Morgunblaðið - 10.01.2001, Page 8

Morgunblaðið - 10.01.2001, Page 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna Íslandssíma Frá GSM til 3G ÍSLANDSSÍMI stend-ur fyrir ráðstefnu ídag klukkan 11 á Hótel Loftleiðum. Ráð- stefnan er haldin undir yf- irskriftinni: „Frá GSM til 3G“, og lýkur henni klukkan 14. Kjartan Briem er framkvæmda- stjóri tæknisviðs hjá Ís- landssíma GSM. Hann var spurður nánar um hvað frá GSM til 3G þýddi. „Ráðstefnan fjallar um þá tækniþróun sem er framundan í hinum þráð- lausa fjarskiptaheimi. Allt frá stöðunni í dag, þar sem við höfum GSM, og fram til þriðju kynslóðar- innar af farsímum, eða 3G, eins og hún er kölluð? – Hvaða munur er á GSM og 3G? „GSM-kerfi var hannað með það í huga að veita talþjónustu en í dag eru komnar kröfur frá markaðinum um fjölbreytta gagnaþjónustu og 3G mun verða öflugt gagnanet sem hefur tal- þjónustu sem einungis eitt af fjölmörgum þjónustusviðum.“ – Hvaða þjónustu umfram tal- þjónustu veitir 3G? „Það má nefna alla almenna gagnaþjónustu eins og netað- gang, aðgang að tölvupósti og að innri netum fyrirtækja. Eins má búast við fjölmörgum nýjum þjónustuleiðum sem byggjast á staðsetningu viðskiptavinar. Þráðlaus skemmtun er líka mikið í umræðunni og eins öll möguleg bankaþjónusta og greiðsluþjón- usta.“ – Verða fyrirlestrar um rann- sóknir á 3G-kerfinu? „Fyrirlesararnir sem verða á ráðstefnunni fjalla bæði um upp- byggingu kerfanna en einnig þá þjónustu sem mun verða í boði. Sem dæmi má nefna að Piet Grootenboer, aðstoðarforstjóri hjá Ericsson fyrir 3G, mun fjalla um DoCoMo, sem er japanskt farsímafyrirtæki sem þegar hef- ur komið á markað ýmsum af þessum þjónustuleiðum. Einnig verður fjallað um stafrænar þjónustuleiðir og fulltrúi frá So- nera Smart Trust mun halda fyr- irlestur sem kallast „Veskið í símanum!“ Sjálfur ætla ég að fjalla um uppbyggingu á GSM-/ GPRS-farsímaneti Íslandssíma og möguleika þá sem felast í hinni nýju tækni GPRS.“ – Hvaða möguleikar felast í GPRS? „Með GPRS getum við innleitt margar af þeim þjónustuleiðum sem munu verða ríkjandi í 3G – segja má að GPRS sé eins konar millistig á milli GSM og 3G.“ – Eruð þið að koma þessu kerfi á núna? „Já, okkar kerfi fer í loftið um mánaðamótin janúar/febrúar. Undirbúningsvinnan hefur ver- ið geysilega mikil og síðustu mánuði hafa verið miklar fram- kvæmdir í gangi hjá okkur við uppsetningu“ – Eru Íslendingar framarlega í þessum tæknimálum? „Já, þeir eru það. Einn fyrirlesara mun einmitt svara þessari spurningu. Við hjá Ís- landssíma stefnum á að fullnægja nýjustu tækniþörfum.“ – Eru þetta kostnaðarsamar framkvæmdir? „Svona verkefni hleypur á ein- hverjum milljörðum þegar allt er tekið með.“ – Hverjir hafa verið ykkar helstu samstarfsaðilar? „Ericsson er okkar stærsti samstarfsaðili og allur okkar grunnkerfisbúnaður kemur frá þeim. Af öðrum samstarfsaðilum má sérstaklega nefna Keflavík- urverktaka, sem hafa unnið mik- ið starf við uppsetningu sendi- stöðva. Við erum einnig búnir að semja við fjölmarga aðila um þjónustuhluta farsímakerfisins. Þar á ég við ýmsar upplýsinga- veitur og fyrirtæki með hugbún- aðarlausnir.