Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ATHUGANIR Verkfræði- stofunnar Línuhönnunar benda til þess að á nokkrum stöðum komi skólpmengað of- anvatn út í Elliðaárnar. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu gatnamálastjórans í Reykjavík, sem ber heitið „Of- anvatn í Elliðaár. Tillaga að lausnum.“ Var hún lögð fyrir borgarráð í gær. Hið skólp- mengaða ofanvatn er þó í litlum mæli, að sögn, en mjög tímafrekt og kostnaðarsamt getur verið að komast að því hvar rangar tengingar inn í kerfið eiga sér stað. Verk Línuhönnunar hófst með vettvangsskoðun, þar sem staðsetning útrása var yf- irfarin og nánasta nærsvæði þeirra kannað með tilliti til tæknilegrar útfærslu. Engar sýnatökur eða mælingar fóru þó fram í tengslum við þessa vinnu. Að svo búnu var lagt mat á mögulegar lausnir og nauðsyn fyrir úrbætur. Mengunarefnin af ýmsum toga Í skýrslunni kemur fram að í ofanvatni séu ýmis efni frá vegum og umferð, s.s. olía og málmar. Í olíu séu um 100 mis- munandi efni og þau sem leys- ist best í vatni séu bensen, tólúen, xýlen og fenól, en bæði bensen og tólúen eru krabba- meinsvaldandi. Í svifryki og malbikssliti séu fjölarómatísk kolvetni, sum krabbameins- valdandi. Asfalt sé hins vegar tiltölulega óleysanlegt í vatni og safnist helst fyrir í botn- seti. Sínk getur haft skaðleg áhrif á vatnalífverur og er það algengasti málmurinn í ofan- vatni. Það kemur frá galvan- iseruðum ljósastaurum, þak- plötum, skiltum og grindverkum. Þá er kopar í bremsuborðum, og berst út í ofanvatn. Í Elliðaánum er tal- ið sennilegast að koparinn bindist lífrænum efnum og sé því ekki til staðar sem kopar- jón. Er kopar sagður geta haft neikvæð áhrif á lífríki ef hann losni úr bindingu við lífræn efni. Einnig fara í ofanvatn yfirborðsefni, sápur og fleiri jónískir eða ójónískir tensíðar, sem og ýmis næringarefni, eins og fosfór og köfnunarefni, auk örvera. Jónískir og ójóísk- ir tensíðar sem eru í sápum eru eitraðir fyrir vatnalífverur í miklu magni. Þeir hafa þau áhrif að slímhimna tálknanna bólgnar, þannig að tálknin leysast upp. Hins vegar hafa tensíðar ekki áhrif á hrygn- ingu fiska og þeir safnast ekki upp í líkama fiskanna. Þá kemur fram í skýrslunni, að álstyrkur hafi mælst nokk- uð hár í Elliðaánum. Kostnaður við hreinsun áætlaður um 136 milljónir króna Orðrétt segir: „Við flestar útrásir, jafnvel þótt um lítil áhrifasvæði sé að ræða, má sjá sand og grugg við útrásar- enda. Oft er að finna filt af vindlingum, umbúðir af sæl- gæti o.fl. í þessum setlögum. Á einstaka stað má við þurr- viðrisrennsli sjá olíubrák og finna olíulykt við útrásir. Af þessu er lítil prýði. Með skipulögðum og viður- kenndum aðferðum má bæta ástandið. Til greina koma þrjár meginaðferðir, allt eftir stærð áhrifasvæða, meng- unarálagi og aðstæðum við út- rásirnar. Afbrigði af þessum þremur lausnum eru einnig brúklegar. Í þessu sambandi kemur til greina að láta það rennsli sem er mest meng- andi, en jafnframt tiltölulega lítið, renna í skólpkerfið, beita tjarnarlausnum með eða án ol- íuskiljulausna, beita innseytl- un í jarðveg í bland við tjarn- arlausnir eða þá að reisa fullkomnar hreinsitjarnir. Tillögurnar gera ráð fyrir því að útrásum fækki úr 32 í 21. Heildar framkvæmdar-, hönnunar- og eftirlitskostnað- ur ásamt 20–20% álagi vegna liðsins „Annað og ófyrirséð“ er áætlaður 136 milljónir króna.“ Forgangsröðun Í skýrslunni kemur fram að vesturkvíslin á móts við Stekkjarbakka og að sjó verð- ur fyrir mjög miklu rennslis- og mengunarálagi. Er þetta m.a. vegna mikilla umferðar- gatna á svæðinu. Álagið er einnig mjög mikið á ósasvæði austari kvíslarinnar enda berst nokkuð af mengandi efnum frá ofanvatnskerfum á Ártúnshöfðasvæðinu. Er talið eðlilegt að mæla með því að fyrst verði ráðist í framkvæmdir á þessu svæði. Lagt er til að þar verði reistar tvær veglegar hreinsitjarnir. Áætlaður kostnaður við þær, ásamt ræsum að þeim og frá, er um 75 milljónir króna. Við efstu fimm útrásirnar sem ganga út í