Tíminn - 20.08.1969, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.08.1969, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 20. ágúst 1969. TÍMINN Útaefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Tramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulitrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstjórnarskrifstofur < Eddu húsinu, símar 18300—18306 Skrifstofui Bankastrætl 7 — Afgreiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur sími 18300 Áskriftargjald kr 150,00 á mánuði. Innanlands — í iausasölu kr 10,00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. Úrræði Framsóknar- flokksins Það eru ekKi nema hinir allra blygðunarlausustu í hópi stjórnarsinna, sem reyna að mæla atvinnuleysinu og landflóttanum bót, og telja hann sprottinn af eðlileg- um og óviðráðanlegum orsökum. í þessum hópi er að sjálfsögðu að finna ritstjórn Mbl. Hinir, sem eru minna kokhraustir, játa að ekki sé nú allt í lagi, en reyna að hugga sig og aðra við það, að þetta væri ekkert betra. þótt stjórnarandstæðingar færu með völd. I þessum hópi er m. a. að finna þá, sem skrifa forustugreinar Vísis. Þar er það höfuðvörnin, að stjórnarandstæðingar hefðu reynzt jafn úrræðalaustir og ríkisstjórnin, ef þeir hefðu farið með völd, og þess vegna geta þeir ekki áfellt hina með neinum rétti. Til þess að reyna að árétta þennan málflutning, spyr Vísir stundum ósköp sakleysislega, hvað stjórnarand- stæðingar hafi bent á til lausnar vandanum. og kemst jafnan að þeirri niðurstöðu, að það hafi ekki verið neitt! Það er vitanlega alveg vonlaust að ætla að reyna að fá rithöfunda Vísis til að sjá það, sem þeir vilja ekki sjá, en vegna þeirra, sem kunna að láta blekkjast af þessnm fullyrðingum Vísis, þykir rétt að rifja upp nokk- ur úrræði, sem Framsóknarmenn hafa haldið fram. Þar ber fyrst að nefna tillögu Framsóknarmanna um að höfð sé hæfileg stjórn á fjárfestingunni, svo að það gangi fyrir, sem mestu skiptir. Hefði þessar! stefnu ver- ið fylgt fram í góðærinu, hefði þjóðin verið betur und- ir það búin að mæta erfiðleikunum, þegar venjulegt ár- ferði kom til sögu að nýju. í öðru lagi hafa Framsóknarmenn lagt áherzlu á, að auknu fjármagni yrði veitt til atvinnuveganna Þeir hafa lagt til, að Seðlabankinn hætti að frysta nýinnlagt spari- fé og yki kaup sín á afurðavíxlum í sama hlutfall og áður var. Þetta myndi gera viðskiptabönkunum mögu- leet að auka lán til atvinnuveganna og hleypa þannig auknu fjöri í atvinnulífið. í þriðja lagi hafa Framsóknarmenn lagt til, að vextir yrðu lækkaðar, en það myndi einnig örfa framtakið og atvinnu reksturinn. í fjórða lagi hafa Framsóknarmenn lagt til, að mál iðnaðarins yrðu tekin til sérstakrar athugunar og marg- háttaðar ráðstafanir gerðar til að efla hann, t. d. með lækkun eða afnámi tolla á hráefni og vélum til iðn- aðar. auknum kaupum á afurðavíxlum iðnaðarins, og takmörkun á innflutningi þeirra iðnaðarvara. sem væru framleiddar eins góðar og ódýrar í landinu sjálfu. í fimmta lagi hafa Framsóknarmenn lagt til, að ríkið hefði forgöngu um ýmsar framkvæmdir þar sem einka- franícakið héldi að sér höndunum, t- d. hefði ríkið for- ustu ím smíði skina innanlands, og tryggði skipasmíða- stöðvunum þannig næg verkefni. Þannig mætti telja áfram þau úrræði, sem Fram- sóknarmenn hafa bent á og beitt sér fyrir. Ef farið hefði verið að þessum ráðum þeirra, væri nú frekar of mikil en of lítil atvimia í landinu. Hér gæti verið þörf fyrir erlent vinnuafl á vissum árstíma, líkt og var fyrir ,við- '•";sr,ina“. En ríkisstjórnin hefur hafnað þessum úr- ræðum og hafið samdráttar- og kreppustefnuna til önd- vegis. Þess vegna ber hún ábvrgð á atvinnuleysinu og landflóttanum, sem fylgir því. Þ.Þ. t—...—............. - ■■■— ■■■ ■ ........ ■■■ ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON: Ferðaþættir frá Mið-Asíu V. Miklar framfarir hafa orðið i T adsikistan seinustu áratupa Tadsikar hlynna aiveg sérstaklega að þjóðlegum bókmenntum sínum Á HINU stóra þjóðminja- og náttúru.gripasafni í Dusanbe, má sitthvað læra um sögu Tadsikistans. íbúar lýðveldis- ins voru 2.7 millj. í ársbyrjun 1968. Tadsikar eru rúmur helm ingur þeirra, en næst koma Uzbekar og Rússar. Rússar eru taidir 14% íbúanna og hafa þeir aðallega flutzt til lands- in:s á síðari áratugum. Tadsik- ar eru hinir upphafiegu íbúar landsins, en ailmikið af Uzbek- um flutti þangað á síðari öld- um, en þá heyrði Tadsikistan undir furstan í Bukhara. ITadsikar eru að því leyti í sérflokki þjóða, sem bygigja Sovétlýðveldin í Mið-Asíu, að þeir eru persneskir að uppruna og tala persneskt mál. Þeir hafa síðan snemma á öldum oftast lotið erlendum yfirráð- um og hafa misjafna sögu að segja af hinum ýmsu yfirdrottn um, en þó versta af Mongólum. Skyldieika sinn við Persa hafa þeir jafnan vai'ðyeitt og á mál- ið sinn þátt í því. Bókmenntir þeirra hafa verið sameiginleg ar og telja Tadsikar t. d. að Omar Khayan sé ekki síður ?káld þeirra en Persa. Tadsik ar urðu fyrir miklu áfalli, þeg ar Rússar og Bretar skiptu með sér löndum í Mið-Asíu 1895, en þá lenti meirihluti Tadsika undir Afghanistan, en einnig all tór hluti undir Indiland. Þótt sæmileg sambúð sé við þessi lönd, munu ekki mikii sam skipti milli Tadsika yfir landa- mærin. Saga Tadsikistans sem stjórn arfarslegrar einingar hefst ekki fyrr en eftir byltinguna í Rússlandi. Lenin mótaði í upp hafi þá stefnu, að veita ætti hinum ýmsum þjóðflokkum í Sovétríkjunum nokkurt sjálfs forræði og aðstöðu túl að þróa þjóðlega menningu. Þetta varð grundvöllur hinna ýmsu lýð- velda í Sovétrikjunum, en inn- an þeirra hafa svo minni þjóð flofckar fengið aðstöðu til að viðhailda sérkennum sínum. Stalin fylgdi þessari stefnu fast fram og getur það hafa ráðið nofckru um þá afstöðu hans, að hann var ekfci Rússi, heldur Georgíumaður og skyldi því betur en ella aðstöðu hinna minni þjóðflokfca. Upphaflega átti Tadsikistan aðeins að vera sérstakt hérað innan Uzbekist- ans, en Stalin mun hafa ráðið mestu um, að Tadsikistan varð sjálfstætt lýðveldi 1929 og jafnframt hlaut væntanleg höf uðborg þar nafn hans, Stalina bad. Til að útiloka misskilning, skal þess getið, að þessar upp- lýsingar um Stalin eru ekki frá gestgjöfum okfcar í Tadsi kistan, því að þar held ég, að nafn hans hafi ekki borið á góma, enda ber höfuðborgin ekki lengur nafn hans, heldur heitir nú sínu upprunalega nafni. MARGT af því, sem bar fyrir augu á safninu í Dusanbe, styrkti það álit, að málið og Aveiturnar hafa átt meginþátt í eflingu landbúnaðarins í Tadsikistan bókmenntirnar hafi átt mestan þátt í því, að Tadsikar mynd uðu sérstaka þjóðarheild á liðe um öldum, þrátt fyrir breyti- leg erlend yfirráð. Þeir dýrka mjög skáld sín, lífs og liðin. Myndir o-g myndastyttur af þeim mæta manni næstum eins oft eða oftar en myndir af núv. stjórnarnefnd Kommúnista flokks Sovétríkjanna sem sjást víða, en hinsvegar ná þær ekki að skyggja á Lenin. Þá leggja Tadsikar mibla rækt við þjóð búninga sína, en þó virðast þelr orð-nir meira bundnir við týlli- daga, því að ekki gætti þeirra mikið á götunum í Dusanbe. Glíman er höfð í hávegum sem gömul þjóðaríþrótt og virðast mér myndir af henni benda til þess, að hún líkist um margt íslenzkri glímu. Tadsikar urðu Múhameðstrú armenn á þeim tíma. er Arabar réðu yfir iandinu, rg hafa ját- að þau trúarbrögð ifðan. Senni- lega má rekja til þes-s, að þeir virðast bindindissamir. Ég hafði verið í veizlu á samyrkju búi í Georgíu, þar sem vín voru veitt óspart, og lór því með takmarkaðri tilhlökkun í veizlu, sem átti að halda okkur á samyrkjubúi s-kammt frá Dusanbe. En þar reyndust vín- veitingar mjög í hófi, hóflegir skammtar af vod'ka eða koní- aki. Þjóðardrykkur í Tadsi-kist an er svokallað grænt te, sem virðist meira hressandi og svál- andi en það te, sem hér er notað. Þetta græna te kaupa Tadsikar frá Georgíu, en Georgíumenn nota það nær ekkert sjálfir. Georgíumenn framleiða ágæt vín og þau eru þjóðardrykkur þeirra. Georgíu menn eru líka grísk-kaþólskir og láta ekki trúarbrögð hafa áhrif á drykkjusiði sína. í Tadsikistan er lítið framleitt af vínum, þótt aðstaða sé sæmi leg til þess. Tadsikar halda þvú mjöig fram, að loftslag í fjallabyggð um þeirra sé mjög heilnæmt og þar verði mann því eldri en víðast annars staðar í heimin um. Enn gestgiafi okkar sagði frá því, að fftmn hefði einu sinni rekist þar á níræðan öld ung, sem vai ».ð gráta. Aðspurð ur sagðist hr.tin vera að gráta vegna þess, að pabbi hans hefði verið að ávíta sig. Sigurður Bjarnason kunni aðra sögu, sem minnti nokkuð á bessa, en hún mun hafa orðið t3 í Bandaríkíunum á bannárunum. Hún er á þá leiðýað níræður H’ramham é bis 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.