Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 1
7. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 10. JANÚAR 2001 TVEIR ráðherrar í þýsku ríkisstjórn- inni sögðu af sér í gær vegna kúariðu- málsins í landinu. Heilbrigðisráðherr- ann, Andrea Fischer, og land- búnaðarráðherrann, Karl-Heinz Funke, höfðu báðir sætt mikilli gagn- rýni vegna viðbragða sinna við grein- ingu á fyrstu tilfellum riðu í kúm sem upprunnar eru í Þýskalandi. Neysla á kjöti af sýktum kúm getur leitt til heilarýrnunarsjúkdóms í fólki. Fischer sagði á fréttamannafundi, er hún tilkynnti afsögn sína, að hún segði af sér til þess að reyna að end- urvekja traust neytenda og bæta neytendavernd. Funke sagði ósætti vegna nýrra áherslna í stefnu stjórn- arinnar í landbúnaðarmálum vera ástæðu afsagnar sinnar. Fischer er í Græningjaflokknum, samstarfsflokki Sósíaldemókrata- flokks Gerhards Schröders kanslara. Fischer varð margsaga í kúariðumál- inu skömmu fyrir jól. Fyrst sagði hún að engin hætta stafaði af unnu kjöti í pylsum en kvaðst ekki sjálf myndu kaupa slíkar pylsur. Síðar sagði hún að pylsur yrðu bannaðar og teknar af markaðnum en í ljós kom að Fischer hafði ekki vald til að gera þetta. Funke er flokksbróðir Schröders og hafði verið sakaður um að setja hagsmuni landbúnaðariðnaðarins of- ar hagsmunum neytenda. Hann var andvígur banni á allar dýraafurðir í skepnufóðri en stjórn Schröders setti skömmu síðar slíkt bann. Tveir þýskir ráð- herrar segja af sér Berlín. AFP. AP Haldið aftur af ljósmyndurum og myndatökumönnum á fréttamannafundi Andreu Fischer (t.v.) í gær. BRESK stjórnvöld hafa ákveðið að hermenn sem gegnt hafa friðar- gæslustörfum á Balkanskaga og í stríðinu 1991 gegn Írökum geti sér að kostnaðarlausu fengið rannsókn á því hvort þeir hafi orðið fyrir heilsutjóni af völdum leifa úr úran- skotfærum. Á hinn bóginn sagði John Spellar hermálaráðherra að ekki væru fyrir hendi neinar lækn- isfræðilegar vísbendingar um að úranleifarnar væru hættulegar. Norskir hermenn neita Norskir hermenn neita nú að skrá sig til þjónustu í friðargæslu- liðinu í Kosovo nema gengið verði úr skugga um hættuna af úraninu. Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að feta í fótspor Breta og bjóða hermönnum ókeypis rannsókn. Ýmis ríki hafa lýst áhyggjum yfir hugsanlegum tengslum úransins við hvítblæði sem greinst hefur í allmörgum fyrrverandi gæslulið- um. Umdeilt er hvort geislun og eitrun frá málminum sé svo mikil að nægi til að valda sjúkdómum í mönnum. Í ljós hefur komið að bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, sendi frá sér viðvörun til eigin herja og bandamanna sinna í Evr- ópu í lok Kosovo-stríðsins sumarið 1999. Voru hermenn varaðir við því að fara inn í skaddaða skrið- dreka Serba vegna þess að málm- eitrun frá leifum af úrankúlum gæti haft heilsuspillandi áhrif. Frakkinn Bernard Kouchner, sem er læknir að mennt og æðsti yf- irmaður stjórnar Sameinuðu þjóð- anna í Kosovo, gerir lítið úr hætt- unni. Hann segir jafnframt að hættusvæði í héraðinu hafi verið vandlega könnuð eftir að friðar- gæsluliðið kom á vettvang og fyllstu varúðar gætt. Leitað til vísindamanna Fulltrúar í stjórnmálanefnd Atl- antshafsbandalagsins, NATO, felldu í gær tillögu Ítala um að hætt yrði að nota úranhúðaðar byssukúlur. