Vísir


Vísir - 15.06.1978, Qupperneq 10

Vísir - 15.06.1978, Qupperneq 10
10 VÍSIR ' Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson 4 Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund ur Pétursson. Umsjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Berglind Ásgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæiand Jóns’son, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefáns- son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttír: Gyifi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. utlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. simar 86611 og 82260 Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Jtitstjdrn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur Þekkingarskortur og viljaleysi Allir stjórnmálaf lokkarnir hafa fyrir þessar kosning- ar gefið út stefnuyfirlýsingar þess efnis, að framvegis skuli verðjöfnunarsjóðum beitt í ríkari mæli en gert hef ur verið í því skyni að jafna tekjusveif lur og koma á jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Enginn flokkanna hefur þó sagt tæpitungulaust, hvernig þetta skuli gert. Hér er vissulega um að ræða mjög veigamikið atriði í baráttunni við verðbólguna. Að því leyti er markmiðið góðra gjalda vert. En við hinu hafa ekki fengist svör, hvort stjórnmálaflokkarnir eru reiðubúnir til þess að gera það sem til þarf, svo að verðjöfnunarsjóði verði beitt i samræmi við þennan tilgang. Það er ekki einu sinni víst, að stjórnmálamenn geri sér almennt grein fyrir því, að í þessu ef ni dugir ekki penna- striksaðferðin ein út af fyrir sig. Talsmenn Alþýðu- flokksins voru t.d. reknir á gat í sjónvarpsþætti í fyrra- kvöld, þegar þeir voru spurðir út úr um verðjöfnunar- sjóðinn. Alþýðuflokkurinn hefur eins og hinir flokkarnir lagt rika áherslu á að blaðinu yrði snúið við í þessu ef ni þann- ig að hætt yrði að nota Verðjöfnunarsjóð f iskiðnaðarins sem styrktarsjóð. Ástæðulaust er að vanmeta það. En það kemur á daginn, að talsmenn hans geta enga grein gert fyrir þeim leiðum, sem fara á. Þeir svöruðu ein- hverjutil um skattamál, þegar spurt var um verðjöfnun- arsjóð. Alþýðuflokksmenn eru ugglaust ekki þeir einu, sem sitja í þessari súpu. Sjónvarpsáhorfendur fengu aðeins inn í stofu til sín þetta dæmi. Tími er því til kominn að menn átti sig á því, hvers vegna verðjöfnunarsjóðurinn er notaður öf ugt og í reynd sem f arvegur f yrir verðbólgu i stað þess að jafna hagsveiflur. Þegar vinstri stjórnin tók við völdum fyrir sjö árum var ákveðið að nota verðjöfnunarsjóð til þess að auð- velda fiskvinnslufyrirtækjunum að standa undir hækkuðu fiskverði. Og núna greiðir verðjöfnunarsjóður- inn f iskvinnslufyrirtækjunum þó að verðlag sé i hámarki erlendis og þau ættu að réttu lagi að greiða til sjóðsins. Ástæðan er einfaldlega sú að gengi krónunnar er of hátt skráð miðað við kaupgjald og hráefnisverð innan- lands. Þessir tveir kostnaðarliðir eru um það bil þrír f jórðu hlutar af útgjöldum fiskvinnslunnar. Stjórnar- flokkarnir hafa nýlega samþykkt verulega hækkun á fiskverði og stjórnarandstöðuflokkarnir hafa að auki krafist þess að fiskvinnslan greiði fullar verðbætur á laun. Hvernig á við þessar aðstæður að snúa við blaðinu að því er varðar verðjöfnunarsjóð, án gengisfellingar? Það er þessi spurning sem stjórnmálaflokkarnir verða að svara með öðru en yfirborðskenndum lýsingum á ástandi skattamála. Ef stjórnmálaflokkarnir vilja rétta beitingu verðjöfnunarsjóðs, eru þeir þá reiðubúnir til þess að hindra sjálfvirka hækkun helstu kostnaðarliða f iskvinnslunnar, launa og f iskverðs? Eða eru þeir reiðu- búnir til þess að fara gengisfellingarleiðina? Sennilega þarf að gera hvort tveggja að lækka gengi krónunnar og haf a hemil á hækkun kostnaðarliðanna. En af yf irlýsingum stjórnmálaf lokkanna verður ekki ráðið, hvort þeir meina eitt orð af því, sem þeir segja um verð- jöf nunarsjóðinn sem hagstjórnartæki til þess að koma á jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Sumir þeirra, eins og tals- menn Alþýðuflokksins, í sjónvarpinu, sýnast ekki einu sinni vita um hvað málið snýst. Askriftargjald er kr. 2000 á mánuöi innanlands. Verö i lausasölu kr. 100 eintakiö. Prentun Blaöaprent h/f. Fimmtudagur 15. júnl 1978 VISIR Kosningar á kosningar ofan: Er fólkið bwið að fá nóg Hvernig fara kosn- ingarnar í Ausf- fjarðakjördœmi ? Þaö eru ýmsar kenningar á lofti um þaö hvort heldur tvennar kosningar meö mánaöarmillibili örvi eöa slævi pólitiskan áhuga fólks. Margir halda fram, og þá skoðun heyrðum viö cinnig er Austuriand var heimsótt, aö menn séu búnir aö fá nóg af póli- tik i bili. Fundarsókn var fremur léleg á þeim framboösfundi, sem Visismenn fylgdust meö á Nes- kaupsstaö. Aheyrendur fylgdust meö ræöum kappanna án þess aö sýna mikil svipbrigöi en stundum fengu þeir þó klapp. Gkki vegna stjörnlistar sinnar heldur vegna þess er upp úr þeim hrukku brandarar. Ef einhver ályktun er dregin af þeim þremur fundum sem Visir fylgdist meö á Eskifiröi, og Reyö- arfiröi auk Neskaupsstaöar verö- ur aö segja aö pólitiskur hiti i mönnum er fremur Íitill. Og þegar fylgst var meö fólki utan fundarsala og rætt viö þaö var þaö yfirteitt litið spennt fyrir kosningunum. Kann þar aö valda nokkru um aö þaö eru sömu frambjóöendur i efstu sætum þeirra þriggja flokka sem eiga menn á Alþingi. Þeir Sverrir, Lúövik og Helgi, Vilhjálmur, Tómas og Halldór fóru nefnilega um á sams konar yfirreiö fyrir 4 árum. _BA Vísir kynnti fyrir skömmu nýútkomna bók ólafs Björnssonar, prófessors um frjálshyggju og alræðishyggju, með viðtali við höfundinn. Blaðið fékk síð- an prófessor ólaf Ragnar Grímsson til þess að f jalla um þau sjónarmið, sem fram koma í bók ólafs Björnssonar og viðtalinu við hann. I framhaldi af þessum umræðum hefur blaðið fengið Hannes H. Gissurarson til þess að ræða sjónarmiðólafs Ragnars Grímssonar, og fer svar hanshérá eftir. Frambjóðandi stundar bar- áttuvísindi Einn frambjóöandi Alþýöubanda- lagsins i Reykjavik, ólafur Grimsson, tók til máls i Visi sl. mánudag um hina nýju bók Ólafs Björnssonar prófessors. Svo virö- istsem Ólafur Grimsson hafi ekki gefiö sér tima til aö lesa bókina vandlega, enda i mörgu aö snúast fyrir hann i kosningabaráttunni. Hann segir: „Þaö eru einkum tvær athugasemdir sem ég vil gera viö bókina. I fyrsta lagi tek- ur hún fyrst og fremst til meö- feröar vandamál sem voru á dag- skrá fyrir 30-40 árum. Ólafur skil- greinir andstæöurnar á þeim grundvelli. 1 ööru lagi tel ég aö uppsetning og samanburöur á andstæöum sé rangur”. Breyting lýðræðis i stofnanaræði Fyrri athugasemdin ber van- þekkingu frambjóöandans meö sér. Máliö, sem Ólafur Björnsson velur aö bókarefni, er enn aðal- umræöuefni allra upplýstra áhugamanna um stjórnmál á Vesturlöndum. Það er, hvernig riki frjálsra manna sé starfhæft. Og þetta umræöuefni er reyndar brýnna en fyrir þrjátiu árum J eftir Hannes Hólm stein Gissurarson vegna þess, sem ólafur Grimsson bendir sjálfur á i VIsi, en þaö er „gifurlegur vöxtur stofnanavalds á öllum sviöum framleiðslu hag- stjórnar og stjórnsýslu”. ólafur Grimsson snýr meö öörum oröum öllu viö. Það er þessi breyting lýöræöis i stofnanaræöi, sem er aöaláhyggjuefni frjálslyndra manna eins og Friedrichs von Hayeks, Miltons Friedmans og Ólafs Björnssonar, en frambjóð- andinn telur þó, aö Ólafur Björns- son ræöi ekki um hana! Hayek og Friedman hafa slðustu þrjátiu ár- in varaö viö þessari breytingu — viö þvi, aö rikiö, sem eigi aö sjá um alla að ósk vöggustofusósial- istanna, fari að skipa öllum fyrir aö ósk vinnubúöasósialistanna — og þeir eru einkum kunnir af þessum aövörunum. Og kennari Hayeks, Ludwig von Mises, skrif- aöi reyndar bók um stofnanaræð- ið (eða „forstjóraveldið”). Ólafur Björnsson skrifar margt um þetta mál I bók sinni, til dæm- is i köflunum: „Endar velferðar-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.