Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 21 www.hanspetersen.is Fáðu filmuna á geisladisk. Deildu minningunum með vinum þínum á hanspetersen.is Fáðu hágæðaútprentun á ljósmyndapappír í gegnum hanspetersen.is Gerðu meira úr myndunum þínum! Grundarfirði - Á hverju ári veita Hollvinasamtök Grundarfjarðar verðlaun fyrir sérstaklega vel unnin störf í þágu Grundarfjarðar. Að þessu sinni var það fjarnám á fram- haldsskólastigi í Grundarfirði og flutningsfyrirtækið Ragnar og Ás- geir ehf. sem þóttu hafa skarað fram úr með störfum sínum á árinu 2000. Formaður samtakanna, Gísli Karel Halldórsson, afhenti verðlaunin. Fjarnám á framhaldsskólastigi í Grundarfirði er tilraunaverkefni sem staðið hefur síðan haustið 1999. Ýmsir aðilar hafa stutt verkefnið, svo sem menntamálaráðuneytið og Rannsóknarráð. Auðgar bæjarbraginn Grundarfjörður mun vera eina sveitarfélagið þar sem öll framhalds- skólakennslan er fjarkennsla. Verk- menntaskólinn á Akureyri sér um kennsluna. Í upphafi voru nemend- urnir 7 en á yfirstandandi skólaári eru þeir 11. Nemendurnir mæta í skólann á hverjum morgni ásamt umsjónarmanni og stunda nám sitt í húsnæði grunnskólans í Grundar- firði. Þetta fyrirkomulag hefur orðið til þess að auðga mjög bæjarbraginn í þorpinu því nú bregður svo við að all- margir unglingar eru heima allt árið, en fyrir daga fjarnámsins þurftu öll ungmenni á framhaldsskólaaldri að leita sé menntunar í aðra staði. Anna Bergsdóttir, skólastjóri grunnskól- ans í Grundarfirði, og Sigríður Finn- sen, oddviti Eyrarsveitar, tóku við verðlaununum. Flutningafyrirtækið Ragnar og Ásgeir ehf. er stærsta flutningafyr- irtæki landsins í einkaeigu. Það hef- ur verið atvinnulífinu í Grundarfirði mikil lyftistöng, enda eru umsvifin mikil. Fyrirtækið á 11 stóra flutn- ingabíla auk ýmissa minni bíla og tækja og er flota þessum ekið dag og nótt um allt land. Flutningurinn er fyrst og fremst fiskur, bæði ferskur og frystur. Feðgarnir Ragnar Har- aldsson og Ásgeir Ragnarsson tóku við verðlaununum. Hollvinasamtök Grundarfjarðar- veita verðlaun Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Verðlaunahafarnir Sigríður Finsen, oddviti Eyrarsveitar, Anna Bergs- dóttir, skólastjóri í Grundarfirði, og feðgarnir Ragnar Haraldsson og Ásgeir Ragnarsson, eigendur Ragnars og Ásgeirs ehf., hampa verð- launagripunum. Vestmannaeyjum - Þriðjudaginn 2. janúar var Fréttapíramídinn afhent- ur í 13. skipti. Fréttapíramídinn er verðlaun sem vikublaðið Fréttir í Vestmannaeyjum afhendir þeim ein- staklingi eða félagi sem þykir hafa skarað fram úr í Vestmannaeyjum. Að þessu sinni fór afhendingin fram á veitingastaðnum Prófastinum að við- stöddum hundrað gestum. Arnar Sigurmundsson, stjórnarformaður Eyjaprents, sem gefur út vikublaðið Fréttir, bauð gesti velkomna og rakti í stuttu máli tilurð verðlaunanna sem nú voru afhent í 13. skipti eins og áð- ur sagði og í öll skiptin hefur lista- maðurinn Grímur Marinó Steindórs- son hannað verðlaunagripina. Ómar Garðarsson, ritstjóri Frétta, gerði síðan grein fyrir niðurstöðum ritstjórnar Frétta en að þessu sinni voru tveir hópar verðlaunaðir og einn einstaklingur. Bára Grímsdóttir tón- listarmaður hlaut Fréttapíramídann fyrir framlag sitt til menningarmála. Bára hefur haldið uppi miklu tónlist- arlífi í Vestmannaeyjum, m.a. verið stjórnandi barnakóra og Samkórs Vestmannaaeyja sem hún endurvakti á árinu sem var að líða. Þá hefur hún verið