Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 14
FLUGLEIÐIR eru að ganga frá verðskrá sinni fyrir sumarið og segir Guðjón Arngrímsson, hjá upplýsingadeild fyrirtækis- ins, að farmiði til Kaupmanna- hafnar kosti 19.900 og London 17.900. Átt er við flug báðar leið- ir án flugvallaskatts. „Flugleiðir ætla sem fyrr að bjóða viðskiptavinum sínum betri þjónustu og hagstæðara verð en keppinautarnir,“ sagði Guðjón í samtali við Morgun- blaðið og bendir á að ferðatíðni sé mikil og áfangastaðir margir. Þá nefnir hann að um 60 þúsund manns séu í net- og vildarklúbb- um Flugleiða og fái þeir reglu- lega hagstæð ferðatilboð og geti safnað ferðapunktum. Guðjón leggur jafnframt áherslu á að Flugleiðir séu ferðaþjónustufyrirtæki sem út- vegi farþegum ýmsa aðra þjón- ustu sem tengist fluginu, svo sem gistingu og áframhaldandi ferðalög, hvort sem er með flugi, bílaleigubíl eða lest. „Og við leggjum áherslu á að verðið segi ekki alla söguna heldur hvað er innifalið,“ segir Guðjón. Síðasta sumar var farmiða- verð hjá Flugleiðum til átta borga í Evrópu 14.900 krónur og miðað við verðið á Kaupmanna- höfn er hækkunin því rúm 30%. Sumarferðir Flugleiða Farmiðinn til London kostar 17.900 kr. FRÉTTIR 14 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁRANGUR nemenda í samræmd- um prófum í 4. og 7. bekk árið 2000 var misjafn eftir skólum og land- svæðum. Má nefna sem dæmi að hæsta meðaleinkunn í íslensku í 7. bekk var 6,9 í Hvassleitisskóla á meðan lægsta meðaleinkunnin var 2,6 í grunnskóla á Suðurnesjum, en árangur skólanna á Reykjanesi var ekki góður að þessu sinni. Ekki kunna menn einhlítar skýr- ingar á slæmum árangri skólanna þar, en ljóst er að erfitt hefur reynst að fá þar til starfa réttindakennara og jafnvel leiðbeinendur einnig. Skólastjórar þeirra skóla sem best- um árangri hafa náð eru aftur á móti sammála um að góðir og áhugasamir kennarar skipti höfuðmáli hvað það varðar að ná árangri í skólastarfinu. Hvassaleitisskóli náði mjög góð- um árangri í þessum samræmdu prófum, en í 7. bekk voru nemendur með 6,6 í meðaleinkunn í íslensku og 6,3 í stærðfræði og í 4. bekk var með- aleinkunn 5,9 í stærðfræði og 5,3 í ís- lensku. Skólinn er með hæstu með- aleinkunn í samræmdum prófum 4. og 7. bekkjar árið 2000 og einnig ef litið er til áranna 1998–2000. Pétur Orri Þórðarson, skólastjóri Hvassaleitisskóla, segir að góðir kennarar skipti höfuðmáli varðandi góðan árangur í skólastarfi. „Ef þú hefur góða kennara þá hefur þú góð- an aga sem er nauðsynlegur til þess að árangur náist.“ Þá bendir hann á að í Hvassleitisskóla séu fámennir bekkir, sem skipti talsverðu máli varðandi árangur, en að meðaltali eru færri en 18 nemendur í hverjum bekk skólans. Nemendur í skólanum eru alls rúmlega 300 og segir Pétur Orri að skólastjórar og kennarar hafi mjög góða yfirsýn yfir nemendur í skól- anum. Allir kennarar eru réttinda- kennarar og stendur hópurinn sam- an af fólki sem hefur unnið í skólanum árum saman. Þórunn Kristinsdóttir aðstoðarskólastjóri segir að mikil samheldni sé meðal hópsins og að kennarar sinni sínu starfi til fulls í skólanum. Þá hefur skólinn unnið talsvert sitt eigið námsefni, sérstaklega í stærðfræði, til þess að bæta það upp sem kennslubækurnar skortir og það hefur skilað góðum árangri. Nýjar kennsluaðferðir skila góðum árangri í stærðfræði Meðaleinkunn nemenda í 4. bekk í stærðfræði var áberandi hæst í Álftanesskóla í Bessastaðahreppi, en þar var meðaleinkunn 6,9, sem sker sig nokkuð frá meðaleinkunn annarra skóla í stærðfræði 4. bekkj- ar. Erla Guðjónsdóttir, skólastjóri Álftanesskóla, segir að góðan árang- ur nemenda megi rekja til þess að kennararnir séu mjög áhugasamir um bætta kennsluhætti, en skólinn tók þátt í átaki varðandi breyttar kennsluaðferðir í stærðfræði með skólayfirvöldum í Hafnarfirði, sem stóð í tvö ár. „Við erum ennfremur með sérstaka stofu sem við köllum stærðfræðistofuna, þar sem við leggjum áherslu á að hafa gott safn af gögnum og kenna krökkunum mjög hlutbundið og þá sérstaklega fyrstu árin. Þá eru kennararnir ákaflega áhugasamir og hafa verið mjög drífandi og ákveðnir í að breyta sínum kennsluaðferðum.