári, en
ársafköst hans eru
25.000 tonn af kisiljárni.
Siðari ofninn verður
svo tekinn I notkun um
það bileinu og hálfu ári
siðar, og tvöfaldast þá
afkastageta fyrirtækis-
ins.
Blaöamenn heimsóttu
íslenska járnblendifélagiö á
Grundartanga á miðvikudag og
fimmtudag og fengu þar upplýs-
ingar um framkvæmdirnar á
staðnum og tæknilegu hlið
væntanlegrar verksmiðju. Jón
Sigurðsson, aðalframkvæmda-
stjóri félagsins, Fredrik T.
Schatvet, tæknilegur fram-
kvæmdastjóri, Guðlaugur Hjör-
leifsson, staðarverkfræðingur,
og John Fenger, fjármálastjóri,
Ofnhúsið, þar sem fyrri bræðsluofninum verður komið fyrir. Þetta er stærsta stálgrindarhús á tslandi,
en mesta hæð þess er 45 metrar.
veittu blaðamönnum þar marg-
háttaðar upplýsingar um fram-
kvæmdirnar og verksmiðjuna,
og Jón Steingrimsson, verk-
fræðingur, fjallaði sérstaklega
um mengunarvarnir.
Orkan er
framlag íslands
„Til þessarar framleiðslu
hefur Island i rauninni ekki upp
á neitt annað að bjóða en ork-
una”, sagði Jón Sigurðsson.
„Orkuverðið verður þar á ofan
að vera lægra en gerist i ná-
grannalöndunum til að bera
uppi það óhagræði og kostnað,
sem stafar af fjarlægð landsins
frá hráefnalindum og markaðs-
Fredrik T. Schatvet, tæknilegur
framkvæmdastjóri járnblendi-
félagsins útskýrir starfsemi
verksmiðjunnar.
svæðum þessarar vöru”.
Hér er heldur ekki um svo
litlaorku að ræða. Jón sagði, að
það þyrfti 9—10 þúsund kiló-
wattstundir af raforku til að
framleiða hvert tonn af kisil-
járni. I samningi Járnblendi-
félagsins við Landsvirkjun er
gert ráð fyrir, að þegar verk-
smiðjan sé komin að fullu i
rekstur kaupi hún 68 megawött
afls að meðaltali, og 550 giga-
wattstundir af orku á ári. Af
þessari orku munu 306 giga-
wattsstundir vera afgangsorka,
en 244 grunnorka. Til saman-
burðar má geta þess, að ál-
bræðslan i Straumsvik notar
tvöfalt meira aflog orku, og öll
orka þar er grunnorka.
Fjárfesting á við
500 góðar bújarðir
Jón Sigurðsson benti á, að
kisiljárnverkmsiðjan væri, að
frátöldu álverinu, langstærsta
iönaðarfjárfesting, sem ráðist
hafi verið i hér á landi, og sú
lang stærsta, sem Islendingar
hafa sjálfir ráðist i og tekið
áhættu af.
„Fjárfestingin er kannski á
borð við 25—30 vel búin loðnu-
skip, eða 10—12 stórar fiski-
mjölsverksmiðjur eða nær 500
góðar bújarðir með allri áhöfn”,
agði hann.
„Það er nú viðfangsefni
þeirra, sem treyst hefur verið
fyrir forystuhlutverkum i
rekstri fýrirtækisins, að gera
það sem frekast er kostur til að
þetta verði gott fyrirtæki, sem
gefur fólkinu, sem hér mun
starfa, áreiðanlega atvinnu við
best möguleg skilyrði, lánveit-
endum timanlega endurgreiðslu
lána, eigendum góðan arð og
þjóðarbUinu nýja, styrka stoð
undir efnahagsframfarir i land-
inu. Þess mun verða freistað að
draga úr hinum óæskilegu
áhrifum af verksmiðjurekstrin-
um eins og frekast er kostur”,
sagði Jón.
Jón Sigurðsson, aðalfram-
kvæmdastjóri islenska járn-
blendifélagsins, að ræða við
blaðamenn.
