Vísir - 01.07.1978, Blaðsíða 32

Vísir - 01.07.1978, Blaðsíða 32
Daninn Björn Nörgaard sést hér sitja I næstum fullgerðu verki slnu, sem samanstendur af mublum, möl, hraun- hellum, gifsi og piasti. i baksýn sést verk Svians Anders Aaberg sem hann nefnir „Töfraharminikkan”. Nýlist á Kiarvalsstöðum Nýstárleg myndverka- sýning opnar I dag á Kjar- valsstöðum. Að sýningunni standa fjórir ungir lista- menn frá Norðurlöndunum þ.á.m. islandi og á hver þeirra eitt verk á sýning- unni. Allir listamennirnir voru valdir af gagnrýnend- um til þess aö sýna á Parisar-biennal áriö 1977, og allir eiga þeir það sam- eiginlegt að aöhyllast ný- listastefnu innan myndlist- ar. Sýningin er opin á venjulegum tima en henni lýkur þann 23. júli. —ÞJH Stjóraarmyndun strandar ekki á hermálinu Alþýðubandalagsmenn munu hafa tekið vel i hugmyndir Alþýðuflokks um þriggja flokka stjórn með þátttöku Sjáifstæðismanna samkvæmt heimildum blaösins. Telja Alþýðubandalagsmenn að visu stórt pólitiskt stökk til Sjálfstæðismanna en engan veginn útilokað. Ljóst er, að hermálið mun ekki standa i vegi fyrir slikri stjórn heldur snýst spurningin fyrst og fremst um hvort takist aö ná samkomulagi um efnahagsmálin. Eins og kunnugt er ræddi Benedikt Gröndal við Lúðvík Jósefsson á fimmtudag og mun um helgina ræða við Geir Hallgrimsson og hugsan- lega einnig Ólaf Jó- hannesson enda þótt eng- inn áhugi sé innan Al- þýðuflokksins á þátttöku Framsóknarmanna. 1 gær var fundur þing- flokks Alþýðuflokksins. Fór Benedikt Gröndal bæði i Seðlabankann og Þjóðhagsstofnun til gagn- öflunar fyrir þann fund. A mánudag kemur flokks- stjórn Alþýðuflokksins saman en hún er æðsta vald i málefnum flokksins á milli flokksþinga. Ekki er búist við að hún muni gefa umboð til stjórnar- myndunar þá, heldur muni hún kölluð saman aftur þegar linur hafa skýrst. ÓM/Gsal. Asgeir Bjarnason heilsar nýkjörnum þingmanni kjör- dæmis sins, Eiði Guðnasyni en eins og kunnugt er þá hefur Asgeir látið af þingstörfum. Vlsismynd GVA SKÁTAR BJÓDA ÖLDRUDUM OG FÖTLUDUM Á SIRKUSINN Bandalag islenskra skáta hefur ákvcöið að halda aukasýningu á sirkus Gerry Cottle I Laugardals- höllinni á mánudaginn og bjóða þangað öldruðu fólki og fötluðu. Þorsteinn Sigurðsson fjármálastjóri BIS sagði I samtali við VIsi aö mein- ingin væriað bjóða öllu þvi öldruöu og fötiuðu fólki sem til næðist. Þetta fólk ætti yfirleitt ekki heiman- gengt og búast mætti við þvi að öðrum kosti að þetta fólk kæmist ekki á sýning- arnar. Þorsteinn sagði að haft hafi verið samband við Styrktarfélag vangefinna, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra.elliheimilin Grund og Hrafnistu og einnig hefði verið haft samband við Sjálfsbjörg. —KS Norskikórinn tekur hér lagiðl kaffiveislu sem Islenski lögreglukórinn hélt þeim Igær. Valur f ormaður SÍS Norskur lögreglukór á Lœkjartorgi Þeir sem ætla sér að njóta veðurbliðunnar I miö- bænum I dag geta átt von á þvi að til þeirra berist óm- þýður söngur 50 lögreglu- manna frá Noregi. Ekki eru þó lögreglumennirnir hér staddir vegna mann- fæðar islensku lögreglunn- ar eða skálmaldar á ls- iandi, heldur er hér á ferð- inni norski lögreglukórinn I skemmtiferð. Fengu þeir góöfúslegt leyfi yfirvalda sinna til þessarar farar enda þótt mikill viöbúnaður sé hjá norsku lögreglunni núna um helgina vegna 75 ára afmælis Ólafs Noregskon- ungs. Lögreglumennirnir munu hefja upp raust slna kl. 14 I dag og má vel vera að felenski lögreglukórinn taki undir með þeim I nokkrum lögum. Stjórn- andi norska kórsins er Knut Myhre og sagðist hann ekki vita hve lengi þeir myndu syngja, en efnisskrá þeirra væri mjög fjölbreytt og viðamikil og gætu þeir þess vegna ha ldið út fram á kvöld. —ÞJH Valur Arnþórsson kaup- félagsstjóri KEA á Akur- eyri var i gær kosinn stjórnarformaður Sam- bands islenskra samvinnu- félaga á aðalfundi sam- bandsins sem haldinn var að Bifröst. Eysteinn Jónsson hefur gegnt þessari stöðu um árabil enhann gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Valur Arnþórsson kaup- félagsstjóri Veðurbreytingar i nánd Skreiðarsala til Nígeríu Norðmenn óánœgðir Norömenn hafa samið við innflutnings miðstöð Nlgeriu um sölu á um 3,4 tonnum af skreið. Veröiö er um 23 þúsund norskar krónur fyrir tonnið eða um 1,1 milljón Islenskra króna. Frá þessu er skýrt i timaritinu Fishing News International. Þar segir að með þvi sé lokiö löngu samningaþófi en samn- í ingurinn hafi valdið Norð- mönnum vonbrigðum. Hins vegar gæti orðið aukning á söluskreiöar til Nigeriu frá Noregi ef Nlgerfustjórn veitti einkaaðilum inn- flutningsleyfi. Síðastliðið ár fengu einkaaðilar innflutnings- leyfi fyrir jafnmiklu magni og rikið flutti inn. —KS Við hérna á suövestur- horni landsins getum litiö nokkuð björtum augum til helgarinnar að þvl er varð- ar veðurfar. Viö fengum þær upplýsingar á veður- stofunni I morgun að veöur á Suöur- og Vesturlandi myndi sennilega lagast og stytta upp. En landar okkar norðan- lands og austan verða að sætta sig við að veöur sem hefur verið gott þar undan- farna daga versni heldur og að hann fari jafnvel að rigna. —SE VÍSIR-SMÁAUGLÝSINGAR Opið virka daga til kl. 22 Laugardaga kl. 10-14. Sunnudaga kl. 18-22 VISIR simi 86611 VISIR VISIR simi 86611 VISIR VISIR simi 86611 VISIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.