Morgunblaðið - 10.01.2001, Síða 10

Morgunblaðið - 10.01.2001, Síða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝ aðferð við þrengingu efst í maga- opi sjúklinga með bakflæði er að ryðja sér til rúms og eru íslenskir læknar um þessar mundir að búa sig undir að taka upp þá aðferð hérlend- is. Fyrir þeim fer Ásgeir Theodórs, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum, en hann hefur kynnt sér aðferðina í Svíþjóð og átti þátt í því að sænskur sérfræðingur í skurðlækningum, Thomas Kjellin sem starfar á svæð- issjúkrahúsinu í Växjö, kom hingað til lands og kenndi hana íslenskum læknum og hjúkrunarfræðingum. „Aðferðin er byggð á notkun spegl- unartækis með sérhönnuðum viðbót- arbúnaði, eins konar saumavél. Þannig er hægt að fara niður um vél- inda sjúklingsins og þrengja efra magaopið með þessu tæki án þess að grípa til skurðaðgerðar. Þar sem þetta er miklu minni aðgerð en skurður þykir eftirsóknarvert að taka hana upp á þeim sjúklingum sem hún getur átt við en hún hentar alls ekki öllum bakflæðissjúkling- um,“ segir Ásgeir Theodórs. Í vinnu daginn eftir Ásamt Ásgeiri eru það læknarnir Margrét Oddsdóttir, Sigurbjörn Birgisson, Sigurður Blöndal og Hjörtur Gíslason sem hafa kynnt sér aðferðina hjá sænska sérfræðingn- um. Einnig þrír hjúkrunarfræðingar sem eru deildarstjórar speglunar- deilda; á Landspítala í Fossvogi Þóra Gísladóttir, við Hringbraut Herdís Ástráðsdóttir og St. Jóefsspítala í Hafnarfirði Kristín Ólafsdóttir. Ásgeir segir tilgang aðgerðarinnar að draga úr bakflæði bæði á maga- sýrum og fæði. Felst hún í því að með tækinu er gerð eins konar lykkja á vegg vélindans á mótum magaopsins, nál stungið í gegn og lykkjan fest með þræði. Gerðar eru tvær slíkar lykkjur í sömu hæð og aðrar tvær 1 til 1,5 cm ofar og þannig er vélindað þrengt nokkuð. Sjúklingur er aðeins deyfður og aðgerðin fer fram á göngudeild. Hann getur snúið til dag- legra starfa næsta dag. Eins og fyrr segir fer aðgerðin fram með speglunartæki en sú tækni hefur verið notuð um árabil til margs konar meltingarfærarannsókna og aðgerða á ýmsum sviðum læknis- fræðinnar. Breskur læknir hannaði eins konar saumavél til að tengja speglunartæki og er hún notuð við aðgerðirnar. Tvö fyrirtæki samein- uðu síðan krafta sína til að þróa hug- mynd Bretans enn frekar vegna vél- indaaðgerðanna og framleiða tækið. Annars vegar BARD sem framleiðir sjálfa saumavélina og hins vegar Olympus sem hefur lengi sérhæft sig í framleiðslu speglunartækja. Olymp- us og umboðsfyrirtæki þess hérlend- is, Inter hf., stóðu fyrir námskeiði sænska sérfræðingsins. Eins og gefur að skilja þurfa læknar og læknanemar að þjálfa sig þegar nýjar aðferðir koma til og í þessu tilviki var notast við líkan af mannslíkama, svokallað Erlangen- líkan. Segir Ásgeir það þekkt líkan sem hannað hafi verið til að nota við kennslu. Inní þennan gervilíkama eru síðan sett vélinda og magi úr svíni og þannig æfa læknarnir sig á nánast „eðlilegum“ líffærum og kom- ast eins nálægt manninum og unnt er. Er ódýrara að fara þessa leið en gera tilraunir á lifandi dýrum í svæf- ingu. „Ég legg áherslu á að þetta