virk í tónlistarlífinu á lands- mælikvarða með því að semja tón- verk og er einnig í þjóðlagahópnum Emblu sem hefur víða komið fram, bæði hér heima og erlendis. Bára gat ekki verið viðstödd afhendinguna þar sem hún vann að upptökum í Reykja- vík en eiginmaður hennar, Eyvindur I. Steinarsson, tók við verðlaununum fyrir hennar hönd. Að þessu sinni var ekkert fyrirtæki verðlaunað en í stað þess ákvað rit- stjórn Frétta að verðlauna ráðstefn- una Vestmannaeyjar 2010 sem haldin var í Vestmannaeyjum sl. haust og fjallaði um framtíð eyjanna. Tók mik- ill fjöldi ungs fólks úr Eyjum þátt í ráðstefnunni og fjöldi fyrirlesara víðs vegar af landinu. Vestmannaeyjar 2010 þótti takast vel. Fyrir hönd for- svarsmanna ráðstefnunnar tóku við verðlaununum Þorsteinn Sverrisson, framkvæmdastjóri ráðstefnunnar og forstöðumaður Þróunarfélags Vest- mannaeyja, og Guðrún K. Sigur- geirsdóttir ráðstefnustjóri. Á sviði íþrótta stóð uppúr árangur handknattleiksliðs kvenna úr ÍBV, en stúlkurnar urðu Íslandsmeistarar sl. vor í fyrsta skipti. Það var því auðvelt val hjá ritstjórn Frétta að afhenda Ís- landsmeisturum kvenna í ÍBV Fréttapíramídann fyrir íþróttaafrek ársins 2000. Stjórn handknattleiks- deildar og leikmenn voru við afhend- inguna og tók fyrirliði Íslandsmeist- aranna, Ingibjörg Jónsdóttir, við verðlaununum. Við þetta tækifæri bauð Eyjaprent gestum upp á kaffi og veitingar auk þess sem flautusveit tónlistarskólans undir stjórn Hjálmars Guðnasonar lék nokkur jólalög og feðgarnir Ey- vindur og Benedikt fluttu nokkur lög saman, gestum til óblandinnar ánægju. Afhending Fréttapíramídans er orðin fastur liður í bæjarlífinu í upp- hafi hvers árs og er ákjósanlegur vettvangur til þess að færa þeim sem með dugnaði og elju hafa skarað fram úr á einhvern hátt og vakið athygli á mannlífi og menningu í Vestmanna- eyjum viðurkenningu. Þrátt fyrir það eru menn sjaldnast sammála en það kveikir ágætar umræður um hvað við eigum mikið af hæfileikafólki og góð- um fyrirtækjum til þess að verðlauna með Fréttapíramídanum í framtíð- inni. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Fjölmenni var við afhendingu Fréttapýramídanna. Fréttapíramíd- arnir afhentir Verðlaunahafar Fréttapíramídans 2000. VERKALÝÐSFÉLAG Þórshafnar og Skrifstofa stéttarfélaganna á Húsavík hafa undirritað samstarfs- samning um félags- og verkalýðsmál með það að markmiði að efla þjón- ustu við félagsmenn í Verkalýðs- félagi Þórshafnar og styrkja um leið samstöðu verkafólks í Þingeyjar- sýslum í sameiginlegum hagsmuna- málum s.s. í byggða-, atvinnu- og öðrum velferðarmálum sem treyst geta búsetu á svæðinu. Samkvæmt samningnum tekur Skrifstofa stéttarfélaganna á Húsa- vík að sér ráðgjöf varðandi bókhald, gerð ársreikninga, daglega fjármála- umsýslu, skýrslugerð og önnur þau atriði sem tengjast daglegum verk- efnum félagsins. Skrifstofan tekur einnig að sér ráðgjöf við stjórn og félagsmenn Verkalýðsfélags Þórs- hafnar vegna kaup-, kjara- og félags- mála. Þá fær Verkalýðsfélag Þórshafnar aðild að fréttabréfi stéttarfélaganna á Húsavík og skal því dreift á félags- svæði þess. Verkalýðsfélag Þórshafnar mun starfa áfram eins og verið hefur, fundarhöld og önnur félagsleg starf- semi verður áfram í höndum félags- ins og skrifstofa félagsins á Þórshöfn verður áfram opin eins og verið hef- ur. Stéttarfélög í Þingeyjar- sýslum taka upp sam- starf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.