Morgunblaðið - 10.01.2001, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.01.2001, Qupperneq 20
LANDIÐ 20 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ 2000 GÓÐAR MINNINGAR Sendu inn ljósmynd og þú átt möguleika á að fara í menningarferð til Evrópu Ljósmyndasamkeppni Reykjavík--Menningarborg 2000, Morgunblaðið -- blað menningar- borgarársins, Hans Petersen og Kringlan efna til ljósmyndasam- keppni um góðar minningar sem festar hafa verið á filmu frá menningarborgarárinu sem er að líða. Efnt verður til ljósmynda- sýningar á innsendum myndum í Kringlunni 3.--12. febrúar. Þú gætir unnið! Tíu myndir verða verðlaunaðar og þú gætir haft heppnina með þér 1. verðlaun: helgarferð fyrir tvo, flug og bíll, til Amterdam 2. verðlaun: Stafræn myndavél frá Kodak 3.--10. verðlaun: Miðar fyrir tvo í leikhús ásamt gjafabréfi frá Kringlunni og ein- nota myndavél með framköllun ➧ Öllum er heimil þátttaka og frjálst er að senda fleiri en eina mynd. ➧ Skilafrestur er til 15. janúar 2001. ➧ Myndum má skila inn í verslanir Hans Petersen í Reykjavík og á aðra Kodak Express sölustaði um land allt, merktar 2000 minningar, og eiga myndirnar að vera á pappír. Einnig má skila myndum inn á tölvutæku formi á slóðinni www.hanspetersen.is. ➧ Innsendum myndum verður ekki skilað til baka og áskilja að-standendur keppninnar sér rétt til að nota myndirnar í auglýs- ingar á sínum vegum. - blað menningarborgarársins 2000 Egilsstöðum - Vinafélag Íslands og Kanada á Austurlandi, VÍKA, var stofnað sunnudaginn 17. desember sl. Á stofnfundinum voru mættir rúm- lega 30 manns sem allir gerðust stofnfélagar, samþykkt var að þeir sem gengju í félagið fyrir 1. febrúar 2001 teldust stofnfélagar. Frá stofn- fundi hafa félaginu bæst nýir félagar þannig að í dag, 30. desember, eru þeir 39. Á stofnfundinum voru samþykkt markmið fyrir félagið og því kosin stjórn. Markmið félagsins eru eftir- farandi : Að efla gagnkvæm söguleg og menningarleg samskipti fólks af íslenskum uppruna í Norður-Amer- íku við Ísland, að koma upplýsingum á framfæri og stuðla að ferðalögum á milli landanna. Í stjórn félagsins voru kosin: Emil Björnsson, Egilsstöðum, formaður, Ágústa Þorkelsdóttir, Ref- stað í Vopnafirði, gjaldkeri, og Hrafn- kell A. Jónsson, Fellabæ, ritari. Ár- gjald í félaginu var ákveðið 1.000 kr. Gestur frá Kanada Sérstakur gestur á fundinum var frú Norma Guttormsson frá Vancouver í Kanada. Norma er meðal forystumanna í öflugu Íslendinga- félagi þar í borg og sagði hún frá starfi þess. Norma var hér í heimsókn á slóðum forfeðra á Austurlandi en hún á hér fjölmennan frændgarð. Arndís Þorvaldsdóttir sagði frá Steini Dofra ættfræðingi og las kafla úr bréfum sem hann skrifaði frá Kanada til frænda síns í Borgarfirði syðra, en Steinn, sem hét reyndar Jósafat Jón- asson, hafði þá verið týndur í 13 ár. Ágústa Þorkelsdóttir sagði síðan fundarmönnum frá gamla kaup- félagshúsinu á Vopnafirði, sem nú er hafin viðgerð á, en margir ala þá von í brjósti að í þessu húsi geti orðið veg- leg miðstöð samskipta Austfirðinga