Vísir - 21.04.1978, Blaðsíða 1

Vísir - 21.04.1978, Blaðsíða 1
Hér sjást þeir á tali saman.Faulk, leikinn af William Devane (lék m.a. Kennedy i sjónvarpsmyndinni um Kúbudeilduna) og lögfræöingur hans, leikinn af George C. Scott (Patton o.m.fl.)! í klóm óttans Flestir seni lesa þessar linur kannast viö McCarthy-tima-. biliö, þessa vofu kalda striösins. En hvað var McCarthyisminn eiginlega? Hvernig var lifi þessa fólks háttað sem lifði i þrælsótta kommúnistahaturs- ins? Klukkan rúmlega tiu á laugardagskvöldið sýnir sjón- varpið kvikmynd er nefnist „Undir fargi óttans” (Fear on Trial). Þessa mynd gerðu Bandarik jamenn um atburði sem gerðust i raunveruleikan- um á sjötta áratugnum i heima- landi þeirra. Myndin segir frá ungum dag- skrárgerðarmanni, Faulk að nafni hjá C.B.S. útvarpsstöð- inni. Hann er vinsæll meðal áheyrenda og vel liðinn hjá stjórn fyrirtækisins. McCarthy nefnist þingmaður einn i Washington. Hann beitir sér fyrir stofnun þingnefndar til að rannsaka atferli „óþjóðhollra Bandarikjamanna”. Kalda striðið er i algleymingi og margir hrifast með þessum þingmanni. Nefndir eru settar á laggirnar og allir eru undir smásjánni. Brátt fer að berast orðrómur um að Faulk sé óameriskur. Ástæðan: Hann er talinn hafa verið á fundum hjá vinstrisinn- aðri konu i heimariki sinu, Texas. Þessi orðrómur berst til eyrna auglýsingafyrirtækjum. Eneinsogmenn vita borga aug- lýsingar rekstur hinna frjálsu útvarpsstöðva i Bandarikjum. Þessi fyrirtæki aðvara siðan C.B.S. sem verður að reka Faulk, ef þeir vilja halda aug- lýsingunum og þar með fýrir- tækinu gangandi. En hann gefst ekki upp og til að fá réttiætinu fullnægt höfðar hann mál, ekki bara sjálfs sins vegna heldur og vegna margra vina sinna sem höfðu orðið fyrir barðinu á McCarthyistum. Myndin i kvöld lýsir nokkuð vel þvi andrúmslofti sem rikti á þessum árum skefjalaus ótta. Margir af leikurunum leika sjálfa sig i þessari mynd. —JEG VISIR Föstudagur 21. april 1978 VÍSIR Tali og tónum bland- að saman á Vorkvöld' mu A sunnudagsltvökdiö kl. 21.20 mun Arni Johnsen blaöamaöur ræöa viö söngkonurnar Guörúnu A. Simonar og Þurföi Páls- dótturum llf þeirra og lffsferil. Aö auki munu þær syngja nokkur lög f þættinum. Þriöja „Vorkvöld" Ólafs Ragnarssonar og Tage Ammendrups er á skjánum á laugardags- kvöldið. I þættinum veröa rifjaöir upp at- burðir ársins 1941. Á því ári gerðist það m.a. að María Markan var ráðin til starfa við Metrapoli- tan óperuna i New York. Mun ólafur eiga viðtal við Maríu í Þættinum. Brunaliðið/ sem kom fram á fyrsta Vorkvöld- inu, mun einnig troða upp í þessum þriðja þætti. Þar að auki mun einn liðsmaður hljóm- sveitarinnar, Magnús Eiríksson syngja eigin lög og spjalla við Ölaf. Sem og í hinum fyrri þáttum verða sungnar gamanvísur og farið með smágrin. í síðasta þætti var okkur sýnt hvernig nota ætti sjálf- , virkan síma, áfram verður haldið með sím- ann en nú verður hringt i sjónvarpsáhorfendur og lagðar spurningar fyrir þá. Þess má svo geta í lokin að sést hefur til ferða manns, sennilega úr Húnaþingi, með bak- poka á baki og svefn- poka undir hendi. Vænt- anlega fáum við að kynnast honum betur á Vorkvöldi kl. 20.30 á laugardagskvöldið. —JEG Þessi ungi maður mun koma við sögu á vorkvöldi í sjónvarpinu á laugardagskvöldið. Hann er nýkominn til borgarinnar með tjald sitt og svefnpoka en vantar grænan blett til að tjalda á. Með falinni myndavél og hljóðnema var fylgst með því, hvernig fólk tók því, er pilturinn bað um leyfi til að fá að tjalda í garðinum hjá ýmsum borgurum, og í þættinum sjáum við mynd- ina. Visismynd: Jón Einarsson. Föstudagur 21. april 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dahskrá 20.35 Prúöu leikararnir (L) Gestur i þessum þætti er tónlistarmaðurinn Elton John. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.00 Kastljós (L) Þáttur um innlend málefni Umsjónar- maður Sigrún Stefánsdóttir. 22.00 Vfnarferðin (L) Die þýsk biómynd. Leikstjóri Edgar Reitz. Aöalhlutverk Elke Sommer, Mario Adorf og Hannelore Elsner. Sagan hefstvorið 1943 í Rinardal. í litiu þorpi búa tvær ungar konur. Eiginmenn þeirra eru á vigstöðvunum. Þær dreymir um lystisemdir lffsins og leggja upp i skemmtiferð til Vinarborg- ar. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 23.40 Dagskrárlok 12.00 Dagskráin. Tónieikar. Tilkvnningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tiikynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Saga af hróöur Ylfing” eftir Friörik A. Brckkan.Bolli Þ. Gústavsson les (8). 15.00 Miðdegistónieikar. Tékkneska kammersveitin Harmonia leikur Serenöðu i d-moll op. 44 Antonin Dvorák. Martin Turnovský stjórnar. Dennis Brain og hljómsveitin Filharmonia i Lundunum leika Hornkon- serti' Es-dúrnr. 1 op. 11 eftir Richard Strauss; Wolfgang Sawallisch stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréltir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir). 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Steini ogDanniá öræfum” eftir Kristján Jóhannsson. Viðar Eggertsson les (3). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Frcttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Söguþáttur, Umsjónar- menn: Broddi Broddasonog Gisli Agúst Gunnlaugsson. 20.00 ..Vorleikir” söngsvita op. 43 eftir Emile Jaques-Dalcro/e. Basia Retchitzka. Patrick Crisp- ini. Christiane Gabier, kór, barnakór og Kammer- syeitiri i Laúsanne flytja; Róbert Mermoud stj. 20.50 Gestagluggi. Hulda Valtýsdóttir stjórnar þætti um listir og menningarmál. 21.40 Tónlist eftir Edvard Grieg: Liv Glaser leikur á pianó Ljóðræn smálög, op. 54 qg 57. 22.00 Norðurlandamót i körfu- knattleik. Hermann Gunnarsson lýsir úr Laugardalshöll leik Islend- inga og Finna. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. --•50 G Ie ð i s t u n d Umsjónarmenn: Guðni Ein- ar'sson og Sam Daniel Giad 23.40 Fréttir Daoskrórfei<

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.