Morgunblaðið - 05.01.2001, Síða 31

Morgunblaðið - 05.01.2001, Síða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 31 Vekjaraklukka aðeins 900 kr. NETVERSLUN Á mbl.is NÝLEGA hafa for- svarsmenn læknastöðv- anna í Reykjavík og hópur hjúkrunarfæð- inga stofnað félag til þess að kanna mögu- leika á því að bæta þjónustu og auka hag- kvæmni í rekstri sér- hæfðrar heilbrigðis- þjónustu í takt við nútímaþróun. Sú leið sem helst kemur til greina er að reisa sam- eiginlegt húsnæði til þess að auka möguleika á hagræðingu og auk- inni þjónustu. Með samvinnu læknastöðvanna mundu skapast möguleikar á að hafa sjúkrarúm og hjúkrunarþjónustu til að auka öryggi og vellíðan sjúk- linga og sinna fleiri verkefnum. Málið er á byrjunarstigi og tals- verð vinna framundan þar til nið- urstaða fæst. Reynt hefur verið að gera þess- ar hugmyndir tortryggilegar með því að gefa í skyn að þær mundu leiða til mismununar eftir efnahag. Rætt hefur verið um einkasjúkra- hús þar sem fólk þyrfti að greiða fyrir þjónustu umfram það sem það ætti tilkall til í hinu opinbera heilbrigðiskerfi. Sagt hefur verið að aukinn einkarekstur í heilbrigð- iskerfinu jafngildi því að taka upp bandaríska heilbrigðiskerfið með tilheyrandi mismunun og skorti á tryggingavernd. Allt þetta er rangt, en áróður af þessu tagi hef- ur haldið áfram þó svo að skýr- ingar um hið gagnstæða hafi kom- ið fram í fréttum um málið af hálfu þeirra sem að viðræðunum standa. Á Íslandi er heilbrigðiskerfið fjár- magnað að mestu leyti með op- inberu fé sem skattgreiðendur hafa greitt og er víðtæk samstaða um það í þjóðfélaginu. Fyrir skemmstu skýrði stjórn- arnefnd ríkisspítalanna frá fjár- hagsstöðunni í lok ársins 2000. Halli á rekstrinum hefur verið talsverður og telur stjórnarnefnd- in nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem meðal annars gætu falið í sér aukna gjaldtöku af sjúklingum til þess að koma á jafnvægi í rekstri spítalans. Ekki hefur orðið vart við nein sérstök viðbrögð frá andstæð- ingum einkarekstrar við þessum áformum frá sjálfri stjórnarnefnd ríkisspítalanna. Því er það áleitin spurning hvort þeir sem gagnrýnt hafa hugmyndir um einkarekstur telji að aukin gjaldtaka sé í lagi ef ríkið á frumkvæði að henni. Auð- vitað blasir það við að verið er að gera málið að pólitísku deilumáli áður en það er komið á nokkurn rekspöl. Ef þeir sem gagnrýnt hafa hugmyndir um einkarekstur eru spurðir að því hvert sé vanda- málið í spítalarekstrinum svara þeir undantekningarlaust að það vanti meiri peninga. Við teljum hins vegar að það þurfi að breyta kerfinu þannig að fjármagn fylgi verkefnum til að skapa kostnaðar- vitund og samkeppnisskilyrði sem muni leiða til meiri hagkvæmni. Á Íslandi hefur umtalsverður einkarekstur í heilbrigðisþjónustu tíðkast um áratuga- skeið. Þjónusta sér- fræðinga á lækna- stöðvum utan sjúkrahúsa hefur verið öllum aðgengi- leg og ódýr á alþjóð- legan mælikvarða en um hana hefur verið í gildi samningur milli Læknafélags Reykjavíkur og Tryggingastofnunar ríkisins sem hefur tryggt hóflega kostnaðarhlutdeild sjúklinga. Víða er- lendis hefur kerfi fastra fjárlaga til sjúkrahússtarf- semi verið lagt af og teknar upp í þess stað greiðslur fyrir unnin verk samkvæmt taxta. Nærtakt dæmi er að í Noregi er verið að breyta fjármögnun sjúkrahúsa al- farið í þetta kerfi. Kröfur um að slíkt kerfi verði tekið upp hér á landi í stað fastra fjárlaga hafa verið áberandi undanfarin ár, ekki síst af hálfu stjórnenda stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík. Mál þetta snýst um það hvernig er unnt að veita góða þjónustu á sem hagkvæmastan hátt til hags- bóta fyrir almenning og ríkissjóð. Þjóðin á að gera kröfu til þess að fjármunum til heilbrigðismála sé stýrt af ítrustu hagkvæmni og að til séu valkostir um það hvert fólk getur sótt þjónustuna án þess að það komi niður á tryggingavernd. Ef frekari einkarekstur í heil- brigðisþjónustu getur stuðlað að þessum markmiðum er hann æski- legur. Valkostir í heilbrigðisþjónustu Steinn Jónsson Þjónusta Þjóðin á að gera kröfu til þess, segir Steinn Jónsson, að til séu valkostir um það hvert fólk getur sótt þjónustuna án þess að það komi niður á tryggingavernd. Höfundur er læknir. KRINGLUNNIÚtsalan er hafin STRÁKAR!!! ÞAÐ ER STUNDUM GOTT AÐ VERA NAKINN EN... ...EKKI ALLTAF!!! 30-40% AFSLÁTTUR K R I N G L N N I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.