Elliðaárnar í Víðidal er hins vegar hægt að útfæra viðunandi lausnir, án mikils tilkostnaðar, segir í skýrslunni. „Landfræðilegar aðstæður og lega núverandi ofanvatnskerfa á svæðinu bjóða upp á þessar lausnir. Áætlaður kostnaður er um 22 milljónir króna. Aðrar lausnir á öðrum svæðum er áætlað að kosti tæpar 39 milljónir króna. Þar af er áætlaður kostnaður vegna sogaræsis um 9,5 millj- ónir króna og vegna ofan- vatnsútrása 6 og 7 við Árbæj- arlaug og Árbæjarkirkju (sökkræsi) um 17,5 milljónir króna. Það er ljóst að þessum mannvirkjum og hreinsilausn- um þarf að sinna. Er þá bæði átt við vöktun með venjuleg- um skoðunum og eins hreins- unum. Í öllum tilfellum hefur lausnum verið komið fyrir þar sem aðgengi með tæki er nokkuð gott. Ekki eru for- sendur á þessu stigi til að meta kostnað við að sinna ofangreindum hreinsilausnum á ári hverju. Það er þó senni- legt að sá kostnaður sé minnst 3–4 milljónir á ári. Lagt er til að mengunarálag og rennsli í mest mengandi út- rásir verði kannað. Einnig er lagt til að kannað verði hversu mikið skeljasandur, og þá í hvaða formi, getur tekið upp óæskilegar jónir, s.s. sínk. Notkun skeljasands sem efni í botn tjarna og innseytlunar- svæða er áhugaverð í þessu sambandi. Mælt er með því að kannað verði hversu mikið rennsli geti borist úr hreinsi- tjörnum og öðrum lausnum í vestur- og norðurkvíslar Elliðaánna við úrkomu án þess að hafa slæm áhrif á líf- ríki þeirra.“ Ný skýrsla gatnamálastjóra um ofanvatn í Elliðaánum lögð fyrir borgarráð í gær Skólpmengað ofanvatn rennur út í Elliðaárnar Elliðaár VIÐ úthlutun 40 lóða við Arn- arhöfða, Svöluhöfða og Súlu- höfða breytti bæjarstjórn Mosfellsbæjar úthlutunar- reglum frá því sem auglýst hafði verið og gaf aðeins þeim úr hópi 262 umsækjenda, sem búsettir höfðu verið í sveitar- félaginu árin 1990, 1995 og við lok umsóknarfrests, færi á lóð- um. Jón S. Ólason, einn þeirra umsækjenda sem af þessum sökum kom ekki til greina við úthlutunina, hefur krafist rök- stuðnings frá bæjarstjórn og hyggst leggja fram stjórn- sýslukæru enda telur hann málsmeðferð bæjarstjórnar- innar hafa verið í andstöðu við stjórnsýslulög. Krafist greiðslumats Í úthlutunarreglum þeim, sem kynntar voru áður en frestur til að leggja inn um- sókn rann út þann 30. septem- ber sl., var tekið fram að greiðslumat frá fjármálastofn- un skyldi fylgja umsókn, um- sækjendur skyldu vera fjár- ráða og ekki í vanskilum við bæjarsjóð eða aðra opinbera aðila. Þá var áskilið að hefði umsækjandi eða maki hans áð- ur fengið lóð úthlutað í bæjar- félaginu væri heimilt að taka mið af reynslu bæjarfélagsins af umsækjanda sem lóðarhafa. Fleiri ákvæði eru í reglunum en hvergi er þess getið að að- eins þeir sem búsettir eru í Mosfellsbæ eða hafa búið í bænum á tilteknum tíma komi til greina. Jón S. Ólason sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði uppfyllt reglurnar sem kynntar voru og í samræmi við það hefði hann lagt í kostnað upp á þriðja tug þúsunda til að gangast undir greiðslumat, láta meta fasteign sína og fleira, auk þess ómaks sem fylgt hefði því að tína saman þau gögn sem fylgja þyrftu umsókn. Hann sagðist hafa lagt inn umsókn á tilskildum tíma en síðan ekkert heyrt frá sveitar- félaginu í um það bil þrjá mán- uði, eða fyrr en 27. desember að komið hefði í ljós að bæj- arstjórn hefði sett nýjar og mun þrengri úthlutunarreglur sem útilokuðu aðra en bæjar- búa við úthlutun. Jón sagðist telja að með þessu hefði bærinn brotið gegn stjórnsýslulögum. „Ég tel að þeir hafi brotið stjórnsýslulög varðandi leiðbeiningaskyldu og jafnræðisreglu stjórnsýslu- laganna en samkvæmt henni er óheimilt að mismuna fólki á þennan hátt,“ sagði hann og vísaði þar til búsetuskilyrð- anna. Stjórnsýslukæra Hann hefur í huga að leggja fram stjórnsýslukæru vegna málsins og hefur þegar skrifað bæjarstjórn bréf með ósk um rökstuðning á ákvörðuninni og útskýringu á því hvaða laga- legar forsendur voru fyrir því að setja nýjar og breyttar regl- ur