Morgunblaðið - 10.01.2001, Síða 20

Morgunblaðið - 10.01.2001, Síða 20
LANDIÐ 20 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ 2000 GÓÐAR MINNINGAR Sendu inn ljósmynd og þú átt möguleika á að fara í menningarferð til Evrópu Ljósmyndasamkeppni Reykjavík--Menningarborg 2000, Morgunblaðið -- blað menningar- borgarársins, Hans Petersen og Kringlan efna til ljósmyndasam- keppni um góðar minningar sem festar hafa verið á filmu frá menningarborgarárinu sem er að líða. Efnt verður til ljósmynda- sýningar á innsendum myndum í Kringlunni 3.--12. febrúar. Þú gætir unnið! Tíu myndir verða verðlaunaðar og þú gætir haft heppnina með þér 1. verðlaun: helgarferð fyrir tvo, flug og bíll, til Amterdam 2. verðlaun: Stafræn myndavél frá Kodak 3.--10. verðlaun: Miðar fyrir tvo í leikhús ásamt gjafabréfi frá Kringlunni og ein- nota myndavél með framköllun ➧ Öllum er heimil þátttaka og frjálst er að senda fleiri en eina mynd. ➧ Skilafrestur er til 15. janúar 2001. ➧ Myndum má skila inn í verslanir Hans Petersen í Reykjavík og á aðra Kodak Express sölustaði um land allt, merktar 2000 minningar, og eiga myndirnar að vera á pappír. Einnig má skila myndum inn á tölvutæku formi á slóðinni www.hanspetersen.is. ➧ Innsendum myndum verður ekki skilað til baka og áskilja að-standendur keppninnar sér rétt til að nota myndirnar í auglýs- ingar á sínum vegum. - blað menningarborgarársins 2000 Egilsstöðum - Vinafélag Íslands og Kanada á Austurlandi, VÍKA, var stofnað sunnudaginn 17. desember sl. Á stofnfundinum voru mættir rúm- lega 30 manns sem allir gerðust stofnfélagar, samþykkt var að þeir sem gengju í félagið fyrir 1. febrúar 2001 teldust stofnfélagar. Frá stofn- fundi hafa félaginu bæst nýir félagar þannig að í dag, 30. desember, eru þeir 39. Á stofnfundinum voru samþykkt markmið fyrir félagið og því kosin stjórn. Markmið félagsins eru eftir- farandi : Að efla gagnkvæm söguleg og menningarleg samskipti fólks af íslenskum uppruna í Norður-Amer- íku við Ísland, að koma upplýsingum á framfæri og stuðla að ferðalögum á milli landanna. Í stjórn félagsins voru kosin: Emil Björnsson, Egilsstöðum, formaður, Ágústa Þorkelsdóttir, Ref- stað í Vopnafirði, gjaldkeri, og Hrafn- kell A. Jónsson, Fellabæ, ritari. Ár- gjald í félaginu var ákveðið 1.000 kr. Gestur frá Kanada Sérstakur gestur á fundinum var frú Norma Guttormsson frá Vancouver í Kanada. Norma er meðal forystumanna í öflugu Íslendinga- félagi þar í borg og sagði hún frá starfi þess. Norma var hér í heimsókn á slóðum forfeðra á Austurlandi en hún á hér fjölmennan frændgarð. Arndís Þorvaldsdóttir sagði frá Steini Dofra ættfræðingi og las kafla úr bréfum sem hann skrifaði frá Kanada til frænda síns í Borgarfirði syðra, en Steinn, sem hét reyndar Jósafat Jón- asson, hafði þá verið týndur í 13 ár. Ágústa Þorkelsdóttir sagði síðan fundarmönnum frá gamla kaup- félagshúsinu á Vopnafirði, sem nú er hafin viðgerð á, en margir ala þá von í brjósti að í þessu húsi geti orðið veg- leg miðstöð samskipta Austfirðinga og frænda