Vísir - 20.07.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 20.07.1978, Blaðsíða 7
Carter sýnir hörku VISIR Fimmtudagur 20. júll 1978 Viðrœðurnar og flótta- fólkið látið bíða Stjórnir Vietnams og Kina hafa orðið ásáttar um að slá á frest, i einn mánuð eða svo, viðræðum um flótta kinverskættaðs fólks frá Vietnam. Fjöldi fólks hefur flúið til Kina (á myndinni sjást kinverskættaðir Vietnamar vaða Nanhsi-hljót), en um 150 þúsund eru sagðir biða tækifæris og niðurstöðu viðræðna Pekingstjórnar og Hanoi. Tvö kinversk flutningaskip hafa beðið utan land- helgi Vietnams, reiðubúin til að flytja flóttafólk sjóleiðina. Samsœri á Kýpur Spyros Kyprianou, forseti Kýpur, kunn- gerði i gærkvöldi, að komist hefði upp um samsæri, sem beint var gegn stjórn hans. í 13 minútna sjón- varpsviðtali (i tilefni af- mælis innrásar Tyrkja á eyjuna) varaðist Kýpur- forseti þó að lýsa þessu samsæri i einstökum atriðum. Hann sagði, að samsærið heföi átt upptök sin erlendis, en ljóstað hefði verið upp um það, meðan það var enn á byrjunarstigi, og ekkert þyrfti lengur að óttast. Ekkert kvaðst Kýpurforseti skilja i útlendingum, að geta hagað sér þannig, og enn siður, að það skyldu vera til Kýpurmenn, sem létu teyma sig út i slikt. Eftir þvi sem fréttir herma frá Kýpur hefur tveim útlendingum verið visað úr landi vegna þessa máls. Annar er Eli Funchs, israelskur knattspyrnuþjálfari, serri var að störfum hjá einu Kýpurfélaginu. Hinn er fyrrum starfsmaður v-þýska utanrikis- ráðuneytisins, Paul Kurbjuhn. tþróttafélög á Kýpur eru flest hápólitisk og „Olympiakos”, fé- lagið sem Funchs starfaði hjá, þykir afar hægrisinnað. — Sagt er, að samband hafi verið milli Funchsog Kurbjuhns. Eftir þessar fréttir af samsær- inu hafa menn skoðað i nýju ljósi brottvikningu Tassos Papadopou- losar, aðalsamningamanns Kýpur-Grikkja i viðræðunum við Kýpur-Tyrki. Engar skýringar voru gefnar á brottvikningunni, en Papadopoulos hélt þvi fram, að reynt hefði verið að bendla hann við samsæri, og honum hefði verið hótað saksókn. Papadopoulos hefur gagnrýnt Kyprianous forseta og sagt, að hann ætli að hætta viðræðunum við Kýpur-Tyrki og afturkalla ýmsar mikilvægar tilslakanir. sem forveri hans, Makarios biskup, hafði veitt. Kyprianou forseti fullvissaði sjónvarpshlustendur i gærkvöldi, aðhann fylgdi stefnu Makariosar á öllum sviðum. Þá berast einnig þær fréttir frá Kýpur, aðyfirvöid hafi hrundið at stað nýrri rannsókn á moröi Rogers Davies, ambassadors Bandarikjanna i Nicosiu. Hann var myrtur i ágúst 1974, nokkru eftir hernám Tyrkja. Kosningarnor endurteknar í Bólivíu Herinn þykir nú hafa pólitiska framtið Bolivíu i hendi sér, eftir að ógilt voru úrslit fyrstu al- mennu kosninganna, sem fram hafa farið þar i landi i tólf ár. Yfirkjörstjórn ógilti i gærkvöldi úrslitin úr kosningunum 9. júli, og hafði þá Hugo Banzer forseti áöur lýst þvi yfir, að hann mundi fela forsetaumboðið i hendur hernum, ef úrslitin yrðu ógilt. Banzer hershöfðingi sagðist mundu segja af sér 6. ágúst, og eftir það yrði pólitisk framtið landsins i höndum hersins. Úrskurður yfirkjörstjórnar kemur að kröfu Juan Pereda As- bun, hershöfðingja og forseta- frambjóðenda, sem fariö hefur fram á, að efnt verði til nýrra kosninga. Hefur yfirkjörstjórn boðað nýjar kosningar eftir hálft ár. Pereda hershöfðingi bar fram kröfu sina eftir aö kosningatölur sýndu, að hann hafði sigrað. Hann hafði hlotið hreinan meirihluta. En i hámæli komst, að svik hefðu verið framin i kosningunum. Blaðaskrifin leiddu hana út í drykkju Joan Kennedy hefur skýrt fra þvi i blaðaviötölum, að aödrótt- anir blaða i Bandarlkjunum um tengsl manns henriar, Edwards Kennedy, við aörar konur hefðu sært hana svo, aö hún hefði leiðst út I drykkjuskap og orðið áfengissjúklingur. — Hún hefur nú unnið bug á þessum veikind- um. c Umsjón: Guömundur Pétursson Carter forseti virðist nú staðráðinn i að taka upp harðari stefnu i samskiptum við Sovét- rikin til þess að sýna andúð Bandaríkja- stjórnar á meðferð and- ófsmanna i Sovétrikjun- um. Bönnuð hefur verið sala á full- kominni bandariskri tölvu til Tass-fréttastofunnar, og fyrir- hugaður útflutningur á tækja- kosti til oliuvinnslu er nú háður eftirliti embættismanna Hvita hússins. Þar til viðbótar var svo sovésk- ur diplómat kvaddur til utanrikis- ráðuneytisins i Washington i gær til þess að gera grein fyrir starf- semi TASS i San Francisco. Ýmsir þingmenn hafa fagnað þessum aðgerðum, en leggja til, að fleira verði að gert. Þannig leggur Henry Jackson, einn af áhrifamestu öldungadeildarþing- mönnum demókrata, til, aö hlut- ast verði um að Ólympiuleikarnir 1980 verði fluttir frá Moskvu. Móðurmiólkin stœðist ekki óhollustuprófanir en þykir samt hollasti barnamaturinn Ef reglur og lög V- Þýskalands um hrein- læti i meðferð matvæla væru látin taka til móðurmjólkur væri hún bönnuð til mann- eldis. Niðurstöður rannsókna, sem hið opinbera hefur beitt sér fyrir, eru þær, að brjóstmylk- ingar fái með móðurmjólkinni ýmis hættuleg efni, en um leið er þvi samt haldiö fram, að þetta sé besta fæða kornabarns. Kemur fram I skýrslu um þessar rannsóknir, að finna megi I móðumjólkinni hin og þessi óhöll efni og svo miklum mæli, að fyndust þau i kjöt- vörum i jafnmiklum mæli, yrði varan bönnuð á markaði i Þýskalandi. En þegar öllu hefur verið til skila haldið,sem móðurmjólkin gefur barninu, þykir hún Samt taka fram öllum verksmiðju- framleiddum barnamat. Bæði næringarmeiri og eins færir hún barninu ónæmi gegn ýmsum sjúkdómum. Má bjóða „dinnermúsík"!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.