Vísir - 01.06.1978, Síða 11

Vísir - 01.06.1978, Síða 11
visra Fimmtudagur 1. júni 1978 11 „DREIFING HAGVALDSINS GRUNDVALLARFORSENDA PERSONUFRELSIS" W — segir prófessor Olafur Björnsson Nýlega er komið út rit eftir prófessor Ólaf Björnsson sem nefnist Frjálshyggja og alræðis- hyggja. Bókin er að sögn ólafs hugsuð sem rit fyrir almenning og fyrst og fremst skrifuð fyrir þá sem hafa áhuga á stjórnmál- um og félagsmálum, en er ekki hugsuð sem kennslubók. „Þær skoðanir sem haldið er fram i bókinni eru örugglega umdeildar og hún er ekki hlut- laus en ég leitaðist við að skrifa bókina á hlutlægan hátt, en það er að sjálfsögðu lesenda að dæma um hvernig til hefur tek- ist” sagði Ólafur er rætt var við hann um bókina. Hvenær kom þér til hugar að rita þessa bók? Það var ekki endanlega af- ráðið að gefa þessa bók út i þessari mynd fyrr en um ára- mótin 1975-1976, en ég hafði þá um langt skeið haft skyld verk- efni i huga. Skrifaðirðu bókina sem hagfræðingur eða fyrr- verandi stjórnmálamað- ur? Það eru allar greinar félags- visinda teknar fyrir i bókinni og efnið er ekki hagfræðilegt nema að nokkru leyti. Það má ef til vill segja að menntun min hafi að nokkru leyti áhrif á efnið. Hinn pólitiski áhugi minn kann að hafa ráðið þvi, með- fram, að ég réðist i þetta. Það sem fyrir mér vakti þó fyrst og fremst var það, að þau sjónar- mið sem sett eru fram i bókinni gætu stuðlað að málefnalegri umræðu um grundvallaratriði efnahags- og félagsmála en nú tiðkast á vettvangi islenskra stjórnmála. Þú ræðst i að skilgreina mörg hugtök í bókinni sem álitið er erfitt að fjalla um. Ég álit, að ef maður getur ekki skilgreint merkingu þeirra orða, sem notuð eru i umræðu um stjórnmál og efnahagsmál sé eins gott að sleppa henni. Er alræðishyggja úr sög- unni á islandi? Niðurstaða min i bókinni er sú, að þeim sem opinskátt hylla alræðisstjórnir, hvort heldur þeim sem kenndar eru við hægri eða vinstri stefnu, hafi fækkað mjög. Ástæðuna tel ég vera þá, að þessir menn viti nú meira en áður. Vera má að hér sé um „klókindi” að ræða, en ég held þó að þeir einstaklingar sem þannig hugsi séu mjög fáir, og af þeim stafi engin hætta. Ég er þeirrar skoðunar, að þeir sem hér á landi kalla sig sósialista, kommúnista eða marxista að- hyllist ekki alræði af þvi tagi sem þekkist i Sovétrikjunum og lepprikjum þeirra, nema e.t.v. örfáir einstaklingar. Þetta er persónuleg skoðun min og kann að vera nokkuð sem maður hefur á tilfinning- unni en á erfitt með að fjalla frekar um. Þú veltir því fyrir þér hvort alræði öreiganna sé timabundið eða fram- búðarfyrirkomulag. Ég kemst að þeirri niðurstöðu að ef horfið væri frá alræðinu myndi það skerða mjög veldi kommúnistaflokkanna. En i Myndin er tekin af ólaf i á heimili hans, þar sem hann heldur á hinni nýútkomnu bók. þessu sambandi er fjallað um „Samrunakenninguna”, sem er á þá leið að hagkerfi sósialisku og kapitalisku rikjanna hafi til- hneigingu til að likjast æ meir. Hollenski Nóbelsverðlaunahaf- inn Jan Tinbergen hefur dregið þá ályktun, að þróun efnahags- mála stefndi i þá átt bæði i sósialisku og kapitalisku lönd- unum, að um eins konar milli- stig milli sósialisma og kapital- isma verði að ræða. Ég er hins vegar ekki sanntrúaður á þessa kenningu. Þú kemur inn á víg- búnaðarkapphlaupið. Telur þú hættu á hernaðarárás Sovét- manna á lýðræðisríki