Morgunblaðið - 10.01.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 10.01.2001, Síða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ 8 SÍÐUR Sérblöð í dag www.mb l . i s  Teiknimyndasögur  Myndir  Þrautir  Brandarar  Sögur  Pennavinir Scunthorpe vill halda Bjarnólfi /C1 Tveggja marka tap fyrir Frökkum /C2 4 SÍÐUR 4 SÍÐUR  Í VERINU í dag er sagt frá auknum útflutningi SÍF á síðasta ári, minni sölu á fiskmörkuðum og rætt við sjávarútvegsráðherra um aukna smáfiskagengd. SKÝRSLA og frumvarpsdrög starfshóps, sem skipaður var til að meta viðbrögð við dómi Hæstaréttar í máli Öryrkjabandalagsins, verða lögð fram á ríkisstjórnarfundi í dag. Fundi ríkisstjórnar sem halda átti í gær var frestað um einn sólarhring þar sem ekki hafði unnist tími til að ganga endanlega frá öllum atriðum málsins, skv. upplýsingum sem feng- ust í forsætisráðuneytinu í gær. Niðurstaða ríkisstjórnarinnar verður svo kynnt á þingflokksfund- um stjórnarflokkanna í kjölfar ríkis- stjórnarfundarins og að því loknu á fréttamannafundi. Stefnt er að því að Alþingi verði kallað saman næstkomandi mánu- dag, 15. janúar, til að afgreiða frum- varpið í málefnum öryrkja en áður hafði verið gert ráð fyrir að Alþingi kæmi saman eftir jólaleyfi, 23. janú- ar. Viðbrögð við dómi Hæstaréttar Frumvarp kynnt í rík- isstjórn og á þingflokks- fundum HÚSNÆÐI Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Aðal- stræti 6 og 8 hefur verið aug- lýst til sölu, en eignin er um 1.500 fermetrar. Að sögn Jóns Guðmundssonar hjá Fast- eignamarkaðnum er ásett verð 160 milljónir króna en meðalverð á hvern skrifstofu- fermetra er 110 til 135 þús- und krónur. Hann sagði að þegar væri komið tilboð í hús- næðið. Gunnar Svavarsson, for- stjóri SH, sagði að fyrirtækið væri með skrifstofur í húsinu og að samfara fækkun starfs- fólks á staðnum væri nú verið að leita að öðru húsnæði, sem hentaði betur. Hann sagði að eins og staðan væri í dag væri starfsfólkið óþarflega dreift um húsið og því væri verið að leita að húsnæði á einni hæð með opnu rými. Að sögn Gunnars hefur SH í áföngum verið að minnka við sig húsnæðisrými í Aðalstræt- inu, en nú stendur til að selja allt það rými sem fyrirtækið á í húsunum. Það húsnæði sem nú er til sölu samanstendur af tveimur skrifstofuhæðum á 4. og 5. hæð í Aðalstræti 6 og hæð og risi í Aðalstræti 8, en innangengt er á milli hús- anna. Eigninni fylgja sex stæði í bílageymslu og hlut- deild í sameiginlegu mötu- neyti og geymslum. SH selur húsnæði sitt í Aðalstræti SAMNINGAFUNDUR í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna var hald- inn hjá ríkissáttasemjara sl. föstu- dag og samkvæmt samtölum við deiluaðila virðist lítið sem ekkert hafa miðað. Næsti samningafundur hefur verið boðaður 19. janúar næst- komandi. Útgerðarmenn krefjast breytinga á hlutaskiptakerfinu eða að það verði lagt niður. Atkvæðagreiðsla stendur yfir meðal Sjómannasambands Íslands, Vélstjórafélags Íslands og Far- manna- og fiskimannasambandsins um boðun verkfalls 15. mars nk. Að sögn Hólmgeirs Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Sjómannasambands Íslands, gætu niðurstöður atkvæða- greiðslunnar legið fyrir um næstu mánaðamót. Verkfall myndi ná til um 5 þúsund sjómanna, komi til slíkra aðgerða. Hólmgeir sagði við Morgunblaðið að miðað við samtöl sín við sjómenn væri mikill einhugur í mönnum og þeir tilbúnir í verkfall. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, LÍÚ, sagðist ekki trúa öðru en að samningar tækjust á endanum, þótt lítið hafi miðað á síðasta samningafundi. Hann sagði það ekki koma sér á óvart ef verkfall yrði samþykkt, mið- að við upplýsingagjöf sjómannafor- ystunnar til sinna manna, en verkfall myndi ekki skila þeim neinu. „Þetta er alveg steindautt enda er- um við í atkvæðagreiðslu um verkfall til að ýta þessu áfram. Samninga- fundirnir hafa verið stuttir og viljinn enginn hjá útvegsmönnum til að semja við okkur,“ sagði Hólmgeir. Meðal þeirra atriða sem mest er deilt um í viðræðunum er sú krafa útvegsmanna að leggja hlutaskipta- kerfi sjómanna niður eða breyta því. Sjómenn telja sig eiga inni