Vísir - 10.04.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 10.04.1978, Blaðsíða 3
m VlSOt Mánudagur 10. april 1978 Pálsson v> . r ^miiáM Pétur Guömundsson, hinn hávaxni miöherji landsliösins, gntefir hér yfir leikmennipressuleiknum, en þao er ÞórsarinnMark Christens- sen, sem sækir aö honum. — Vlsismynd Einar. Landsliðið marði ## pressuna ## — sigraði 106:102 í fjörugum leik liðanna í körfuboltanum Það mátti sjá mörg skemmtileg tilþrif þegar landsliðsúrvalið sigraði „pressulið" i körfuknatt- leik i Hagaskóla í gær með 106 stigum gegn 102. Húsfyllir var og áhorfendur skemmtu sér vel við að horfa á tilburði bandarisku ieikmannanna gegn landsliðinu. Það er greinilegt eftir að hafa horft á Pétur Guðmundsson leika með landsliðsúrvalinu að hann styrkir liðið gifurlega. En — Pétur á að geta meira og hann' getur það örugglega. Það vildi nefnilega brenna við að hann beitti sér ekki sem skyldi og átti það aðallega við um varnarleik- inn. Manni fannst eins og hann ætti að vera mun virkari i frá- köstunum, ekki bara taka þau sem koma niður nákvæmlega þar sem hann er staðsettur hverju sinni heldur reyna að bera sig eftir boltanum af meiri grimmd. En Pétur geröi margt stór- skemmtilegt og ,,pressuliðs- mönnum" gekk afar illa að ráða við hann i sókninni þar sem hann skapaði ávallt mikla hættu með hæð sinni. Þrátt fyrir að ýmislegt mætti betur fara i leik Péturs þá verður það ekkert vafamál hann styrkir liðið verulega. Fleiri leikmenn landsliðsins áttu mjög góðan leik og voru þeirra bestir þeir Jón Sigurðsson, Simon ólafsson og Kristján Agústsson. Það er, þegar á heild- ina er litið. engin ástæða til ör- væntingar hvað landsliðið snertir, liðið hefur hálfan mánuð til að undirbúa sig fyrir Norðurlanda- mótið og það má gera ýmislegt á þeim tima. Bandarikjamennirnir Dunbar Hockonos og Christensen voru skemmtilegir i þessum leik en Dunbar var þó seinn i gang. Af öðrum leikmönnum „pressunn- ar" má nefna Einar Bollason og Jónas Jóhannessoa en liðið i heild gaf landsliðinu verðuga keppni. Liðin skiptust nefnilega á um forustuna allan leikinn. staðan i hálfleik var 48:45 fyrir úrvalið. I upphafi siðari hálfleiks tók „pressan" forustuna i sinar hendur og komst 8 stig yfir en úr- valið jafnaði 82:82. Siðan var jafnt siðast 102:102 en landsliðs- úrvalið skoraði fjögur siðustu stigin. Stighæstir landsliðsmannanna voru Pétur Guðmundsson með 25 stig Simon Ólafsson og Kristján Ágústsson 17 hvor Jón Sigurðsson 15. Hjá „pressuliðinu" voru stig- hæstir peir Dirk Dunbar með 22, Rick Hockenos með 19 og Mark Christenssen með 17. gk- HK sigraði Þrótt aftur — Vann síðori leikinn 18:16 og því samanlagt 40:37 og leikur tvo leiki við nœstneðsta liðið í 1. deild Það verður HK úr Kópavogi sem leikur tvo leiki við næst- neðsta liðið i 1. deildinni i hand- Stórsigur Standard Þrátt fyrir að Standard Liege ynni stórsigur í knattspyrnunni i Belgiu um helgina, færðist liðið ekkert nær forustuliðinu FC Brugge, sem virðist nú hafa tryggt sér meistaaratitilinn á nýjan leik. Standard lék gegn Beringen og vann stórsigur 5:0, en FC Brugge sigraði Molenbeek 2:0. — Ander- lecht sem er i öðru sæti sigraði einnig, vann Winterslag 2:0. Staða efstu liðanna er nú þann- ig að FC Brugge hefur 48 stig, Anderlecht og Standard 44, en nú er aðeins þremur umferðum ólokið. gk— boltanum um sæti i 1. deild aö ári. Eins ogkunnugt er þá urðu HK og Þróttur jöfn að stigum i 2.-3. sæti i 2. deild og urðu þvi að leika tvo leiki um réttinn til að leika við næst-neðsta liðið i 1. deildinni. Fyrri leikurinn var háöur i Laugardalshöllinni i siðustu viku og þá vann HK meö 22:21 eftir mikla baráttu. Liðin mættust siðan um helgina i iþróttahúsinu að Varmá i Mos- fellssveit og var greinilegt á leik liðanna að mikils taugaóstyrks gætti enda talsvert i húfi. Þróttarar komust yfir i byrjun 5:2 en HK sneri dæminu við komst yfir 6:5 og hafði yfir I hálf- leik 9:8. Þróttararnir komust siðan yfir 15:14en þá kom mjög góður kafli hjá HK-liðinu sem breytti stöðunni i 18:15 og þar með var sigurinn i höfn. HK leikur þvi sennilega við KR um sæti i 1. deild að ári og er þetta frábær árangur hjá HK liðinu sem lék nú i fyrsta skipti i 2. deildinni. gk- Adidas fréttir Ný tegund af Adidas skóm - „World Cup78' ADIDAS hefur enn einu sinni komið á óvart. Nú með nýja teg- und af knattspyrnuskóm (sjá mynd). skótegund þessi „World Cup '78" er búin að vera lengi i