Vísir - 10.04.1978, Qupperneq 3

Vísir - 10.04.1978, Qupperneq 3
vism Mánudagur 10. april 1978 Palsson iprptTír V HK sigraði Þrótt aftur — Vann síðari leikinn 18:16 og því samanlagt 40:37 og leikur tvo leiki við nœstneðsta liðið í 1. deild Þaö veröur HK úr Kópavogi sem leikur tvo leiki viö næst- neösta liöiö i 1. deildinni i hand- boltanum um sæti i 1. deild aö ári. Eins og kunnugt er þá uröu HK og Þróttur jöfn aö stigum I 2.-3. sæti i 2. deiid og uröu þvi aö leika tvo leiki um réttinn til aö leika viö næst-neðsta liöiö i 1. deildinni. Fyrri leikurinn var háður I Laugardalshöllinni I siðustu viku og þá vann HK meö 22:21 eftir mikla baráttu. Liðin mættust siðan um helgina i iþróttahúsinu að Varmá i Mos- fellssveit og var greinilegt á leik liðanna að mikils taugaóstyrks gætti enda talsvert i húfi. Þróttarar komust yfir i byrjun 5:2 en HK sneri dæminu við komst yfir 6:5 og hafði yfir I hálf- leik 9:8. Þróttararnir komust siðan yfir I5:14en þá kom mjög góöur kafli hjá HK-liðinu sem breytti stööunni i 18:15 og þar með var sigurinn i höfn. HK leikur þvi sennilega við KR um sæti i 1. deild að ári og er þetta frábær árangur hjá HK liðinu sem lék nú i fyrsta skipti i 2. deildinni. gk-. Stórsigur Standard Þrátt fyrir að Standard Liege ynni stórsigur i knattspyrnunni i Belgiu uni helgina, færöist liöið ekkert nær forustuliðinu FC Brugge, sem viröist nú hafa tryggt sér meistaaratitilinn á nýjan leik. Standard lék gegn Beringen og vann stórsigur 5:0, en FC Brugge sigraði Molenbeek 2:0. — Ander- lecht sem er i öðru sæti sigraði einnig, vann Winterslag 2:0. Staða efstu liðanna er nú þann- ig að FC Brugge hefur 48 stig, Anderlecht og Standard 44, en nú er aðeins þremur umferðum ólokið. gk— Adidas fréttir Ný tegund af Adidas skóm — „World Cup'78" Pétur Guðmundsson, hinn hávaxni miðherji landsliðsins, gnæfir hér yfir leikmennipressuleiknum, en það er Þórsarinn Mark Christens- sen, sem sækir að honum. — Visismynd Einar. Landsliðið marði „pressuna" — sigraði 106:102 í fjörugum leik liðanna í körfuboltanum Það mátti sjá mörg skemintiieg tilþrif þegar landsliðsúrvaiið sigraði „pressulið” i körfuknatt- leik i Hagaskóla i gær með 106 stigum gegn 102. Húsfyliir var og áhorfendur skemmtu sér vel við að horfa á tiiburði bandarisku leikmannanna gegn landsliðinu. Það er greinilegt eftir aö hafa norft á Pétur Guðmundsson leika cneð landsliðsúrvalinu að hann styrkir liðið gifurlega. En — Pétur á aö geta meira og hann' ?etur það örugglega. Það vildi lefnilega brenna við að hann jeitti sér ekki sem skyldi og átti iað aðallega við um varnarleik- nn. Manni fannst eins og hann etti að vera mun virkari i frá- íöstunum, ekki bara taka þau >em koma niður nákvæmlega þar >em hann er staösettur hverju ;inni heldur reyna að bera sig íftir boltanum af meiri grimmd. En Pétur gerði margt stór- >kemmtilegt og „pressuliðs- nönnum” gekk afar illa að ráða /ið hann i sókninni þar sem hann skapaði ávallt mikla hættu meö íæð sinni. Þrátt fyrir að ýmislegt nætti betur fara i leik Péturs þá /erður það ekkert vafamál hann styrkir liðið verulega. Fleiri leikmenn landsliðsins íttu mjög góðan leik og voru >eirra bestir þeir Jón Sigurðsson, Simon Ólafsson og Kristján Agústsson. Það er, þegar á heild- ina er litið- engin ástæða til ör- væntingar hvað landsliðið snertir, liðið hefur hálfan mánuð til að undirbúa sig fyrir Norðurlanda- mótið og það má gera ýmislegt á þeim tima. Bandarikjamennirnir Dunbar Hockonos og Christensen voru skemmtilegir i þessum leik en Dunbar var þó seinn i gang. Af öðrum leikmönnum „pressunn- ar” má nefna Einar Bollason og Jónas Jóhannessopen liðiö i heild gaf landsliðinu verðuga keppni. Liðin skiptust nefnilega á um forustuna allan leikinn, staðan i hálfleik var 48:45 fyrir úrvalið. 