fjölmargar leiðréttingar Hólmgeir sagðist ekki hafa séð út- færslu á þessu hjá útvegsmönnum og efaðist um að þeir vissu sjálfir hvernig ætti að breyta því. Hólmgeir sagði að sjómenn teldu sig eiga rétt á að fá sömu launabreytingar og aðrir, s.s. slysatryggingar á borð við þær sem kaupskipaútgerðin hefði samið um við Sjómannafélag Reykjavíkur og mótframlög útvegsmanna í sér- eignasjóði lífeyrissjóðanna. En öll- um þessum kröfum væri hafnað af hálfu útvegsmanna og Hólmgeir sagði þá að auki ekkert vilja taka á fiskverðsmálum í viðræðunum. „Við teljum okkur eiga inni fjöl- margar leiðréttingar á okkar kröf- um. Stjórnvöld hafa alltaf gripið inn í deiluna og sett lög þannig að menn hafa aldrei komist í að leysa þau vandamál sem þarf að leysa. Því mið- ur sýnist mér ekki vera mikill vilji hjá útvegsmönnum til þess, eins og staðan er í dag. Vonandi fer það að lagast,“ sagði Hólmgeir. Hlutaskiptakerfi sjómanna virkar m.a. þannig að ef útgerð ákveður að fækka um einn í áhöfn skips jafnast kaup þess sjómanns yfir á aðra sem eftir verða í áhöfninni. Friðrik J. Arngrímsson sagði við Morgunblað- ið, spurður um þetta kerfi, að launa- kostnaður útgerðarinnar hækkaði þrátt fyrir að fækkað væri um einn í áhöfn. Tími væri kominn til að breyta þessu og hann sagði útgerð- ina tilbúna í ítarlega vinnu í þeim til- gangi. Hann sagði það koma t.d. til greina að helmingi af hlut þeirra sjó- manna sem fækkað væri um í áhöfn yrði deilt á aðra sem eftir verða um borð. „Með kvótakerfinu hefur margt breyst. Það er orðið fyrirséðara hvað hvert skip er að veiða og hvert afla- verðmætið getur orðið. Frá okkar hendi er það ekkert sáluhjálparatriði að leggja niður hlutaskiptakerfið ef hægt er að laga það og gera það eðli- legra. Þá á ég einkum við mönnunina á skipunum. Við leggjum ofur- áherslu á að ná fram einhverjum breytingum í þeim efnum,“ sagði Friðrik og benti á að hlutfall launa- greiðslna íslenskra útgerða væri mun hærra en t.d. í Noregi. Launahlutfallið í rekstarkostnaði hér á landi væri um 40% en í Noregi væri hlutfallið 20–35% í flestum greinum sjávarútvegsins. Friðrik sagði nauðsynlegt að sjómenn hefðu góð laun, og þeir hefðu þau í dag, en hægt væri að ná fram töluverðri hag- ræðingu engu að síður. Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra- félags Íslands, sagði í viðtali við Morgunblaðið að hann hefði það á tilfinningunni að forysta LÍÚ væri að bíða eftir verkfallsboðun sjó- manna og fá síðan stjórnvöld til að setja lög á verkfallið, líkt og tíðkast hefði áður. „Þvergirðingsháttur“ út- vegsmanna væri ekki einleikinn að vilja ekki ljá máls á neinum af kröf- um sjómanna í viðræðunum. Lítið miðaði á síðasta samningafundi sjómanna og útvegsmanna Útgerðin vill breyting- ar á hlutaskiptakerfi ALMYRKVI tungls sást frá Íslandi í gærkvöld frá um klukkan 19.50 til klukkan tæplega 21. Að sögn Þor- steins Sæmundssonar, stjörnufræð- ings við raunvísindastofnun Háskóla Íslands, sjást tunglmyrkvar frá hálfri jörðinni í senn, frá þeim helm- ingi jarðar sem snýr að tungli þegar myrkvinn verður. Fyrirbærið sést að meðaltali á tveggja til þriggja ára fresti frá tilteknum stað á jörðinni. Verður oftast rauðleitt „Tunglið gengur þá inn í skugga jarðarinnar en skuggi jarðarinnar teygist langt út í geiminn og miklu lengra en til tunglsins,“ sagði Þor- steinn. „Oftast fer tunglið fram hjá þessum skugga en stundum gengur það inn í hann og myrkvast eins og núna. Það verður að vísu aldrei al- veg dimmt, eða það er allavega mjög sjaldgæft, vegna þess að and- rúmsloft jarðar beinir ávallt ein- hverju ljósi að tunglinu.“ Þorsteinn sagði að venjulega yrði tunglið rauðleitt eða koparlitað eins og nú og mjög fallegt á að líta en stundum yrði það gráleitara. Í tunglmyrkva sést betur að tunglið er hnöttur en ekki flöt skífa. Horfi menn á tunglið með sjónauka kemur þetta enn betur í ljós. „Það verða einskonar þrívíddaráhrif,“ segir Þorsteinn. Almyrkvi tungls Morgunblaðið/Brynjar Gauti Tunglið sást mjög vel frá Reykjavík og skartaði rauðum lit fyrir þá sem varð litið til þess.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.