Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI 22 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Peningamarkaðsvíxlar Kaupþings hf. skráðir á Verðbréfaþing Íslands Verðbréfaþing Íslands hefur samþykkt að skrá peningamarkaðsvíxla Kaupþings hf., við útgáfu hvers flokks enda uppfylli þeir skilyrði skráningar. Um er að ræða 9 flokka víxla sem eru á gjalddaga um miðjan hvern mánuð, frá apríl 2001 til og með desember 2001. Útgáfa verður tilkynnt VÞÍ hverju sinni. Víxlarnir eru vaxtalausir og óverðtryggðir. Skráningarlýsingu er hægt að nálgast hjá umsjónaraðila skráningarinnar, Kaupþingi hf. Hjá Kaupþingi hf. er einnig hægt að nálgast þau gögn sem vitnað er til í skráningarlýsingunni. Ármúla 13A, 108 Reykjavík Sími 515-1500, fax 515-1509 GREINING Íslandsbanka-FBA sendi í gær frá sér spá um ársuppgjör 42 af 47 fyrirtækjum sem skráð eru á aðallista Verðbréfaþings Íslands (VÞÍ) og jafnframt spá um afkomu félaganna fyrir yfirstandandi ár. Helstu niðurstöður eru þær að spáð er 20% aukningu veltu félag- anna milli áranna 1999 og 2000 og að veltan hafi verið 340 milljarðar króna á síðasta ári. Spáð er aukningu hagn- aðar fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) um 4,5 milljarða og að framlegð hafi verið 6,8% árið 2000 miðað við 6,7% árið áður. Samkvæmt spá Íslandsbanka-FBA dregst hagn- aður eftir skatta saman um 76% á milli ára, og er þá leiðrétt fyrir af- skrift á viðskiptavild Össurar. Íslandsbanki-FBA spáir því að lyfjaiðnaður, upplýsingatækni og iðn- aður og framleiðsla séu þær greinar sem vaxa munu mest á yfirstandandi ári. Í meðfylgjandi töflu má sjá spá bankans um hagnað fyrirtækja í Úr- valsvísitölu VÞÍ. Sameiningar framundan í sjávarútvegi Bankinn bendir á að afkomuvið- varanir sjávarútvegsfyrirtækja hafi verið algengar að undanförnu og að lækkun krónunnar valdi miklu geng- istapi í reikningsskilum félaganna á síðasta ári. „Í því samhengi ber að hafa í huga að stærstur hluti geng- istaps er bókhaldsleg leiðrétting og hefur ekki áhrif á beinan rekstur. Þar sem lækkun krónunnar varð á seinni hluta sl. árs eiga tekjuáhrifin eftir að skila sér að fullu,“ segir í spánni. Jafnframt kemur fram að aukin framlegð sé í greininni og að þess séu einhver dæmi að hagræðing sé farin að skila sér. Enn sé þó margt ógert á því sviði og gerir Íslandsbanki-FBA ráð fyrir að einingar muni stækka. Í tölum um Samherja er reiknað með að af fyrirhugaðri sameiningu við BGB-Snæfell verði þó hún hafi ekki verið samþykkt. Hagnaðartölur í meðfylgjandi töflu eiga því við um sameiginlegan hagnað fyrirtækj- anna. Þá fellur Samherji GmbH í Þýskalandi út úr samstæðureikn- ingsskilunum vegna sölu Samherja á 65% hlut í fyrirtækinu. Vegna þess- ara breytinga segir Íslandsbanki- FBA að mikil óvissa sé um afkomu Samherja. Í umfjöllun um lyfjageirann kemur fram að laun hafi hækkað mikið en að gert sé ráð fyrir að úr þeim hækk- unum dragi á þessu ári. Áætlað er að velta fyrirtækjanna þriggja í þessum geira aukist um 50% og vísitalan hækkaði um 65%, sem var mesta hækkun atvinnugreinavísitölu á VÞÍ á síðasta ári. Spáin gerir ráð fyrir að áfram verði bjart yfir lyfjageiranum á þessu ári. Vaxtamunur