1 upphafi siðari hálfleiks tók „pressan” forustuna i sinar hendur og komst 8 stig yfir en úr- valið jafnaði 82:82. Siðan var jafnt siðast 102:102 en landsliðs- úrvalið skoraði fjögur siðustu stigin. Stighæstir landsliðsmannanna voru Pétur Guðmundsson meö 25 stig Simon Ólafsson og Kristján Agústsson 17 hvor Jón Sigurösson 15. Hjá „pressuliöinu” voru stig- hæstir þeir Dirk Dunbar með 22, Rick Hockenos með 19 og Mark Christenssen með 17. gk-. ADIDAS hefur enn einu sinni komið á óvart. Nú meö nýja teg- und af knattspyrnuskóm (sjá mynd). skótegund þessi „World Cup ’78” er búin aö vera lengi i smiöum hjá sjálfum sniilingnum Adi Dassler, stofnanda og eig- anda Adidas verksmiöjanna. Skór þessir hafa gangiö undir ótrúiegustu prófraunir á fótum margra þekktustu knattspyrnu- manna heims. Einkunnin sem skórnir fá: FRABÆRIR SKÓR. Mestur tími fer i hlaup. Nákvæmir útreikningar sanna að jafnvel afburða knattspyrnu- menn á borð viö Beckenbauer hafa knöttinn ekki nema fáeinar minútur i hverjum leik. Mestan timann, eða ca. 90%, eru þeir á hlaupum án boltans. Með þvi að hanna þessa nýju Adidas-skó og nota ný efni i þá, hefur tekist að gera skóna léttari, mýkri og sveigjanlegri en aðra skó, nánast sem spretthlaupara- skó. Léttleiki hins nýja gerviefnis i sóla ásamt hinu sérlega létta yfirleðri gera þessa nýju skó „World Cup ’78” (aðeins 240 grömm) 20% léttari en eldri tegundir. Og það sem meira er. Yfirleörið er iborið (impregnerað) þannig að raki og aurleðja, sem nóg verður af i Argentinu, — og þyng- ir skóna um helming — mun ekki ná að þyngja Adidas World Cup skóna, heldur mun efnið i þeim hrinda frá sér og þvi halda sér i 240 gramma þyngdinni, hvernig sem ástand vallanna verður. ADIDAS „World Cup ’78” skórnir eru þvi taldir vera algjör bylting á sinu sviði. Auglýsing frá Björgvin Schram, umboösmanni Adidas Þórsarar i úrvalsdeild? Þór frá Akureyri og Snæfell frá Stvkkishóimi hafa nú leikið fyrri leik sinn um það hvort liöið keinst i hina nýju úrvalsdeild f körfubollanum á næsta ári. Þessi fyrri leikur liðanna for fram a Akureyri um lielgina, og Þor sigraði með 64 stigum gegn 46 i al ar slökum og leiðiniegum leik. — Svo slakur var leikurinn aö sögn Mark Christenssen, þjálfara Þórs, að áhorfendur sem auðvitað héldu allir með sinum mönnum hreinlega „piptu” þó á Þórsarana undir lokin. En hvað um það. liöin leika aftur um næstu helgi og þá á Akranesi, og væntanlega tryggir Þór þá rétt sinn til aö leika i úrvalsdeildinni. gk— Stórsigur Blikanna Tveir leikir voru háöir I Litlu bikar- keppninni i knattspyrnu um helgina og voru þeir báöir leiknir viö mjög erfiö skilyröi. Uppi á Akranesi léku heimamenn viö Keflvikinga, og var þaö mikill „rokleikur”. Hvorugu liöinu tókst aö skora mark og tapaöi Akranes þvi dýr- mætu stigi á heimavelli. „Blikarnir” voru hinsvegar á skot- skónum er þeir fcngu Hauka i heim- sókn I Kópavoginn. Þar var leikiö á glerháium velii og i hálfleik var staöan þannig aö hvort liðiö haföi skoraö eitt mark. Breiöabiik haföi hinsvegar leikinn i hendi sér I siöari hálfleik og þá máttu Haukarnir fimm sinnum hiröa boltann úr netinu hjá sér. Crslitin þvi 6:1 og Breiðablik hefur „fullt hús” stiga I mótinu. En staðan I keppninni er þessi: Akranes 3 2 1 0 5:1 5 Breiöabl. 2 2 0 0 7:1 4 Haukar 3 1 0 2 4:9 2 tBK 2 0 1 1 0:1 1 FH 2 0 0 2 2:6 0 gk-. Þór missti af stiginu Siðasti leikurinn i 2. deild tslands- ’ mótsins var háöur um helgina noröur á Akureyri, og voru það Akureyrarlið- in KA og Þór sem áttust viö. Þessi Ileikur hafði enga þýðingu fyrir KA, en fyrir Þór var þaö i húfi að sleppa frá botninum i deildinni. Meö sigri eða jafntefli hefði Þór bjargaö sér, en ósig- ur þýddi að liðið yrði að teika viö Leikni. Það lið sem tapaði þeim leikj- um yrði siðan að leika við næst efsta liðið i 3. deild um sæti i 2. deild að ári. Það eru engir kærleikar með liðun- um á Akureyri, og KA menn tóku á öllu sinu i leiknum. Það voru þo Þórsarar sem höföu yfirhöndina i hálfleik 12:10, !f og þeir liöfðu siðan yfir 13:10. Þá komst KA yfir ein þrjú mörk, en Þór jafnaði og komst eitt mark yfir. Þetta jafnaði KA, og Þórsarar ætluðu sér að halda boltanum það sem eftir I® var og tryggja sér jafntefli. Þetta tókst þeim ekki, þeir misstu boltann til KA manna sem brunuðu upp og skoruðu rétt fyrir leikslok. Lokatölur 20:19 fyrir KA, og Þórsarar verða þ\i' enn að berjast fyrir veru sinni i 2. deild. gk-. Aukaleikur hjó konunum Það þarf aukaleik um lslands- meistaratitilinn i körfuknattleik hjá t konunum. Svo virtist þó á timabili sem i-; ÍS myndi vinna öruggan sigur I mótinu i' en á föstudagskvöldiö gerðu KR- I; stúlkurnar sér litiö fyrir og unnu 1S | meö 53 stigum gegn 43. KR lék siðan gegn Þór i gær, siðasta leik mótsins, og haföi yfirburöi I leikn- j um. Hafði yfir i hálfleik 47:20 og i*. sigraöi siðan 64:26. KR náöi þvi ÍS aö stigum og veröa liðin aö leika aukaleik um titilinn. gk.-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.