Evrópu? Það er ljóst að nábýli Sovét- manna við lýðræðisriki i Evrópu skapar þeim vandamál svo sem i samskiptum þeirra við lepp- rikin og einnig innanlands. Spurningin er einna helst sú, hvaða verði þeir vilja kaupa frekari yfirráð i Evrópu. Og svarið ræðst af þeim herstyrk sem Vesturveldin hafa yfir að ráða. Ef Vesturveldin standa saman og fylgjast vel með mál- um verður að telja hættu á árás litla. Meðan það er mat Rússa að herstyrkur vesturveldanna sé ekki minni en þeirra sjálfra, er óliklegt að hætta sé á árás af þeirra hálfu, en breytist það mat verulega Vesturveldunum i óhag, getur allt gertst. Segja má að þú kveðir hugtökin hægri-vinstri í stjórnmálum í kútinn. Ég tel að þetta séu aðeins víg- orð sem hafa orðið svo óákveðna merkingu að þau séu ónothæf i alvarlegum umræðum og beri þvi að afleggja notkun þeirra. Það væri ekki úr vegi að inna þig eftir skilningi þínum á hugtökunum frjálshyggja og alræðis- hyggja. Orðiðalræðishyggja er þýðing á enska orðinu totalitarianism, en með þvi er átt við þjóðskipu- lag, þar sem öllum meginþátt- um þjóðlifsins er stjórnað sam- kvæmt forskrift valdhafanna hverjir sem þeir eru. A stjórn- málasviðinu rikir einræði og á efnahagssviðinu eru allir meginþættir efnahagslifsins skipulagðir af þeim sem fara með hið stjórnmálalega ein- ræðisvald. Á sviði lista og vis- inda marka stjórnvöld ákveðna stefnu og banna allar þær hreyfingar, á þeim sviðum, sem þau telja, að fari i bága við hina mörkuðu stefnu. Frjálshyggja mætti segja að væri þýðing á orðinu libertari- anism, sem leggur áherslu á að einstaklingarnir eigi sjálfir að ákveða sin markmið og megi framfylgja þeim innan tak- marka þeirra leikreglna sem alltaf verður að setja vegna til- iits til annarra þjóðfélagsþegna. I formála bókarinnar kemur fram að engin ný grundvallarsjónarmið séu sett fram í henni. Það er alveg rétt, en hins veg- ar kem ég fram með ýmislegt sem ekki er vist að hafi verið tengt saman áður. Ég vil nefna, að ég tengi stefnur kommúnista og nasista við alræðisstefnu fyrri tima og þá fyrst og fremst einveldi þjóðhöfðingjanna. Hvaða atriði leggurðu höfuðáherslu á i ritinu? Að sú hætta, sem mann- réttindum, og þá einkum per- sónufrelsi, er búin, stafar ekki frá þeim fáu einstaklingum sem vinna markvisst að afnámi þeirra, enda eru þeir fáir, held- ur af þvi að menn gera sér ekki ljóst hverjar eru forsendur mannréttinda. Grundvallarskil- yrði, þess að menn njóti per- sónufrelsis, er dreifing valdsins i þjóðfélaginu og fyrst og fremst dreifing hagvaldsins. Fræðilega séð getur dreifing hagvaldsins samrýmst mismunandi eigna- réttarskipulagi, jafnvel þjóð- nýtingu, en i framkvæmd verð- ur auðveldast að tryggja dreif- ingu valdsins á grundvelli einkaframtaks og séreignarétt- ar til framleiðslutækja. — BÁ — annan hátt. Rómversku her- mannakeisararnir þurftu að greiða málaliðum, frönsku byltingarmennirnir kostnað af styrjöldum, Weimarstjórnin striðsskaðabætur. En verðbólgan i vestrænum lýðræðisrikjum nú- timans er vegna þess að þau þurfa meira fé til að reka báknið, til að sinna öllum kröfum hags- munahópanna eins og ætlazt er til af þeim), en þau geta aflað sér á annan hátt. Rikið greiðir kostnað- inn af stéttabaráttunni eða kjara- baráttunni með óhóflegri útgáfu peningaogútlánum banka, en það merkir, að rikisborgararnir allir greiða kostnaðinn. óhóf þeirra