daginn sem úthlutað var. Jón sagði að ef reglurnar um búsetu hefðu legið fyrir í upp- hafi hefði hann e.t.v. ekki gert athugasemdir en það sé óþol- andi að breyta leikreglunum á elleftu stundu eftir að hafa dregið umsækjendur á asna- eyrunum í þrjá mánuði. Jón tók fram að hann hefði sér- staklega spurst munnlega fyr- ir um það á bæjarskrifstofun- um, áður en hann skilaði inn umsókn, hvort búseta skipti máli og hefði hann fengið þau svör að svo væri ekki. Þá óskar hann eftir upplýs- ingum um hversu margir hæf- ir umsækjendur, samkvæmt þeim reglum sem giltu þegar auglýst var, voru teknir úr pottinum áður en úthlutað var. „Ég vil fá að vita hvaða kúlur voru teknar úr lottópottinum áður en dregið var,“ sagði Jón. Aðalkrafa Jóns gagnvart bænum er að lóðaúthlutunin, sem fram fór á bæjarstjórnar- fundi 27. desember, verði ógilt og lóðunum verði úthlutað að nýju í samræmi við upphafleg- ar reglur. Að öðrum kosti krefst hann þess að fá endurgreiddar þær um það bil 25 þúsund krónur sem hann lagði út til að afla greiðslumats og annarra gagna sem fylgja áttu umsókn- inni. Hann hefur sent bæjar- stjórninni bréf og veitt henni frest til 15. janúar að rökstyðja mál sitt. Fleiri umsækjendur hafa gert athugasemdir við vinnu- brögð bæjarstjórnar því í fundargerð bæjarráðs frá 4. janúar kemur fram að þar sé tekið fyrir bréf með ósk um endurúthlutun og gerir meiri- hluti bæjarráðs bókun þar sem segir að ekki séu tök til endur- úthlutunar. „Vegna mikils fjölda umsókna um lóðirnar var óhjákvæmilegt við úr- vinnslu umsókna að setja ákveðnar viðmiðunar- og verk- lagsreglur um þær þar sem ljóst var að ekki var unnt að verða við öllum umsóknum sem fullnægðu þeim lágmarks- skilyrðum sem kveðið var á um í reglum sem tilgreindar voru á bakhlið umsóknareyðu- blaðs,“ segir þar. Alls úthlutaði bæjarstjórnin lóðum undir 15 einbýlishús stærri en 150 fm, fimm lóðum undir einbýlishús minni en 150 fm., fjórir aðilar fengu úthlut- að lóðum í tveimur parhúsum og loks var úthlutað lóðum undir fimmtán hús í fjórum raðhúsalengjum. Jón sagði að verð á einbýlis- húsalóðunum hefði verið sett upp 2,8 milljónir króna. Meðal skilyrða í úthlutunarreglunum sem upphaflega voru auglýst- ar var að ekki mætti framselja lóð fyrr en eftir að sökklar hafa verið steyptir. Óánægja vegna úthlutunar 40 lóða í Mosfellsbæ Úthlutunarreglum breytt að loknum fresti Mosfellsbær                    OPIÐ hefur verið á skíða- svæðinu í Bláfjöllum og hefur aðsókn verið góð, að sögn Kristjáns Helgasonar starfsmanns skíðasvæðanna þótt ekki hafi verið mikill snjór. Hins vegar hafi skíðafærið verið furðugott á þeim hluta svæðisins sem opinn er, þ.e. í Kóngsgili. Um helgina voru um 1200 manns á skíðum í Kóngsgili en í gær voru þar nokkrir ungir skíðabrettamenn að leika listir sínar meðan snævarins nýtur við en spáð er hláku á næstu dög- um. Morgunblaðið/Rax Á bretti í Bláfjöllum Bláfjöll NÆSTU daga verður dreift í hús í Mosfellsbæ sjö bækling- um sem Félagsmálasvið bæj- arins hefur látið gera um félagslega þjónustu sveitar- félagsins. Í bæklingunum er fjallað al- mennt um þjónustu félags- málasviðs, svo og sérstaklega um þjónustu við fatlaða, barnavernd, fjárhagsaðstoð, félagsleg húsnæðismál, þjón- ustu við aldraða og félagslega heimaþjónustu. Í bæklingnum um fjárhags- aðstoð er m.a. gerð grein fyrir reglum um veitingu slíkrar að- stoðar og jafnframt tekin nokkur dæmi um fjárhag ein- staklinga og fjölskyldna og skoðað hvort viðkomandi eigi rétt til slíkrar aðstoðar. Á öðrum sviðum sem bækl- ingarnir ná til er tíunduð sú þjónusta sem er í boði; hvernig fólk geti nálgast hana og greint frá hvernig meðferð mála inn- an félagsmálasviðs sé háttað í stórum dráttum. Markmiðið með bæklingun- um er að kynna bæjarbúum þá þjónustu sem þeim býðst á félagsmálasviði og um leið gera þjónustuna aðgengilegri, að sögn Guðnýjar Gestsdóttur, upplýsingafulltrúa bæjarins. Þjónusta kynnt bæjarbúum Mosfellsbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.