smiðum hjá sjálfum snillingnum Adi Dassler, stofnanda og eig- anda Adidas verksmiðjanna. Skór þessir hafa gangið undir ótrúlegustu prófraunir á fótum margra þekktustu knattspyrnu- manna heims. Einkunnin sem skórnir fá: FRABÆRIR SKÓR. Mestur tími fer í hlaup. Nákvæmir útreikningar sanna að jafnvel afburða knattspyrnu- menn á borð við Beckenbauer hafa knöttinn ekki nema fáeinar minútur i hverjum leik. Mestan timann, eða ca. 90%, eru þeir á hlaupum án boltans. Með þvi að hanna þessa nýju Adidas-skó og nota ný efni i þá, hefur tekist að gera skóna léttari, mýkri og sveigjanlegri en aðra skó, nánast sem spretthlaupara- skó. Léttleiki hins nýja gerviefnis i sóla ásamt hinu sérlega létta yfirleðri gera þessa nýju skó „World Cup '78" (aðeins 240 grömm) 20% léttari en eldri tegundir. Og það sem meira er. Yfirleðrið er iborið (impregnerað) þannig að raki og aurleðja, sem nóg verður af i Argentinu^ — og þyn'g- ir skóna um helming — mun ekki ná að þyngja Adidas World Cup skóna, heldur mun efnið i þeim hrinda frá sér og þvi halda sér i 240 gramma þyngdinni, hvernig sem ástand vallanna verour. ADIDAS „World Cup '78" skórnir eru þvi taldir vera algjör bylting á sinu sviði. Þórsarar i úrvalsdeild? Þór frá Akureyri og Snæfell frá Stykkishólmi hafa nú leikið fyrri leik sinn unt það hvort liðið kemst i hina nvju úr\aisdeild i körfuboltanum á næsta ári. Þessi fyrri leikur liðanna för fram a Akureyri um helgina, og Þór sigraöi með 64 stigum líegn 46 i atar slökum ogleiðinlegum leik. — Svo slakur var leikurinn að sögn Mark Christensseri, þjálfara Þórs, að áhorfendur sem auðvilað héldu allir með sinum mönnum hreinlega „piptu" þó á Þórsarana undir lokin. Enhvaðum það, liðin leika aftur um næstu helgi og þá á Akranesi, og væntanlega tryggir Þórþá rétt sinn til að le'ika i úrvalsdeildinni. ______________________________gk- Stórsigur Blikanno Tveir leikir voru háðir I Litlu bikar- keppninni í knattspyrnu um helgina og voru þeir báðir leiknir við mjög erfið skilyrði. Uppi á Akranesi léku heimamenn við Keflvfkinga, og var það mikill „rokleikur". Hvorugu liðinu tókst að skora.mark og tapaði Akranes þvl dýr- mætu stigi á heimavelli. „Blikarnir" voru hinsvegar á skot- skónum er þeir fcngu Hauka I heim- sókn f Kópavoginn. Þar var leikið á glerhálum velli og Ihálfleik var staðan þannig að hvort liðið hafði skorað eitt mark. Breiðablik hafði hinsvegar leikinn i hendi sér I sfðari hálfleik og þá máttu Haukarnir fimm sinnum hirða boltann úr netinu hjá sér. tirslitin þvi 6:1 og Breiðablik hefur „l'ullt hús" stiga I mótinu. En staðan I keppninni er þessi: Akranes 3 2 1 0 5:1 5 Breiðabl. 2 2 0 0 7:1 4 Haukar 3 1 0 2 4:9 2 lHK 2 0 1 1 0:1 1 FH 2 0 0 2 2:6 0 gk- Þór missti af stiginu Siðasti leikurinn i 2. deild tslands- mótsins var háður um helgina norður á Akureyri, og voru það Akureyrarlið- in KA og Þór s'em áttust við. Þessi leikur hafði enga þýðingu fyrir KA, en fyrir Þór var það i húfi að sleppa frá botninum i deildinni. Með sigri eða jafntefli hefði Þór bja rgað sér, en ósig- ur þýddi að liðið yrði að leika við Leikni. Það lið sem tapaði þeim leikj- um yrði siðan að leika viö næst efsta liðið i 3. deild um sæti i 2. deild að ári. Það eru engir kærleikar meö liðun- um á Akureyri, og KA menn tóku á öllu sinu i leiknum. Það voru þö Þórsarar sem höfðu yfirhöndina I hálfleik 12:10, og þeir höfðu siðan yfir 13:10. Þá komst KA yfir ein þrju mörk, en Þór jafnaði og komst eitt mark yfir. Þetta jafnaði KA, og Þórsarar ætluðu sér að halda boltanum það sem eftir var og tryggja sér jafntefli. Þetta tókst þeim ekki, þeir misstu boltann til KA manna sem brunuðu upp og skoruðu rétt fyrir leikslok. Lokatölur 20:19 fyrir KA, og Þórsarar verða þvi enn að berjast fyrir veru sinni i 2. deild. gk- Auglýsing frá Björgvin Schram, umboðsmanni Adidas m^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammammmmmmmKm Aukaleikur hjá konunum Það þarf aukaleik um tslands- meistaratitilinn i körfuknaltleik hjá konunum.Svo virtistþóá timabili sem 1S myndi vinna öruggan sigur I mótinu en á föstudágskvöldið gerðu KR- stúlkurnar sér litið fyrir og unnu 1S með 53 stigum gegn 43. KR lék siðan gegn Þór I gær, siðasta leik mótsins, og hafði yfirburði I leikn- um. Hafði yfir I hálfleik 47:20 og sigraði síðan 64:26. KR náði þvi tS að stigum og verða liðin að leika aukaleik um titilinn. gk.-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.