kemur niður á þeim sjálfum. Veröbólgan sundrar stéttunum Orsök verðbólgunnar er tvenns konar: Hin hagfræðilega er óhófleg aukning peningamagns, en hin stjórnmálalega er óhófleg fjárþörf rikisins. Afleiðing verð- bólgunnar er einnig tvenns kon- ar: Hin hagfræðilega er óhagkvæmnin, röng nýting fram- leiðslutækjanna. En verðbólgan er Rees-Mogg einkum áhyggju- efni vegna hinnar siðferðilegu eða stjórnmálalegu afleiðingar henn- ar, lausungarinnar, sundrungar- innar. Dramb er falli næst. Verðbólgan sundrar stéttunum. Aðstöðubraskararnir græða einir á henni. Allir aðrir tapa á henni, bæði verkamenn, atvinnu- rekendur og aðrir almennir borg- arar. Með verðbólgunni breytist frelsið i lausung og lýðræði i skril- ræði. Hugur manna hnigur i far úlfúðar, öfundar og óánægju. Almenningur missir traust á rikinu. Hann missir lika þann sið- ferðilega mælikvarða, sem er lýðræðislegu samlifi manna nauðsynlegur. Það er rétt, sem Keynes lávarður sagði — en misskiln- ingur ákafamannanna á kenn- ingum hans á liklega meginsök á verðbólgunni i vestrænum lýð- ræðisrikjum — að auðveldast sé að steypa stjórnskipulagi með þvi að gera peninga þess verðlausa. (En marxsinnarnir, sem reyna að steypa lýðræðisskipulaginu, átta sig ekki á þvi, að það getur eins fallið til hægri og til vinstri.) Rees-Mogg gerir sömu tillögur til lausnar verðbólguvandanum og flestir hagfræðingar: að tak- marka útgáfu peninga og útlán banka. Hann telur sterk rök hniga að þvi að gera gull að aðalmynt i alþjóðaviðskiptum, það geti gegnt hlutverki nauðsynlegs mælikvarða, sett nauðsynlegar skorður. Um þá tillögu ætla ég ekki að fjölyrða eða fella dóm, Islendingar geta litlu sem engu ráðið um skipulag alþjóðavið- skipta. En um annað er ég sam- mála honum. Viðbrögö íslensku stjórn- málaf lokkanna Af öllum þessum sökum er verðbólgan mesta hætta lýð- ræðisrikisins — eins á íslandi og i Bretlandi. Hvernig ætla Islenzku stjórnmálaflokkarnir að bregðast við henni á næstunni? Timabært er að spyrja þessarar spurningar og reyna að svara henni. Skammt er til þingkosninga. Viðbrögð Framsóknarflokksins og Alþýðu- bandalagsins við verðbólgunni eru mjög óskynsamleg eins og allir þeir vita, sem hafa einhverja þekkingu á efnahagsmálum. Brjóstvitið stjórnar þessum flokkum, en ekki bókvitið (eins og lágvaxtastefna þeirra sýnir), enda er mér ekki kunnugt um neinn hagfræðing, sem tekinn sé alvarlega sem visindamaður, sem sé með i ráðum i þeim. Maður, sem kýs skynsamleg við- brögð við verðbólgunni, kýs ann- að hvort Sjálfstæðisflokkinn eða Alþýðuflokkinn. Alþýðuflokkur- inn hefur breytt stefnu sinni, tekið stefnu Sjálfstæðisflokksins i efna- hagsmálum allt að þvi óbreytta. Þvi ber að fagna. En þeir sem kjósa Alþýðu- flokkinn hætta á vinstri stjórn. Og ég spái þvi, að verðbólgubálið blossi upp og eyði öllu frjálsu at- vinnulífi, ef þriðja vinstri stjórnin kemst til valda, haftabúskapur taki við af þeim visi að markaðs- búskap, sem rekinn er á islandi. Alþýðuflokkurinn er vegna þess- arar áhættu næstbezti kosturinn og Sjálfstæðisflokkurinn bezti kosturinn— hvort sem hann er góðureða ekki, það er annað mál. Við verðum að sætta okkur við þau skilyrði, sem sett eru fyrir lifsgæðunum, velja þau markmið, sem færar leiðir eru að i þessu lifi. Rökfræði ákvarðananna knýr okkur til að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.