er ný aðferð og okkur vantar ennþá upp- lýsingar um langtímaárangur henn- ar,“ segir Ásgeir. „Við vitum ekki hversu lengi hún dugar en hún er þá þeim kostum búin að ef og þegar lykkjan brestur er hægt að endur- taka aðgerðina. Hún hefur verið tek- in upp á tveimur sjúkrahúsum í Eng- landi, í Þýskalandi, Hollandi og Svíþjóð svo við erum með fyrstu þjóð- um til að kynna okkur hana hér. Hún hentar ákveðnum hópi sjúklinga með vélindabakflæði en eftir sem áður verður hluti þeirra meðhöndlaður með lyfjum eða skurðaðgerð. Kostur nýju aðferðarinnar er sá að hún er einföld og fljótleg og ef í ljós kemur að hún gagnast ekki sjúklingum er næsta einfalt að fara aftur á aðgerð- arstaðinn og klippa þráðinn burt og vélindað fellur í sama far á ný.“ Ódýrari en skurðaðgerð Ásgeir segir speglunaraðferðina líka talsvert ódýrari en skurðaðgerð. Kostnaður sé líklega 130-140 þúsund krónur en hefðbundin skurðaðgerð kosti 550-650 þúsund krónur. Hann vekur einnig athygli á því að langvar- andi lyfjameðferð vegna bakflæðis sé nokkuð dýr og því sé nýja aðferðin líka eftirsóknarverð af þeim sökum. Ásgeir segir leyfi yfirstjórnar Landspítala – háskólasjúkrahúss hafa fengist til að læknar gætu hafið undirbúning og kynnt sér aðferðina og sótti hann sjálfur námskeið í Växjö á liðnu hausti. Þá hefur málið einnig verið kynnt heilbrigðisyfir- völdum. Fáist samþykki heilbrigðis- yfirvalda og fjárveiting segir Ásgeir ekkert því til fyrirstöðu að hægt verði að hefja aðgerðirnar hér og eins og fyrr segir gengust fyrstu tveir ís- lensku sjúklingarnir undir slíka að- gerð í gær. Gerði Ásgeir hana og var Thomas Kjellin viðstaddur ásamt nokkrum áðurnefndu íslensku læknanna og hjúkrunarfræðinga. Sagði Ásgeir hana hafa gengið vel. Læknar æfa nýja aðferð við aðgerð vegna vélindabakflæðis Magaop þrengt með saumavél á speglunartæki Ný aðferð til að sporna við bakflæði er talin ódýrari en skurðaðgerð og getur hentað ákveðnum hópi sjúklinga. Jóhannes Tóm- asson kynnti sér málið hjá læknum. Morgunblaðið/Ásdís Sigurbjörn Birgisson læknir, Thomas Kjellin, sérfræðingur frá Svíþjóð, Sigurður Blöndal læknir og Ásgeir Theodórs læknir sem kynnti sér að- ferðina erlendis. ÁTTA eftirlitsmyndavélar eru í miðborg Reykjavíkur. Lögreglan í geymir upptökur frá þeim á mynd- bandi í 30 daga. Segir hún vélarnar hafa dregið úr afbrotum og orðið til þess að upplýsa afbrot. Nauðsyn- legt er að hafa eftirlit með eftirlits- myndavélum og gera við bilanir. Morgunblaðið/Golli Eftirlitsmynda- vél í eftirliti MAGNÚS Daníelsson, útgerð- armaður Njarðvíkur GK, hefur greitt 300.000 norskar krónur, um 2,9 milljónir króna, í sekt vegna meintra ólöglegra veiða á smáfiski í norskri landhelgi í október sem leið. Norska strandgæslan bauð honum dómsátt og fór fram á 350.000 nkr. í sekt en samið var um lægri upphæð, að sögn Magn- úsar. Magnús segir að til hafi stað- ið að fara í mál þar sem kæran hefði ekki átt við rök að styðj- ast. Sagt hefði verið að áhöfn skipsins hefði hent öllum fiski undir 30 sentímetra stórum frá því veiðarnar í norsku landhelg- inni hófust í byrjun mars á ný- liðnu ári, en eftirlitsmenn