Vísir - 11.02.1978, Síða 18

Vísir - 11.02.1978, Síða 18
18 Laugardagur 11 febrúar 1978 VXSIR fyrir könnuninni var reyndar þeim skilyrðum háð að við héld- um algjörri nafnleynd og að ekki yrði hægt að þekkja ein- staka fanga og afbrotamál af þeim upplýsingum er fram kæmu i ritgerðinni eða annars staðar. Við byrjuðum á verkinu i september siðastliðnum með frumkönnun i gamla Hegningarhúsinu Skólavörðu- stig 9 til þess að koma okkur niður á ákveðin vinnubrögð. Siðan vorum við allan septem- ber og hluta af október i viðtöl- um við fanga á Litla-Hrauni, Kviabryggju og Skólavörðustig 9. t fyrsta áfanga töluðum við persónulega við hvern fanga fyrir sig og lögðum fyrir þá spurningalista með 54 spurning- um sem þeir svöruðu á staðn- um. Spurningarnar voru marg- vislegs eðlis,-um uppruna upp- eldi, félagslegar og trúarlegar aðstæður i uppvexti, um skoðanir þeirra á kirkju og kristnij um afbrot þeirra og fangelsisdvöl og viðhorf þeirra til fangelsis- og dómsmála og mörg fleiri atriði. Næsta skrefið var að við völd- um 8 fanga eftir sérstakri úr- taksaðferð og áttum við þá sér- viðtöl sem við tókum upp á segulband. t þessum einkavið- tölum var farið i saumana á svör um þeirra viö spurningalistan- um. betta voru oft mjög itarleg og löng samtöl og afar persónu- leg. Þeim virtist liggja mikið á hjarta og voru fúsir að tjá sig um þau afbrot sem þeir höfðu framið og átt erfitt að ræða um við aðra. Þetta á ekki siður við um þá sem höfðu framið morð og grófari afbrot og sögðu þeir okkur frá þvi hvernig þeir hefðu farið að við afbrotin og hvernig þeim hafi verið innanbrjósts á meðan. Þær upplýsingar sem við fáum af spurningalistunum eru flestar tölfræðilegar en úr einkasamtölunum við fangana fáum við vitneskju um persónu- leg vandamá! hvers og eins og þessu nánu kynni varpa skýrara ljósi á tölfræðilegu niður- stöðurnar. 'ííý „j&ýe&Mii Ef fangarnir geta læknað sig af drykkjusýkinni eiga þeir góða möguleika til að samlagast þjóöfélaginu þegar þeir koma út. Ef þaö tekst ekki eru yfir- gnæfandi likur til þess að þeir leiöist út i afbrot á ný. Við töluðum við alla refsi- fanga sem afplánuðu dóm á þessum tima nema þrjá. Einn þeirra neitaði að tala við okkur vegna stjórnmálaskoðanna. Jafnframt ræddum við við fang- elsisyfirvöld á hverjum stað, fangaprest, forstöðumann skil- orðseftirlits rikisins, deildar- stjóra i dómsmálaráðuneytinu, starfsmann Verndar og marga fleiri aðila. Við vildum kynna okk‘ur á breiðum grundvelli hvað gert er fyrir fanga og hvernig að þess- um málum er staðið yfirleitt. Það kom i ljós að það eru fleiri aðilar sem láta fangelsismál til sin taka en við gerðum okkur grein fyrir i upphafi. Siðan höf- um við unnið jöfnum höndum með námi við að moða úr þeim upplýsingum sem við höfum viðað að okkur og við gerum ráð fyrir að ljúka þessu verki ein- hverntima með vorinu. Töldu sig hafa fengiö trúarlegt uppeldi — Hverjar eru helstu niður- stööurnar úr þessari könnun? ,,Við erum ekki ennþá búnir að fá endanlegar niðurstöður úr öllum spurningunum, en við erum þó langt komnir með að vinna úr þeim. Það voru alls 27 fangar sem svöruðu spurning- um okkar. bað sem við rekum fyrst augun i er hve hátt hlutfall þeirra hefur alist upp i sveit. J Tólf fanganna höfðu álist upp i Reykjavik eða 44,5%,niu i þétt- býli utan Reykjavikur það er i kaupstöðum og kauptúnum eða 33,3% og sex i sveitum eða 22,2%: Af þessum föngum höfðu átta lent i skilnaði, tveir voru giftir, fjórir lifðu i óvigðri sambúð og þrettán voru einhleypir. bannig að hjúskaparstétt þeirra hefur sérstöðu, einkum hvað margir hafa lent i skilnaði. Ein spurningin var þannig hvort þeir hefðu fengið trúarlegt uppeldi og svöruðu átján þvi játandi en