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins ákvað í gær að láta vísindamenn hjá Euratom-stofnun- inni meta hættuna af úranleifunum og á hún að skila niðurstöðum í febrúar. Notað er svonefnt rýrt úran til að húða kúlur er ætlað er að rjúfa brynvörn skriðdreka. Mikil eðlis- þyngd úrans veldur því að kúl- urnar vinna á brynvörninni. Bandaríski flugherinn notar úran- kúlur en herir fleiri ríkja eiga þær í vopnabúrum sínum. Munu hafa verið notuð alls um 300 tonn af málminum í Flóabar- daga 1991, níu tonn í Kosovo-stríð- inu 1999 og þrjú tonn gegn Bos- níu-Serbum 1994-1995. Kouchner gerir lítið úr úranhættu í Kosovo London, Berlín, Washington, Brussel. AP, AFP, Reuters. Danir og Bretar bjóða hermönnum sínum ókeypis læknisrannsókn LINDA Chavez, sem George W. Bush, væntanlegur Bandaríkjafor- seti, hafði útnefnt til embættis at- vinnumálaráðherra, lýsti því yfir í gær að hún óskaði þess ekki lengur að gegna embættinu. Chavez hafði sætt ámæli vegna þess að í ljós hefur komið að ólöglegur innflytjandi hafði búið og unnið á heimili hennar. Chavez boðaði til fréttamanna- fundar síðdegis í gær og sagði þar að hún teldi sig ekki hafa gert neitt rangt en hún ætti þess ekki lengur kost að taka sæti í stjórn Bush vegna þess að hún væri nú orðin „til traf- ala“. Sagði hún að í þessu máli hefði verið gerður úlfaldi úr mýflugu en svona væri stjórnmálalífið í Wash- ington. Það væri leikur sem ein- kenndist af „eftirför og útrýmingu“. Bush „vonsvikinn“ Bush, sem tekur við forsetaemb- ættinu 20. janúar nk., kvaðst í gær vera „vonsvikinn“ yfir því að Chavez myndi ekki gegna embætti atvinnu- málaráðherra. Haft er eftir þremur heimildamönnum í Repúblikana- flokknum, sem ekki vilja láta nafns síns getið, að Chavez hafi dregið sig í hlé vegna þrýstings frá stjórnmála- ráðgjöfum Bush. Chavez hefur viðurkennt að hafa tekið Mörtu Mercado, gvatemalíska konu, er sætt hafði misþyrmingum, inn á heimili sitt, að beiðni vinar, í byrjun síðasta áratugar. Mercado sinnti einhverjum húsverkum og lét Chavez hana fá peninga öðru hvoru en báðar hafa þær neitað því að Mer- cado hafi verið í vinnu hjá Chavez. Bush hafði sagt við blaðamenn, eftir að Mercado-málið kom fram í dagsljósið um helgina, að hann teldi Chavez vera mjög færa um að gegna embætti ráðherra. Það sem hann hefði lesið um málið benti ekki til annars. Fréttaskýrendur höfðu sagt að það myndi gefa nokkra vísbendingu um dug Bush í forsetastóli hvernig hann brygðist við harkalegri gagn- rýninni á Chavez. Hingað til hefði Bush sýnt ráðherraefnum sínum þá hollustu sem hann væri frægur fyrir að sýna félögum sínum. Þó hefði glitt í það pólitíska raunsæi sem þeir er lengi hafa fylgst með honum sögðu að myndi á endanum ráða úrslitum um viðbrögð hans. AP Linda Chavez greinir fréttamönnum frá ákvörðun sinni. Linda Chavez dregur sig í hlé Washington. Reuters, AFP, AP. Slær í bakseglin hjá Bush EIN milljón Rússa kann að verða sýkt af HIV-veirunni, er veldur alnæmi, í lok þessa árs og svo gæti farið að eftir tíu ár yrði annar hver rússneskur borgari smitaður, að sögn yf- irmanns rannsóknarmiðstöðv- ar Rússlands í alnæmisrann- sóknum, Vadims Pokrovskís. Sagði hann að þetta væru horfurnar ef útbreiðsla smits- ins yrði áfram jafnhröð og hún er nú. Íbúar Rússlands eru 145 milljónir. Samkvæmt opinber- um tölum eru nú 80 þúsund smitaðir af HIV en „í rauninni er hálf milljón Rússa smituð,“ sagði Pokrovskí. Annar hver smit- aður eftir tíu ár Moskvu. AFP. Rússland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.