“ – Þú nefndir þráðlausa skemmtun – hvað er það? „Þráðlaus skemmtun getur verið af ýmsum toga. Það má nefna leiki, tónlist, getraunir og jafnvel útvarp og sjónvarp.“ – Hvaða tæki eru notuð til þess að uppfylla allar þessar þarfir? „Fyrsti fyrirlesturinn mun ein- mitt fjalla um tækin sem notuð verða í 3G. Fyrir utan hina hefð- bundnu síma má búast við að tæki eins og lófatölvur og ýmiss konar önnur tæki sem eru hönn- uð með sérstaka þjónustu í huga verði notuð.“ – Horfir maður þá á sjónvarpið í lófatölvu? „Já, maður gæti verið með lít- inn skjá á einhvers konar tæki eins og lófatölvu. Sum tæki munu eflaust ráða við margar tegundir af þjónustuleiðum.“ – Er mikil nauðsyn á að koma þessum búnaði sem fyrst á? „Uppsetning á 3G verður gíf- urlega kostnaðarsamt verkefni. Búast má við að fyrstu 3G-kerfin í Evrópu fari í loftið seinni hluta næsta árs. Enn er þetta allt á tilrauna- stigi. Enginn er enn með kerfi sem kalla má 3G-kerfi. Hins veg- ar eru mörg fyrirtæki að setja á laggirnar GPRS í sínum GSM- kerfum. Ég tel að bæði fyrir- tækjum og einstaklingum muni finnast ráðstefna okkar í dag svara ýmsum spurningum um GSM, GPRS og 3G og hvernig þessi tækni muni nýtast.“ Kjartan Briem  Kjartan Briem fæddist í Reykjavík 19. nóvember 1970. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1990 og verkfræðiprófi frá BTU- verkfræðiháskólanum í Kaup- mannahöfn árið 1997. Hann hef- ur starfað hjá Landssímanum frá námslokum og þar til hann hóf störf hjá Íslandssíma haustið 2000. Kona Kjartans er Guðlaug Erla Jóhannsdóttir, mark- aðsfræðingur hjá Vífilfelli. Með GPRS getum við inn- leitt margar af þeim þjón- ustuleiðum sem ríkjandi verða í 3G Er eitthvert Kanarístuð á ykkur? Má ekki lengur ræna þá minnimáttar? HEILDARFJÁRHÆÐ sam- þykktra húsbréfalána dróst saman um 10,7% á síðasta ári samanborið við árið áður. Samdrátturinn er nærfellt tvöfalt meiri ef miðað er við markaðsvirði húsbréfanna eða 20,4%. Samkvæmt skýrslu fjárstýring- arsviðs Íbúðalánasjóðs var heildar- fjárhæð samþykktra húsbréfalána á árinu 2000 tæpir 28,2 milljarðar króna en samsvarandi fjárhæð út- gefinna húsbréfalána á árinu 1999 nam rúmlega 31,5 milljörðum króna. Fram kemur að mikil aukning varð á útgáfu húsbréfa í upphafi síðasta árs samanborið við árið áð- ur en sú þróun snerist við um sum- arið og eftir júnímánuð í fyrra var samdráttur í útgáfu húsbréfa alla mánuði ársins samanborið við sömu mánuði árið áður. Samdrátt- urinn er enn meiri ef miðað er við áætlað markaðsvirði húsbréfanna vegna hækkunar á ávöxtunarkröfu húsbréfa í fyrra. Markaðsvirði hús- bréfanna var rúmir 32,2 milljarðar króna á árinu 1999 en tæpir 25,7 milljarðar króna í fyrra, sem er samdráttur upp á 20,4%. Markaðs- virðið er minna allt árið í fyrra nema fyrstu tvo mánuðina. Tæplega 11% samdráttur í útgáfu húsbréfa Húsbréf fyrir 28,2 milljarða króna gefin út í fyrra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.