og frænda þeirra vestan hafs. Frá Vopnafirði fóru á sínum tíma fjöl- margir Vesturfarar og áttu þá sín síð- ustu spor á íslenskri grund í um- ræddu húsi á Vopnafirði. Þeir sem vilja gerast félagar í VÍKA geta haft samband við ein- hvern eftirtalinna stjórnarmanna, Emil Björnsson netfang. emil@is- mennt.is, Ágústu Þorkelsdóttur, net- fang refsstaður@simnet.is eða Hrafnkel A. Jónsson, netfang hrafn- kell@heraust.is. Egilsstaðir Vinafélag Íslands og Kanada stofnað Tálknafirði - Nýverið fékk Héla ehf. á Tálknafirði afhenta nýja dráttarvél. Þetta er í fyrsta skipti í 16 ár sem ný dráttarvél kemur í hreppinn, en 1984 keypti Magnús Guðmundsson bóndi á Kvígindis- felli nýja dráttarvél í samvinnu við Björgvin Sigurjónsson og er vélin enn í notkun. Vélin sem Héla ehf. fékk afhenta fyrir hátíðarnar er Valmet 6400, 95 ha. vél frá Búvélum/Bújöfri á Sel- fossi, framleidd af Valtra verk- smiðjunum í Finnlandi. Héla ehf. hefur sinnt tilfallandi verkefnum í hreppnum, m.a. séð um söfnun og vinnslu á lífrænum heimilisúr- gangi, þjónustað fiskeldis- og fisk- vinnslufyrirtæki ásamt því að sinna snjómokstri. Kaupverð vélarinnar er tæplega 5 milljónir að meðtöld- um moksturstækjum sem fylgdu. Morgunblaðið/SMBP Finnur Pétursson, stjórnarformaður Hélu hf., og Magnús Guðmunds- son, bóndi á Kvígindisfelli. Ný dráttarvél á Tálknafjörð Hvammstanga - Starf Ungmenna- sambands V-Hún. hefur verið með blóma á liðnu ári. Sambandið hef- ur nokkur ungmennafélög innan sinna vébanda og er Umf. Kor- mákur á Hvammstanga stærst þeirra. Unglingalið USVH tók þátt í mörgum mótum á liðnu ári og varð árangur þess einkar glæsi- legur á Unglingalandsmóti UMFÍ. USVH hefur á liðnum árum staðið fyrir kjöri Íþróttamanns ársins og nú á gamlársdag voru birtar niðurstöður kosningar til þeirrar nafnbótar fyrir árið 2000 á Hótel Seli á Hvammstanga. Í fyrsta sæti varð Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Umf. Dagsbrún. Hennar svið eru kastgreinar – kúluvarp, kringlukast og spjót- kast og er hún í Úrvalshópi FRÍ 2000. Hún er einnig öflugur leik- maður í körfubolta. Sigurbjörg hlaut verðlaun Sparisjóðs Húnaþings og Stranda vegna titilsins, kr. 25.000. Í öðru sæti varð Bára Dröfn Krisinsdóttir, einnig Umf. Dags- brún. Hennar greinar eru einnig kastgreinar – kúluvarp og kringlukast. Einnig er hún góður liðsmaður í körfubolta.Bára Dröfn var valin í Úrvalshóp FRÍ 2000 Í þriðja sæti varð Björn Þór Hermannsson Umf. Kormáki. Hann leikur bæði körfuknattleik og fótbolta. Öll þessi ungmenni eru félögum sínum til sóma og mikilvæg í liðs- heildum í æfingum og keppni. Þá voru einnig tilnefndir Afrek- sunglingar USVH 2000. Þá við- urkenningu hlutu: Bára Dröfn Kristinsdóttir, Fanney Dögg Indr- iðadóttir, Sigurbjörg Þorsteins- dóttir, Sonja Líndal Þórisdóttir, Björn Þór Hermannsson, Daníel Geir Sigurðsson og Einar Örn Rafnsson Íþróttamað- ur ársins hjá USVH Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Sigurbjörg Þorsteinsdóttir með verðlaunagripina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.