það eru rúm 66% þeirra. Sögðu þeir að þetta trúarlega uppeldi hefði einkum verið fólgið i bænakennslu, bibliulestri og kirkjusókn.” Trúa á endurfæðingu ,,Það vakti sérstaka athygli okkar hvað margir töldu sig hafa orðið fyrir trúarlegri reynslu. Til dæmis sagði einn fangi okkur þá sögðu að eitt sinn er hann var á sjónum var það að kvöldlagi að hann hallaði sér út fyrir lunninguna á skipinu. Sér hann þá Jesú Krist upp- ljómaðan. Hann hörfar til baka við þessa sjón og i sama bili skellur stálvir i lunninguna með svo miklu afli að hann hefði skorið af honum handlegginn ef hann hefði staðið þar ennþá. Annar sagði að Jesú vitjaði hans oft i draumum. Margir geta þess að þeir hafi orðið fyrir dulrænni reynslu og að þeir geti skynjað návist látinna. Við spurðum þá um afstöðu þeirra til guðs. Tveir þeirra héldu þvi fram að enginn guð væri til og er það nokkuð hátt hlutfall guðleysingja miðað við þær kannanir sem gerðar voru á Akureyri og Ólafsfirði. Fjórir voru efasemdarmenn og töldu að þeir hefðu enga vissu fyrir tilvist guðs. Hins vegar svöruðu niu þvi til að til væri kærleiks- rikur almáttugur guð sem þeir gætu beðið til. Það er ákaflega merkilegt að mikill meirihluti þessara af- brotamanna trúirmjög sterkt á endurholdgun, að þeir geti fæðst aftur. Einnig trúa þeir þvi að sálin geti flust á annað tilveru- stig við dauðann. Þetta getur bent til þess að innst inni hafi þeir dulda löngun til þess að lifa nýju lifi og fá ný tækifæri þó að annað væri oft upp á teningnum þegar rætt var um þau mál beint.” Sakna kvenfólks og skemmtana ,,Um þriðjungur fanganna sagöist ekkert annað hafa að leita með vandamál sin en til sjálfs sin. Þá leita þeir einnig til fangavarða og samfanga. Auk þess vitum við til þess þó það hafi ekki komið fram i svör- um þeirra að þeir leita mjög oft til fangelsisprestsins, fangelsis- læknis og starfsmanns Verndar. Það er kannski rétt að taka það fram að þetta eru svör frá föngum i öllum rikisfangelsun- um. Það sem þeim þótti verst við fangelsisvistina var meðal annars frelsissvipting slæmir klefar,of litil vinna#vöntun á betri aðstöðu til útivistar og iþrótta. Sumum þótti það verst að þurfa að hlýða og öðrum fannst það verst eiga enga sálu- félaga og fá fáar heimsóknir. Þeir söknuðu mest atvinnu og heimilis, kvenfólks og skemmt- ana, áfengis og lyfja og siðast en ekki sist félaganna fyrir utan. 1 þessum svörum kemur það fram að aðeins tveir þeirra tala um slæmt samband við skyld- menni eða sina nánustu og fjórir segjast ekkert samband hafa við þá.” 81% alitaf undir áhrifum viö afbrot „Við spurðum þá að þvi hvort þeir væru undir áhrifum lyfja eða áfengis þegar þeir fremdu afbrot sin. Svör þeirra við þess- ari spurningu komu okkur mest á óvart og leiddu niðurstöður okkar allt annað i ljós en al- mennt hefur verið álitið og kom- ið fram i könnunum hingað til. 81% af þessum refsiföngum eru alltaf undir áhrifum annaðhvort áfengis eða lyfja þegar þeir fremja afbrot sin. Enginn þeirra er alveg laus við það og fimm þeírra eru stundum og stundum ekki undir áhrifum þegar þeir brjóta af sér”. Morðingjar eins og fólk er flest Leiddi könnunin i ljós hvort hægt sé að rekja afbrotaferil þeirra til uppeldis eða félags- legra eða trúarlegra aðstæðna i æsku? ,,Það virðist ekki áberandi samkvæmt okkar könnun. Ann- ars vantar samanburð við aðra þjóðfélagshópa ef á aðsvara þvi hvers vegna þessir menn lenda f afbrotum en ekki einhverjir aðrir sem hafa sams konar þjóðfélagslegan bakgrunn. 