“ Álftanesskóli er fremur fámennur skóli og í 4. bekk eru tæplega 30 nemendur í tveimur bekkjum. Að sögn Erlu eru kennarar þessara tveggja bekkja komnir í útgáfu á námsefni sem þeir hafa unnið út frá þeim kennsluaðferðum sem notaðar eru í skólanum. Erla segir að Náms- gagnastofnun hafi á sínum tíma haft mikinn áhuga á að taka þetta náms- efni til útgáfu, en hafi síðan ekki haft bolmagn til þess að greiða almenni- lega fyrir það, þannig að kennararn- ir ákváðu að gefa það út á eigin veg- um. Kennsluaðferð þeirra felst mikið í svokallaðri þrautalausnaleið sem byggist á því að börnin fá strax í sex ára bekk að kynnast stærðfræði sem er byggð á því að leysa einhverjar þrautir úr daglega lífinu og tengist þeim sem hópi eða einstaklingum. Börnin eru látin vinna upplýsingar úr textum, eða orðadæmum, og ráða því síðan hvernig þau skila úrlausn- um sínum. Þau þurfa þó að rökstyðja niðurstöðuna og lögð er áhersla á að leiðir þeirra að lausnum séu teknar góðar og gildar, en þannig er ýtt undir sköpunarhæfileika þeirra. „Það var líka mjög gaman að fylgjast með þeim þegar þau voru í prófinu, hvernig þau fóru þessar leiðir þegar þau skildu ekki alveg dæmin. Þá byrjuðu þau mikið að teikna og gera allskonar prik og kassa, hreinlega til þess að átta sig á um hvað dæmið snerist,“ segir Erla. Hlutfall réttindakennara hefur lækkað niður í 70% Sé litið til árangurs eftir svæðum á landinu er áberandi að grunnskól- ar á Suðurnesjum ná fremur slökum árangri. Þar fer meðaleinkunn að- eins þrisvar sinnum yfir 5,0 í 32 próf- um í 8 skólum og í öllum þeim til- fellum er um að ræða einkunn í stærðfræði í 7. bekk. Nemendur 4. bekkjar ná hvergi 5 í meðaleinkunn í grunnskólum á Suðurnesjum. Eiríkur Hermannsson, skólamála- stjóri Skólaskrifstofu Reykjanes- bæjar, segir að auðvitað séu menn ekki sáttir við útkomuna að þessu sinni, en hins vegar sé staðan ekki alslæm ef litið sé til þriggja síðustu ára. „Við höfum verið á stöðugri upp- leið í stærðfræðinni en okkur hefur ekki gengið eins vel með íslenskuna og þá er ég einkum að tala um Reykjanesbæ. Svo kemur bakslag í þetta núna og ég kem í rauninni ekki auga á neinar augljósar skýringar, en við munum vinna áfram að um- bótum þannig að betri árangur ná- ist.“ Að sögn Eiríks valda sveiflurnar áhyggjum, en menn hafa þó engar einhlítar skýringar á því. „Við höfum undanfarin ár notað niðurstöðurnar til að bjóða upp á endurmenntunar- námskeið og ég veit að skólarnir hafa gert umbótaáætlanir sem hafa byggst á þeim. Mestu máli skiptir að skólarnir lesi úr niðurstöðum bekkja og einstaklinga og að kennarar noti þær niðurstöður til úrbóta í sam- starfi við foreldrana.“ Undanfarin ár hefur gengið erf- iðlega að ráða réttindakennara til grunnskólanna á Suðurnesjum. Ei- ríkur segir að menn hafi átti í basli með að manna skólana með fag- menntuðu fólki, en á síðustu þremur árum hefur hlutfall réttindakennara í skólum Reykjanesbæjar farið úr 80% niður í 70%. Hluta af skýring- unni má rekja til þess að stöðugild- um fjölgaði við einsetningu skól- anna, en þá fengust ekki réttindakennarar í ný stöðugildi sem fjölgaði við einsetninguna. Eiríkur segir að reyndar hafi ekki verið hlaupið að því að fá leiðbeinendur heldur. „Þetta er auðvitað mikið áhyggju- efni en er ekki bara bundið við okk- ur. Þetta er vandamál alls staðar á landinu þó að þetta sé kannski meira vandamál hér en víðast annars stað- ar.