minnkaði á síðasta ári Í spánni er bent á að lækkandi gengi verðbréfa hafi verið bönkunum óhagstætt. Lánastarfsemi hafi hins vegar gengið vel, þar sem útlána- aukning sé mikil. Vaxtamunur hafi þó farið minnkandi á árinu því hreinar vaxtatekjur hafi ekki aukist í sam- ræmi við útlán. Fram kemur að líkleg skýring á þessu sé að minni hluti út- lána sé nú fjármagnaður með innlán- um en áður hafi verið. Gert er ráð fyr- ir svipuðum vaxtamun áfram og að útlánavöxtur hafi náð hámarki og muni hægjast verulega á næstu ár- um. Reiknað er með að sala Vátrygg- ingafélags Íslands (VÍS) á eignarhlut í Frjálsa fjárfestingarbankanum til Kaupþings í lok síðasta árs hafi skilað Landsbankanum 200 milljóna króna tekjum fyrir skatta vegna eignarhlut- ar Landsbankans í VÍS og er gert ráð fyrir þessari sölu í niðurstöðutölu síð- asta árs. Sala á borðtölvum dróst saman í Bandaríkjunum á síðasta ári, en það hefur aldrei gerst áður. Íslands- banki-FBA telur fátt benda til annars en markaður fyrir borðtölvur fari einnig að mettast á Íslandi. Annað sem verið hafi upplýsingatæknigeir- anum óhagstætt er launakostnaður, hann hafi hækkað verulega. Á móti vegi að sala fylgibúnaðar og búnaðar fyrir netkerfi hafi verið góð. Afkomuspá Íslandsbanka-FBA Hagnaður dregst saman um 76%               !  "#                                                 !"#  $   %&  '(   )#*  $+  ,  &'+     -'. /   0111  /   0112             $%& '()%& *+ %*+ +%& ,,' '(%)' -.) -$) '()&) ,,) %&+ '&, $)) spá fyrir ársuppgjör rúmlega 30 fyrirtækja sem skráð eru á Verð- bréfaþingi Íslands og er þar gert ráð fyrir mun lakari niðurstöðu en árið á undan. Helstu ástæðurnar eru sagðar mikil veiking krónunn- ar og að það komi fram í miklu gengistapi. Auk þess eigi hátt ol- íuverð og almennar kostnaðar- hækkanir mikinn þátt í verri af- komu. Búnaðarbankinn telur að í raun séu það aðeins félög í upplýsinga- tækni og verslun sem bæti afkomu sína. Söluhagnaður skýri mikla hagnaðaraukningu í upplýsinga- tækni en uppkaup fyrirtækja og útrás einkenni verslunarfyrirtæk- in. „Við túlkun á ársuppgjörunum í ár er mikilvægt að bera saman niðurstöðu rekstrarreiknings og veltufé frá rekstri því að gjald- færsla gengistaps er fyrst og fremst reikningsleg stærð. Árið var um margt óvenjulegt og félög- in hafa þó nokkra möguleika á að stilla afkomuna af. Fjármálastofn- anir hafa töluvert svigrúm varð- GREININGARDEILD Búnaðar- bankans – verðbréfa hefur gert andi framlög á afskriftareikning og tryggingafélög geta bæði tekið út og lagt fyrir í útjöfnunarskuld. Þá hafa þau félög sem eru með mikið tímabundið tap möguleika á að tekju- og eignfæra yfirfæran- legt skattalegt tap sem myndast á árinu. Það er líklegt að einhver sjávarútvegsfyrirtæki nýti sér þessa heimild og það mun laga rekstrarniðurstöðuna,“ segir í afkomuspá Búnaðarbankans en tekið er fram að ekki sé gert ráð fyrir nýtingu þessarar heimildar í spám bankans. Afkomuspá greiningardeildar Búnaðarbankans Möguleikar á að lagfæra slæma afkomu                                                 !"  #   $%  &'   (" #)  *  %&)    +&, -   .///                          
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.