1 þessum efnum er erfitt að fá einhverjar marktækar niður- stöður. Flestir fanganna hældu sinum heimilisaðstæðum og töldu að þær hafi verið fullkomlega eðli- legar. Foreldrar þeirra eru úr öllum stéttum þjóðfélagsins og uppeldi þeirra virðist ekki hafa verið mikið frábrugnara en gengur og gerist. Það er þó gegnum gangandi að þeir hafa byrjað mjög snemma i óreglu, oft um fermingu. Einnig voru nokkur dæmi þess að foreldrar þeirrahefðu haftlitiðaðhaldað útivistun þeirra á kvöldin þegar þeir voruyngri. Og auðvitað eru svo dæmi þess að afbrotamenn komafrá uppflosnuðum heimil- um. — Hvernig var ykkur tekið af fóngunum ? „Fangarnir eru mjög varir um sig en yfirleitt tóku þeir okk- ur vel. Ef til vill hafa þeir haldið að góð samvinna gæti orðið þeim til hagsbóta. Eitt sinn kom upp sá orðrómur á Litla-Hrauni að við værum dulbúnir rann- sóknarlögreglumenn og það tók okkur nokkurn tima að eyða tor- tryggni þeirra. Þeir halda að það sé alltaf verið að klekkja á sér. Við óttuðumst að viðtölin við morðingja og þá sem höfðu framið grófari glæpi yrðu nokk- uð þvinguð. En tilfinningin fyrir þvi að þetta væru glæpamenn hvarf þegar við fórum að ræða við þá og þeir komu okkur fyrir sjónir alveg eins og fólk er flest.” Þægilegt líf aö vera af- brotamaður Fannst þeim að þeim væri gert rangt tíl með þvi' að vera lokaðir inni? „Það er varla hægt að segja það. Yfir 90% þeirra teljasig sitja inni verðskuldað. Hins vegar fannst mörgum það skrýtið hvað dómar væru mis- þungir að þeim fannst og að margir sem hefðu framið alvar- legri afbrot en þeir sjálfir slyppu við refsingu. Það er óhætt að fuilyrða að margir sem sátu inni iðruðust gerða sinna, einkum var þaö áberandi meðal þeirra sem höföu framið alvarlegri afbrot. Margir þeirra voru sibrota- menn sem höfðu gengið lengra en þeir ætluðu sér eða atvikin hagaö þvi þannig til. Þeir sáu aö stefnubreytinga var þörf og voru ákveðnir i þvi að bæta sig. Við töluðum einnig við marga sem voru staðráðnir i þvi að halda áfram á afbrotabrautinni og þeim fannst þetta bara þægi- legt lif og létu engan bilbug á sér finna. Þetta kom okkur á óvart ekki sist vegna þess að þetta var útbreidd skoðun meðal yngri fanganna.” Hvernig er þetta samfélag fanganna? „Þaö er ákveðin spenna sem rikir i andrúmsloftinu og má lit- ið út af bera til þess að allt fari ekki i háa loft. Akveðnir menn virðast geta náð undirtökunum og hafa tilhneigingu til að ráðskast með aðra fanga og hafa áhrif á skoðanir þeirra. Af þessu leiðir að það hefur skap- ast ákveðin stéttaskipting með- al þeirra Hún liggur kannski ekki alveg i augum uppi en er staðreynd engu að siður. 1 fram- haldi af þessu er vert að benda á að sumir hafa áhrifavald vegna greindar sinnar og það er litið upp til þeirra. Annars fannst okkur að fangarnir væru al- mennt miklu greindari en við gerðum ráð fyrir i upphafi. Okkur er sérstaklega minnis- stætt eitt atvik á Kviabryggju. Þá settumst við niður og spjölluðum við fangana eftir að viðtölum var lokið og röbbuðum við þá um heima og geima. Fangarnir höfðu mikinn áhuga á að fá fréttir af félögum i bransanum bæði af þeim sem sátu inniog þeim sem voru fyrir utan. Sat þessi inni ennþá? Var búið að negla þennan? Hvernig hefur þessi það? Svo heyrðust fagnaðarlæti eða óánægjukurr allt eftir þvi hvernig fréttirnar voru. Þarna kom fram hjá þeim alveg gifurleg hópvitund, lik- lega hin fullkomna stéttarvit- und.” Eyddi L5 milljón á viku Hvaða möguleika hafa þessir menn á þvi að samlagast þjóö- félaginu eftir að þeir hafa af- plánað dóm? „Þeir hafa náttúrulega ýmsa möguleika og það er margt gert Viku eftir aö hann slapp út var hann búinn að eyða einni og hálfri milljón og það fór ekki allt i nytsama hluti. Litla-Hraun er heimilisleg stofnun og þar hafa fangar nóg að starfa. Hins vegar er mikil lyfjagjöf þar og auðvelt að smygla inn eiturlyfj- um þangað.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.