þeirra vestan hafs. Frá Vopnafirði fóru á sínum tíma fjöl- margir Vesturfarar og áttu þá sín síð- ustu spor á íslenskri grund í um- ræddu húsi á Vopnafirði. Þeir sem vilja gerast félagar í VÍKA geta haft samband við ein- hvern eftirtalinna stjórnarmanna, Emil Björnsson netfang. emil@is- mennt.is, Ágústu Þorkelsdóttur, net- fang refsstaður@simnet.is eða Hrafnkel A. Jónsson, netfang hrafn- kell@heraust.is. Egilsstaðir Vinafélag Íslands og Kanada stofnað Tálknafirði - Nýverið fékk Héla ehf. á Tálknafirði afhenta nýja dráttarvél. Þetta er í fyrsta skipti í 16 ár sem ný dráttarvél kemur í hreppinn, en 1984 keypti Magnús Guðmundsson bóndi á Kvígindis- felli nýja dráttarvél í samvinnu við Björgvin Sigurjónsson og er vélin enn í notkun. Vélin sem Héla ehf. fékk afhenta fyrir hátíðarnar er Valmet 6400, 95 ha. vél frá Búvélum/Bújöfri á Sel- fossi, framleidd af Valtra verk- smiðjunum í Finnlandi. Héla ehf. hefur sinnt tilfallandi verkefnum í hreppnum, m.a. séð um söfnun og vinnslu á lífrænum heimilisúr- gangi, þjónustað fiskeldis- og fisk- vinnslufyrirtæki ásamt því að sinna snjómokstri. Kaupverð vélarinnar er tæplega 5 milljónir að meðtöld- um moksturstækjum sem fylgdu. Morgunblaðið/SMBP Finnur Pétursson, stjórnarformaður Hélu hf., og Magnús Guðmunds- son, bóndi á Kvígindisfelli. Ný dráttarvél á Tálknafjörð Hvammstanga - Starf Ungmenna- sambands V-Hún. hefur verið með blóma á liðnu ári. Sambandið hef- ur nokkur ungmennafélög innan sinna vébanda og er Umf. Kor- mákur á Hvammstanga stærst þeirra. Unglingalið USVH tók þátt í mörgum mótum á liðnu ári og varð árangur þess einkar glæsi- legur á Unglingalandsmóti UMFÍ. USVH hefur á liðnum árum staðið fyrir kjöri Íþróttamanns ársins og nú á gamlársdag voru birtar niðurstöður kosningar til þeirrar nafnbótar fyrir árið 2000 á Hótel Seli á Hvammstanga. Í fyrsta sæti varð Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Umf. Dagsbrún. Hennar svið eru kastgreinar – kúluvarp, kringlukast og spjót- kast og er hún í Úrvalshópi FRÍ 2000. Hún er einnig öflugur leik- maður í körfubolta. Sigurbjörg hlaut verðlaun Sparisjóðs Húnaþings og Stranda vegna titilsins, kr. 25.000. Í öðru sæti varð Bára Dröfn Krisinsdóttir, einnig Umf. Dags- brún. Hennar greinar eru einnig kastgreinar – kúluvarp og kringlukast. Einnig er hún góður liðsmaður í körfubolta.Bára Dröfn var valin í Úrvalshóp FRÍ 2000 Í þriðja sæti varð Björn Þór Hermannsson Umf. Kormáki. Hann leikur bæði körfuknattleik og fótbolta. Öll þessi ungmenni eru félögum sínum til sóma og mikilvæg í liðs- heildum í æfingum og keppni. Þá voru einnig tilnefndir Afrek- sunglingar USVH 2000. Þá við- urkenningu hlutu: Bára Dröfn Kristinsdóttir, Fanney Dögg Indr- iðadóttir, Sigurbjörg Þorsteins- dóttir, Sonja Líndal Þórisdóttir, Björn Þór Hermannsson, Daníel Geir Sigurðsson og Einar Örn Rafnsson Íþróttamað- ur ársins hjá USVH Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Sigurbjörg Þorsteinsdóttir með verðlaunagripina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.