Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 23 SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar, SPH, hefur selt 4,95% hlut sinn í Kaupþingi en Kaupþing sér um kaup- in. Eftir þessi viðskipti á SPH ekki lengur hlut í Kaupþingi. Vegna for- kaupsréttarákvæða liggur enn ekki fyrir hverjir raunverulegir kaupend- ur eru en forkaupsrétturinn gildir í átta virka daga, þ.e. til 16. janúar næstkomandi, nema sparisjóðirnir af- sali sér honum fyrir þann frest. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins mun þó Lífeyrissjóður Verzlunar- manna hafa keypt 1% og þar með yrði hlutur sjóðsins í Kaupþingi um 5,6%. Sparisjóður Hafnarfjarðar átti upphaflega liðlega hátt í 11% hlut í Kaupþingi en seldi 6,05% fyrir ára- mótin á genginu 15,95. Söluandvirði þess hlutar nam tæpum 935 milljón- um króna, þar af var söluhagnaður tæpar 750 milljónir króna. Sölugengið nú er hið sama og fyrir áramótin og nemur söluandvirðið því um 765 millj- ónum króna. Áætlaður söluhagnaður er því um 640 milljónir króna. Sam- tals nemur því áætlaður söluhagnað- ur Sparisjóðs Hafnarfjarðar af sölu 10% hlutar í Kaupþingi liðlega 1,4 milljörðum króna. Að sögn Þórs Gunnarssonar spari- sjóðsstjóra var tekin ákvörðun um að draga sig algerlega úr Kaupþingi. „Við erum með hliðstæða starfsemi í Kringlunni og það að koma þeim rekstri af stað kostaði okkur verulegt fé og því þótti okkur hentugt að losa hlut okkar í Kaupþingi. Því er auðvit- að ekki að neita að fjárfestingin í Kaupþingi hefur reynst feiknarlega arðbær. Það eru ekki mörg ár síðan sparisjóðirnir keyptu helmingshlut Búnaðarbankans í Kaupþingi á 200 milljónir króna.“ Sparisjóður Hafnarfjarðar selur öll hlutabréf sín í Kaupþingi Heildarsöluhagnaður nemur ríflega 1,4 milljörðum króna Fréttatilkynning frá Búnaðarbanka Íslands hf. Viðskipti með bréf Pharmaco til rann- sóknar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Bún- aðarbanka Íslands. „Búnaðarbanka Íslands hf. hefur borist tilkynning frá Fjármálaeftirlit- inu, dags. 5. janú- ar 2001, þar sem tilkynnt er um lok rannsóknar eftir- litsins á viðskipt- um bankans og Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans hf. með hlutabréf í Pharmaco hf á tímabilinu frá apríl 1999 til mars 2000.“ „Fram kemur það mat Fjármála- eftirlitsins að Búnaðarbankinn og Hlutabréfasjóður Búnaðarbankans hf. hafi búið yfir trúnaðarupplýsing- um um Pharmaco hf. í skilningi 2. mgr. 26. gr. laga nr. 13/1996 um verð- bréfaviðskipti, á tímabilinu apríl til 7. júní 1999 og viðskipti bankans og sjóðsins með hlutabréf í Pharmaco hf. á því tímabili kunni að hafa falið í sér brot á reglum laganna. Þá telji Fjármálaeftirlitið nauðsynlegt að rannsaka frekar viðskipti bankans og Hlutabréfasjóðsins með hlutabréf í Pharmaco hf. tímabilið frá 7. júní 1999 til mars 2000 og hafi eftirlitið sent um það erindi til Ríkislögreglu- stjóra með vísan til 12. gr. laga nr. 87/ 1998. Vegna athugunar Fjármálaeftir- litsins hefur bankaráð og banka- stjórn látið fara fram ítarlega skoðun á öllum viðskiptum bankans, Hluta- bréfasjóðs Búnaðarbankans hf. og Fjárfestingarsjóðs Búnaðarbankans hf. með hlutabréf í Pharmaco hf. á því tímabili sem ósk Fjármálaeftirlitsins um nánari rannsókn Ríkislögreglu- stjóra nær til. Sú athugun, sem var í höndum innri endurskoðunar bankans, hefur ekki leitt í ljós að neinar reglur hafi verið brotnar. Yfirstjórn Búnaðar- bankans lítur mál þetta mjög alvar- legum augum.“ Búnaðarbankinn gerir athugasemdir við málsmeðferð „Bankinn hefur óskað þess að fá að kynna sér hver ætluð brot eru þannig að honum gefist kostur á að setja fram skýringar og andmæli í sam- ræmi við reglur stjórnsýslulaga. Fjármálaeftirlitið hefur hafnað þeirri ósk og telur málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga ekki eiga við. Búnað- arbankinn gerir alvarlegar athuga- semdir við málsmeðferðina og hefur tekið ákvörðun um að kæra þessa ákvörðun til kærunefndar sem starf- ar skv. lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Búnaðarbankinn hefur falið Gesti Jónssyni hrl. að annast málið fyrir hönd bankans,“ að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Búnaðarbank- anum. Með trúnaðarupplýsingum, sam- kvæmt 2 mgr. 26. gr. laga nr. 13/1996, er átt við upplýsingar um útgefanda verðbréfa, verðbréfin sjálf eða önnur atriði sem ekki hafa verið gerð op- inber en eru líkleg til að hafa áhrif á markaðsverð verðbréfanna ef opin- ber væru. Upplýsingar teljast opin- berar þegar þeim hefur verið miðlað á verðbréfamarkaðinum með al- mennum og viðurkenndum hætti. Samkvæmt 12. gr. laga nr. 87/1998 ber Fjármálaeftirlitinu að greina rík- islögreglustjóra frá brotum ef þau eru alvarleg og hinn eftirlitsskyldi aðili hefur að mati Fjármálaeftirlits- ins með refsiverðum hætti gerst brotlegur við lögin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.