Hvað segja
forráðamenn
sveitarfélag-
anna, sem
næst liggja
verksmiðj-
unni, um
þetta nýja at-
vinnufyrir-
tæki? Blaða-
menn hittu
nokkra tals-
menn
sveitarfélag-
anna að máli
á Grundar-
tanga i vik-
unni. Hér
fara nokkur
ummæli fjög-
urra þeirra.
„Við fáum fasteignagjald
af verksmiðjunni og hluta af
landsUtsvari”, sagði Sigurð-
ur Sigurðsson, oddviti Skil-
mannahreppar.
„Það verða einu beinu
tekjur okkar af verksmiðj-
unni. Að því er starfsfólk
verksmiðjunnar sncrtir þá
býst ég við að það komi viða
að, hvar sem það kann svo að
setjast að. Hins vegar hefur
allmargt fólk héðan úr
hreppnum þegar fengið
vinnu við verksmiðjuna, og
það sennilega jafn margar
konur og karlar.
Það hefur mikiö verið rætt
um mengun frá verksmiðj-
unni, og ýmsir hafa óttast
það mjög. Hvaö verður i þvi
efni mun timinn leiða i Ijós”.
„Ég hef alltaf veriö van-
trúaður á, að þessi verk-
smiðja muni hafa mikla já-
kvæða þýðingu fyriri þessar
sveitir”, sagði Guðmundur
Brynjólfsson, oddviti Hval-
fjarðarstrandarhrepps.
Hann kvaðst óttast að
verksmiðjan hefði i för með
sér röskun i sveitunum og að
búskapur færi þar minnk-
andi, og væri það reyndar
þegar að koma i ljós, en það
gæti haft alvarlegar afleið-
ingarfyrirþá.sem eftiryrðu
við búskapinn.
Hann sagði, að verksmiðj-
an gæti hugsanlega haft I för
með sér að fólk flyttist til
þessara sveita, en til þess að
svo gæti orðið yrði fólkið þá
að hafa aðstöðu til þess að
setjast þar að, t.d. húsnæðis-
lega.
„Við teljum, að verksmiðj-
an geti haft jákvæð áhrif fyr-
ir okkur á Akranesi”, sagði
Valdimar Indriðason, forseti
bæjarstjórnar Akraness.
„Verksmiðjan er i næsta
nágrenni við okkur, þvi það
er ekki nema stundarfjórð-
ungs akstur á milli,
starfsfóikið mun óhjákvæmi
lega þurfa að sækja marg
háttaöa þjónustu til Akra-
ness.
Ég vil leggja áherslu á, að
það hefur verið gott sam-
starf milli okkar og sveitar-
félaganna austan heiðar og
ég tel vist að það verði
áfram, þvi þetta er allt ein
heild.
Höfnin hér mun engin áhrif
hafa á Akraneshöfn, enda
notuð eingöngu fyrir verk-
smiðjuna i nánustu framtið.
Hins vegar býður höfnin sið-
ar upp á ýmsa möguleika,
sem ræddir hafa verið i
hafnarnefndinni, t.d. i sam-
bandi við korninnflutning og
fleira slikt fyrir land-
búnaðarhéruðin, en það
drægi ekki frá Akranesi
heldur frá Reykjavik.”
„Það hefur borið nokkuð á
kviða manna I sambandi við
þessa verksmiðju”, sagði
Kristinn Júliusson, oddviti
Leirár- og Melahrepps á
bl aðamannafundi að
Grundartanga.
„Þetta byggðarlag er fá-
menntog því viðkvæmt fyrir
áhrifum frá s vo stórum stað,
sem hér er að halda innreið
sina. En ég held að forráða-
menn verksmiðjunnar geri
sér ljóst, að hagsntunir
hennar eru fólgnir I því að
góð samskipti verði við fólk-
ið hér.
Hitt vil ég leggja áherslu á,
að afstaða fólks til verk-
smiðjunnar fer eftir þvi
hvaða stefnu málin taka.
Það geta komið upp marg-
vísleg félagsleg og efna-
hagsleg vandamál, en þó er
það ailt óijóst enn.”
Texti: Elías Snœland Jónsson Myndir: Jens Alexandersson