“ Misjafn árangur skóla í samræmdum prófum 4. og 7. bekkjar á síðasta ári Góðir kennarar og agi skipta höfuðmáli ÞINGVALLAVATN er nú allt ísi lagt og hefur þar myndast stærsta skautasvell landsins. Að sögn Árna B. Stefánssonar, augnlæknis og skautakappa, er ísinn spegilsléttur og svo tær að hægt er að sjá til botns gjárinnar. „Ísinn er óvenju fallegur og krist- alstær þessa dagana, vatnið lagt fá- dæma góðum lagnaðarís til skauta- ferða, sk. bláís og fólk ætti að grípa tækifærið og skoða þessa fegurð áður en fer að snjóa.“ Íbúar Þingvallasveitar og aðrir vel kunnugir vatninu segja vatnið ekki hafa lagt á þann hátt sem nú er frá vetrinum 1935–36 en þann vetur sóttu Reykvíkingar og nær- sveitamenn mjög á ísinn til skauta- ferða. Fyrsta sunnudag febrúar- mánaðar 1936 fóru t.d. um 500 skólabörn úr Reykjavík á skauta á vatninu. Ísinn var einnig notaður til flutn- inga þegar ófærð var á Hellisheiði og fóru mjólkurbílar um ísinn með mjólk af Suðurlandsundirlendi til Reykjavíkur. Þessir flutningar stóðu í tvær vikur en léttum fólks- bifreiðum var ekið um vatnið í um tvo mánuði. Skautað yfir gjábarminum Árni og kona hans Gunnhildur Stefánsdóttir eru mikið útivist- arfólk og þekkja vel til á Þingvalla- svæðinu. Hjónin fóru í leiðangur um ísinn um áramótin og skautuðu um allt vatnið. Þá var ísinn að sögn Árna afar þunnur, ekki nema 3–8 cm á svæðinu milli Kárastaðaness og Svínahlíðar. „Þótt 3ja cm bláís beri samkvæmt þumalfingursreglu 130 kg er slíkur ís ekki traustvekjandi og ekki ætl- andi nema vönu og vel búnu fólki. Annan í nýári var ísinn öllu þykkari og taldist okkur til að hann væri um 15–20 cm þykkur um allt vatn.“ Árni segir það ólýsanlega tilfinn- ingu að skauta á Þingvallavatni þegar aðstæður eru svo góðar eins og verið hafa. „Það var ekki laust við að við fyndum fyrir fiðringi í maganum, sérstaklega þegar skautað var yfir gjábarminn. Sil- ungar skutust hér og þar fyrir fót- um okkar, nokkrir þeirrra alveg feikna boltar auk þess sem hornsíli lágu víða frosin í ísnum,“ sagði Árni. „Einnig sáum við örn í Arnarfelli, af öllum stöðum, að öllum líkindum ungfugl sem við höfum áður séð við vatnið og þá í um 15 m fjarlægð. Samkvæmt heimildum verpti örn síðast í Arnarfelli fyrir um 100 ár- um.“ Spurður um hættur í ísnum sagði Árni: „Fólk þarf að kunna á skautum, það þarf að vera vel búið og gæta sín á hættum vatnsins – það eru vakir í ísnum en þær eru afskaplega lítið hættulegar sé farið með gát. Það skiptir sköpum að vera vel bú- inn, broddstafur eða ísöxi er nauð- syn bæði sem öryggistæki og til að meta þykkt íssins. Líflínu, gjarnan kastlínu, 20–25 m langa er einnig nauðsynlegt að hafa með skyldi ein- hver fara niður um ísinn. Flauta til að gera vart við sig og handbroddar eru einnig afbrags hjálpartæki. Skautaferð á Þingvallavatni er upp- lifun sem enginn ætti að neita sér um þótt margs beri að gæta.“ Að sögn Árna eru öruggustu staðirnir til að fara á ísinn í mölinni undan Svínahlíð, við Skálabrekku og vestur til Kárastaðaness, undan Vatnskoti, við Mjóanes og undan Miðfellslandi. Skautað á stærsta skauta- svelli Íslands Stilltur og fagur dagur á Þingvallavatni. Ljósmynd/Árni B. Stefánsson Það skiptir sköpum að vera vel búinn á ísnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.