Vísir - 27.06.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 27.06.1978, Blaðsíða 10
10 l>riftjudanur 27. júnl 197S - VISIR utgcfandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastiori. Davlö Guómundsson Ritstjorar: Þorsteinn Pálsson ábm. Úlafur Ragnarsson Ritstjornarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjdri erlendra frétta: Guðmund ur Petursson. Umsjdn með helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Asgeirsdottir. Edda Andrésdóttir, Elías Snæland Jonsson. Guðjon Arngrímsson, Jon Einar Guðjonsson, Jonina Mikaelsdottir. Katrin Palsdottir, Kjartan Stetans son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþrdttir: Gylfi Kristjansson og Kjartan L Palsson Ljdsmyndir: Björgvin Palsson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Jon Oskar Hatsteinsson, Magnús Olafssoo Auglysinga- og sölustjöri: Pall Stefansson Dreifingarstjori: Sigurður R. Petursson Auglysingar og skrifstofur: Siöumúla 8. sima r 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 .Ritstjorn: Siðumula 14 simi 86611 7 Jjnur Askriftargjald erkr. 2000 á mánuöi innanlands. Verö i lausasolu kr. 100 eintakiö. Prentun Blaðaprent h/f. Þriðja aflið og óvissan Eftir hin sögulegu kosningaúrslit á sunnudaginn, ber tvær spurningar hæst: Hvers vegna? Og: Hvað tekur við? Við þessum spurningum eru ekki til einhlít svör. Rætur slikra straumhvarfa, sem orðið hafa, hljóta reyndar að liggja víða. Oánægja er ugglaust það orð, sem tekur yfir flesta þætti þess, sem verið hefur að gerjast með þjóðinni að undanförnu.Þaðer óánægjavegna verðbólguringulreiðar og þaðer óánægja vegna þess, að fólki f innst sem stjórn- málamenn hafi ekki risið undir ábyrgð. En að því er bæði þessi atriði varðar hafa kjósendur keypt köttinn i sekknum. Sigur Alþýðuflokksins er of mikil popphreyfing (eins konar íslenskur Glistrupismi) Hér er um að ræða stórkostlegan sigur, en hann glæðir i sjálfu sér ekki miklar vonir um betri tið með blóm i haga. Öánægja hefur oft á tíðum verið almenn, án þess að valda slikum umskiptum í valdakerf inu, sem raun hef ur orðið á. Vmsir frambjóðendur hafa haldið því fram að síðdegisblöðin haf i öðru fremur valdið þessu róti. Senni- lega er það rétt mat, að það hefur á sannast í þessum kosningum, að sjálfstæð blöð eru orðin þriðja aflið í stjórnmálunum sem tengiliðurá milli stjórnmálamanna og kjósenda. Sjálfstæð blöð endurspegla fyrst og fremst þá pólitík, sem verður til utan þeirra. Sumir láta sér líka það miður, að pólitíkin skuli ekki alfarið búin til og matreidd á flokksblöðum. ( þessu efni erum við að sigla inn í nýja tíma, og það er engum flokki til gagns að forpokast í gamla stílnum, þar sem blöðin voru og eru að nokkru leyti hluti af flokkakerfinu sjálfu. En það er ekki aðeins, að gamlar formúlur séu á undanhaldi í blaðamennsku. Ný valdahlutföll á Alþingi hafa leitt til þess, að ríkisstjórnir verða ekki myndaðar samkvæmt gömlum formúlum þar að lútandi. Á hinn bóginn hefur sjaldan legið jafn mikið á við að mynda skjótt nýja stjórn. Bráðabirgðaráðstafanir ríkis- stjórnarinnar halda hjólum atvinnulífsins ekki gangandi nema í örfáar vikur enn. Þá er einnig á það að líta, að mynda verður ríkisstjórn án þess að til þjóðarátaka komi um varnarmálin, ella næst ekki sú samstaða milli stjórnvalda og hagsmuna- samtaka, sem nauðsynleg er til þess að stemma stigu við verðbólgunni. Kosningaúrslitin eru einnig árétting um áframhaldandi vestrænt varnarsamstarf. Ekki er ósennilegt að í fyrstu verði reynt að mynda eins konar vinstri stjórn. En ný valdahlutföll hafa í því efni ýtt Framsóknarflokknum til hliðar, en hann hefur áður haft forystu í slikum ríkisstjórnum. Það auðveldar ekki slika stjórnarmyndun nú. Þar að auki er hætta á, að stjórn af því tagi lenti í málavafstri um öryggis- og varnamál en til þess er hreinlega ekki timi eins og á stendur í efnahagsmálum. Einn nýr möguleiki er eins konar öf ug viðreisnarstjórn þar sem Alþýðuf lokkurinn yrði í forsæti í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Að ýmsu leyti yrði þannig stjórn rökrétt afleiðing kosningaúrslitanna. Álitaefni er þó, hvort slík stjórn yrði nægjanlega sterk til þess að ná víð- tækri pólifiskri samstöðu með hagsmunasamtökunum. Samstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags er mjög erf itt við ríkjandi aðstæður, ekki sist eftir að sjálf- stæðismenn töpuðu meirihlutanum i Reykjavík. Þannig bendir margttil þess, að stjórnarmyndun geti orðið erf ið og engan veginn víst að unnt verði að mynda nægjanlega sterka stjórn,m.a. vegna þess að Alþýðuf lokkurinn hef ur ekki áhrifavald i samræmi við þingstyrk sinn. Kagnhildi þykir þaft litift heimilishald aft geta ekki tekift ú móti tuttugu manns i kaffi. Það eru mávarnir og kriurnar i Grimsey sem hafa úrskurðarvald um það hverjir lenda þar á flugbrautinni og hverjir ekki. Flugvélin sem við Visismenn vorum far- þegar með þurfti þannig að fljúga tvo hringi yfir brautinni áður en fugl- arnir gáfu lendingar- leyfi sitt. Og það var ekki hávaðalaust. 1 kaupfélaginu er hægt aft fá skrautritaft skjal til staftfestingar þvi aft viðkomandi hafi komið á heimskautsbauginn. Hafnarsvæðift i Grimsey. Til hægri sést nýbygging saltfiskverkunar KEA sem áætlaft er aft lokift verfti vift i sumar eða næsta sumar. Jafnskjótt og vélarhljóftift i Vængjavélinni stöftvaftist á hlaft- inu hjá oddvitanum á Básum, settust þeir á brautina aftur einn af öftrum. Nema auftvitaft þeir æftarfuglar sem ekkert voru aft hafa fyrir þvi aft hreyfa sig. Innan stundar var allt oröiö eins og þaft átti aft vera. Við endann var undarleg stöng Þaft rigndi i Grimsey þennan dag og þaö var kalt. Farþegarnir voru þvi fegnir þegar Alfreö Jónsson oddviti bauft mönnum heim til sin. „Þaö hlýtur aft vera til kaffi á könnunni”, sagöi hann og hópurinn arkafti meft honum heim aft húsinu. En blaftamenn Visis höföu tekiö eftir undarlegri stöng vift enda flugbrautarinnar sem vakti for- vitni þeirra. Strikift var þvi tekiö beint aö þessari stöng, en á henni voru vegvisar meö vegalengd til hinna ýmsu stórborga. llrafn Oddsson flugmaftur og Alfreft Jónsson kanna vefturskilyrftin á Siglufirfti. tJt um gluggann má sjá Vængjavélina á hlaftinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.