hefðu aðeins einu sinni komið um borð og metið stöðuna rangt. „Þeir voru reyndar mjög hrifnir af veiðinni og höfðu á orði hvað við værum að fá stór- an og fallegan fisk,“ segir Magnús, en bætir við að eftir að þeir hafi lokið störfum hafi komið nokkrir smátittir og þeim hafi verið gefið líf. Það hafi verið kallað smáfiskadráp þó skip- stjórinn og háseti, sem voru teknir til yfirheyrslu í Hammer- fest, hafi stöðugt áréttað að þeir hentu aldrei fiski en gæfu smá- fiski líf. „Okkur var boðin dómsátt en við tókum henni auðvitað ekki enda taldi norski lögfræðingur- inn okkar sig vera með gott mál í höndunum,“ segir Magnús. „Hins vegar komst upp um alls konar óreiðu í norskum sjávar- útvegi um þessar mundir og í kjölfarið hófust töluverðar nornaveiðar. Allar refsingar voru þyngdar og mat lögfræð- ingsins var að best væri að ná sátt í málinu því annars ættum við á hættu að fá enn hærri sekt og að aflinn yrði gerður upp- tækur. Það hefði þýtt gjaldþrot og því var skynsamlegast að semja í stöðunni en við fengum þetta niður í 300.000 norskar krónur.“ Dómsátt í Noregi í máli útgerðarmanns Njarðvíkur GK Greiddi 2,9 millj- ónir króna í sekt BORGARMINJAVERÐI finnst já- kvætt þegar borgarar koma fram með hugmyndir sem snerta skipu- lagsmál og lítur á hugmyndir um flutning Árbæjarsafns í Hljómskála- garðinn sem innlegg í þá umræðu. Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda- gerðarmaður viðraði þessa hugmynd nýlega í sjónvarpsþættinum Reykja- vík í öðru ljósi. „Árbæjarsafn á sinn tilverurétt og það eru vissar forsendur fyrir því að safnið er hér. Reykjavíkurborg tók um það ákvörðun á sínum tíma að varðveita hér gamla bæinn Árbæ, sem þá var orðinn eyðijörð. Jafn- framt var ákveðið að stofna þar úti- safn og flytja þangað hús úr miðbæ Reykjavíkur. Það var á þeim tíma ákvörðun sem samræmdist þeim skipulagshugmyndum að eldri byggð ætti að víkja fyrir nýrri,“ seg- ir Gerður Guðný Gunnarsdóttir borgarminjavörður. Hún segir hugmyndina ekki nýja af nálinni og einnig hafi komið fram hugmynd um flutning safnsins til Viðeyjar. Hún segir að hugmyndir um skipulag og landnotkun breytist með tímanum og séu aðrar nú en á sjötta og sjöunda áratugnum. Taka þurfi málið til umræðu en það kalli jafnframt á umræðu um safnið, hlut- verk og tilgang þess. „Árbæjarsafn er minjasafn Reykvíkinga og gegnir veigamiklu fræðsluhlutverki. Varð- veisla gamalla hús er liður í því að sýna menningarminjum í borginni þann sóma sem þær eiga skilið.“ Gerður Guðný segir að unnt sé að benda á marga annmarka á flutningi í Hljómskálagarð, tæknilega út- færslu, kostnað og fleira. Það veki jafnframt upp þá spurningu hvað ætti að gera við gamla Árbæinn, sem er á sínum upphaflega stað. „Það getur komið að því að skipu- lagsyfirvöld í Reykjavík þurfi að taka afstöðu til þess hvort það er hagkvæmt út frá skipulags- og rekstrarsjónarmiðum borgarinnar að taka svæðið hér undir íbúðabyggð og nota eitthvert annað land undir þessa starfsemi.“ Borgarminjavörður um flutning Árbæjarsafns í Hljómskálagarð Hugmyndir sem kalla á frekari umræðu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.